Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 72
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan .... sólarhringinn. 13 550 5555 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Akureyri: Banaslys í Slippstöðinni DV, Akureyri: Banaslys varð í Slippstöðinni á Akureyri í gærmorgun þegar 42 ára gamall maður lést þar við eftirlits- störf. Eftirlitsmaðurinn var að fara yfir vinnu á skipinu Gullver NS 12 og fór ofan í rými sem kallað er „keðju- kassi“ og geymir m.a. ankeriskeðj- ur. Strax þegar maðurinn var kom- inn þar inn hné hann niður vegna loftleysis. Annar maður sem var þar nærri fór inn og reyndi að bjarga hinum en hné einnig niður. Þriðji maðurinn sem þarna var viðstadd- ur náði hins vegar að teygja sig inn í „kassann“ og ná taki á hendi þess sem hafði farið inn á eftir og gat dregið hann út. ' Maðurinn hresstist fljótlega en þeim sem fyrr hafði farið inn í „kassann" varð ekki bjargað út fyrr en slökkviliðið kom með súrefnis- grímur en maðurinn reyndist þá lát- inn. Rannsóknarlögreglan gat ekki gefið upp nafn hans í gær. -gk dagar til jóla Eftirvæntingin leyndi sér ekki í andliti þessa barns sem skoðaði í búöarglugga í miöbænum í gær. 18 dagar eru nú til jóia og „börnin fara að hlakka til“, eins og segir í kvæðinu. DV-mynd ÞÖK Útvarpsstjóri: Ævar sækir um Ævar Kjartansson, dagskrárgerð- armaður á Ríkisútvarpinu, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. Hann segist búa yfir 25 ára starfsreynslu innan RÚV sem geti nýst honum vel til að takast á við starfið. „Ég hef verið hér um langan ald- ur og nú þykir mér ástæða til að starfs- reynsla mín njóti J sín í starfi útvarps- ] stjóra,“ segir hann. Umsóknarfrest- ur um starfið renn- ur út þann 18. des- ember. Ævar, sem er eini umsækjand- inn enn sem komið er, hefur starfað við dagskrárstjóm og þularstörf á Ríkisútvarpinu undanfarin 25 ár. Þá hefur hann unnið nokkuð fyrir Sjón- varpið. „Ég tel mig orðið þekkja þessa stofnun vel og er tilbúinn til að taka á mig ábyrgð af rekstri hennar,“ seg- ir Ævar. Ævar Kjartans- son dagskrár- gerðarmaður. Dómur yfir Heiömerkurtvíburunum: Dæmdir í 16 og 8 ár - fórnarlambið baöst vægðar meö orðunum „ekki meiða mig“ Sigurður Júlíus Hálfdánarson var dæmdur í 16 ára fangelsi og Ólafur Hannes Hálfdánarson í 8 ára fangelsi fyrir að bana Lárusi Ágústi Lárussyni með hrottalegum hætti í Heiðmörk 1. október sl. Dómurinn yfir tví- burabræðrunum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Tvíburabræðrunum, sem eru 25 ára, var gefið að sök að hafa í félagi ráðið Lárusi bana og rænt hann síðan peningaveski sínu. í dómnum segir að verkn- aður Sigurðar hafi verið ógn- vekjandi og valdið hörmulegum dauðdaga. Ljóst er af framburði beggja ákærðu að Lárus hafði verið yfirbugaður líkamlega í þeim tilgangi að ræna hann þeg- ar hrottafengin árás Sigurðar átti sér stað. Af framburði bræðranna kemur fram að Lár- us hafi beðið sér vægðar með orðunum „ekki meiða mig“. Ólafur Hákon Hálfdánarson, sá tvíburanna sem fékk vægari dóm. „Dómurinn vel rökstuddur“ Sigurður tók stóran steinhnull- ung og lét hann falla a.m.k. Tvíburabræöurnir Siguröur Júlíus (mynd til vinstri) og Olafur Hákon Hálfdánarsynir, leiddir úr dóm- salnum í gær. DV-myndir Pjetur tvisvar í höfuð Lárusar, þar sem hann lá vamarlaus. Ólafur fékk vægari dóm þar sem sannað þykir að Lárus hafi verið látinn er Ólaf- ur ók bifreiðinni yfir líkama Lárusar. í dómnum segir að því skorti á það hlutræna efnisskil- yrði að Ólafur hafi orðið manni að bana með háttalagi sínu. „Skjólstæðingur minn mátti eiga von á 16 ára fangelsi eða vera talinn ósakhæfur vegna andlegs ástands hans. Læknirinn vildi ekki úrskurða hann ósakhæfan en bætti því við að refsing fyrir hann myndi ekki hafa mikla þýðingu þar sem hann mundi ekki skynja hana. Mér finnst dómurinn í heild vel rökstuddur," sagði Örn Clausen, verjandi Sigurðar, eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Þeir eru ákærðir sem sam- verkamenn og að því leyti kemur mér það á óvart hversu mildari dóm Ólafur fékk, þó að hann hafi gefið sig fram,“ sagði Þórir Odds- son saksóknari í málinu. Ákæruvaldið hefur 8 vikur til að áffýja dómnum til Hæstaréttar. Verjendur bræðranna hafa 4 vikur til að áfrýja. Bræðumir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 3. október sl. og kemur gæsluvarðhaldsvistin til frádráttar dómnum. Bræðurnir voru einnig dæmdir til að greiða ekkju Lámsar og þremur börnum þeirra rúmar níu og hálfa milljón króna í skaðabætur. -RR Veðrið á morgun og mánudag: Snjókoma norðanlands Á morgun verður norðaustan- og síðar norðanátt, viða allhvöss eða Á mánudaginn verður minnkandi norðvestanátt og él norðaustanlands, hvöss. Rigning suðaustan- og austanlands, en snjókoma eða él og vægt en snýst í austanátt með slyddu eða snjókomu sunnanlands. Frost 0 til 8 frost norðan- og norðvestanlands. stig, kaldast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 73 Mánudagur iplýsingar frá Veöurstofu íslands Sunnudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.