Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 15 Af hverju er fólkið að hlæja? Það hefur vakið at- hygli mína undanfarið hve fólk hlær mikið í leikhúsum, í bíó eða á hvaða menningarvið- burði sem er, nema helst sinfóníutónleik- um. Ekki að hlátur veki almennt furðu mína. En tilefni hans gerir það stundum. Það er nefnilega iðu- lega hlegið að því sem er ekkert sérstaklega fyndið heldur jafnvel sorglegt og á að vekja til umhugsunar. Öllu er tekið sem grini og hlegið dátt þó að það sem hlegið er að sé oft annað og meira en gamanið tómt. Þannig er þessi öld sem við lif- um. Nú á allt að vera fyndið. Ef seinni þáttm- leikrits er ekki fynd- inn er klappið dræmt. Enginn les sögur sem ekki eru fullar fyndni, jafnvel ljóð þurfa að vera fyndin til að áheyrendur fagni upplestri þeirra. Einu sinni var... Einu sinni var kjamorkuöld. Þá óttuðumst við að heimurinn fær- ist. Til voru kjamorkusprengjur sem gátu drepið okkur öll. Þær era enn til og geta ennþá drepið okkur öll en angistin hvarf. Við erum hætt að hafa áhyggjur. Einu sinni var ósónlagið að minnka. Skógarnir að hverfa. Mengunin að aukast. Við ætl- uðum að hætta að menga loftið með bílum, jafnvel að flokka raslið og nýta allt tvisvar. Nú hafa menn ekki áhyggjur af þessu lengur, skrifa jafnvel grein- ar í DV um að um- hverfisvemd sé vond og takmarki frelsi einstaklings- ins. Þó hverfa skóg- amir enn og ósón- lagið minnkar og mengunin eykst og dýrunum fækkar. En við erum ekki lengur hrædd. Einu sinni tóku menn sig upp og mótmæltu her á íslandi og stríði í Víetnam og gáfu fé til svelt- andi barna í Bíafra. Nú mót- mæla menn hækkuðum sím- reikningum og skertum tekjum. Sem er sjálfsagt og gott en enginn hefur áhuga á sveltandi böm- um í írak eða Norður-Kóreu. Menn flykkjast ekki á götur fyrir neitt nema sjálfa sig. Einu sinni vom menn annað- hvort með her á íslandi eða móti. Nú er öllum sama. Einu sinni höfðu menn áhyggjur af stórveld- inu í austri. Nú blómstra þar öfga- samtök og glæpafélög og örvænt- ing er tekin að grípa um sig. Kjamorkuvopn stórveldisins gætu komist í hendur hryðjuverka- manna eða glæpamanna. En eng- inn hefur áhyggjur. Einu sinni höfðu menn áhyggj- ur af misskiptingu auðsins. Þá risu upp menn sem sögðu að hún væri góð en ekki vond. Þannig að auðnum er enn misskipt en okkur er alveg sama. Thatcheristar allra landa tóku áhyggjurnar frá okkur og við emm aftur glöð. Morfínskammtur og viö hræðumst ekki Sjúklingum sem eiga sér enga von um lækningu eru gefm deyfi- lyf. Þeir læknast ekki en þeim líð- ur betur. Gjörvallur hinn vestræni heimur hefur nú fengið vel útilát- inn morfinskammt. Við hræðumst hvorki kjamorkuslys, mengun né gróðurhúsaáhrif lengur. Hættan á útrýmingu mannkyns er söm og áður en við hlæjum og hlæjum. Hláturinn lengir lífið. En þegar menn eru teknir að hlæja að öllu, ekki síst ofbeldi og manndrápum, er hann fremur vísbending um hláturgas en sanna gleði. Það væri ástæða til að vera glaður ef mann- kynið hefði leyst öll vandamálin sem steðjuðu að fyrir aldarfjórð- ungi. Það höfum við ekki gert. Við létum okkur nægja að hætta að hugsa um þau. Gleymdum þeim. Svo hlæjum við. Ha-ha-ha. Ármann Jakobsson „Svo hlæjum viö. Ha, ha, ha.“ Kjallarinn Ármann Jakobs- son íslenskufræöingur „Hláturinn lengir lífíð. En þegar menn eru teknir að hlæja að öllu, ekki síst ofbeldi og manndrápum, er hann fremur vísbending um hláturgas en sanna gleði.“ Hin yfirgengilega fáfræði Kjallarinn WEM \ ... . ' SjPfei X J X Þorsteinn Helgason myndlistarnemi Trausti Skúlason teiknari Orðið graffiti þýð- ir einfaldlega veggjakrot en við viljum frekar nota orðið sem vegglist. Tjáningarform þetta hefm- því miður ver- ið ítrekað lítilsvirt af almenningi og stjóm- völdum, þ.e.a.s. ein- faldlega verið bann- að með lögum. Vegna aðgerða stjómvalda víðs vegar um heim- inn hafa klíkur verið stofnaðar kringum spreylistina og á flestum þeim stöðum (þó aðallega í USA) eiga klíkumar sér- stök svæði sem þær hafa merkt sér og verja þau með mismunandi að- gerðum. En að halda það, eins og kom fram í grein Kristjóns Kolbeinsson- ar í DV þann 29. okt ’97, að þetta listform tengist dreifmgu eiturlyfja og almennri útbreiðslu þeirra, er fásinna. Hugsanlega em til ein- hverjir sem eiga við eiturlyfja- vandamál að stríða við þessa iðju en er ekki til svoleiðis fólk á öllum sviðmn hins „siðmenntaða" heims? Skipulögð glæpastarfsemi? Kenningar þessar sem Kristjón setti fram, að graffiti væri dulmál dópsala og hin subbulegasta ómenning, eiga sér engan rök- studdan grundvöll í tilverunni. Einnig nefndi maðurinn það að fyrst hefði verið haldið að þettá væri útrás spennufikla í ætt ein- hverrar lágmenningar þar sem markmiðið væri að færa sig upp einhvem („virðingarstiga") þar sem vinnuskúrar væru neðstir á þeim lista en hýsi stofnana, lög- gjafar- og dómsvalds í því efsta. Þetta er hið mesta blaður. Ef góður flötur er fyrir hendi og tilvalið tækifæri gefst á að fegra hans annars vegar litlausa yflr- borð þá grípa menn það fegins hendi. Flestir virðum við þó einkaeignir og allir virðum við guðshús. Atburðir þeir sem áttu sér stað við Háteigskirkju fyrr á þessu ári, þar sem krotaður var á kirkjuna nasistaáróður og þess háttar við- bjóður, eiga sér engin tengsl við spreylistaheim- inn. Þar vom á ferð fáeinir aumir einstaklingar sem era að berjast fyr- ir glötuðum mál- stað. Og við von- um nú að sá mis- skilningur sé hér með leiðréttur fyr- ir augu almenn- ings sem heldur því fram að graffiti sé skipu- lögð glæpastarf- semi. Drullugir, brotnir og skemmdir veggir Ef stjómvöld einbeittu sér að vinna með spreylistamönnum þjóðarinnai- í stað þess að vinna gegn þeim þá væri þetta svokall- aða ómenningarástand úr sögunni og drullugir, brotnir og skemmdir veggir viðs vegar um borgina gætu orðið fegurri en nokkru sinni fyrr. En með sífelldri ásókn yfirvalda og fáránlegum umfjöll- unum mun ástandið bara versna og reiðin aukast. Við hvetjum alla þá sem eitt- hvað hafa um málið að segja að skrifa til blaðsins eða annarra fjöl- miðla. Allir graffarar á landinu, sameinumst og geram borgina að verðskuldaðri menningarborg ekki minningarborg. Spreylistamenn em líka lista- menn og þeir verðskulda að á þá sé minnst ef notaðar era myndir eftir þá í blaðagreinum og sjón- varpi. - Við spyrjum Kristjón, hvað er menning í hans huga? • Þorsteinn Helgason og Trausti Skúlason „Atburðir þeir sem áttu sér stað við Háteigskirkju fyrr á þessu ári þar sem krotaður var á kirkjuna nasistaáróður og þess háttar við- bjóður eiga sér engin tengsl við spreylistaheiminn. “ Með og á móti Innflutningur á norskum fósturvísum í íslenska kúastofninn Guðmundur Lárusson, formaöur Landssambands kúabænda. aö gera Aukin hagkvæmni „Meginástæður þessa era að við teljum okkur geta náð betri árangri í júg- ur- og spena- gerð og þar með bættu heilbrigði og betri mjólk. Einnig aukinni hagkvæmni í framleiðslu sem ætti að koma neytendum til góða í lægra vöruverði og um leið mjólkurframleiðsluna samkeppnishæfari gagnvart auknum innflutningi á mjólk og mjólkurafurðum í framtiðinni. Við höfum unnið samkvæmt öllum lögum og reglugerðum varðandi sóttvarnir, með nákvæmlega sama hætti og við gerðum þegar víð fluttum inn holdanautakynin. Þá voru engin mótmæli gegn innflutningi og enginn maður minntist á að þar væri hætta gagnvart búfjár- sjúkdómum. Þannig að ég tel að mótmælin núna séu frekar tilfmningaiégs eðlis en fagleg og að engin hætta sé til staðar gagnvart þessum innflutningi er varðar sóttvamir. Allt tal um endurbyggingu fjósa tel ég misskilning. Menn verða að taka skynsamlega ákvörðun, byggða á rökum og ekki láta tilfinninga- hita villa sér sýn.“ Ekki nægilega athugað „Ég er áhyggjufullur út af þessum hugmyndum vegna þess að mér finnst menn ekki hafa athugað málið nóg áður en þeir fara af stað. ÍNoregi em þekktir veira- sjúkdómar í nautgripum sem era óþekktir hér á landi. Veim- sjúkdómar geta borist með fósturvísum. Um er að ræða smitandi slímhúðapest sem veldur ýmist fósturláti, það fæðast veikir kálfar og jafnvel smitberar sem ekki greinast fyrr en löngu eftir fæðingu. Norömenn em að leggja griðarlegt fé í að reyna að uppræta sjúkdóminn hjá sér sem leggst bæði á nautgripi og sauðfé. Aðrir veimsjúkdómar eins og smitandi hvítblæði og öndunarfærasjúkdómurinn RS, veirusýking era líka þekktir í norska kúastofninum. Við erum með stofna sem em mjög viðkvæmir vegna langrar einangrunar. Þannig geta sjúkdómar sem era meinlitlir annars staðar, reynst mjög erfiðir viðureignar hér á landi. Ýmsir eiginleikar i íslenskri mjólk hafa verðmæta kosti sem við myndum kasta burt með þessu. Hér á landi er lægri tíðni sykursýki en víða annars staðar rakin til mjólkurgerðarinnar og efni í mjólkinni era ákaflega heppileg til ostagerðar. Auk þess kæmi til afhymingar, sem er dýravemd- unarmál og kostnaðarsamra umbyltinga í fjósum." -ST Sigurður Sigurðarson, dýralæknlr á Koldum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.