Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige måneddecember 1997næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 41
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 imm 49 w Skokkarar landsins sameinast - mikil þátttaka á árshátíð skokkara Vetrarmaraþon veröur haldið í fyrsta sinn hér á landi um páskana á komandi ári. hátíðarinnar á næsta ári. Það sem er skemmtilegast við árshátíðina nú er að þetta er í fyrsta sinn sem allir skokkarar landsins koma saman og hittast. Þama mættu skokkhópar hvað- anæva af landinu, fjölmargir skokk- hópar af Reykjavíkursvæðinu, hóp- ar frá ísafirði, Neskaupstað, Akra- nesi og fleiri stöðum, en ég saknaði þess að sjá engan frá Akureyri. Ég held að allir hafi skemmt sér rosa- lega vel og gaman var að fylgjast með því hve mikið skokkhópamir 31. desember: Gamlárshlaup IR Hlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir verða :■ 9,5 km með tímatöku, flokka- skipting fyrir bæði kyn. Upp- | lýsingar um hlaupið gefa ;; Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í : síma 557 2373 og Gunnar Páll ; Jóakimsson í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12 við Dynheima á Akureyri og | hlaupnir verða 4 og 10 km með tímatöku. Upplýsingar um hlaupið gefur Jón Árna- son í síma 462 5279. ii 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13 við Akratorg á Akranesi. Vegalengdir í hlaupinu eru 2 1 og 5 km. Upplýsingar um hlaupið gefm- Kristinn Reim- 1 arsson i síma 431 2643. lögðu á sig til að undirbúa skemmti- atriði.“ Fálag maraþonhlaupara „Á árshátíðinni var stofnað „Fé- lag maraþonhlaupara". Bréf voru send út til allra maraþonhlaupara þar sem tilkynnt var um stofnun fé- lagsins og við bjuggumst við því að stofnfélagar yrðu um 30-40 manns. Þátttakan fór hins vegar fram úr öll- um vonum. Það mættu 60 manns og skráðu sig í félagið. Fjölmargir höfðu samband við okkur og vildu skrá sig, en komust ekki á árshátíð- ina. Það geta allir orðið meðlimir sem einhvern tímann hafa lokið við maraþonhlaup í keppni. Við töldum okkur hafa vitneskju um alla þá ís- lendinga sem hlaupið hafa mara- þon, en komumst að því að til eru undantekningar. Ég frétti til dæmis af einum þekktum hlaupara hér- lendis sem vildi endilega ganga á fé- lagið, en hafði ekki hugmynd um að hann hafði nokkurn tímann á æv- inni þreytt heilmaraþon. Hann hafði hins vegar eitt sinn hlaupið heilmaraþon erlendis, en sprakk í því hlaupi þó að hann hefði klárað það á endanum. Hann skammaðist sín svo mikið fyrir tímann að hann lét engan vita af hlaupinu - fyrr en núna þegar hann vildi komast í fé- lagið. Farið V£ir yfir lög félagsins og kos- in stjórn til næsta árs. Stjórnin verður látin móta stefnuna á næsta hlaupaári og falið það verkefni að flnpússa lög félagsins. Nýskipuð stjórn er skipuð Gísla Ásgeirssyni, Gísla Ragnarssyni, Ólöfu Þorsteins- dóttur, Ágústi E. Ágústssyni og mér sem var kosinn til formennsku," sagði Pétur Ingi. Aðsetur Félags maraþonhlaupara verður hjá Reykjavíkur maraþoni í Laugardalnum. Ágúst Þorsteinsson, umsjónarmaður Reykjavikur mara- þons, mun vísa öllum fyrirspurnum um félagið til Péturs. Ekkert árgjald „Margir nýju félaganna vildu fá að vita hvað árgjaldið yrði hátt fyr- Umsjón ísak ðm Sigurðsson ir meðlimi félagsins og það vakti at- hygli mína að flestir voru æstir í að fá að borga eitthvað strax. Við tók- um hins vegar þá ákvörðun að hafa ekkert árgjald, alla vega til að byrja með. Einnig var ákveðið að halda hér vetrarmaraþon í fyrsta sinn, sem fer fram í Reykjavík um næstu páska. Fram hefur komið sú hug- mynd að velja 10 km langan hring og hlaupa hann (rúmlega) íjórum sinnum til þess að spara fyrirhöfn og halda starfsliði i lágmarki. Þá þarf ekki að vera nema með tvær drykkjarstöðvar. Að öllum líkind- um verður það niðurstaðan og að- eins er eftir að velja leiðina. Á árs- hátíðinni var jafnframt rætt um framkvæmd 10 km hlaupanna á næsta hlaupaári, en stefnt er að því að bjóða skokkurum upp á heildar- tímatöku I 10 tilteknum 10 km hlaupum. Töluvert var rætt um það hvern- ig virkja beri hinn almenna hlaupara til þátttöku. Við ætlum ekki endilega að leggja aðaláhersl- una á að verðlauna þann sem verð- ur númer eitt (með besta heildar- tímann í 7 af þessum 10 hlaupum). Það getur vel verið að við veitum ekkert siðri verðlaun fyrir þann hlaupara sem hefur 17. besta tím- ann. Keppnin um fyrsta sætið verð- ur sjaldan annað en einvígi fárra einstaklinga, en það væri gaman að geta búið til stemningu um verð- laun fyrir sæti sem er miklu neðar. Manneskja sem hefur ef til vill reykt í 20 ár ákveður skyndilega að hætta þeim ósið og byrjar að æfa skokk. Hún nær kannski þeim áfanga að taka þátt í 2-3 hlaupum á árinu - sá árangur er ekkert minni sigur fyrir þá persónu heldur en þá sem er að keppa um verðlauna- sæti,“ sagði Pétur. Meiðsli fátíð Pétur Ingi Frantzson er einn þeirra skokkara sem æfa alla daga vikunnar og dálkahöfundi lék for- vitni á að vita hvort hann þyrfti ekki að glíma við álagsmeiðsli. „Fyrir mér eru hlaupin afskaplega góð hreyfing og allra meina bót. Auðvitað er hægt að æfa of mikið, en fæstir skokkarar ná þvi nokkurn tímann. Tökum til dæmis hlauparann Jón Guðmundsson sem dæmi. Hann er á sjötugsaldri, hefur DV ••903 * 5670 •• Aðeins 25 kr. minutan. Sama verð fyrir alla landsmenn hlaupið flesta daga vik- unnar áratugum sam- an og hann gefur lítið eftir. Ég held þó að hóflð sé best í öllu en það er hægt að skokka mikið og reglulega ef skyn- samlega er staðið að málum. Ég hef það til dæmis fyrir vana að' setja júgursmyrsl é lappirnar á mér fyrir öll hlaup, æfingar sem keppni. í lengri vega- lengdum set ég einnig barnapúður í hlaupa- skóna. Það er afskap- lega fátítt að ég fái blöðrur eða önnur mein á fæturna. Það er varla hægt að bera skokk saman við margar aðrar íþrótta- greinar. Álagsmeiðsli í knattspyrnu, hand- bolta eða öðrum við- líka greinum eru mun algengari en hjá þeimi. sem stunda skokk, því álagið á líkamann í þeim greinum er mun meira,“ sagði Pétur. Pétur Ingi Frantzson er nýkjörinn formaður Félags maraþonhlaupara. Laugardaginn 29. nóvember var í fyrsta sinn haldin árshátíð skokkara (á skemmti- staðnum írlandi i Kringlunni) og er það í fyrsta sinn sem skokkarar landsins koma saman til skrafs og ráðagerða. „Þátttakan var fram- ar öllum vonum og vel á þriðja hundruð manns mætti á árshá- tíðina. Það er strax orðið ljóst að árshátíð skokkara verður ár- legur viðburður í framtíðinni," sagði Pétur Ingi Frantzson, einn skipuleggjenda árshátíðarinnar. Pét- ur, sem er meðal þekktustu skokkara landsins, hefur verið í forsvari fyrir skokk- ara Námsflokka Reykjavíkur. „Ég geri ráð fyrir að á næsta ári verði fyrirkomulag árshá- tíðar skokkara svipað og það er á árshátíð- um hjá HSÍ, að ein- stök félög muni sjá um framkvæmdina. Þannig muni tveir eða þrír skokkhópar á landinu sameinast um framkvæmd árs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Language:
Volumes:
41
Issues:
15794
Registered Articles:
2
Published:
1981-2021
Available till:
15.05.2021
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Sponsor:
Follows:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 280. tölublað - Helgarblað (06.12.1997)
https://timarit.is/issue/197789

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

280. tölublað - Helgarblað (06.12.1997)

Handlinger: