Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 40
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 1 1~\jT y48 lk r Irski verðlauna- og metsöluhöfundurinn Roddy Doyle í einkaviðtali við helgarblað DV: Draumurinn að komast til íslands HUE Blúndu- sokkabuxur og sokkar Kjólföt og jakkaföt á stráka Prinsessujólakjólar á 1/2 árs til 10 ára. Margir litirog gerðir Miðvangi 41 220 Hafnarfirði sími 565 2177 (við hliðina á Samkaupum) Meðal þeirra bóka sem reka á land í jólabókaflóðinu er Konan sem gekk á huröir eftir írska verðlauna- og metsöluhöfundinn Roddy Doyle. Þar er sagt ffá Paulu Spencer, hús- móður í Dublin, sem hefúr þurft að þola barsmíðar og ofdrykkju eigin- manns síns. Hún reynir að raða saman brotakenndu lífi sínu, sem iiefur svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum, svo vitnað sé í einn ritdóm um bókina. Roddy hlaut helstu bókmennta- verðlaun Breta, Booker-verðlaunin, árið 1993 fyrir skáldsöguna Paddy Clarke Ha Ha Ha og seldist hún í stórum upplögum víða um heim. Konan sem gekk á huröir, sem er Opiö laugardaga 10.-00-16.-00 ogsunnudaga 14.-00-16:00 TM - HÚSGÖGN m Síðumúla 30 - Sími 568 6822 fimmta skáldsaga Roddys, hefúr fengið einróma lof gagnrýnenda hvar sem hún hefur komið út. Roddy er í fyrsta sinn að koma út á íslensku en það er Vaka-Helgafell sem gefúr bókina út. Hann hefúr ekki síður getið sér gott orð vegna kvikmynda sem gerðar hafa verið eftir bókum hans, sbr. The Commit- ments, The Van og The Snapper. Meiri metnaður í einkaviðtali við helgarblað DV, sem ffam fór símleiðis í vikunni, sagði hinn 39 ára gamli rithöfundur að Booker-verðlaunin hefðu verið mikil viðurkenning fyrir sig. Þau hefðu þó ekki gjörbylt sér sem rit- höfúndi. Metnaðargimin sé að vísu meiri - sem og sjálfstraustið. „Ritverk mín voru þá þegar vel kunn á írlandi og Bretlandi. Commitments höfðu líka áhrif þar á. Mesta breytingin er að bækur mínar hafa verið þýddar á mun fleiri tungumál. Ég held að þau séu orðin 21 en voru 6 áður en ég fékk verðlaunin," sagði Roddy um áhrif Booker-verðlaunanna á ferilinn. Hann sagðist ekki vera að sækj- ast eftir virðingu en óneitanlega hlýni sér um hjartarætur við að vita af verkum sínum í bókahillum víða um veröld. Ekki síst í löndum sem hann hefur aldrei heimsótt eins og t.d. Kóreu og íslandi „Það er ánægjulegt að bækur minar komi út á tungumáli sem fáir tala eins og íslensku. Enn er t.d. ekki komin út bók á gelísku hér á írlandi þannig að íslendingar mega vel við una,“ sagði Roddy og hló. Kennslan kom sár vel Áður en Roddy sneri sér alfarið að skrifum starfaði hann sem grunnskólakennari í Dublin. Hann sagði þá reynslu hafa komið sér vel, reyndar hefði hann verið byrjaður að skrifa með kennslunni í nokkur ár. „Kennari kemst í sérstakt sam- band við nemendur. Án þess að vilja það fær hann að skyggnast inn í heimilisaðstæður nemendanna og bakgrunn þeirra. Þetta eru ekki ósvipað aðstæður og rithöfúndur lendir i þegar hann er að skapa per- sónur í skáldsögur sínar.“ Eins og áður sagði er Roddy að skrifa um húsmóðurina Paulu Spen- cer í nýjustu bókinni, Konan sem gekk á huröir. Konuna sem þarf að ala upp fjögur böm án mikillar að- stoðar drykkfellds eiginmannsins. Þama er Roddy í fýrsta sinn að skyggnast inn í reynsluheim kvenna í skáldsögum sínum. Fyrir- myndina tekur hann frá persónu í einum sjónvarpsþáttanna sem hann skrifaði fyrir BBC, Family, og olli miklu fjaörafoki heima fyrir og í Bret- landi. „Síðasti hluti þáttarins var skrifaður frá sjónarhorni eig- inkonunnar og hún hét einmitt Paula Spencer. Ég ákvað að út- víkka þá persónu og gefa mér góð- an tíma til að þróa áffam henn- ar líf. Þetta var fyrir fjórum árum og ég var þá hættur að kenna. Hafði meiri tíma til að lifa mig inn í per- sónumar og lesa mér til um um- fjöllunarefnið. Ég hafði ekki á neinni persónu- legri reynslu að byggja auk þess sem Paula á sér ekki stoð í raun- veruleikanum. Skriftimar gengu rólega til að byrja með en svo small þetta saman,“ sagði Roddy. Paula verður fyrir ofbeldi að hálfu eiginmanns síns og að sögn Roddys em heim- iliserjur ekkert alvarlegra vanda- mál á írlandi en víða annars stað- ar í heiminum. Hann hefur feng- ið fjölda bréfa frá konum úr öllum heimshomum sem segja honum bitra reynslu sína. í einum rit- dómi um nýjustu bókina segir að hún sé „ffábær blanda af léttum farsa og sársauka- fullu drama". Aðspurður hvort hann væri sammála þessari skil- greiningu sagði Roddy að það væri ekki sitt að fella dóma um bókina. Húmor og drama „Vissulega er drama í bókinni, enda ævi Paulu enginn dans á rós- um. Hún hefur flúið frá eiginmann- inum en hún hefur ekki flúið fá- Roddy Doyle er á 21 tungumáli, óhætt aö brosa út að eyrum yfir útbreiðslu verka sinna. Þau hafa verið gefin út nú síðast á íslensku. innu Eflum krabbameinsvarnir á íslandi tökum þátt í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. ! Krabbameinsfélagið faUUHTp/HUHVtiÍ Krabbameinsfélagsins £ 1997 Upplýsinqar um i/inningsnumer i símum 562 1516 (sim-.vari). 562 1414 ogá íieimaslou Krabbameins- félagsins http://www. krabb.is/happ/ 1 Audi A3,1.6. .Attraction', 3 dyra, árgerð 1998. Verðmæti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp i íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. í 154 Úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. ________________________________ í/byyid 24. desember (997 tæktina. Heimur hennar er harð- neskjulegur en inni á milli reynir hún að sjá björtu hliðamar, húmor- inn er til staðar þó hann gegni ein- göngu sérstöku hlutverki," sagði Roddy. Konan sem gekk á huröir kom fyrst út fyrir tveimur árum. Um þessar mund- ir er Roddy að vinna að sinni sjöttu skáldsögu. Hún fjallar um íra á tíræðisaldri sem er að riQa upp stormasama ævi sína. Inn í söguna fléttast sjálfstæðisbar- átta íra og sagð- ist Roddy ætla að taka sér góðan tíma í bókina. Einnig er hann að skrifa handrit að kvikmynd um hungursneyðina á írlandi á 19. öld sem skyldi eftir sig stór skörð í raðir forfeðra hans. Á nokkrum áratugum fækk- aði írum úr 8 í 2 milljónir. Hand- ritið byggir Roddy á gamalli skáldsögu. Þessi mynd kom frá Reuters þegar Roddy fékk Booker-verölaunin áriö 1993 fyrir Paddy Clarke Ha Ha Ha. Laxness á óskalistanum Hann sagðist verða að viður- kenna að hann þekkti lítið sem ekk- ert til íslenskra bókmennta nema hvað að það væri á dagskrá hjá sér að lesa Sjálfstœtt fólk eftir nóbel- skáldið okkar, Halldór Laxness. Hann hefði séð mjög jákvæða um- sögn um bókina i bókablaði New York Times. Hann þekkti að sjátf- sögðu til Bjarkar og sagðist hafa les- ið texta hennar sem og Sykurmol- anna. „Ég segi það ekki eingöngu til að þóknast ykkur en það hefur verið draumur okkar hjónanna að fara til íslands og taka börnin tvö með. ísland er áreiðan- lega stórkostlegt heim að sækja. Vonandi tekst okkur að láta drauminn rætast á þessari öld,“ sagði þessi geð- þekki íri að lok- um. -bjb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.