Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JjV rir 15 árum Kristín Sveinbjörnsdóttir med Oskalög sjúklinga í 15 ár - önnur fimmtán ár lidin sídan hún hætti: í einstöku sambandi í DV fyrir 15 árum, nánar tiltekiö þriðjudaginn 2. nóvember 1982, var sagt frá umsjónarmannaskiptum með útvarpsþáttinn Óskalög sjúklinga í Ríkisút- varpinu sem var fastur liður á hverj- um laugardags- morgni. Kristín Sveinbjörnsdóttir var þá að hætta eftir 15 ára umsjón með þættinum og Lóa Guðjónsdóttir, starfsmaður á tónlistar- deild, að taka við. Nokkru áður hafði Ása Finnsdóttir hætt sem var til margra ára umsjónarmaður þáttar- ins ásamt Kristínu. Um þessar mundir eru því 30 ár liðin frá því Kristín byrjaði með Óskalög sjúkl- inga. Áður en Rás 2 kom til sögunnar 1983 voru Óskalög sjúklinga, ásamt Lögum unga fólksins, einhver allra vinsælasti þáttur sem Ríkisútvarpið bauð upp á. Hann var alltaf sendur út i beinni útsendingu og það var einmitt það sem var farið að gera Kristínu erfiðara um vik. Nokkru áður en hún hætti með þátt- inn flutti hún búferl- um til Kefla- vík- át«"v ur og þurfti því alltaf að keyra á milli. „Ég treysti mér ekki lengur til að aka Reykjanesbrautina í mis- jöfnu veðri og aðstæð- um. Þetta var orð- ið of mikið álag með annarri vinnu,“ sagði Kristín í samtali við helgar- blaðið þegar hún var fengin til aö riQa upp þessa tíma. „Sjúklingarnir mínir" „Upp úr minningunni stendur það einstaka samband sem maður komst í við hlustendur og „sjúklingana mina“ sem ég kallaði svo. Ég fór á sjúkrahúsin, ræddi við sjúklinga og tók þættina oft upp þar. Ég fékk fjöldann allan af þakklætisbréfum og var í ___________ nánu sam- bandi við fólkið. Félags- skapur- inn innan veggja Utvarps- ins er líka ógleymanleg- ur. Þetta var lítil stofn- un þá og fylgdi henni mikil hlýja. Skiljanlega var erfitt að hætta en aðstæður leyfðu mér bara ekki lengur að halda áfram,“ sagði Kristín en hún bjó í Keflavík til vorsins 1994. Fluttist þá austur yflr fjall, nánar tiltekið að Iðu í Biskupstung- um, og býr þar ásamt hundinum Skugga. Eftir að Kristín hætti var Lóa með þáttinn í rúmt ár. Helga Þ. Stephensen tók við af henni og var síðasti umsjónarmaðurinn. Óskalög sjúklinga voru tekin af dagskrá Rásar 2 á vormánuðum 1987 eða fyrir rúmum 10 árum. „Ég er alveg sannfærð um að í dag er grundvöllur fyrir útvarpsþætti sem þessum. Ég hlusta mikið á út- varp og tel mig vera alætu á tón- list. En oft n M Om 9 B Fimmtán árum síöar er Vigfús Ingvarsson enn aö sem tæknimaöur, nú f Efstaleitinu meö enn betri og flóknari græjur. Kristín og Lóa heimsóttu hann nýlega og rifjuöu upp gömul kynni. Nokkru eftir aö Lóa hætti meö þáttinn 1983 fór hún frá Ríkisútvarpinu til Borgarbókasafnsins og hefur veriö bókavöröur þar síöan. Frístundunum eyöir hún í mynd- list og hefur frá 1991 veriö í námi viö MHÍ. DV-mynd S Kristín Sveinbjörnsdóttir, tii vinstri, er hér í hljóö- veri í gamla Útvarpshúsinu viö Skúlagötu aö lokn- um sínum síöasta óskalagaþætti sjúklinga. Meö henni er Vigfús Ingvarsson tæknimaöur og arftak- inn, Lóa Guðjónsdóttir. DV-mynd Bjarnleifur á tíðum fmnst mér tónlistin á Rás 2 fyrir neðan allar hellur. Maður fær bókstaflega ekki ró. Með þætti í dag fyrir sjúklinga er ég sannfærð um að gömlu, góðu lögin koma upp aftur. Á Rás 1 er verið að koma tU móts við þessi sjónarmið, t.d. í þætti Gerðar G. Bjarklind, en það má gera meira,“ sagði Kristín. Þess má geta að Kristín var í út- varpi í nokkur ár á undan Óskalög- um sjúklinga. Var þá með Jónasi Jónassyni á laugardögum við að kynna útvarpsdagskrána. Hún hafði líka ekki langt að sækja útvarps- mennskuna. Bróöir hennar, Úlfar Sveinbjömsson, var sá fyrsti sem sá um Lög unga fólksins og annar bróð- ir, Helgi, var á Sjónvarpinu. Með út- varpsmennskunni vann Kristín ýmis störf, var m.a. ritari í dóms- málaráðuneytinu og á lögmanns- stofu og starfaði í Fríhöfninni. Á meðan hún bjó í Keflavík var hún á kafi í golfinu, leiðbeindi böm- um í Leimnni og stofnaði öldunga- flokk kvenna, Áfram stelpur. Enn er samnefnt mót haldið árlega á Sel- fossi auk þess sem Kristínarmót er haldið á hverju sumri í Leirunni fyrir böm og unglinga. -bjb bókaormurinn Valgerður Úlafsdóttir læknaritari er sannkallaður bókaormur: Frá Kína til Álandseyja „Ég á margar uppáhaldsbækur og les mjög mikið. Þessa dagana er ég að lesa Villta svani eftir hana Jung Chang. Stór og mikil bók og afskap- lega áhrifamikil. Kemur manni virkilega á óvart. Bókin er vel skrif- uð og hún segir skemmtilega frá. Þegar ég verö búin með Villta svani þá er ég að hugsa um að glugga í skáldsöguna Fjallaþorpið eftir Jeh Tsjún-Tsjen. Þá bók hef ég lesið aft- ur og aftur og ég ætla enn einu sinni að lesa hana. Hún kom út sem kilja hjá Máli og menningu árið 1961 og er mjög skemmtileg. Höf- undurinn gerir Kína að einu þorpi og segir sögu landsins með þeim hætti,“ segir Valgerður Ólafsdóttir, læknaritari og sannkallaður bóka- ormur, sem tók áskoran Margrétar Gestsdóttur, kennara í MR. Hún segist gera mikið af því að grípa til sígildra bókmennta í bóka- hillunni, bóka sem hún hefur oft lesið áður. í þeim hópi er m.a. Svert- ingjadrengurinn, sannsöguleg skáldsaga eftir blökkumanninn Ric- hard Wright sem ólst upp við erfið- ar aðstæður í suðurríkjum Banda- ríkjanna fyrr á öldinni. „Ég vil helst hafa bækurnar þannig að maður geti lesið þær aft- ur og aftur. Það er allt of mikiö til af bókum sem maður les bara einu sinni og gleymir síðan. Mér fmnst mjög gaman af bókum er segja frá menningu annarra landa, samanber kínversku bækumar. Sjá hvemig aðrar þjóðir hugsa og hafa það,“ segir Valgerður. Katrín úrTímanum Tvær bækur era í sérstöku uppá- haldi hjá bókaormi okkar. Önnur þeirra nefnist Katrin eftir Sally Sal- minen og inniheldur sögu frá Álandseyjum. Þar er sagt frá bónda- dóttur í Austurbotnum. Bókina keypti Valgerður á fornbókasölu á 250 krónur fyrir nokkram árum. Á yngri árum hafði hún klippt söguna úr Tímanum sál- uga er hún birtist þar sem fram- haldssaga. Hin uppá- haldsbókin er Hringir í skógi eftir Dalene Matthee sem kom út árið 1985 í ís lenskri þýðingu. Þar er á ferðinni þroskasaga ungs manns T S-Afríka og segist Valgerður hafa lesið bókina margsinnis. „Loks langar mig að segja að ég hef afskaplega gaman af endurm- inningabókum, eins og t.d. Tryggva Emilssonar og Huldu Á. Stefánsdótt- ur. Þau vora uppi á sama tíma, hann bláfátækur og hún vel efnuð. Þær bækur keypti ég eftir að hafa fengið þær á bókasafni. Þannig vel ég mér yfirleitt bækur ef mér finnst þær skemmtilegar," segir Valgerður Ólafsdóttir. Hún sendir boltann aftur til MR og skorar á Þór Stefánsson, mág sinn, ljóðskáld og frönskukennara, sem næsta bókaorm. -bjb Valgeröur Ólafsdóttir heillast af bókum er segja frá menningu annarra landa. í vinnunni veröur hún hins vegar að vera meö starfssviö læknaritara á hreinu! DV-mynd E.ÓI. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Helen Reldlng: Bridget Jone's Diary. 2. Terry Pratchett: Hogfather. 3. Dick Francls: To the Hilt. 4. Mlchael Crlchton: Airframe. 5. Arthur C. Clarke: 3001: The Rnal Odyssey. 6. John Grisham: The Partner. 7. Cathrlne Cookson: The Bonny Dawn. 8. Stephen Klng: Wizard and Glass. 9. Wllbur Smith: Birds of Prey. 10. Tom Clancy: Politika. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 3. Frank McCourt: Angela's Ashes. 4. Scott Adams: The Dilbert Principle. 5. Howard Marks: Mr. Nice. 6. Dalsy Goodwin(ed): The Nation's Favourite Love Poems. 7. Penny Stalllngs & Davld Wlld: Previously on Friends 8. Alec Guinness: My Name Escapes Me. 9. Blll Watterson: It's a Magical Worid. 10. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: Jingo. 2. Andy McNab: Remote Control. 3. Patricla D. Cromwell: Unnatural Exposure. 4. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 5. P.D. James: A Certain Justice. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Mlchael Palln: Full Circle. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Dlckle Bird: My Autobiography. 4. Andrew Morton: Diana: Her True Story in Her Own Words. 5. Francls Gay: The Friendship Book 1998. (Byggt á The Sunday Times) SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Politika. 2. Stephen King: Wizard and Glass. 3. Steve Martlnl: The List. 4. Davld Baldaccl: Total Control. 5. Kaye Glbbons: Ellen Foster. 6. Kaye Gibbons: Virtuous Woman. 7. John Grisham: The Rainmaker. 8. James Patterson: Jack & Jill. 9. Mlchael Crlghton: Airframe. 10. Dlana Gabaldon: Drums of Autumn. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carison: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Rlc Edelman: The Truth about Money. 3. Ýrnsln Chicken Soup for the Teenage Soul. 4. Ýmsln Chicken Soup for the Mother’s Soul. 5. Ýmslr: The World Almanac and Book of Facts 1998. 6. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 7. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 8. Robert Atkln: Dr. Atkin’s New Diet Revolution. 9. Carmen R. Berry og Tamara Traeder: Girifriends. 10. James McBride: The Colour of Water. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Charles Frazier: Cold Mountain. 2. James Patterson: Cat & Mouse. 3. Domlnlck Dunne: Another City, not My Own. 4. Danlelle Steel: The Ghost. 5. Jonathan Kellerman: Survival of the Fittest. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 2. Ýmslr: Joy of Cooking. 3. Seymour M. Hersh: The Dark Slde of Camelot. 4. Frank McCourt: Angeia's Ashes. 5. Stephen E. Ambrose: Citizen Soldiers. (Byggt ð Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.