Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 Spurningin Feröu oft út aö skemmta þér? Heiðdís Gunnarsdóttir skrifstofu- maður: Ég var dugleg við það á sið- asta ári en ætla að minnka það á næstunni. Davíð Sveinn Guðmundsson nemi: Alveg nógu oft. Marta Sveinsdóttir húsmóðir: Já, þegar ég mögulega get. Ólöf Halldórsdóttir ritari: Afar sjaldan. Ellý Ármannsdóttir og Ármann Elías Jónsson: Ekki síðan ég eign- aðist Ármann, þá sá ég að lifið hafði upp á meira að bjóða. Pálmi Gíslason, vinnur í Bónusi: Já, frekar oft. Lesendur Lýðskólinn og starfsemi hans Nemendur Lýðskólans á síðasta útskriftardegi. Ingibjörg Þórisdóttir skrif- ar: Þann 16. desember síðast- liðinn var salur Norræna hússins þéttsetinn. Tilefnið var brautskráning nemenda úr Lýðskólanum haustönnina 1997. Við þessa fjórðu útskrift skólans voru 26 nemendur. Eftir nokkrar stuttar og laggóðar ræður, annál og sjálfa brautskráninguna settu nemendur upp húfur og héldu áfram út í lífið öllu ákveðnari og öruggari en þeir voru fjórtán vikum áður. Lýðskólinn hóf starfsemi sina á vormisseri 1996. Tveir kennarar voru ráðnir og tutt- ugu neniendur teknir inn. Fyrstu tvær annimar fékk skólinn inni hjá Norræna húsinu, svo á Bústaðavegi og nú síðast á Hverfisgötu 76 í Reykjavík. Smátt og smátt hefúr fjöldi nemenda aukist og kennurum hefur fjölgað úr tveimur í fjóra. Skólinn er rekinn í sama anda og aðrir lýðskólar á Norðurlöndum. Einkenni starfseminnar er mannúð- arhyggja og skapandi starfsemi þar sem nemendalýöræði er í hávegum haft. 1 Lýðskólanum er lögö áhersla á „þemavinnu". Þuríður Drífa Sig- urðardóttir og Eymar Gunnarsson, nemendur skólans á síðustu önn, komast svo að orði um þemavinnu: „Þema er orð yfir markmið. Dæmi: markmiö vikunnar er að læra eins mikið og við getum um trúarbrögð. Þá byrjum við að afla upplýsinga um allt sem tengist trúarbrögðum, sökkvum okkur á bólakaf í málefn- ið annað hvort í einstaklings- eða hópvinnu. Og eftir vikuna getum við sagt að nú séum við miklu fróð- ari um trúarbrögð á Islandi." Á síð- ustu önn voru tekin fyrir margvís- leg þemu - til dæmis tónlist, tilver- an og hið ósýnilega, fikn, fjölmiðl- ar, og að auki komu landsþekktir aðilar í heimsókn og héldu fyrir- lestra. í upphafi annar sóttu dansk- ir lýðskælingar íslenska lýðskólann heim. - Þemavinnu var svo haldið áfram og farið var i starfskynningu tU ýmissa fyrirtækja og stofnana. Lýðskólanum á íslandi hefur stundum verið líkt við bensínstöð. Ungt fólk á leið út í lífið er stund- rnn í vafa um hvert það á að fara eða hvaða leið það á að velja. Skól- inn er þá sem stoppistöð þar sem nemendur lesa á kortið, fylla á tankinn og hlaða geyminn. Svo ijúka þau aftur af stað út í lífið og SEunfélagið sem frjálsir og sjálfstæð- ir einstaklingar. Kostnaður sjómanna Halldór P. skrifar: Ég er sjómaður og mig langar að benda á nokkra þætti sem ekki hafa komið fram í fjölmiðlum svo ég hafi séð. Og alla vega eru þeir ekki dregn- ir mjög fram í yfirstandandi umræð- um um sjómannadeiluna. - Ég á hér að sjálfsögðu við kostnaðarhlutdeild sjómanna. Ég reikna ekki með að þú, lesandi góður, greiðir hluta rafmagnskostn- aðar þess sem þú notar við vinnu þina, hvar svo sem þú starfar. Við sjó- menn, hins vegar, þurfum að taka þátt í rekstri vinnustaðar okkar. Ég er hér alls ekki að tala um kvótakaup eða leigu. Ég er að tala um olíu og margt annað í rekstrarþættinum. Það væri ágætt að taka þessa þætti inn í umræðuna. Olíuskatturinn sem út- gerðirnar settu á okkur sjómenn átti bara að vara þann tíma sem olíuverð- ið var sem hæst í olíukreppunni svo- nefndu - til að hjálpa útgerðunum. En þegar olíuverðið lækkaði héldu allir að þessi skattur ætti að leggjast af. En skatturinn er enn við lýði. Við erum margir sem erum sammála um það að verði olíuskatturinn afnuminn megi ríkissjóður eiga þennan blessað- an sjómannaafslátt sem sifellt er tönnlast á. Eitt að lokum: Það er alveg ótrúlegt með fjölmiðlana að þeir skuli sífellt taka mið af toppunum í stéttinni þeg- ar rætt er um launin. Þetta skapar leiðinlegt umtal í þjóðfélaginu og gef- ur ekki rétta mynd af stöðu sjómanna í dag. Ríkið og suðurpólsförin Ríkið fagnar pólförum í Ráðherrabústanum. - Enginn þeirra hló. Guðjón Guðmundss. skrifar: „Velkominn í hlýjuna" ávarpaði hið opinbera (fjármálaráðherra) fyr- irliða suðurpólsfaranna sem mættur var ásamt félögum sínum í Ráð- herrabústaðinn við Tjamargötu í há- deginu nýlega er ríkið fagnaöi pól- fórunum með opinberri móttöku. Af mynd sem birtist með fréttinni í ein- hverju dagblaðanna fannst mér á augnaráði pólfaranna og aðstand- enda þeirra að þeir væru ekki svo ýkja hrifnir af tilstandinu. Gleðin skein a.m.k. ekki beinlínis úr augum þeirra. En hvað var ríkið yfirleitt að vas- ast með þessa menn? Stóð ríkið kannski fyrir suðurpólsfor þeirra þremenninganna? Ekki veit ég neitt. Og ekki hafa fjölmiðlar heldur gert því nein skil hvemig kostnaðinum við þessa pólgöngu er háttað. Nema hvað sagt er að einhver fyrirtæki standi þar að baki. Gátu þá þessi fyr- irtæki ekki fagnað pólforunum með sínum hætti? Hví ríkið? Ég er líka sammála því sem ein- hver skrifaði um í DV nýlega að hér er ekki um svo mikla frægðarfór að ræða. Á suðurpólnum er hásumar um þetta leyti og besta. veðrið. Spuming er líka hvers vegna þing- maður frílistar sig ekki á suðurpóln- um í sínu sumarleyfi. Svarið liggur kannski að einhverju leyti í því að varaþingmenn þurfa að komast að á þingi. Þar kunna að spila inn í eft- irlauna- eða lífeyrismál fyrir vara- þingmennina. Margt er sem sé enn óútskýrt um þessa pólgöngu. Og þá helst fjármögnun, kostnaður og hugsanlegar tekjur af ævintýrinu. DV Kratar og sam- gönguráðherra Jakob hringdi: Kyndugt er að lesa svar sam- gönguráðherra við þeirri áskor- un ungkrata að ráðherra eigi að segja af sér. Undirrót hennar er vísast klúðrið vegna ferðar sam- göngunefndar Alþingis til Brússel og eftirkasta ferðarinn- ar, m.a. um deiluna um hver greiða skuli herlegheitin. En svar ráðherra við áskorun ung- krata um afsögn - að í ferðinni hafi nú líka verið tveir alþýðu- flokksmenn - vekur upp þá spumingu hvort ráðherra sé al- veg sjálfrátt eða hvemig eigi að taka þessu útspili hans yfirleitt. Hálendisveg sem fyrst Sigurður skrifar: Eftir að Hvalfjarðargöngin eru komin í gagnið munu lands- menn halda áfram að knýja á um frekari samgöngubætur til þétt- býlisstaðanna á Norðausturlandi og til Austfjarða. Hálendisvegur hlýtur því aö verða næsta verk- efni á vegum hins opinbera. Veg- ur sem liggur norðan Vatnajök- uls til Húsavíkur annars vegar og Egilsstaða hins vegar. Hér er um stórt og mikilvægt mál að ræða fyrir alla landsmenn og því verður að nást samkomulag um þetta verkefni umfram allt ann- að í samgöngubótum hér á lands- vísu. Ekki síst vegna þess að flugfargjöldin em orðin mjög íþyngjandi fyrir fólk og ekkert annað en samdráttur í flugi er í sjónmáli hér innanlands. Borgarstjóra hlíft óeðlilega Þorleifur hringdi: Ég las stutt lesendabréf í DV sL mánudag undir fyrirsögninni „Ingbjörg Sólrún ófyndin?" og hvort borgarstjóri sé ekki nógu fyndinn til að vera tekinn fyrir í áramótaskaupinu eða á öðrum vettvangi íslenskrar skopum- ræðu. Ekki hefur t.d. Sigmund Mbl. sleppt borgarstjóra við sín- ar háðsglósur fremur en öðrum stjórmálamönnum. En er hún þá ekki nógu áberandi til aö komast í skaupið? Varla er það skýring- in, hún sem er nánast í hverjum einasta fréttatima Sjónvarpsins! Getur skýringin verið sú að um- sjónarfólk áramótaskaups þori ekki að gera grín að Ingibjörgu Sólrúnu? Og hvað er það þá sem þetta fólk óttast af hennar hálfu? Að vera útskúfað úr bestuvina- hópnum eða að vinsamlegheitin gagnvart borgarstjóranum séu slík að umsjónarmenn vilji ekki draga dár að henni líkt og öllum hinum? Ofsadýr tískuföt Hrafnhildur G. og vinkonur: Alveg er með ólíkindum hvað hátískufot eru orðin dýr hér á landi. Himinhátt verð á flíkum sem virðast nú ekki beint merkilegar. Tískuverslanir rjúka upp en það er eins og eng- in samkeppni ríki í verðlaginu. Við unga fólkið eigum að mót- mæla þessu gegndarlausa pen- ingaplokki og hætta að ganga í tískufötum. Nú þegar höfum við vinkonumar ákveðið að hætta því og höfum tekið út úr skápnum gömlu fótin og göng- um í þeim, stoltar. Það má líka breyta og bæta þennan gamla fatnað mikið og gera mikið úr honum svo hann líkist jafnvel hátískunni. Fólk virðist hafa tekið eftir þessu og við spurðar hvar við fáum þessar flíkur. Við segjum því stopp gegn okr- inu á tískufötunum í dag. Við skorum á unga fólkið að gerast nú sjálfstætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.