Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 32
tþlur miðvikudaginn 12.11.’97 18 /22 '25'28 '47 Efréttaskotið Hb síminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 13. NOVEMBER 1997 Eins og þjóf- ur á nóttu DV, Akureyri: „Stjórnarmönnum Neytendafé- íags Akureyrar er stórlega misboðið 1 þegar Jóhannes Gunnarsson kemur hingað eins og þjófur á nóttu og opnar hér nýja skrifstofu án þess að gera tilraun til að tala við stjórnar- menn Neytendafé- lags Akureyrar. Þetta fólk sem hefur starfað í stjóm öflug- asta neytendafélags landsins árum sam- an er ekki virt við- ......., lits og Jóhannes hef- V.lhjalmur ur aldrei gert tilraun n^' rnason- til að hitta þetta fólk,“ segir Vil- hjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar. Fjórir aðrir stjórnarmenn Neyt- endafélags Akureyrar skrifa undir vantraustsyfirlýsingu á Jóhannes Gunnarsson, saka hann um ósann- indi og rangfærslur í starfi og krefj- ast þess að honum verði sagt upp störfum. En verður borin upp til- laga um vantraust á Jóhannes á fundi stjórnar Neytendasamtakanna álaugardag? „Ég mun ekki gera það, ég er að fara þarna til slátrunar og mun verða viðstaddur hana. Ég þykist þess fullviss að Jóhannes og Drífa hafi tryggt sér meirihluta til að bola mér úr framkvæmdastjóminni," segir Vilhjálmur Ingi. -gk Prófkjör R-listans: Tvöföld kosning „Þetta er eiginlega tvöfold kosn- ing. Flokkamir verða kosnir sér- staklega, þ.e.a.s. kjósendur merkja sérstaklega við einn flokk. Síðan verða kosnir flmm frambjóðendur í sæti borgarfulltrúa í númeraröð og *kjósendur geta valið þá úr hverjum flokkanna sem er,“ sagði Valdimar K. Jónsson, fulltrúi FYamsóknar- flokks í samráði R-listans. R- listinn ákvað í gær tilhögun prófkjörs til uppstillingar nýs lista fyrir borgar- stjómarkosningarnar í vor. Próf- kjörið verðu haldið í lok janúar- mánaðar. Að sögn Valdimars verður niður- staða prófkjörsins reiknuð út þannig að flokksmerking á atkvæðaseðlin- um gildir sem stig og sá flokkur sem er með flest stig fær sinn atkvæða- hæsta mann inn í fyrsta sætið og síðan koll af kolli. Þetta þýðir það að sá borgarstjómarkandídat sem sterkastsur er þarf ekki endilega að hafna í fyrsta sæti, því að styrkur 1 ^þess flokks sem býður hann fram ræður því að nokkru. -SÁ ✓ / FAST ÞA EKKI FRÍPUNKTAR FYRIR HERE3ALIFE? Ný skoöanakönnun Hagvangs um megrunarlyf: 11 þúsund á Herbalife Herbalife - Hefur þú keypt eöa notaö Herbalife-vörur einhvem tíma á þessu óri eöa þekkir þú einhvem sem hefur verið aö nota þessar vörur? Ailt landiö 15-75 ára 25 ®HERBAUFt t ik'THHÚ'íh'S FORMÚLA I I rtxcb YintiSíl 2,4% 3,1%- 24,8% Keypt alls »■ 1H7 Notaö alls Þekkir einhvem alis enginn löglegur innflutningur á 11 tonnum I spumingavagni Hagvangs í október sl. svöraðu 5,5% svarenda játandi spurningum um hvort þeir hefðu keypt eða notað Herbalife á þessu ári. Alls sögðust 2,4% hafa keypt efnið, 3,1% kváðust hafa not- að það á árinu og 24,8% kváðust þekkja einhvern sem hefði verið að nota þessar vömr. 71,4% höfðu hvorki keypt, notað, né þekktu neinn sem notaði Herbalife, 0,6% neituðu að svara og 1,6% sögðust ekki vita neitt um Herbalife yfir- leitt. Um var að ræða 1200 manna slembiúrtak af öllu landinu á aldr- inum 15-75 ára og var spurt slm- leiðis. Könnunin var gerð dagana 28/10-5/11. Svarhlutfall var 72,7%. Sé einungis litið til 5,5% hópsins sem kvaðst hafa keypt eða notað Herbalife á árinu þá samsvarar hann því að 11 þúsund manns hafl notað eða keypt Herbalife á árinu. Miðað við þann fjölda fólks sem notað hefur Herbalife til að grenna sig og DV hefur rætt við má gera ráð fyrir því að hver inanneskja hafi keypt þrjá mánaðarskammta því að enginn viðmælenda blaðsins hefur einungis farið í gegnum einn kúr og látið þar við sitja. Hver þessara mánaðarkúra eða mánaðarskammta kostar 10-14 þús- und krónur. Ef viö gefum okkur það að hann kosti 10 þúsund krón- ur, hafa þessar 11 þúsundir manns greitt alls 330 miUjónir króna fyrir efnið. Ekki verður hins vegar séð að neitt Herbalife hafl verið flutt inn til landsins eftir löglegum leið- um og því hafa engin vörugjöld ver- ið greidd af þessum innflutningi og enginn virðisaukaskattur. Næringarduft er flokkað sem matvara og er virðisaukaskattur af því þess vegna 14%. Næringarduft er í tollaflokki 2106.9025 og er toll- frjálst. Sé það hins vegar blandað með bragðefni, eins og vanillu- eða jarðarberjabragði, eins og algeng- ast er, leggst 80 króna vörugjald á hvert kíló. Ekkert af þessum gjöld- um hefur skilað sér í ríkissjóð þar sem innflutningurinn fer ekki fram eftir venjulegum innflutn- ingsleiðum. Þessi innflutningur er því talsvert dularfullur, ekki sist í því ljósi að hver mánaðarskammtur er í kring- um eitt kíló. Séu ofannefndar álykt- anir um magn og fjölda neytenda Herbalife út frá könnun Hagvangs nærri lagi hafa á árinu verið flutt um 11 tonn inn í landið af þessari „neðanjarðarvöra“ sem hvergi sér stað í tollskýrslum eða öðrum opin- bemm gögnum um innflutning. 11 tonn em nokkum veginn fúlifermi á vörubU af stærstu gerð. -SÁ Sérfræðingar: Samninga- fundur í dag Samninganefndir ríkisins og sér- fræðinga munu hittast á samninga- fundi kl. 15 í dag. Fyrirhugað er að sérfræðingar leggi fram kröfugerð á fúndinum. Nú hafa 70-80 sérfræðingar sagt upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Af þeim uppsögnum em um 50 komnar til framkvæmda. Að sögn Guðmundar I. Eyjólfsson- ar, formanns samninganefndar sér- fræðinga, hefur ekki verið haldinn formlegur samningafundur í rúman mánuð. Óformlegar viðræður áttu sér þó stað fyrir hálfum mánuði. í millitíðinni hefur verið unnið að því að finna nýjar leiðir. -JSS Kennarar samþykktu Jón Viðar Jónsson átti glæsta endurkomu í Þjóðleikhúsið þegar I sýndi fatnað þar í gærkvöldi. Fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins, Hrafn Jökulsson, var ekki síðri þar sem hann heillaði gesti i ítölskum sjóliðabúningi. DV-myndir Hilmar Þór Kennarar samþykktu í atkvæða- greiðslu nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin. 1875 þeirra sögðu já en 1336 sögðu nei. Alls vom 3661 á kjörskrá þannig að rúmlega 55 prósent þeirra samþykktu en rúm 39 prósent höfnuðu samningnum. -rt L O K I Veðrið á morgun: Hægt hlýnandi veður Á morgun verður sunnan- og suðaustangola eða kaldi. Dálítil súld við suðurströndina en ann- ars þurrt að mestu. Hægt hlýn- andi veður. Veörið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.