Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 60
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 68 idge Hausdandsmót Bandaríkjanna 1997: Góð landkynning Aðalsteins og Sigurðar Aðalsteinn Jörgensen og Sigurð- ur Sverrisson hafa gert garðinn frægan á síðustu vikum og eins og er eru þeir skærustu stjömumar á íslensku keppnisslóðinni. Skemmst er að minnast þess er þeir náðu öðm sæti í geysisterku móti sem haldið var af danska stórblaðinu Politiken. Var þar boðiö til keppni mörgum af bestu pömm heimsins. t- Síðustu tvær vikumar hafa þeir félagar keppt á haustlandsmóti Bandarikjanna sem haldið var í St. Louis i Missouri. Fyrst tóku þeir þátt í opnum flokki lífstíðarmeistara (Life Mast- er) og náðu þar þriðja sæti eftir að hafa barist um toppinn allan tím- ann. Á meðan það gerðist var annar kunnur íslenskur bridgemeistari, Hjördís Eyþórsdóttir, að spila í kvennaflokki lífstíðarmeistara. Hún náði öðm sæti ásamt félaga sínum, Lindu Pearlman, og tapaði reyndar af fyrsta sætinu í síðustu umferð þegar helstu keppinautarnir náðu risaskor. Siðan kom Reisinger-board-a- match keppnin, sem er ein mesta þrekraun sem bridgemeistarar kom- ast í. Það gerir keppnisformið, en í rauninni er hvert einasta spil Umsjón _ skák keppni út af fyrir sig. Allir bestu bridgemeistarar Bandaríkjanna taka þátt í þessari keppni og er því við ramman reip að draga. Sveitar- félagar Aðcdsteins og Sigurðar vora Gerard Sössler, John Mohan og Jim Beckström. Þeir félagar náðu efsta sæti eftir fyrstu umferð en urðu síð- an að láta í minni pokann. Blue Ribbon tvímenningskeppnin var næst. Nú spilaði Aðalsteinn við Gerard Sössler og Sigurður við Hjördísi. Það reyndist ekki vel og duttu bæði pörin naumlega út úr úr- slitakeppninni. Aðalsteinn og Sigurður tóku síð- an þátt í tveimur útsláttarsveita- keppnum, töpuðu annarri í úrslita- leik en unnu hina, sem var 57 sveita keppni (Swiss-knockout). Þar gekk til liðs við þá félaga kjamorku- kvendi, Kay Schulle, vel þekktur bridgemeistari í Bandaríkjunum. Aðalsteinn og Sigurður tóku einnig þátt í vorlandsmóti Banda- ríkjanna og spiluðu þar í hinni frægu Vanderbiltsveitakeppni. Þar duttu þeir út í 16 liða úrslitum þeg- ar þeir mættu sveit sem Bandaríkja- mennimir Boyd og Robinson voru í. í haust mættu þeir aftur Boyd og Robinson, nú í Reisingerkeppninni, og fengu þá tækifæri til að hefna harma sinna. Spiluð vom þrjú spil milli þeirra og fengu þeir Aðal- steinn og Sigurður hinn hanvæna 200-kall í fyrsta spilinu fyrir ekkert, í öðm spili opnaði Sigurður á fjór- um hjörtum, fékk það doblað og vann, 790, og svo kom það þriðja. A/0 * KD62 ♦ 10763 * 109653 * 9875 VG9432 -4- K94 * Á * ÁG3 «*ÁD7 -4 52 * KG874 * 104 «4 K10865 4- ÁDG8 * D2 Með Robinson og Boyd í n-s og Sigurð og Aðalstein í a-v gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður 1 gr. 2 «« pass 3 4 pass pass Vestur pass dobl Norður 2 gr. pass Dobl Aðalsteins var tilboð en ekki refsing, en Sigurður ákvað að passa. Vömin var síðan miskunnarlaus. Aðalsteinn tók laufás og skipti yfir I spaðaníu. Boyd lét kónginn, Sigurð- ur drap á ás og spilaði tígli. Aðal- steinn fékk á kónginn og spilaði meiri tígli. Boyd drap heima og spil- aði laufdrottningu, sem Sigurður drap með kóng. Hann spilaði nú spaðagosa, sem Boyd drap í blind- um. Hann reyndi að gera sér mat úr laufinu, spilaði laufatíu, Sigurður gcif og Aðalsteinn trompaði. Síðan kom spaði, sem Boyd trompaði. Nú biðu a-v eftir hjartaslögunum og Boyd fékk aldrei meira en fmun slagi á tromp og einn slag á spaða. Þrír niður og 500 til a-v. Raunar var þetta samt besta spil þeirra í setunni, því á hinu borðinu töpuðu félagar Aðalsteins og Sigurð- ar einnig 500, í tveimur spöðum dohluðum, þannig að spilið var jafnt. Þrír íslendingar tefla á heimsmeistaramótinu Kasparov og Kramnik sniðganga keppnina Á mánudaginn hefst heimsmeist- arakeppni alþjóðaskáksambandsins í Groningen í Hollandi. Keppnin er nú í fyrsta sinn með útsláttarfyrirkomulagi. Eitt hundr- að keppendur hefja leikinn og tveir og tveir tefla einvígi þar til aðeins heimsmeistarinn stendur eftir. es k fv. i m o model management Fyrirsœtu & framkomunámskeið Eskimo er nú oröin stærsta umboösskrifstofa landsins eftir sameiningu Eskimo og Módei 79. Skráning er nú þegar hafin á námskeiðin sem hefjast í Janúar. • Tískusýningarganga • Föröun • Innsýn í störf fyrirsæta erlendis • Fíkniefnafræðsla • Pósur • S/H myndataka • Efling á sjálfstrausti Starfandi fyrirsætur koma í heimsókn og gefa góð ráð • Stór tískusýning I lok námskeiðsins, sýnd verða föt frá þekktri tískuverslun Þessar stúlkur eru starfandi fyrirsoetur hjó Eskimo efrir aðhafa sótt Fyrirsœtu & framkomunómskeið ATH! Gjofakort á Fyrírsœtu & framkomunámskeið eskimo er frábœr jóiagjöf. Nánari upplýsingar hjá Eskimo í síma 552-8012. Þetta fyrirkomulag heimsmeistara- keppninnar er mnnið undan rifjum forseta FIDE, Kirsans Iljumzhinovs, sem hefur lagt fram vilyrði fyrir 5 milljóna dala verðlaunafé - yflr 350 milljónum íslenskra króna. Sterkustu skákmennimir eru þó allt annað en ánægðir með fyrir- komulag keppninnar. Aðstaða Ana- toly Karpovs, sem er núverandi handhafi heimsmeistaratitils FIDE, er þeim þymir í augum. Sem heims- meistari fær hann strax sæti í loka- úrslitum mótsins og mætir þá and- stæðingi sem verður eflaust lúinn bæði á líkama og sál eftir 6 smáein- vígi og mánaðarlanga útivist. Þetta getur varla talist annað en ósann- gjamt, enda blandast engum hugur um að bæði Kasparov og jafnvel fleiri séu öflugri en Karpov um þessar mundir. Af þessum ástæðum var Kasparov fljótur að gefa út þá yfir- lýsingu að hann tæki ekki þátt í mótinu. Hins vegar hefur hann látið þau boð út ganga að hann muni skora á sigurvegara úr sérstöku áskorendamóti og leggja titil sinn að veði - þ.e. heimsmeistaraititl sinna eigin samtaka. Enn er þó allt óljóst með framkvæmd þessarar ímynduðu áskorendakeppni. Vladimir Kramnik lét þau boð út ganga nýlega að hann yrði heldur ekki með. Þetta sagðist hann hafa ákveðið fyrir löngu en hann vildi ekki gera ákvörðun sína heyrin- kunna fyrr en nú, svo að Iljum- zhinov fengi ekki þá afsökun að hætta við keppnina! Mótið verður vitaskuld rýrara án Kasparovs og Kramniks og jafnvel hlýtur að telj- ast álitamál hvort réttlætanlegt sé að tala um heimsmeistarakeppni. Þrír íslenskir stórmeistarar hafa unnið sér keppnisrétt á mótinu, þeir Helgi Áss Grétarsson, Jóhann Hjart- arson og Margeir Pétursson. Helgi Áss mun tefla við spænska stór- meistarann fllescas í fyrstu umferð, Jóhann teflir við Litháann Sulskis og Margeir teflir við Oll frá Eist- landi. Tefldar verða tvær einvígis- skákir. Verði þá jafnt er bætt við tveimur atskákum og takist enn Umsjón Jón LÁmason Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hæsta gæðafiokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. >■*-' 10 ára ábyrgð Eldtraust 10 stærðir, 90 - 370 cm ** Þarfekki að vökva Stálfótur fylgir **■ Islenskar leiðbeiningar t* Ekkert barr að ryksuga >*■ Traustur söluaðili >*■ Truflar ekki stofublómin **■ Skynsamleg fjárfesting SNORRA8RAUT 60 ekki að kreista fram úrslit verður tefld hraðskák. Athyglisvert er að teflt verður með Fischer-klukkunni og verða tímamörkin nýstárleg -100 mínútur á 40 leiki og til viðbótar bætist hálf mínúta við umhugsunartímann við hvem leik. Á 40 leikja skák verður heildartimi til íhugunar því 2 klukkustundir. Þetta gerir það að verkum að skákmaðurinn fær ávallt nægilegan tíma til að framkvæma leikina og jafnvel skoða stöðuna stundarkom. Áhorfendur eiga þó kannski eftir að sakna handagangs- ins í öskjimni þegar líf og dauði snýst um skákklukkuna. Heimavinnan skilar árangri Tyrkir hafa ekki getað státað af miklum skákmeisturum nú í seinni tíð en hafa nú eignast öflugan stór- meistara sem heitir Suat Atalik. Á næsta stigalista FIDE er líklegt að hann skríði yfir 2600 stiga múrinn en hann hefur náð mjög góðum ár- angri á árinu. Nýlega lauk sterku opnu móti i Heraklion á Krít þar sem Atalik sigraði með 5,5 vinningum af 9 mögulegum. Lemhit Oll - væntan- legur mótherji Margeirs í Gron- ingen - hlaut jafnmarga vinninga en var lægri á stigum. í 3. sæti varð enski stórmeistarinn Tony Miles með 5 vinninga. Eftirfarandi skák tefldi Atalik á mótinu. Mótherjinn er ungverski stórmeistarinn snjalli Guyla Sax. Þeir þræða afbrigði af Nimzo-ind- verskri vöm sem hefur átt vinsæld- um að fagna á stórmóttnn nýlega. Atalik hefur unnið heimavinnima vel og hristir nýjung fram úr erm- inni, sem við fyrstu sýn virðist ekki ýkja merkileg. Fljótlega kemur þó í ljós hvað býr að baki. Hvítt: Suat Atalik Svart: Guyla Sax Nimzo-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 Re4 7. Dc2 Rc6 8. e3 e5 Upphafið að miklum flækjum, sem einu sinni þóttu hagstæðar hvíttun. 9. cxd5 Dxd5 10. Bc4 Da5+ 11. b4 Rxb4 12. Dxe4 Rc2+ 13. Ke2 Del+ 14. Kf3 Rxal 15. Bb2 Lakara er 15. Dxe5 Be6 16. Bxe6 sem svartur svarar með 16. - 0-0! o.s.frv. Hvítur vonast til þess að fanga riddarann á al. Hvítur á þó eftir að þróa stöðu sína kóngsmegin, sem sýnt er að taki nokkra leiki. 15. - 0-0 16. Kg3 Kh8 Þessi nýlega hugmynd hefur leyst af hólmi 16. - h6 17. h4 Kh8 18. Kh2 Dxf2 19. Bxal Bf5 20. Rh3 með væn- legu tafli á hvitt en þannig tefldist ungversk skák frá árinu 1969. Hætt er við að Sax hafi þekkt til þessa og nú vill hann spara sér h7-h6 leik- inn. Hann hótar nú f7-f5. 17. dxe5! Be6 18. Rf3! Dxhl 19. Rg5 g6 20. Rxf7+!! Svartur á ekkert betra en að þiggja þessa fóm. 20. - Hxf7 21. Bxe6 Hg7 22. Bf7!! Rúsínan í pylsuendanum. Svartur er ótrúlega bjargarlaus. 22. - Hxf7 23. e6+ Kg8 Ef 23. - Hg7 24. De5 Hag8 25. e7 og hótar 26. Dxg7+ Hxg7 27. e8=H mát. 24. Dd4 Kf8 25. exf7 Kxf7 26. Dd7+. - Og svartur gafst upp. Ástæðan liggur ekki strax í augum uppi. Jú, eftir 26. - Kf8 27. BfB! fær svartur ekki varist mátinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.