Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Wðtal 23 ingja sem strykju af elliheimili. Síðar kom í ljós að bæði bókin og myndin höfðu upp á eitthvað að bjóða sem fólk vítt og breitt um heiminn skilur og finnur sig í.“ Persónulegt jóga Einar segir að hin mikla athygli sem Englamir hafa fengið hafi frekar haft jákvæð áhrif á hann en neikvæð. Hann segir starfið byggjast að miklu leyti á þolinmæði og seiglu. Menn þekki það að stundum gerist ekkert langa hríð en síðan meira eins og hjá honum nú. „Maður hefur lært að taka þessu. Halldór Laxness sagði að þetta starf byggðist á persónulegu jóga og ég held að hver höfundur verði að iðka þetta jóga á sinn hátt. Bæði velgengnin og slæmt gengi geta átt sínar skuggahlið- ar ef ekki er rétt haldið á spilum. Höf- undur stendur alltaf á sama byrjunar- reitnum, jafnvel þótt einhver bók hafi gengið vel. í sumum störfum getur maður lært hlutina og orðið góður. í þessu starfi er sama hversu mikla tækni maður kann, maður getur vaknað óskrifandi einn morguninn. Þetta kennir manni ákveðna hógværð og lotningu gagnvart starfinu.“ Líklega framhald Eins og alþjóð veit hefur Einar gef- ið út ljóðabækur, skáldsögur, smásög- ur, barnasögur, skrifað kvikmynda- handrit, unnið við þýðingar og sinnt mörgum öðrum ritstörfum. Hann seg- ir að vissulega sé þarna nokkur tog- streita á milli en upphaflega hafi hann viljað skrifa á sem flestum sviðum til þess að geta lifað á þessu. Þarna hafi komið til samspil nauðsynjar og vilja. „Siðan hefur þetta þróast þannig að mér finnst þetta ágætt fyrirkomulag. Hvert form hefur áhrif á annað. Ljóð- ið er hinn eilífi skóli og maður lærir mikið um skáldsöguna með því að skrifa kvikmyndahandrit. Þar fyrir utan er ekkert gott að vaða beint úr einni skáldsögu í aðra. En af því að ég hef þörf fyrir að vera sískrifandi er ég ánægður að geta einbeitt mér að mörgum sviðum ritlistarinnar. Ég er orðaflkill." Tæpar þrjár vikur eru síðan Fót- spor á himnum kom út og segist Ein- ar Már þessa dagana vera að aðstoða börnin sín í próflestri. Hann segir lokasprett bóka sinna yfirleitt mikla törn og því þurfi hann aðeins að fá að anda á eftir. Hann og Friðrik Þór eru rétt að ljúka við kvikmyndahandrit að Englum alheimsins og síðan eru það bara skriftirnar áfram. „Ég á allt eins von á framhaldi af bókinni Fótspor á himnum. Ég hef nægan efnivið og fólk er sífellt að stinga að mér sögum sem ég mun nýta mér. Hvenær næsta bók kemur út verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir Einar Már Guðmundsson. -sv Menn hristu höfuðið Aðeins að Englum alheimsins og þeim frábæru viðtökum sem bókin hefur fengið. Höfundurinn hefur verið á faraldsfæti, lesið upp úr bókinni og kynnt hana á erlendum vettvangi. Eins og áður segir hefur hún nú verið gefin út á 15 tungumálum. Skyldi Ein- ar hafa haft einhverjar sérstakar væntingar um hana fyrirfram. „Nei, síður en svo. Ég þagði lengi yfir því að ég væri að skrifa hana en þegar ég var kominn með hana á loka- stig fór ég að segja frá þvf hvað ég væri að gera. Þá lá við að menn færu að biðja fyrir mér. Þetta þótti aldeilis ekki spennandi, að skrifa um geð- veika menn, hvað þá að einhver myndi kaupa slíka vitleysu. Mitt mat er þó, að þegar aðrir eru famir að hrista höfuðið, í góðri meiningu oft á tíðum, þá séu menn komnir inn á sprengjusvæðið. Þá gerist oft hið óvænta. Þannig var það lika með Böm náttúrunnar. Menn hristu hausinn hressilega þegar við sögðum að við værum að vinna handrit um tvo gaml- Samsunq SPR-919 900 MHzpráblaus sími sem dregur allt að 400 m. Sonk 7292 28" sjónvarp með Black FST-myndlampa, 40W Nicam Stereo, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir heyrnartól, textavarpi o.m.fl. Samsung 6844 N 28” sjónvarp meb Black Standard- myndlampa, 40 W Nicam Stereo, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél ab framan, textavarpi o.m.fl. Samsung VP-A55 Hi-8 mm stereo- sjónvarpsmyndavél meb 64x abdrætti, 0.7 lux, CCD-myndupplausn: 570.000 punktar, stafrænum titringsleibréttingar- búnabi, 5 forstillingum á upptöku, sjálfvirkri skerpu, fjarstýringu o.m.fl. Vélin fyrir þá vandlátu! Samsung CB-5073Z20" sjónvarp meb Black Matrix-myndlampa, Scart-tengi, fjarstýringu o.m.fl. Sama tæki meb textavarpi 33.900,- kr. stgr. Samstmg CX-703 CN 28" sjónvarp meb hágæba Black Line Super-myndlampa, 40 W Nicam Stereo, 2 Scart-tengjum, textavarpi o.m.fl. Frábær myndgæbi! Samsung VP-A50 Hi-8 mm stereo- sjónvarpsmyndavél meb 16x abdrætti, 0.7 lux, CCD-myndupplausn: 470.000 punktar, 5 forstillingum á upptöku, sjálfvirkri skerpu, fjarstýringu o.m.fí. Samsung TVP-3350x 14" sjónvarp með innl myndbandstæki, Scart-tengi, fjarstýringu o. Sama tæki 20" 59.900,- kr. stgr. Samsung CB-3373z 14" sjónvarp meb Black Matrix-myndlampa, Scart-tengi, fjarstýringu o.fl. Sama tæki meb textavarpi 26.900,- kr. stgr. Samsung SV-200X 3 hausa mynd- Sériega auðvát í notfain! /ÁÁ Samsung M-63317 lítra örbytajuofn meb snúningsdiski. 750 W, 6 forstiilingar. Samsung SV-120X ervandab 6 hausa Nicam Steneo myndbandstæki meb Long, Play, flarstflinguo.fi. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 SJONVARP MEÐ INNB.VIDEO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.