Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 2
2
MIÐVKUDAGUR 21. JANÚAR 1998
Fréttir
Mælingar á sýnum úr bolvíska birninum af:
Mikið af PCB og
skordýraeitri
- utanaðkomandi mengun sem er áhyggjuefni, segir Karl Skírnisson dýrafræðingur
„Auðvitað eru þessar niðurstöður
áhyggjuefni fyrir íbúa norðursins en
ég get ekki sagt að mér komi þær
verulega á óvart,“ sagði Karl Skímis-
son, dýrafræðingur á Keldum, um
niðurstöður mælinga á PCB-efnum og
skordýraeitrinu DDT í sýnum sem
tekin voru úr hvítabiminum sem
skipverjar á Guðnýju frá Bolungarvík
drápu í júní 1994. En verulegt magn af
hvora tveggja mældist í biminum.
Mengaðri en þeir kanadísku
„Ástæðan fyrir því að mér kemur
þetta ekki á óvart era aðrar mæling-
ar á hvítabjömum bæði frá Svalbarða
og norðurhéraðum Kanada sem sýna
mikla söfnun þessara þrávirku efna i
bjömunum," sagði Karl.
Magn PCB-efnanna í Guðnýjar-
biminum reyndist svipað og úr hvíta-
bjömum norðarlega í Kanada en í
spendýrum af svipuðum slóðum, hafa
mælst hæstu gildi PCB-efna sem fúnd-
ist hafa í viiltri náttúra. Magnið var
hins vegar í lægri kantinum ef miöað
er við bimi sem
veiddir vora á
Svalbarða. Þeir
höfðu þó furðu
mikinn styrk efn-
anna. Af skor-
dýraeitri fannst
jafiiframt meira
en hefúr mælst
að jafnaði í
kanadísku hvíta-
björnunum. Rif-
lega 5000
nanógrömm PCB
voru í sérhverju
grammiaffituvef
(nanógramm er
einn milljarðasti úr grammi), en
3000-8000 mældust í dýram frá
Kanada.
Mengunin öll að utan
Karl kruföi dýrið á sínum tima en
mælingamar á eiturefnunum vora
gerðar af dr. Kristínu Ólafsdóttur á
Rannsóknastofú
Háskólans í lyfja-
fræði. „Bjöminn
var nákvæmlega
þriggja ára karl-
dýr, nýlega kyn-
þroska. Hvorki
PCB né skordýra-
eitur er notað á
norðurslóðum
eins og gefur að
skilja. Þessi meng-
un kemur þvi öll
að utan en safnast
upp í fæðukeðj-
unni hér í norðr-
inu. Það er auðvit-
að áhyggjuefiii fyrir íbúa norðursins.
Efiiið safnast í fituforða bimunnar
sem fær þau úr selum og sjávarfangi.
Þegar hún eignast húnana og fer að
framleiða mjólk gengur hún á fituna,
og efnin era þá losuð út í blóðiö og
fara svo með mjólkinni yfir í húninn.
Þannig má segja aö móðirin losi sig í
rauninni við nokkum hluta af upp-
söfnuðu eitrinu yfir í afkvæmið.
Húnninn er á spena til tveggja ára
aldurs. Þetta er skýringin á því hvers
vegna svo ungur bjöm er með þetta
magn,“ sagði Karl.
Líffærin sprengd
Karl bætti við að það væri algengt
að af þessmn sökum mældust berur
með talsvert lægra magn eiturefn-
anna en bfrnir. „Efnin brotna því
miður ekki niður heldur sitja í fit-
unni. Þegar bjöminn gengur á forð-
ann losna þau og fara út í blóðið,"
sagði Karl.
Vísindamenn hafa leitt getum að
því að þetta kunni að vera ástæðan
fyrir minnkaðri frjósemi stofnsins
sem tengist Svalbarða. „Ég tel lítinn
vafa á því að bolvíski bjöminn hafi
verið úr stofninum sem flakkar á
milli Svalbaröa og Grænlands," sagði
Karl.
Þess má geta að í skýrslu um
krufningu dýrsins má lesa að það hafi
í rauninni verið sprengt, því öll
stærri líffæri þess vora í sundur. -ÖS
Banaslys þegar rúta fauk út af á Kjalarnesi:
16 ára piltur lést
- fjórir sluppu lítiö meiddir úr slysinu
Farþegarútan sem fauk um 7 metra niður af veginum á Kjalarnesi í gærmorgun. 16 ára piltur lést en fjórir sluppu með
lítil meiðsl. Eins og sjá má er rútubifreiðin mjög illa farin. DV-mynd Hilmar Þór
16 ára piltur, Bjöm Ingvar
Péttn-sson til heimilis að Urðarbraut
5 á Blönudósi, lést þegar farþegarúta
frá Norðurleið fauk út af veginum
skammt frá bænum Útkoti á Kjalar-
nesi rétt fyrir klukkan 9 í gærmorg-
un. Aftakaveður var á þessum slóð-
um þegar hið hörmulega slys varð.
5 manns vora í rútunni, bílstjóri
og 4 farþegar. Pilturinn er talinn
hafa látist samstundis þegar rútubif-
reiðin lyftist í ofsaveðrinu og fauk út
af veginum. Rútan valt um 7 metra. 3
aðrir farþegar, allt ungt fólk, sluppu
með minni háttar meiðsl. Ökumaður-
inn, sem er 61 árs og reyndur bíl-
stjóri hjá Norðurleið, meiddist á læri
og mjöðm og var fluttur á slysadeild.
Þeir sem komust lífs af þurftu á
áfallahjálp að halda í gær.
Rúður brotnuðu
Ofsaveörið var þvílíkt aö rúður
brotnuðu í rútunni. Öll umferð var
stöðvuð tafarlaust og aðeins björgun-
arsveit, sjúkralið og lögregla fóra á
slysstað til að hlúa að fólkinu. Þrír
sjúkrabílar voru sendir en einn varð
frá að hverfa vegna veðurofsans. Þá
fauk rúða úr einum sjúkrabílnum.
Umferð um þjóðveg 1 var stöðvuð
í klukkustund í gærkvöld á meðan
verið var aö ná flaki rútunnar.
Mynduðust af þessum sökum miklar
bílaraðir beggja vegna slysstaöar.
-RR
Slagurinn um plássið fyrir sjávarútvegssýningu:
Sýningin í Smárahvamm
- leiguverð í Laugardalshöll áttfaldað
Fyrirtækið Sýningar ehf. náði til
sín Laugardalshöllinni undir sjávarút-
vegssýningu 1.-4. september 1999 með
þvi að bjóða tæpar 24 milljónir króna í
leigu. Samkeppnisaðilinn, Alþjóðlegar
vörasýningar sf., hyggst þó halda sínu
striki og leitar nú samninga við Kópa-
vogskaupstað um leigu á 6.400 fer-
metra íþróttahúsnæði í Smára-
hvammi. Síðast þegar sjávarútvegs-
sýning var haldin árið 1996 var leiga
fýrir aðstöðuna í Laugardalshöllinni
um þijár milljónir króna, þannig að
tilboð Sýninga ehf. þýðir áttfóldun á
leigukostnaði.
Alþjóðlegar vörasýningar sf. og
breska fyrirtækið Nexus Media Ltd,
sem hafa haldið þessar sýningar um
margra ára skeið, urðu undir í þessu
útboði sem Reykjavíkurborg stóð
fyrir, en fyrirtækið bauð nú 14,5
milljónir króna í leiguna. Alþjóðleg-
ar vörasýningar ætla þó að halda
sínu striki og stendur fýrirtækið vel
að vígi þar sem það hefur tryggt sér
mestallt hótelpláss í Reykjavík á
þessum tíma. „Þó við höfum orðið
undir í útboðinu dregur það engan
kraft úr okkur, enda er leigugjald á
Laugardalshöll komið langt upp úr
því sem skynsamlegt má teljast," seg-
ir Ellen Ingvadóttir, fjölmiölafulltrúi
íslensku sjávarútvegssýningarinnar.
Segir Ellen að náist samningar, sem
hún telji mjög líklegt, þá verði aö
venju fluttir inn stórir sýningarskál-
ar sem settir yrðu upp milli stóra
sýningarhallarinnar og Tennishall-
arinnar. „Svæði undir þaki er meira
en í Laugardalshöll, jafnvel þó
skautasvellið þar verði notað, og öll
aðstaða er mjög góð. Það er ljóst að
bæjaryffrvöld í Kópavogi hafa mik-
inn áhuga á að auka sýningarhald í
bæjarfélaginu," segir Ellen. Áður
hafa verið haldnar stórar vörasýn-
ingar í þessu húsnæði.
Jón Hákon Magnússon, stjómarfor-
maður Sýninga ehf., sagði í samtali
við DV að hann liti á þetta tilboð sem
„fjárfestingu til framtíðar". Hann við-
urkenndi hins vegar að þessi samning-
ur veitti fyrirtækinu enga tryggingu
fyrir aðstöðu í Laugardalshöllinni um-
fram umsamið leigutímabil. Aðspurð-
ur sagðist hann ekki telja að verið
væri að sprengja verðið upp og að
þessari háu leigu yrði ekki velt yfir á
þátttakendur í sýningunni. -phh
Stuttar fréttir i>v
Alvarieg slys
Maður á fertugsaldri slasaðist
alvarlega, mjaðmagrindar- og
hryggbrotnaði, þegar stór vinnu-
pallur fauk á hann í Smáranum í
Kópavogi í gærmorgun. Annar
slasaðist þegar hann fauk og fell
þrjá metra ofan af vinnupalli og
lenti illa.
Eldur í íbúð
Eldur
kviknaði í
íbúðájarðhæð
í Blönduhlíð í
Reykjavík í
gærmorgun.
Skemmdir
urðu miklar,
sérstaklega á
jarðhæðinni.
Eldsupptök eru ókunn.
Prímakov til íslands
Prímakov, utanríkisráðherra
Rússlands, kemur til íslands í sept-
ember, m.a. til að ræða ágreining
um veiðar í Smugunni. RÚV sagði
frá.
Forstjóri Náttúruverndar
Umhverfisráðherra hefur skipað
Áma Bragason, forstöðumann
rannsóknarstöðvar Skógræktar
rikisins að Mógilsá, forstjóra Nátt-
úravemdar ríkisins. Níu aðrir
sóttu um stöðuna.
Ný flugvél
Flugleiöir
fá kl. 11 í dag
nýja Boeing
757 flugvél til
landsins. í
móttökuat-
höfn í Leifs-
stöð eys Sig-
urjóna Sigurð-
ardóttir, kona
utanríkisráðherra, vélina vatni úr
Homafiarðarfljóti og gefur henni
nafn og Helgi Ágústsson ráðuneyt-
isstjóri flytur ávarp.
Jóhann hættir
Jóhann Hjartarson ætlar að
hætta sem atvinnuskákmaður og
leita út á almennan vinnumarkað.
í Morgunblaðinu nefnir hann erf-
iðar aðstæður í skákheiminum.
Einkaréttur afnuminn
Einkaréttur Flugleiða á innritun
og flugafgreiðslu í Leifsstöð verður
afinuminn í áfóngum næstu þrjú
árin. Morgunblaðið segir frá þessu.
Varia falsanir
Pétur Þór Gunnarsson, eigandi
Gallerís Borgar, segir að myndir
sem seldar hafa verið í Danmörku
sem myndir eftir Svavar Guðnason
geti ekki verið falsaðar. Þær séu
langflestar úr söfnum vinar Svav-
ars og eiginkonu hans. RÚV sagði
frá.
Metro
Flugfélag ís-
lands hefur
auglýst tvær af
þremur Metro
flugvélum sín-
um tO sölu eða
leigu, að sögn
Viðskipta-
blaðsins. PáO
HáOdórsson
framkvæmdastjóri segir við blaðið
að verið sé að láta markaðinn vita
af vélunum þó félagið glími í raun
við skort á flugvélum.
Verðbólga innan viö 2,5%
Seðlabankinn spáir því að verð-
bólga á þessu ári veröi innan við
2,5%, ekki síst fyrir áhrif efhahags-
kreppunnar í Asíu. RÚV sagði frá.
Hálfur prófessor
Landsvirkjun greiðir næstu
fimm árin helming launakostnaðar
vegna nýrrar stöðu í verkfræði við
Háskóla íslands. DeOdin ákveður
nánar um hvers konar staða þetta
verður. RÚV sagði frá.
Belgvettlingar
Dagur segir að Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra hafi gefið
einhverjum samráðherra sinna
belgvettlinga. Hann telji að fingra-
vettlingar dugi ekki vegna þess að
forsætisráðherra hafi slegið á fing-
uma og þeir séu því bólgnir. -SÁ