Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 7
MIÐVTKUDAGUR 21. JANÚAR 1998
7
scmdkorn
Fréttir
Óvissa hja Allaböllum
i prófkjöri Reykjavíkurlistans virð-
ist sem mest spennan um úrslit verði í
herbúðum Alþýðubandalagsins. Báðir
borgarfulltrúarnir, þau Guðrún
Ágústsdóttir og Árni
Þór Sigurðsson, gefa
kost á sér. Til skamms
tíma var talið að það
yrði einkum Helgi
Hjörvar sem kynni
að veita þeim harða
keppni. Lítt þekkt
stúlka innan flokks-
ins sækir þó stíft á
þessa dagana. Það er Sigrún Elsa
Smáradóttir sem er ungur matvæla-
fræðingur. Hún nýtur vaxandi stuðn-
ings meðal yngra fólks. Meðal helstu
ráðgjafa hennar eru Björgvin Sig-
urðsson, ritstjóri Stúdentablaðsins,
Róbert Marshall, sem einnig er eigin-
maður hennar, og Gísli Gunnarsson
sagnfræðingur. Helgi og Sigrún eru
því með tangarsókn á sitjandi borgar-
fulltrúa og niðurstaðan gæti orðið
óvænt...
Steinunn einkavæðir
Formaður íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkurborgar, Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, Kvennalista,
stendur í ströngu við að einkavæða
fyrir Reykjavíkurborg.
Fyrir nokkru fékk ÍTR
rekstur Laugar-
dalsvallarins í hend-
ur KSÍ við mikinn
fognuð formannsins,
Eggerts Magnús-
sonar. Rekstur
Skautasvellsins í
Laugardal, sem
veröur opnað í mars, er þegar
komið í hendur íþróttabandalags
Reykjavíkur þar sem fulltrúi borgar-
innar er Ingvar Sverrisson. Nú síðast
beitti Steinunn sér fyrir því að rekstur
Reiðhallarinnar var aftur færður í
hendur Fáks en formaður rekstrar-
stjórnar borgarinnar var áður Óskar
Bergsson. Kvennalistinn er því að
verða merkisberi einkavæðingar í höf-
uðborginni...
Kjötfélagið
Á höfuðborgarsvæðinu er starfandi
leynifélag sem myndlistarmaðurinn
Sverrir Ólafsson rekur. Það gengur
almennt undir nafninu Dead Meat
Society og hefur aðset-
ur í Straumi. Verkefni
félagsins hefur aðal-
lega verið að reykja
jólahangikjöt félags-
manna. Meðal félags-
manna eru Stefán
Jón Hafstein rit-
stjóri, Árni John-
sen alþingismaður,
Jón Ársæll Þórðarson og
kollegi Árna, Guðmundur Árni Stef-
ánsson alþingismaður. Svo meistara-
lega þykir Sverri takast upp við reyk-
inguna að margir félagsmanna hafa
óskað eftir að hann starfræki reykhús-
ið allt árið um kring...
Innri og ytri viðskiptavinir
Aðalskrifstofa RÚV hefur sent sima-
vörðum Sjónvarpsins kostulegan texta
undir yfirskriftinni Vinnureglur sím-
varða á Laugavegi.
„1. Millihurð skal alltaf vera lokuð.
2. Skilgreinum viðskiptavini sem
innri og ytri viðskiptavini, þar sem
innri viðskiptavinir eru allir starfs-
menn og verktakar, hvort sem er frá
útvarpi eða sjónvarpi, og ytri við-
skiptavinir eru allir þeir sem eiga er-
indi við starfsmenn sjónvarps, hvort
sem er í gegnum síma eða í eigin per-
sónu.
3. Ytri viðskiptavinir eiga alltaf for-
gang á undan innri viðskiptavinum.
4. Ef verið er að afgreiða ytri við-
skiptavin í eigin persónu og sími
hringir og sést að um innri viðskipta-
vin er að ræða þá er hann látinn bíða
þar til að búið er að afgreiða ytri aðil-
ann. Ef um ytri viðskiptavin er að
ræða sem hringir á meðan verið er að
afgreiða ytri aðila í eigin persónu er
síminn tekinn og sagt augnablik og
klárað að afgreiða ytri aðiiann.
5. Ef verið er að afgreiða ytri aðila í
síma og ytri aðili kemur í eigin per-
sónu er símaaðilinn kláraður og því
næst ytri aðilinn afgreiddur sem kem-
ur í eigin persónu og gildir þá regla 4.“
Umsjón Reynir Traustason
Þorsteinn G. Gunnarsson og Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjórar
íþrótta fyrir alla, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að almenningur hreyfi
sig meira í dag en í gær. DV-mynd PÖK
íþróttir fyrir alla:
Ætlum að koma
allri þjóðinni
á hreyfingu
Ekki er einfalt að ná markmiðum
sambandsins „íþróttir fyrir alla“; að
koma allri þjóðinni á hreyfmgu. Það
er þó ekki óframkvæmanlegt því
þessu æðsta ákvörðunarvaldi innan
íþróttahreyfingar íslands tekst nú
þegar að fá nær 10% þjóðarinnar út
að hlaupa árlega þegar kvenna-
hlaupið er haldið á þess vegum.
„Við skipuleggjum ýmsa einstaka
viðburði eins og t.d. kvennahlaupið
en reynum að gera það svo úr garði
að fólk hreyfi sig ekki bara einu
sinni á ári þegar viðburðurinn á sér
stað. Markmiðið er miklu frekar að
kveikja neistann hjá fólki þannig að
það fari að stunda almenningsí-
þróttir reglulega," segir Þorsteinn
G. Gunnarsson, annar fram-
kvæmdastjóra íþrótta fyrir alla.
Undir þetta tekur Helga Guð-
mundsdóttir, hinn framkvæmda-
stjóri sambandsins, og heldur
áfram: „Einnig reynum við að
hjálpa fólki aö koma sér af stað í
íþróttaiðkun á ýmsan máta. Til
dæmis höldum við úti skokkhópi
sem hefur það að markmiði að
kenna fólki að byrja og hjálpa því til
að halda áfram á eigin vegum eða
með öðrum skokkhópum. Auk þess
höldum við ýmis námskeið og fyrir-
lestra fyrir almenning."
Þau Þorsteinn og Helga hafa að-
stöðu í íþróttamiðstöðinni í Laugar-
dal og segja að mikill fjöldi fólks
leiti til þeirra til að fá ýmsar ráð-
leggingar varðandi almenningsí-
þróttir. Að þeirra mati er mjög
nauðsynlegt að almenningur geti
fengið ráðleggingar og ýmsa aðstoð
varðandi þessa tegund íþrótta ffá
óháðum aðilum eins og íþróttum
fyrir alla.
„Við finnum mikið fyrir þessari
þörf hjá fólki og veitum fúslega öll-
um ráðleggingar sem slíkt vantar og
hvetjum hér með almenning af öllu
landinu til að hafa samband við
okkur bæði til að fá almenn ráð og
einnig til að athuga hvað sé á döf-
inni hjá okkur á næstunni. -KJA
Ekki láta einhvern fræðing segja þér
hvaða tími dagsins sé bestur til æflnga. Sá
tími sem hentar þér best er besti
timinn.
Hjá konum safnast fitan yfir-
leitt fyrst fyrir aftan á lærun-
um og rassinum, síðan á
mjöðmunum, þá um miðj-
una og síðast á efri hluta
líkamans, aðallega neðan
á handleggjunum. Þegar
fitan minnkar .er það í öf-
ugri röð.
Ef þú hefur ákveðið að
koma þér í gott form með því að
gera loftháðar æfingar er gott
fyrir þig að fara líka í tækjalyft-
ingar til styrkingar og til þess að
ná árangri fyrr.
Úr bókinni Betri línur.
Regluleg
líkamsþjálfun
og rétt mataræði
er lykilinn að góóri heilsu
og hraustlegu útliti
Bókin sem segir allt
um pað sem skiptir máli
ef þú vilt komast i
gott form
og brenna fitu.
Fæst i Hagkaupi
á aðeins 990 kr.
Fylgist með daglegri umfjöllun um
heilsu og hollustu i heilsuátakinu
Leið til betra lífs
i DV og á Bylgjunni
frá 15. janúar til 4. febrúar.
Þeir sem hugsa
um heilsuna
drekka
Egils Bergvatn
og Kristal
Special K
Gott bragö
- og línurnar í lagi
Betd
Fjöldi
hollustutilboða
á Heilsuviku
i Hagkaupi
HAGKAUP
Fjoidi námskeiða
og timar við allra hæfi,
hjólatimar og tækjasalur.
Hringið og
leitið upplýsinga
' sima 533 3355