Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 fréttaljós Bandarískar rannsóknir sýna kólnandi veðurfar á íslandi og Evrópu: Isöld á okkar tímum - á meðan Islendingar biðja um undanþágur á loftlagsráðstefnu í Kyoto Ný ísöld gæti skolliö á innan 50 ára. ísland yrði ísi hulið frá fjalli til fjöru og óbyggilegt - írland líktist Svalbarða. I Evrópu yrði loftslag svip- að og í Síberíu. Þessi nöturlega fram- tíðarsýn er byggð á niðurstöðu virtra bandarískra vísindamanna sem kann- að hafa hugsanleg áhrif gróðurhúsa- lofttegunda á Golfstrauminn. Miklar veðurfarssveiflur sem hafa orðið á okkar slóðum eru raktar til breytinga á Golfstraumnum. Þegar ís- öld ríkti náði Golfstraumurinn ekki að streyma í Norður-Atlantshaf og verði slíkar breytingar á ný er ekki að spyrja að leikslokum. Niðurstöður rannsókna Wallace Broecker, prófess- ors við Columbia-háskóla í New York, sýna einmitt að hækkandi hitastig í heiminum vegna gróðurhúsaáhrifa valda röskun á hringrás Golfstraums- ins. ísöld án Golfstraumsins Rennsli Golfstraumsins má líkja við færiband. Sunnan úr Mexíkóflóa streymir heitur saltur sjór til norðurs þar sem hann kólnar og þyngist við það og sekkur loks. Þessi saltríki kaldi sjór streymir svo um undirdjúp- in og fer aftur suður á bóginn þar sem hann er upprunninn. Þessi hringrás sést vel á meðfylgjandi korti. Gerist annað tveggja að yfirborðs- sjór hitni of mikið til að kólna og sökkva, eða að saltmagn breytist vegna bráðnunar frá jöklum, raskast þessi hringrás og Golfstraumurinn færi sína leið fjarri Islandsströndum. Þar meö yrðu gróðurhúsaáhrifm með öfugum formerkjum hér sem í öðrum löndum Norður-Evrópu - loftslag myndi kólna að meðaltali um 5-11 gráður á Celsíus - sem þýddi ísöld á ný. Óvissu eytt með rannsókn- um Mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif aukinn útblástur gróðurhúsaloftteg- unda hefur á veöurkerfi og haf- strauma i heiminum. Bandaríski pró- fessorinn leggur því mikla áherslu á að rannsóknir á þessu sviði verði efld- ar, sérstaklega með tilliti til þess að sýnt hefur verið fram á að kuldatíma- bil geta skoilið á á mjög stuttum tíma. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er sammála þessu. „Þær rannsóknir sem framkvæmdar eru á Norðurlöndum og mjög víða í heim- inum byggja flestar á tiltölulega litlum breytingum í hafinu. Það er hugsanlega töluvert gróf nálg- un,“ segir Haraldur. „Það á sér vitaskuld stað mikil og víð- tæk víxlverkun þarna á milli og breyt- ing í andrúmsloftinu getur hugsan- lega haft afdrifaríkar afleiðingar í sjónum, sem síðan hafa aftur enn þá meiri breytingar í andrúmsloftinu." Haraldur segir að það sé annar flötur á þessu máli sem hafi lítt verið rann- sakaður og það sé að ef jörðin hitni mismikið eftir breiddargráðum þá muni vindakerfm einnig breytast. Haraldur segir það erfiða allar rannsóknir hversu lítið menn þekkja til þeirra ferla sem um ræðir. Menn viti ekki að hvaða marki náttúran geti sjálf deyft slíkar sveiflur. Það hafi komið fram mjög snöggar veðurfars- breytingar á okkar slóðum. „Það bendir til að hafstraumar eigi þar þátt,“ segir Haraldur. Bregðast verður strax við í skýrslu umhverfisráðherra sem gefm var út í október segir að helsta áhyggjuefni íslendinga varðandi loft- lagsbreytingar af mannavöldum séu hugsanlegar afleiðingar þeirra á haf- straumakerfi jarð- ar og Golfstrauminn sem valdi því að meðalhiti á íslandi sé mun meiri en búast mætti við mið- að við hnatt- stöðu landsins. Þar segir að ekki hafi verið ráðist í gerð áætlana um hvernig bregðast skuli við áhrif- um veðurfarsbreytinga af mannavöld- um vegna þeirrar miklu óvissu sem um þau ríkir. Haraldur er hins vegar ekki í nokkrum vafa um að nauðsyn- legt sé að bregðast við sem fyrst. „Menn eru sammála um það að aukinn útblástur gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftinu muni breyta veðurfari. Það eru fáir sem draga það í efa en spurningin er hvað þurfi mik- ið til þess að raska þessum hafstraum- um sem hér um ræðir,“ segir Harald- ur. „Ég á mjög erfitt með að véfengja niðurstöður bandarísku vísindamann- anna. Ég get bent á óvissuþættina en mín persónulega skoðun er sú að óvissan sé ekki nógu mikil til þess að við gerum ekki eitthvað í málinu til þess að stöðva losun gróðurhúsaloft- tegunda." íslendingar í kulda og trekki Á meðan hroll setur að íslending- um vegna þessarar nöturlegu framtíð- arsýnar um ísöld á okkar tímum, sitja ráðamenn heimsins ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um loftlagsbreyting- ar í Kyoto í Japan og reyna að komast að samkomulagi um hvernig megi best sveigja frá settu marki um losun gróðurhúsalofttegunda. íslensk sendinefnd vinnur að því að tekið verði tillit til sérstöðu íslands vegna raforkunotkunar hérlendis - svo auka megi stóriðju og þar með út- blástur koltvíoxíðs út í andrúmsloftið. Stóra spurningin er hvort afstaða ís- lendinga í Kyoto skilji þá eftir úti í kuldanum - bæði í alþjóðlegum sam- skiptum við aðrar þjóðir, og í eigin- legri merkingu þess orðs. Innlent fréttaljós Sólveig Ólafsdótdr FATNAÐUR UR MOKKA,LEÐRI OG FISKROÐI ÉG VERÐ STÖDD í VERSLUN \ OKKAR AÐ LAUGAVEGI 15 ÍDAG YKKUR TIL AÐSTOÐAR OG RÁÐLEGGINGAR. iwvvtW SlGRÍÐUR SUNNEVA FATAHÖNNUÐUR SöLUSTAÐIR: Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5-Rvík. Sunneva Design Hvannavöllum 14 Ak
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.