Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 38
* 46
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
Stærsti jólamarkaður Þýskalands er í Niirnberg:
Jólastemning
í Bæiaralandi
í Bæjaralandi er undirbúningur
jólanna kominn í fullan gang og þar
ríkir mikil jólastemning. Borgin
Numberg er vinsæll viðkomustaður
ferðamanna um þessar mundir og
þangað streymir fólk hvaðanæva úr
Evrópu. Númberg hefur ekki að-
dráttarafl sitt að ástæðulausu held-
ur er það jólamarkaður borgarinnar
sem laðar til sín gesti.
Jólamarkaður þessi er sá stærsti
sinnar tegundar í öllu Þýskalandi og
er allsérstakur fyrir þær sakir að
hann fer fram undir beru lofti.
Markaðurinn er starfræktur dag-
lega í desember og hefst þegar birtu
tekur að bregða í kringum fjögur-
leytið á daginn. Þá má sjá íjöldann Paö er mikið af fallegu jólaskrauti á
ailan af kaupmönnum koma klyfj- jólamarkaðnum í Nurnberg.
aðan margvíslegum varningi og
setja upp í sölubása sína.
Á markaðnum ægir saman ólik-
legustu hlutum; þar er heimatilbúið
marsipan, engiferbrauð sem þykja
nauðsynleg á jólunum, tréleikfóng
af öllum stærðum og gerðum, jóla-
kransar, hnetubrjótar að ógleymdu
gríðarlegu magni af alls kyns jóla-
skreytingum.
Glermunir á Kóngagötu
Aðalverslunargatan í Númberg
er Köningsstrasse og þar er stemn-
ingin ekki síðri en á markaðnum og
þar má finna tugi skemmtilegra
lítilla handverksverslana. Af öllum
þeim aragrúa verslana sem eru í
CABIN
BORGARTÚN 32
SÍMI 511 6030
JL
Þægindi og þjónusta
Á LÁGMARKSVERÐI
Ljósadýrðin er mikil í Núrnberg þegar líður tekur aö jólum.
Nýr
bæklingur
Nýlega sendi ferðaskrifstofan Úr-
val-Útsýn frá sér nýjan bækling um
alþjóðlegar vörusýningar sem
haldnar verða á árinu 1998. Þetta er
í fimmta skipti sem bæklingurinn
kemur út og er hann sá eini sinnar
tegundar hér á landi.
Bæklingurinn er yfirgripsmikill
og eru yfir 300 alþjóðlegar vörusýn-
ingar kynntar í honum. Sýningun-
um er skipað niður eftir efnisflokk-
um til þess að auðvelda fólki leit, og
eru flokkarnir rúmlega eitt hundrað
talsins.
miðbænum vekja glermunaverslan-
irnar mesta athygli. í desember
skarta glerverslanirnar sínu feg-
ursta og það þykir einstök tiiflnning
að stika þröngar götumar í miðbæn-
um sem hefur að mestu verið endur-
byggður eftir eyðileggingu seinni
heimsstyrjaldarinnar. Glermunimir
í allri sinni litadýrð skarta hátíðleg-
um ljóma.
Þeir sem dvelja í Númberg ættu
ekki að láta hjá líða að staldra við
fyrir utan Frúarkirkjuna um hádeg-
isbil þegar kirkjuklukkum er
hringt. Þar má sjá litlar fúrðuverur
dansa í kringum styttu af Karli IV
og ber þetta handverk úrsmíða-
meisturum fyrri alda fagurt vitni.
Þótt jólamarkaðurinn í Númberg
sé öðra fremur þekktur fyrir gler-
listina þá ér minnstur hluti gler-
munanna framleiddur í borginni.
Hjarta gleriðnaðar í Bæjaralandi er
að finna í borgunum Neustadt og
Lauscha sem áður tilheyrði Austur-
Þýskalandi. í þessum borgum má
sjá handverksmennina að störfum
og ekki tekur nema klukkustund að
aka til Neustadt og hálfri stund bet-
ur til Laucha.
í Bæjaralandi er einnig að finna
Glerlistamaður sýnir vegfarendum
listir sínar.
miöstöð leikfangaiðnaðar í Þýska-
landi þar sem leikfangasmíðin bygg-
ir á aldagömlum hefðum. Á jóla-
markaðnum I Númberg er að finna
úrval þessara leikfanga, sem flest
era unnin úr tré. Hin mikla áhersla
sem lögð er á leikfóng á jólamark-
aönum þykir gera Núrnberg enn
jólalegri en ella.