Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 31 Downey á ferð og flugi í grjóti Bandaríski leikarinn Robert Downey yngri er alltaf á ferð og flugi. Hann lætur meira að segja ekki gistingu á vegum hins opin- bera koma í veg fyrir það. Leik- arinn afplánar sem kunnugt er sex mánaða tugthúsvist fyrir að brjóta skilorð. Frá því hann kom í grjótið í Los Angeles hefur hann flutt að minnsta kosti tvisvar og sefur nú innan um 39 aðra fanga. Robert hefur aðgang að síma, sjónvarpi og lesefhi á meðan hann situr inni. Jean-Claude verður að blæða Slagsmálaleikarinn Jean- Claude Van Damme veit svo sannarlega í hvað peningamir hans fara á næstu árum. Dómari einn í Los Angeles hefur úr- skurðað að hann skuli greiða sem svarar um átta milljónum íslenskra króna á mánuði í fram- færslueyri tveggja ára sonar síns og eiginkonunnar fyrrverandi. Frúin, Darcy LaPier, sótti um skilnað í júni 1996 og bar við ósættanlegum ágreiningi þeirra í milli. Það er eins gott að Jean- Claude verði langlífur á hvíta tjaldinu. Opraw gegn kúabændum Sjónvarpsstjarnan Oprah Win- frey er komin í strið við naut- gripabændur í Texas. Bændur hafa höfðað skaðabótamál á hendur henni og krefjast 850 milljóna króna í bætur. Þeir segja að verð á nautakjöti hafi lækkað þegar Oprah talaði illa um hamborgara í þætti sínum árið 1996. Þar var umræðuefnið hið margumrædda kúafár. Oprah verður í Texas í vikunni þar sem val á kviðdómendum stendur fyrir dyrum. Sviðsljós Leonardo DiCaprio: Ég hef aldrei verið hrifinn af ástarsögum Leonardo DiCaprio, önnur aðal- stjarnan í kvikmyndinni Titanic, var ekki fyrsta val leikstjórans James Cameron í hlutverkið sem hefur gert hann heimsfrægan. „En hann kom til við prufutökur og sýndi nákvæmlega það sem ég var að leita að,“ er haft eftir Cameron í tímaritsviðtali. Sjálfur var DiCaprio ekki ýkja spenntur fyrir hlutverkinu í upp- hafi. „Ég er ekki vanur að leika svona opnar manneskjur. Áður hef ég leikið þá sem hafa átt við vanda- mál að stríða. Það var erfiðara en ég hélt að leika einhvern sem var svona líkur sjálfum mér. Og ef ég á að vera alveg heiðarlegur hefur mig aldrei langað til að leika í ástar- mynd. Ég hef aldrei verið hrifinn af ástarsögum," segir DiCaprio. Hann hefur nýlega verið kjörinn fallegasti karl í heimi af erlendu vikuriti. Kate Winslet, sem leikur á móti DiCaprio í Titanic, segir að sennilega sé hann sá fallegasti í heimi sem ekki þykir hann sjálfur Leonardo DiCaprio og Kate Winslet um borð í Titanic. Leonardo var í upphafi lítt spenntur fyrir hlutverkinu í kvikmyndinni Titanic. Kate vildi hins vegar ólm leika í myndinni og var sannfærð um að hún væri sú rétta. vera fallegur. „Fyrir mér er hann bara Leo sem leysir vind með vondri lykt,“ segir Kate í nýlegu viðtali. Leonardo DiCaprio er 23 ára gam- all og býr enn heima hjá mömmu í úthverfi Los Angeles. Hann segir að undir venjulegum kringumstæðum reyni stelpur ekki við hann. Þær byrji oft á því að tala við einhvern sem er með honum á veitingastað í stað þess að ávarpa hann beint. Vinir DiCaprios hafa aðra sögu að segja af viðskiptum hans við hitt kynið. Að því er erlend blöð greina frá hringja frægar kon- ur í Hollywood í kappann án afláts. Hann er þó ekki sagður þiggja öll boðin sem hann fær um heimsókn- ir. DiCaprio, sem aldrei hefur lært leiklist, er nú orðinn svo frægur að hann getur krafist þess við samn- ingagerð að fá greidda flugmiða handa félögum sínum svo þeir geti heimsótt hann þar sem hann er við tökur. Breski hönnuðurinn John Galliano gengur hér af sviði ásamt fyrirsætum sem sýndu sköpunarverk hans á sýningu Dior í París á vor- og sumartískunni í ár. Gestir á tískusýningunni höfðu ekki minni áhuga á að virða hönnuðinn fyrir sér og múnderinguna á honum en fatnað sýningarstúlknanna sjálfra. Goldie spældur út í fyrrum kærustu: Björk mætti ekki í upptökur Trommu- og bassaguttinn Goldie hugsar henni Björk okkar Guð- mundsdóttur þegjandi þörfina. Goldie, sem er gamall kærasti stór- stjörnunnar okkar, hafði sent heit- meynni fyrrverandi flugmiða svo hún gæti komið og tekið þátt í upp- töku á lagi fyrir nýjustu plötuna hans. Björk lét hins vegar ekki sjá sig og það fannst gyllta drengnum miður. „Þá hugsaði ég: Fjandinn sjálfur. Fjandinn hirði hana. Eg geri bara ráð fyrir að hún hafi verið spæld yf- ir að ég skyldi ekki vilja vera með á plötunni hennar. Svona er það nú,“ sagði Goldie í viðtali við sænska blaðakonu. „Það er sosum ekkert skrítið, hún er jú sporðdreki," hélt popparinn áfram og skellihló svo skein í gull- tennurnar sem hann dregur áreið- anlega nafn sitt af. Goldie, sem réttu nafni heitir Clif- ford Price, er 32 ára. Hann ólst upp í bænum Walsall í miðhluta Eng- lands. Foreldrarnir treystu sér ekki til að ala stráksa upp og flakkaði hann því milli fósturheimila. Svo tók gatan við þar sem Goldie þótti bera af öðrum (sennilega sem gull af eiri) í veggjakroti. Svo fór hann út í tónlistina og varð kóngur. „Ég hef ekkert breyst. Ég er áfram ég sjálfur og geri bara það sem ég hef gaman af,“ sagði Goldie. Björk olli Goldie vonbrigöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.