Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 #grstæð sakamál Til að sjá var Ronald Gene Simm- ons rólegur og virtist hafa fulla stjórn á sér. Það var 29. desember 1987 og hann sat í bíl sínum á leið inn í bæinn Russellville í Arkansas í Bandaríkjunum. Hann var með skammbyssu við beltisstað og lista í vasanum. Á honum voru nöfn þeirra sem hann hafði ákveðið að ryðja úr vegi. Fyrst ók hann að lögmannsstofu þar sem hann skaut Kathy Kendrick ríkissaksóknara til bana. Henni hafði hann kennt um mörg þeirra vandamála sem hann átti við að glíma. Næst ók hann að skrifstofu olíufé- lags en þar hafði honum verið sagt upp vinnu mánuði áður. Þar drap hann starfsmannastjórann, J. D. Chafin, og særði eiganda félagsins. Stórmarkaður var næsti við- komustaður. Þar skaut hann á eig- andann og afgreiðslumann. Báðir héldu lifi en voru illa særðir. Loks ók hann að borgarskrifstof- unum og skaut á konu sem annaðist innheimtu útsvara. Hún hélt sömu- leiðis lífl en særðist talsvert. Fleiri nöfn voru á listanum en þegar Simmons var á leið út úr hús- inu yfirbuguðu lögreglumenn hann. Reiður Skotárásirnar i Russellville voru líkar mörgum fjöldadrápum í öðr- um bæjum og borgum þar sem menn höfðu brjálast og skotið á fólk í heift. En Ronald Simmons hafði ekki sýnt merki geðveiki. Hann virtist bara hafa verið reiður. Þegar lögreglan hafði komið hon- um undir lás og slá önduðu margir léttar. Það hefði vissulega getað far- ið verr. Tvennt hafði að vísu týnt lífi en fjórir höfðu særst og myndu að öllum líkindum ná sér. Á listan- um höfðu verið sex til viðbótar. Allur léttir var þó ótímabær. Enn vissi lögreglan aðeins um nokkur fórnardýranna. Það ægilegasta hafði gerst á heimili Simmons, í af- skekktu húsi í þorpinu Dover. í Kóreustríðinu hafði Robert Gene Simmons verið virtur hermað- ur sem hafði fengið orður fyrir frammistöðu sína. Er herþjónust- unni lauk var hann orðinn yflrlið- þjálfi í flughemum. Er hann kom aftur til Bandaríkjanna réð hann sig hjá olíufélagi en brátt fór að bera á því að hann vildi stjóma konu sinni, Rebekku, og bömum með sama aga og hann hafði beitt við þjálfun í flughernum. Sifjaspell í mörg ár bjó fjölskyldan í bæn- um Cloudcroft í Nýju-Mexíkó en þar var Simmons í góðu og vel launuðu starfi. Árið 1981 tilkynntu skólayfir- völd lögreglunni hins vegar um sifjaspell. Simmons hefði mök við elstu dóttur sína, Sheilu. Og í ljós kom að hann hafði ótrúlegan áhuga á henni en hún hafði ekki þoraö að leita til yfirvalda af ótta við fóður sinn. Nú var hún orðin ólétt eftir hann en áður en til þess kom að ákæra yrði gefin út á hendur hon- um fluttist fjölskyldan til Arkansas. Sheila eignaðist dóttur. Tveimur árum síðar giftist hún skólabróður sínum og slapp þannig að lokum frá föðurnum. Þegar hún fór að heiman beindist áhugi Simmons að næstelstu dótt- urinni, Lorettu, en um svipað leyti fór að halla undan fæti fyrir fjölskyldunni á fiármálasviðinu. Eftir 1985 var Simmos aðeins í vinnu af og til og sinnti þá ýmsu. Málaferli boðuð Haustið 1987 til- kynnti Kathy Kendrick sak- sóknari Simmons að hún myndi höfða mál gegn honum fyrir sifia- spell. Þá náði mikil reiði tökum á honum. Gamla yfirliðþjálfanum fannst sem allir væru að snúast gegn sér. Jafnvel kona hans væri farin að senda honum tóninn. Að kvöldi 22. desember, meðan Rebekka og sex böm, sem bjuggu enn hjá foreldr- um sínum, voru Efri rö6 frá vinstri aö skreyta jóla- tréð, sat Simm- ons og íhugaði af herfræðilegri ná- kvæmni á hvem hátt hann gæti rutt úr vegi öllum sem hann vildi ekki hafa nærri sér. Næsta morgun ók hann með fiög- ur barnanna á „litlu jólin“ í skólan- um og voru þá eftir í húsinu Rebekka og tvö yngstu bömin, Gene, fimm ára, og Barbara, þriggja ára. Barbara var enn sofandi þegar Simmons kallaði Rebekku og Gene inn í stofu. Fyrst skaut hann son sinn en síðan barði hann konu sína en skaut síðan. Yngstu dótturina kyrkti hann í rúminu. Að svo búnu fór hann fram í eldhús og fékk sér bjór úr ísskápnum meðan hann beið þess að hin bömin kæmu heim. ■ W* Loretta og Eddy. Neðri röö: Becky og Marianne. Fleiri voðaverk Loretta, sautján ára, Eddy, fiórtán ára, Marianne, ellefu ára, og Becky, átta ára, voru í góðu skapi þegar þau stigu út úr skólabílnum seint síðdegis. Faðir þeirra tók brosandi á móti þeim fyrir utan húsið. Hann sagðist hafa keypt aukajólagjafir sem þau fengju nú en ekki á jóla- dagsmorgun. Þær væm inni í hús- inu og hann vildi gefa þeim þær einu í einu. Loretta gekk fyrst inn en hin börnin urðu eftir fyrir utan. Um leið og Simmons hafði lokað dyran- um greip hann um háls hennar og kyrkti hana. Síðan stakk hann höfði hennar niður í tunnu með regn- vatni í til þess að vera viss um að hún væri öll. Þegar hann hafði myrt hin þrjú bömin fór hann fram í eld- hús og lagaði sér kvöldmat. Eftir að hafa borðað sett- ist hann fram í stofu og fór að horfa á sjónvarp. Elstu börnin tvö, Billy og Sheila, sem höfðu bæði gengið í hjónaband og áttu börn, höfðu ákveðið að heim- sækja foreldra sína og systkini en þó ekki fyrr en á annan jóladag. Simmons bjó sig nú undir að taka á móti þeim. Heimsóknin Um ellefuleytið að morgni annars jóladags kom Billy með konu sina, Renötu, og lítinn son þeirra, Trae. Simmons skaut hjónin um leið og þau stigu út úr bílnum en drekkti síðan bamabarni sínu í vatnstunnunni. Um klukku- tíma síðar kom Sheila með manni sínum, Dennis, og börnunum, Sylvíu Gail og Michael. Hjónin féllu fyrir kúlum en bömunum var drekkt. Nú safnaði Simmons saman lík- unum fiórtán og lagði þau snyrti- lega á stofugólfið og í anddyrið. Síð- an ók hann til Dover og fékk sér bjór á krá sem hann kom stundum á. Þar ræddi hann við gesti eins og ekkert hefði í skorist. Næstu tvo daga hélt Simmons sig heima. Hann virðist lítið hafa látið það á sig fá þótt líkin væru enn í húsinu. Hann fór að eins og venju- lega, matbjó, drakk bjór, horfði á sjónvarp og svaf á nóttinni. Jól sem gleymast aldrei Að morgni 29. desember tók Simmons skammbyssuna sína og nokkur skothylki og ók til Russell- ville til að ljúka uppgjörinu. Enginn lögreglumannanna þar mun gleyma þessum jólum meðan þeir lifa. Eftir að Simmons hafði verið handtekinn voru fiórir menn sendir til þess að gera leit á heimili hans og ræða við eiginkonuna. Þen komu að líkunum og varð svo illa við að hálftími leið þar til einn þeirra gat loks gert aðvart um það sem gerst hafði í fiarskiptatæki lög- reglubilsins. Frakkar og kápur höfðu verið lögð yfir öll líkin, nema lík Sheilu. Það hafði Simmons vafið inn í silki- dúk en síðan hafði hann stráð þurrkuðum blómum yfir það. Fregnin um hvemig komið var vakti skelfingu og óhug á lögreglu- stöðinni. Kallað var saman lið til að fara á staðinn. í hópnum voru reyndir lögreglumenn sem höfðu séð margt ljótt en sjö úr sveitinni urðu svo miður sín að þeir urðu að fá leyfi frá störfum og tveir þeirra komu ekki aftur til vinnu. Brjálsemi? Allir sem að málinu komu á þessu stigi og sáu það sem gerst hafði töldu víst að Simmons hefði brjálast. Hann hlyti að hafa gengið gersamlega af vitinu því heilbrigður maður ynni ekki ódæði af því tagi sem raun bar vitni. Geðlæknar og sálfræðingar voru kallaðir til. Geðrannsókn leiddi þó ekki í ljós brjálsemi. Þvert á móti varð ekki betur séð en morðin hefðu verið framin að vel yfirlögðu ráði. En hver var skýringin? Það næsta sem nokkur hefur komist því að varpa ljósi á það er að reiði hafi ráð- ið. Simmons hafi fyllst óskaplegri reiði út í ættingja og aðra sem hann taldi að væru að gera sér lífið erfitt. Sú skýring hefur þó ekki nægt öll- um því ýmsir spyrja hvernig nokk- ur geti reiðst svona mikið en samt gengið yfirvegað til verka af þessu tagi. Engin önnur skýring virðist þó til. Þegar málið kom fyrir rétt í febr- úar 1989 neitaði Simmons að segja nokkuð. Og hann sagði aldrei auka- tekið orð meðan réttarhöldin stóðu. Eitt sinn stökk hann þó á fætur og sló saksóknarann niður. Úrskurður ríkisstjórans Ronald Gene Simmons var sekur fundinn um morðin og skotárásirn- ar og dæmdur til dauða. En svo mikla andúð höfðu samfangar hans á honum í fangelsinu í Clarkesville, en þangað var hann sendur, að setja varð hann í einangrun til að forða honum frá líkamsmeiðingum og jafnvel dauða, enda alkunna að barnamorðingjar eiga erfiða vist í fangelsum. Andstæðingar dauðarefsingar reyndu að koma í veg fyrir að dauðadómnum yfir Simmons yrði fullnægt en þann 31. maí 1990 undir- ritaði þáverandi rikisstjóri í Arkansas-ríki, Bill Clinton, af- tökutilskipun yfir honum. 25. júní 1990 var Simmons tekinn af lífi. Honum var gefin banvæn sprauta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.