Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 6
6 lönd LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 stuttar fréttir ETA sprengir Skæruliðar ETA á Spáni skutu til bana lífvörð stjórnmálamanns og sprengdu bílasprengju í San Sebastian í gær. Um var að ræða hefndaraðgerð vegna handtöku leiðtoga stjórnmálavængs ETA. Jeltsín bjargar Rússneskir þingmenn risu á fætur í gær þegar forseti þeirra, Borís Jeltsín, æddi brosandi inn í neðri deild þingsins í gær til að bjarga fjárlagafrum- varpinu undan árás kommún- 'ista. Jeltsín sagði allan heiminn fylgjast með umræðunni vegna óróa á íjármálamörkuðum. Nokkrum mínútum seinna samþykkti neðri deildin fjárlagafrumvarpiö en kommúnistar höfðu hótað að greiða atkvæði gegn því. Bohta fær frest Fyrrverandi forseti stjórnar hvítra í S-Afríku, P.W. Botha, fær tveggja vikna frest til að bera vitni fyrir Sannleiks- og sátta- nefnd landsins um mannréttinda- brot. Selja ekki olíu írakar tilkynntu í gær að þeir hygðust ekki flytja út olíu fyrr en hætt yrði að tefja matvæla- og lyfjasendingar til þeirra. 7 ára skaut 2 ára Sjö ára drengur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fann lykil að vopnaskáp foreldra sinna. Hann tók fram byssu og miðaði á tveggja ára stúlku í gæslu for- eldra hans með þeim afleiöingum að hún beið bana. Hafna tóbaki I kjölfar fundar með A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, ætlar skemmtanaiðnaðurinn í Hollywood að beita sér gegn tó- baksreykingum í kvikmyndum og í sjónvarpi. Skuldar skatta ítalska fjármálaráðuneytiö til- kynnti í gær að stórsöngvarinn Luciano Pavarotti, sem er einn hæst launaði tónlistarmaður heims, hefði ekki greitt skatta af tekjum upp á rúmlega 400 milljónir króna. Um er að ræða tekjur fyr- ir tónleika utan Ítalíu á árunum 1989 til 1991 sem fullyrt er að söngvarinn hafi ekki talið fram. Pavarotti lætur sér fátt um finn- ast. Beit barn til bana Rottweilerhundur stökk upp og beit til bana nýfætt hollenskt bam sem var í fangi móður sinnar er sat í sófa. Reuter Launamunur milli kynja: Eykst í Danmörku Munur á launum karla og kvenna í sams konar vinnu fer vaxandi í Danmörku. Stéttarfélag skrifstofu- fólks í iðnaðinum hefur borið sam- an laun félagsmanna sinna. í félag- inu em alls um 50 þúsund manns og athugun á launum um 35% hópsins sýna svo ekki verður um villst að laun karla hafa fariö fram úr laun- um kvenna um 0,8% á einu ári. í maímánuði 1996 vom meðallaun kvennanna 17.676 d.kr á mánuöi, en laun karlanna í félaginu hins vegar 18.990 d.kr. Laun karlanna vom þannig 7,4% hærri þá. í maímánuði á þessu ári vom með- allaun kvennanna 18.034 d.kr. á mán- uði en meðallaun karlanna orðin 19.515 d.kr. á mánuði og munurinn þá 8,2%. Stéttarfélag skrifstofufólks í iönaði, HK/Industri, ætlar aö taka á þessu máli og em aðgerðir fyrirhug- aöar með vorinu. Tilgangur þeirra er að jafna út þennan mun. -SÁ Ríkissaksóknari biður um endurupptöku Palmemálsins: Eftir aö Pettersson var sýknaður hefur hann oft veriö kæröur fyrir ofbeldi. í gögnum ríkissaksóknara Sví- þjóðar, sem í gær lagði fram beiðni um endumpptöku Palmemálsins gegn Christer Pettersson, em til- greind fjögur ný vitni sem segjast hafa séð Pettersson við Sveavagen í Stokkhólmi um það leyti sem Olof Palme, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, var myrtur. Palme var skotinn til bana á Sveavágen 28. febrúar 1986 er hann var að koma úr bíói ásamt Lisbet konu sinni. Hún benti á Pettersson sem morð- ingjann. Pettersson var dæmdur fyrir morðið í undirrétti 1989 en síðan sýknaður í hæstarétti. Búist er við að ákvörðun um hvort réttarhöld fari fram á ný verði tekin eftir 3 til 4 mánuði. Eitt nýju vitnanna kveðst hafa séð Pettersson við bíóið sem Palme fór í klukkan 21 morðkvöldið. Ann- að vitni sá Pettersson einnig við bíóið og fyrir utan verslun skammt frá morðstaðnum. Bæði vitnin þekkja Pettersson vel og þess vegna þykir ljóst að það var hann sem þau sáu. Þriðja vitniö kom akandi eftir Sveavágen á milli 23 og 24 morð- kvöldið og sá Pettersson hlaupa út á götuna fram fyrir bílinn með byssu í hendinni. Fjóröa vitniö á að hafa séð Pettersson hlaupa eftir nærliggj- andi götu. Það hversu vitnin gáfu sig seint fram þykir veikja framburð þeirra. Sum útskýrðu seinaganginn með því að þau hefðu verið hrædd þegar orðrómur var á kreiki um að hryðjuverkasamtök væru á bak við morðið. Önnur báru við persónuleg- um ástæðum sem hefðu breyst frá því að morðið var framið. I gögnum ríkissaksóknara eru einnig tilgreind tvö vitni sem eru látin. Annað er Lasse Tingström sem fékk viðurnefnið sprengjumað- urinn eftir að hafa verið dæmdur fyrir tvær sprengjuárásir. Rétt fyrir andlát sitt sagði Tingström lög- manni sínum, Pelle Svensson, að Pettersson hefði starfað með sér. Tingström bað um aö ekki yrði greint frá þessu fyrr en 10 árum eft- ir morðið. Tingström kvaðst hafa lagt á ráðin um morðið úr fangels- inu til að hefna sín á þjóðfélagi sem hann hataði. Auk Petterssons hefðu tveir aðrir verið með í ráðum. Fjór- menningarnir ætluðu fyrst og fremst að myrða Karl Gústaf kon- ung. Það hefði verið tilviljun að Palme var myrtur á undan. Spilavítiseigandinn Sigge Cedergren sagði á dánarbeði sínum að hann heföi afhent Pettersson byssu skömmu fyrir morðið á Palme. Sjálfur kvaðst Pettersson hafa verið á heimleið frá því að reyna að kaupa amfetamín þegar Palme var myrtur. Kona datt ofan úr himin- geimnum Lögreglan í Orlando á Flór- ida hefur enn enga skýringu á því hvaðan konan kom sem datt ofan úr himingeimnum síðast- liðinn þriðjudag. íbúar í fjölbýl- ishúsi í Orlando heyrðu þá allt i einu mikinn skell. Þegar þeir litu út um gluggann sáu þeir Isvartklædda konu með sitt svart hár. Líkami konunnar var svo illa brotinn að augljóst þótti að hún hefði fallið úr mik- illi hæð. Enginn veit hins vegar hvaðan. Lögregluna grunar að konan hafi stokkið úr flugvél eða ver- ið fleygt út úr flugvél. Ekki er talið útilokað að konan hafi reynt að fara um borð í flugvél sem laumufarþegi og síðan dott- ið eftir að misst takiö. Reyndar er 20 hæða hátt fjölbýlishús í grenndinni en hin látna lá það langt frá húsinu að hún hefur ekki getað fallið út um glugga á því eða ofan af þaki þess. Svipaðir atburðir hafa gerst áður. í maí í fyrra fannst illa út- leikið lík I Miami. Hinn látni hafði misst takið á hjóli far- þegaflugvélar. í sömu viku fann lögreglan í New York lík ann- ars laumufarþega sem hafði hrapað í sjóinn. Kýr sökkti bát í mars á þessu ári sökk jap- anskur fiskibátur eftir að kýr Ihafði hrapað á hann. Talið var að skipverjar, sem var bjargað, væru að Ijúga og að um trygg- ingasvindl væri að ræða. Viku seinna kom sannleikurinn í ljós. Flugliðar rússneskrar flutningavélar höfðu tekið með sér kú sem þeir sáu á beit við flugbraut í Austurlöndum fjær. Kýrin var ekki ánægð og gekk berserksgang. Flugliðar losuðu sig því við kúna með fyrr- greindum afleiðingum, að því er segir í sænska blaðinu Dag- ens Nyheter. Dularfullar neðan- jarðarleiðslur Um tólf þúsund erlendir verka- menn vinna nú við lagningu dular- fullra leiðslna í eyðimörkinni í Lí- býu. Þar er verið að grafa steypt rör, sem eru 4 metrar í þvermál, ofan í sandinn. Yfirvöld í Libýu segja að um sé að ræða framkvæmdir til að dreifa vatni um eyðimörkina svo að hún geti blómstrað í framtíöinni. Þrír verkfræðingar, sem unnið hafa við framkvæmdimar en þora ekki að koma fram undir nafni, segja hina opinberu skýringu ósennilega eða ófullkomna. \Þá grunar að neðan- jarðarleiðslumar og vatnsgeymam- ir, sem verið er að smíða að mestu með amerískum tækjum, eigi að þjóna leynilegum hernaðarlegum tilgangi, að þvi er fram kemur í Intemational Herald Tribune. Leiðslumar eru svo stórar að her- bílar geta auðveldlega ekið um þær. Þær eru meira að segja nógu breið- ar fyrir járnbrautarteina. Verka- mennimir eiga að leggja 3.200 kíló- metra af leiðslum og munu þær ná frá Túnis til Egyptalands. Til suö- urs munu þær næstum ná til Súd- ans og Tsjads. Risastórar geymslur em reistar með 80 til 100 kílómetra millibili við leiðslurnar. Verkfræðingarnir segja að geymslumar séu margbrotnari en nauðsyn þykir til að geyma vatn. Með slíku leiðslukerfi fær Mo- hamed Gaddafi, leiðtogi Líbýu, gríð- arlegt tækifæri til að fela herflutn- inga fyrir bandarískum njósna- hnöttum sem fara yfir land hans á hverjum degi. Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að leiðslurnar em lagðar í gegnum fjallið Tarhuna. Bandariskir og evr- ópskir njósnarar segja að þar sé Gaddafi að reisa verksmiðju fyrir efna- og sýklavopn. Dario Fo vill miðdegislúr við nóbels- hátíðina Nóbelshátíðin stendur nú fyr- ir dymm í Stokkhólmi. I ár veröa veislugestimir í Ráðhús- inu fleiri en venjulega eða 1346. Hver verð- launahafí má hafa með sér 15 gesti og em þá nánustu fjöl- skyldumeð- limir meðtaldir. Verðlaunahaf- inn i læknisfræði, Stanley B. Prasiner frá Kalifomíu, vildi koma með 73 ættingja og vini en varð að sætta sig við kvót- ann, að þvi er kemur fram í Dagens Nyheter. Verölaunahafinn í bók- menntum, Dario Fo, kom einnig á framfæri sérstakri ósk. Hann vill fá nokkmra klukku- stunda hlé um miðjan daginn til að geta fengið sér lúr. En Dario ætlar aö mæta í veisluna um kvöldið. Lundastofninn að deyja úr elli DV Ósló: Fimmta áriö í röð komst eng- in lundakofa úr holum sínum í Noregi í sumar. Með þessu áframhaldi deyr stofninn út á næstu árum og er breyttu fæðu- vali í sjónum kennt um. Yngstu lundar í Noregi em fæddir vor- ið 1992. Nú er talið að lunda- stofninn í Noregi hafi minnkað um meira en helming ásíöustu 15 árum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.