Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjöri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Marklausi prédikarinn Seðlabankinn fer í haustprédikun sinni að venju mild- um höndum um stjórnendur íslenzkra efnahagsmála. Hann segir flest vera innan rammans, þenslu ekki óbærilega, halla ríkisrekstrar ekki óbærilegan og við- skiptahalla gagnvart útlöndum ekki óbærilegan. Smám saman hafa menn vanizt að taka lítið mark á mati Seðlabankans á stöðu mála. Hann hefur áratugum saman reynzt vera hallur undir ríkisstjórnir hvers tíma. Hann hefur ekki sinnt aðhaldsskyldu sinni í þeim mæli, sem menn ætlast erlendis til af seðlabönkum. Góðærið sparar ríkisstjórninni að halda vel á spöðun- um og hylur veruleikann fyrir Seðlabankanum. Því eru litlar líkur á, að þjóðin komi úr góðærinu betur búin til að fást við verkefni mögru áranna, sem jafnan fylgja góð- ærum í sveifluþjóðfélagi á borð við okkar. Skynsamlegt er að fleygja skýrslu Seðlabankans og meta heldur efnahagslegan og peningalegan árangur þjóðfélagsins út frá skilgreinanlegum markmiðum á borð við, hvort við nálgumst eða fjarlægjumst þau mark- mið, sem nágrannaríki okkar hafa sett sér. Hvort sem við viljum eða viljum ekki taka þátt í evr- ópsku myntbandalagi, þá er okkur hollt að setja svipuð peningamarkmið og nágrannarnir. Því miður erum við að íjarlægjast skilyrðin á sama tíma og þjóðir Vestur- Evrópu eru smám saman að nálgast þau. Fjárlagahalli og ríkisskuldir eru á sæmilegu róli hjá okkur, enda er hér beitt sömu brögðum og víða annars staðar að selja eigur ríkisins upp í afborganir og vexti af skuldum þess. Ríkið étur út eigur sínar og kallar það einkavæðingu til að gefa því hagfræðistimpil. Verðbólga fer vaxandi hér á landi, úr 1,8% á þessu ári í 2,7% á því næsta. Það stafar af, að ríkið hirðir ekki um að gripa til aðgerða, sem komi í veg fyrir hækkun verð- lags í kjölfar mikilla launahækkana. Hún situr með hendur í skauti og kennir öðrum um vandann. Verðbólga hefur haldizt lág að undanfomu, af því að losað hefur verið um samkeppnishömlur. Frjálsari markaður spillir möguleikum fyrirtækja til að velta launahækkunum út í verðlagið í stað þess að hagræða rekstri sínum þannig, að hann melti hækkanimar. Ríkisvaldið á enn ónotuð ýmis tækifæri á þessu sviði. Verðlag ýmissa matvæla er óeðlilega hátt hér á landi vegna verndarstefnu í þágu landbúnaðarins. Lækkandi verð landbúnaðarafurða mundi vega upp á móti þenslu vegna launahækkana af völdum kjarasamninga. Vextir haldast háir hér á landi á sama tíma og þeir fara lækkandi í nágrannalöndunum. Munurinn er núna talinn nema um og yfir 2%. Þetta er gífurleg skattlagn- ing á fólk og fyrirtæki, sem stafar eingöngu af því að ís- lenzkar lánastofnanir em ferlega illa reknar. í stað þess að stokka upp afdankaða stjómmálagengið í bankastjómum og bankaráðum hefur ríkisvaldið end- urráðið alla gömlu sukkarana. Samt hafa þeir verið staðnir að því að brenna milljörðum í rekstraræfingum gæludýranna í pólitíska samtryggingarkerfmu. Afdankaða stjómmálagengið stjórnar líka Seðlabank- anum. Þess vegna er bankinn mjúkmáll í haustskýrslu sinni, í stað þess að berja í borðið og segja: Niður með vaxtamun inn- og útlána! Og: Niður með samkeppnis- hindranir á innlendum markaði! Þess í stað bullar bankinn í hefðbundnum stíl um að halda verði uppi vöxtum á þenslutíma og um líkur á að launakostnaði fyrirtækja verði velt út í verðlagið. Jónas Kristjánsson Þessi öfl eru andstæö okkur, þótt annaö sé látiö í veöri vaka þegar þeim hentar, segir greinarhöfundur m.a. Þetta eru óvinir okkar lindir okkar með ábyrg- um hætti. Hér eiga jafh- vel í hlut mengandi iðn- aðarþjóðir, þó allir viti að mesta ógnunin við lifríki hafsins er ekki af veiðum heldur stafar hún af iðnaðarmengun. Undir þessu kynda sam- tök sem þykjast aðhyll- ast umhverfisvernd, en koma í raun óorði á þann góða málstað. Fjöl- mörg dæmi má nefha þessu til stuðnings. „Fallhlíf dauðans" Á Fiskiþingi í fyrra var dregið fram hvernig mörg þessara samtaka ala á alls konar rang- hugmyndum. Meðal „ Við þekkjum það af langrí og bit- urrrí reynslu að sömu þjóðir og fyrstar samþykkja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar ráðast að okk- ur með kjafti og klóm þegar við leitumst við að framfylgja þessari stefnu með hvaiveiðum.u Kjallarmn Einar K. Guðfinnsson alþingismaöur Sjálf- stæöisflokksins á Vest- fjöröum Það má heita við- tekin skoðun að auðlindir beri að nýta undir merkj- um sjálfbærrar þróunar. I hinni frægu Brundtland- skýrslu var þetta orðað svo: „Sjálf- bær þróun felst í því að þörfum nú- verandi kynslóða sé mætt án þess að það skerði mögu- leika komandi kyn- slóða.“ Þannig fel- ur þessi skilgrein- ing í sér rétt okkar til skynsamlegrar nýtingar á auðlind- um hafsins. Gildir þá einu hvort um er að ræða þorsk eða loðnu, rækju eöa stórhveli, súd eða hrefnu og sel. Þetta virðist manni býsna aug- ljóst og varla að það gæti verið nokkur ágreining- ur um svo bersýni- leg sannindi. Enda er það svo; en því miður bara í orði - en ekki á borði. Ráöskast meö rétt okkar sem fullvalda þjóöar Við þekkjum það af langri og biturri reynslu að sömu þjóðir og fyrstar samþykkja hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar ráðast að okkur með kjafti og klóm þegar við leitumst við að framfylgja þessari stefnu með hvalveiðum. Þannig er ráöskast með skýlausan rétt okkar og heimild sem full- valda þjóðar til þess að nýta auð- dæma sem þar voru sýnd var aug- lýsing þar sem flottroUið var nefht „faUhlíf dauðans" og átakanleg teikning af þorsktitti á krók, sem engdist af kvöl. Svipað mátti raunar lesa í hinu heimsþekkta tímariti Time. í nýju hefti blaðsins var grein þar sem höfundurinn líkti áhrifum rækju- veiða á lífríkið í hafinu við það að vaðið væri yfir skóglendi með jarðýtum. Þá má rifja upp lýsingar fram- kvæmdastjóra alþjóöasamtaka fiskimjölsframleiðenda sem hér var á ferð fyrir skemmstu og greindi frá yfírgangi meintra um- hverfisverndarsinna. HaUdór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra nefndi enn eitt dæmið í umræðunum um skýrslu utanrík- isráðherra um utanríkismál þann 6. nóvember sl. Þar vakti hann meðal annars athygli á því að hin kunnu umhverfisverndarsamtök World WUdlife Fund hefðu staðið fyrir rándýrum auglýsingum á al- þjóðavettvangi þar sem farið var með upplognar sakir á hendur okkur íslendingum. Síðan hefðu samtökin reyndar beðist afsökun- ar með bréfkomi tU íslenskra stjómvalda! Ekki var fyrir því haft að senda slíka afsökunar- beiðni í jafndýrri auglýsingu í stórblöðunum útlendu. Þar kom það ekki fram. Skaðinn var skeð- ur. Það var búið að baka okkur gríðarlegt tjón. Andstæöingar Þetta segir okkur auðvitað eitt. Þessi öfl em andstæð okkur. Þeg- ar það hentar þeim er annað að vísu stundum látið í veðri vaka. En hvað er að marka slíkt tal? Ná- kvæmlega ekki neitt. Þess vegna eigum við ekki eitt andartak að láta okkur tU hugar koma að frið- mælast við þau né ímynda okkur að einhver merking sé á bak við fagurgalann. Hér em greinUega á ferö aðUar sem mæla fagurt, en hyggja flátt. Þess vegna eigum við vitaskuld að halda fram rétti okkar sem sjálfstæðrar þjóðar til þess að nýta auðlindir okkar með sjálfbæmm hætti og gæta okkar á samtökum sem vilja koma í veg fyrir það. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Lífeyrir útgerðarmanna „Verðmætin sem útgerðarmenn em að selja þegar þeir yfirgefa atvinnugreinina og formaður LÍÚ kaU- ar lífeyri þeirra era veiðUeyfin frá ríkinu. Inneignin í „lífeyrissjóðun" myndast þannig að útgerðarmenn fá ókeypis úthlutun veiðUeyfa og geta síðan selt þessi veiðleyfi samdægurs án þess að gera nokkuð tU að auka verðmæti þeirra... Er það öfund að finn- ast það misrétti þegar örfá hundruð íslendinga fá, án þess að leggja nokkuð erfiði á sig, „lífeyri" upp á hundruð miUjóna króna fyrir þaö eitt að hafa starf- að í sjávarútvegi þegar kvótakerfinu var komið á?“ Sigurður Björnssson í Mbl. 12. nóv. Blaðurstöðvar Ijósvakans „Það bjargar talsverðu, að enn em tU útvarps- stöðvar, sem taka hlutverk sitt alvarlega. En þær em ekki nógu margar. Það væri mikið þarfaverk, að fá stjómendur blaðurstöðvanna til að bæta málfar starfsmanna og kunnáttu þeirra í fjölmiölun... Og út- varpshlustendur eiga að hafna lágkúranni og láta í ljós skoðanir sínar á henni. Forráðamenn blaður- stöðvanna þurfa að fá þau ským skilaboð að þjóðin kæri sig ekki um þau skemmdarverk sem nú em unnin á íslenskri tungu." Árni Gunnarsson, í Degi 12. nóv. Staða innflytjenda „íslenskt þjóðfélag hefur á margan hátt ekki verið undir það búið að taka á þeim mörgu verkefhum sem hafa skapast vegna þróunar síðustu ára. Engin stefna hefur verið mörkuð um það á hvem hátt all- ir, óháð upprana, eiga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Vegna þess er orðið mikilvægt að stuðla að aukinni umræðu um stöðu innflytjenda og flóttamanna á íslandi því nauðsynlegt er að laga ým- islegt í íslensku samfélagi að breyttum aðstæðum." Kristín Njálsdóttir í Mbl. 11. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.