Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 22
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JL>V
k
22
viðtal
"k k
Einar Már Guðmundsson er næstmest útgefni íslenski höfundurinn á erlendri grund:
út frá sjálfum sér og
þeim ytra heimi
sem þeir þekkja
innra með sér.
Síðan sjá þeir
að þeir geta
ekki
Hann segir sjálfur að hverri
skáldsögu sinni hafi fylgt barn.
Skáldsögumar voru fimm þar
til fyrir stuttu og börnin eru
fimm. Til þess að halda í hefðina
gengu máttarvöld þannig frá hlutum
að um leið og nýja skáldsagan, Fót-
spor á himnum, kom út eignaðist
elsta dóttir hans stúlkubarn.
Hann hefur ekki bara átt barnaláni
að fagna því bókalánið er ótvírætt.
Englar alheimsins, hans frægasta bók
til þessa, hefur fengið afar góðar við-
tökur, fékk Menningarverðlaun DV
1994 og Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs 1995 og hefur verið gefin út
á 15 tungumálum. Allt útlit er fyrir að
þeim eigi eftir að íjölga áður en langt
um líður.
Einar Már Guðmundsson rithöf-
undur hefur komið sér á stall næst á
eftir Halidóri Laxness þegar rætt er
um útgáfu íslenskra bóka á erlendri
grund. Sjötta skáldsaga hans er ný-
komin út og af því tilefni sótti Helgar-
blað DV hann heim í bílskúrinn þar
sem hann er með vinnustofu.
„Spurningin er alltaf hvort hlutim-
ir eru sannleikur eða skáldskapur.
Þeir geta líka verið sannur skáldskap-
ur,“ segir rithöfundurinn dularfullur
á svip, aðspurður hvort sögupersónur
hans i Fótspor á himnum eigi sér
fyrirmyndir í raunveraleik
anum.
„Útlínur þessarar sögu
eiga sér stoð í raunveruleik-
anum. Þær byggjast að tölu-
verðu leyti á föðurætt
minni. Amma og afi áttu
tíu böm, fjölskyldan var
leyst upp en fyrir út-
geislun ömmu sam-
einaðist hún aft-
ur. Tilgangur
minn er ekk-
ert endilega
að lýsa hlut-
um eins og
þeir voru
eða persón-
um eitt-
hvað ná-
kvæmlega.
Þegar per-
sónur
koma í
sögu mót-
ast þær
svolitið
sjálfar og
heimta
sinn til-
verurétt
á blað-
síðun-
um.“
Einar
skýrir
þetta nánar
svo að hann
hafi heyrt
eitt og annað,
síðan hafi
hann vitaskuld
þurft að fylla
upp í það sem
upp á vantaöi.
Langur að-
dragandi
„Ég hef
alltaf haft
áhuga á þess-
um tímum og
hélt satt að
segja fyrst að
ég gæti skrifað þetta af fingrmn
fram. Þegar ég síðan fór af stað
komst ég að öðru. Ég byrjaði að
vinna að þessu efni eftir að ég lauk
við Riddara hringstigans og hef
síöan veriö að koma að þvi öðru
hverju í bráðum 20 ár. Síðustu sex
til sjö árin hef ég gengið ákveðnar
til verks með lestri heimilda og
rætt við eldra fólk sem man þessa
tíma,“ segir Einar og bætir við að
til marks um áhuga sinn á þessum
tímum megi sjá vísanir í hann í
Englunum.
Einar Már segir að ferlið í
sagnaskáldskap hans hafi með tíð
og tíma orðið dálitið úthverfara. I
fyrstu sögunum, Riddurum hring-
stigans, Vængjaslætti í þakrenn-
um og Eftirmála regndropanna,
hafl hann meira verið að nota
heimildir hugans, það sem hann
mundi sjálfur. Nú sé sagnfræðing-
urinn í homnn smám saman að
vakna til lifsins, án þess þó að
hann yfirgefi skáldskapinn.
Eins og eldfjöll
„Ætli ég endi ekki bara á söguöld,"
segir Einar og hlær. „Þetta er ekki út-
pælt eða meðvitað, kemur meira af
sjálfu sér. Það er ekkert óalgengt að
höfundar byrji eins og eldfiöll
sem gjósa. Þeir vinna þá
endalaust verið í því. Ég hef smám
saman sogast inn í þennan sagnaheim
sem er eins og fiskimiðin, sameign
þjóðarinnar."
Aðspurður hvort ættingjar hans
þekki sig i sögunni segir Einar að þeir
geri það þá á eigin ábyrgð. Viðbúið sé
að einhverjir lesi söguna sem sina
sögu og þá sé það bara allt í lagi.
„Ég hef stundum sagt í gríni erlend-
is þegar ég er spurður um bókmennt-
irnar og bókaþjóðina að við lesum
skáldsögur þannig að við séum með
símaskrána við hliðina á okkur og
sláum sögupersónunum upp. Það er
nokkuð til í þessu. Fólk er alltaf að
leita að ákveðnum mönnum og
ákveðnum veruleika. Sem höfundur
er ég vel sáttur við þennan lestur."
Einari lætur geysivel að skrifa
hnitmiðaðan og myndrænan texta.
Fótspor á himnum er byggð upp af
stuttum, myndrænum og sterkum
köflum. í ljósi þess að Einar hefur nú
þegar skrifað tvö kvikmyndahandrit,
Böm náttúrannar og Bíódaga, bæði
með Friðriki Þór, flaug undirrituðum
í hug að þessi nýja saga væri kannski
byggð upp eins og kvikmynd, með
stuttum en ákaflega sterkum senum.
Hvað segir höfundurinn um það?
Ljóðlistin mikilvæg
í kvikmyndahúsum en á bókasöfn-
um.“
Einar segist alltaf hafa lagt áherslu
á það myndræna og ljóðræna. Hann
hafi í fyrstu bókunum verið mikið á
ljóðrænu nótunum, siðan verði frá-
sögnin beinni, t.d. í Rauðum dögum
og Leitinni að dýragarðinum, en svo
tvinni hann þetta tvennt meira saman
í tveimur síðustu bókum, Englum al-
heimsins og Fótsporum á himnum. I
þessum bókum sé minna um útúrdúra
þótt hann sé vissulega „alltaf að lauga
ritlistina í ljóðlist". Hann er ekki í
nokkram vafa um að ljóðin i sögunum
skipti miklu máli.
„Ljóðlistin leiöir fólk inn í söguna.
Hún er eiginlega samúðin, andinn
sem svífur yfir vötnum. Þótt ég sé
ekki beinlínis að skrifa þetta í
bundnu máli þá er ljóðið alltaf með
einum eða öðrum hætti með manni. í
ljóðinu er svo mikið. Það stendur svo
nærri hjörtum mannanna, þjáning-
unni og gleðinni. Ljóölistin getur sagt
svo margt sem býr í öllu öðra en er
samt bara hún.“
Kvensamari nú
Einar Már viðurkennir að með
þessari bók sé hann að verða kven-
samari í sagnalistinni en áður. Strák-
ar hafa verið áberandi í bókum hans,
mæður að vísu líka, en hann neitar
því að hér sé hann eitthvað vísvitandi
að snúa sér meira að konum.
„Ég held miklu frekar að sögusvið-
ið
sé að breikka hjá mér. Sagan býður
líka upp á sterka kvenpersónu. Amm-
an stelur á nokkurn hátt senunni og
þar ræður fyrirmyndin miklu. Ég legg
mikið upp úr því í sögum mínum að
skilja persónumar, setja mig inn í að-
stæður þeirra og reyna að varpa Ijósi
á að ef þær eru svona eða hinsegin sé
það vegna þeirra aðstæðna sem þær
búa við.
Ég hef alltaf haft áhuga á sögum frá
þessum tímum og af þessu fólki, og
það hefur verið dálítið einkenni á öll-
um mínum sögum að ég hef viljað
skrifa sögumar sem menn hafa
gleymt að færa inn í sögubækurnar.
Menn era svo oft að tala um það
sama. I sambandi við kreppuna verða
til frasar um fátæktina, til eru frasar
um kommúnismann og þannig mætti
nefna fleiri hluti. Mér hefur fundist
vanta sögur af fólkinu á bak við at-
burðina. Sagan vill á stundum verða
dálítið snobbuð. Hún snýst um fáa út-
valda, einhverja sem menn hafa kom-
ið sér saman um að skipti máli. Ég vil
segja sögu hinna því það er í raun
hún sem skiptir máli. Þess vegna
opna ég bókina með ljóði Jóhannesar
úr Kötlum um Þegna þagnarinnar.
Okkur hættir til að gleyma og ég vil
að skáldsagan hjálpi okkur að rifia
upp,“ segir Einar Már.
„Fynr það fyrsta þa sem eg
aldrei neitt með eitthvað sér-
stakt fyrir augum. Á hinn
bóginn er ég ekki frá því að
þessi vinna við kvikmynda-
handritin hafi haft áhrif á
mína ritlist. Síðan er ég vita-
skuld á þeim aldri að ég er
ekki síður alinn upp
tm
Einar Már Guðmundsson hefur bæði átt barna- og bókaláni að fagna. Hér er hann með fjórum barna sinna, Önnu Björk, 14 ára, Hildi Úu, 13 ára , Guðmundi Má, 7 ára, og loks
Hrafnkeli Má, 10 ára. Hin tvítuga Rakel María býr f Danmörku með nýfætt barn sitt.
DV-mynd Pjetur