Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 32
olb vima FRETTASKOTIÐ | SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 Eimskipafélag íslands: Afmæli frestað fyrir Davíð Eimskipafélagið frestaði árleg- um afmælisfagnaði sínum 17. jan- úar vegna stórafmælis Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um helgina. Að sögn Steinunnar Böð- varsdóttur, kynningarfulltrúa Eimskips, var talið eðlilegt að koma til móts við fjölda fólks sem ljóst var að myndi sækja afmælis- veislu Davíðs í Perlunni. Steinunn sagði að ekki hefði verið um stórafmæli Eimskipafé- lagsins að ræða en fyrirtækið varð 84 ára á laugardaginn. Þá hefði af- mælisdaginn borið upp á helgi. Því hefði verið ákveðið að halda fagnaðinn fimmtudaginn 22. janú- ar, sem einnig er sögulegur dagur hjá Eimskip því stofnfundi félags- ins var fram haldiö þann dag árið 1914. Að sögn Steinunnar er einungis stjórn Eimskipafélagsins, starfs- mönnum og þeim sem unnið hafa lengi hjá fyrirtækinu boðið í af- mælishófið þegar ekki er um stórafmæli að ræða. -Sól Göngubrú brotnaöi á nýja Fjöl- brautaskólanum I Garðabæ í veður- ofsanum í gær. DV-mynd S Skemmdir vegna veður- ofsans ^ Töluvert tjón varð vegna ofsaveð- ursins í Borgamesi í gær. Rúður brotnuðu i átta húsum í bænum og þök rifnuðu upp af að minnsta kosti tveimur húsum, m.a. af dvalarheimili aldraðra. Þá skemmdust 6 bifreiðir vegna áfoks og brúarhandriðiö yfir gömlu Brák- arbrúna brotnaði. Engin slys urðu á fólki í óveðrinu. Á höfuðborgarsvæðinu fauk ýmislegt lauslegt, eins og vinnupall- ar og þakplötur. Göngubrú á nýja Fjölbrautaskólanum í Garðabæ brotnaði í óveðrinu. Bifreið stór- skemmdist í Hafnarfirði þegar um- ferðarskilti fauk nokkur hundruð metra og lenti á bilnum. í Bláfjöll- “^um brotnuðu 11 rafmagnsstaurar. í Vestmannaeyjum fuku fiskkör og ýmislegt lauslegt. -RR Boðaö hefur verið til nýs fundar í sjomannadeilunni hjá sáttasemjara á föstudagsmorgun. Hér ræða þeir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Guöjón A. Kristinsson, formaöur þess, Þórir Einarsson ríkissáttasemjari og Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari um stöðu mála á árangurslausum fundi í gær. DV-mynd BG Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hyggst skera niöur: 3 prósenta niðurskurður - ólga meðal starfsmanna vegna hugmyndanna Stjórnarnefnd og framkvæmda- stjórn Ríkisspítalanna ræða nú hug- myndir um niðurskurð á rekstri spít- alanna. Samkvæmt heimildum DV er nú einkum rætt um 3 prósenta flatan niðurskurð á rekstrinum. Verður málið rætt á fundum yfirstjómar spít- alans með hinum ýmsu aðilum í dag og á morgun. Hafa þessar hugmyndir valdið nokkurri ólgu meðal starfsfólks sumra hjúkrunarsviða sem telur deildimar ekki geta tekið á sig frekari niðurskurð. „Það vantar 480 mUljónir króna upp á að hægt sé að halda rekstrinum óbreyttum á þessu ári frá því sem hann var á árinu 1997,“ sagði Ingólfur Þórisson, aðstoðarforstjóri Ríkisspít- alanna, við DV í morgun. „Við erum að skoða leiðir til að brúa þetta bil.“ Ingólfur sagði að rætt væri um all- ar hugsanlegar leiðir en ekki væri búið að ákveða neitt. Meðal annars hefði verið rætt hvort það væri mögu- leg leið að fela hverju hjúkrunarsviði fyrir sig að draga saman rekstur sinn um 3 prósent. Það gæfi ekki nema um 250 milljónir króna. „Við verðum að ljúka þessu sem fyrst. Við munum funda í dag og á morgun en ég skal ekki fullyrða hvort við náum að ljúka þessu á þeim tíma. Ég þori ekki að segja hvort flatur nið- urskurður verður ofan á eða aðrar leiðir og sviðin eiga misjafnlega auð- velt með að draga saman. Við munum ræða við hvern sviðsstjóra fyrir sig um möguleikana á því.“ Tímasetning þessara hugmynda nú er eftirtektarverð þar sem heilbrigðis- ráðherra mun endanlega ganga frá skipun svokallaðrar stýrinefndar á allra næstu dögum. Hlutverk þeirrar nefndar er, fyrir utan upphaflegt hlut- verk hennar að útdeila 300 milljónum króna til sjúkrahúsanna í landinu, að skoða rekstur sjúkrahúsanna, gera til- lögur um aukna samhæfingu þeirra og undirbúa þjónustusamninga. Ætl- ast er til að þrír nefndarmenn muni vera í fullri vinnu fyrir nefndina næstu níu mánuði en það verða, skv. heimildum DV, þau Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, Anna Lilja Gunnarsdóttir, forstöðumaður áætl- unar- og hagdeildar Ríkisspítalanna, og Birgir Guðmundsson, Sauðárkróki. Aðrir sem komið hafa til tals sem nefndarmenn eru fulltrúi heilbrigðis- ráðuneytis, Kristján Erlendsson, og fulltrúi fjármálaráðuneytis sem vænt- anlega verður Ólafur Hjálmarsson. Ekki náðist í Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra í morgun. -JSS/PHH Veðrið á morgun: Frost um allt land Á morgun verða vestlægar átt- ir, víðast kaldi. Éljagangur um vestan- og norðanvert landið en úrkomulítið suðaustan til. Frost um allt land. Veðriö í dag er á bls. 37 Flugleiðir: Viðhaldssamn- ingi sagt upp Flugleiðir hafa misst stóran við- haldssamning við sænskt leiguflugfé- lag, Blue Scandinavian, sem gerður var sl. haust. Breska flugfélagið Brit- ania hefur eignast meirihluta í Blue Scandinavian og ætlar félagið sjálft að annast viðhald vélanna sem eru m.a. nokkrar Boeing 747-þotur. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, segir að upp- sögn samningsins sé vissulega missir. En þrátt fyrir það sé verkefnastaða viðhaldsstöðvar Flugleiða góð. Stöðin hafi gott orðspor i flugheiminum, hafi haft næg verkefni og jafnvel orðið að vísa frá flugrekstraraðilum sem vildu komast að með viðhalds- og skoðunar- verkefni. „Við búumst því við að standa jafnréttir eftir,“ segir Einar. Tap hefur verið á rekstri Flugleiða á rekstrarárinu 1997. Einar segir ástæð- una vera óhagstæða gengisþróun og nýja kjarasamninga á sama tíma og verið sé að auka verulega umsvif. Hann segir engar uppsagnir fyrirhug- aðar. -SÁ Hörður Sigurjónsson, veitingamað- ur á Naustinu. Hardy-koníaksflaskan: 19.500 krónur sjússinn „Við erum búin að stilla þessari forláta flösku upp í glerskáp hérna hjá okkur. Gestir og gangandi geta annað hvort horft á hana nú eða keypt sér sjúss. Það eru 23 sjússar i flöskunni. Við höfum ákveðið að selja sjússinn á 19.500 krónur og þá miðum við það við 330 þúsund krónurnar sem borg- aðar voru fyrir flöskuna. Það er engin álagning á þessu hjá okkur. Ég ætla nú samt að vona að flaskan endist í einhvern tíma því þetta er mikil skrautfjöður," segir Valur Magnús- son, einn rekstraraðila veitingahúss- ins Naustsins. Valur og tveir félagar hans keyptu forláta Hardy-koníaks- flösku frá 1870 sem boðin var upp á herrakvöldi Lionsklúbbsins Njarðar sl. fóstudagskvöld. Kaupverðið var 330 þúsund krónur. „Gestir geta keypt eitt smásmakk fyrir minni pening. Ef menn hafa prófað allt í lífinu og eiga nóga pen- inga ættu þeir að koma til okkar og skella sér á einn sjúss. Þeir sjá áreið- anlega ekki eftir því,“ segir Valur. iKr, □PEL-0- -Þýskt ebalmerki lílheimar ehf. evarhöfða 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.