Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 38
* 46 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Stærsti jólamarkaður Þýskalands er í Niirnberg: Jólastemning í Bæiaralandi í Bæjaralandi er undirbúningur jólanna kominn í fullan gang og þar ríkir mikil jólastemning. Borgin Numberg er vinsæll viðkomustaður ferðamanna um þessar mundir og þangað streymir fólk hvaðanæva úr Evrópu. Númberg hefur ekki að- dráttarafl sitt að ástæðulausu held- ur er það jólamarkaður borgarinnar sem laðar til sín gesti. Jólamarkaður þessi er sá stærsti sinnar tegundar í öllu Þýskalandi og er allsérstakur fyrir þær sakir að hann fer fram undir beru lofti. Markaðurinn er starfræktur dag- lega í desember og hefst þegar birtu tekur að bregða í kringum fjögur- leytið á daginn. Þá má sjá íjöldann Paö er mikið af fallegu jólaskrauti á ailan af kaupmönnum koma klyfj- jólamarkaðnum í Nurnberg. aðan margvíslegum varningi og setja upp í sölubása sína. Á markaðnum ægir saman ólik- legustu hlutum; þar er heimatilbúið marsipan, engiferbrauð sem þykja nauðsynleg á jólunum, tréleikfóng af öllum stærðum og gerðum, jóla- kransar, hnetubrjótar að ógleymdu gríðarlegu magni af alls kyns jóla- skreytingum. Glermunir á Kóngagötu Aðalverslunargatan í Númberg er Köningsstrasse og þar er stemn- ingin ekki síðri en á markaðnum og þar má finna tugi skemmtilegra lítilla handverksverslana. Af öllum þeim aragrúa verslana sem eru í CABIN BORGARTÚN 32 SÍMI 511 6030 JL Þægindi og þjónusta Á LÁGMARKSVERÐI Ljósadýrðin er mikil í Núrnberg þegar líður tekur aö jólum. Nýr bæklingur Nýlega sendi ferðaskrifstofan Úr- val-Útsýn frá sér nýjan bækling um alþjóðlegar vörusýningar sem haldnar verða á árinu 1998. Þetta er í fimmta skipti sem bæklingurinn kemur út og er hann sá eini sinnar tegundar hér á landi. Bæklingurinn er yfirgripsmikill og eru yfir 300 alþjóðlegar vörusýn- ingar kynntar í honum. Sýningun- um er skipað niður eftir efnisflokk- um til þess að auðvelda fólki leit, og eru flokkarnir rúmlega eitt hundrað talsins. miðbænum vekja glermunaverslan- irnar mesta athygli. í desember skarta glerverslanirnar sínu feg- ursta og það þykir einstök tiiflnning að stika þröngar götumar í miðbæn- um sem hefur að mestu verið endur- byggður eftir eyðileggingu seinni heimsstyrjaldarinnar. Glermunimir í allri sinni litadýrð skarta hátíðleg- um ljóma. Þeir sem dvelja í Númberg ættu ekki að láta hjá líða að staldra við fyrir utan Frúarkirkjuna um hádeg- isbil þegar kirkjuklukkum er hringt. Þar má sjá litlar fúrðuverur dansa í kringum styttu af Karli IV og ber þetta handverk úrsmíða- meisturum fyrri alda fagurt vitni. Þótt jólamarkaðurinn í Númberg sé öðra fremur þekktur fyrir gler- listina þá ér minnstur hluti gler- munanna framleiddur í borginni. Hjarta gleriðnaðar í Bæjaralandi er að finna í borgunum Neustadt og Lauscha sem áður tilheyrði Austur- Þýskalandi. í þessum borgum má sjá handverksmennina að störfum og ekki tekur nema klukkustund að aka til Neustadt og hálfri stund bet- ur til Laucha. í Bæjaralandi er einnig að finna Glerlistamaður sýnir vegfarendum listir sínar. miöstöð leikfangaiðnaðar í Þýska- landi þar sem leikfangasmíðin bygg- ir á aldagömlum hefðum. Á jóla- markaðnum I Númberg er að finna úrval þessara leikfanga, sem flest era unnin úr tré. Hin mikla áhersla sem lögð er á leikfóng á jólamark- aönum þykir gera Núrnberg enn jólalegri en ella.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.