Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 Neytendur Skautar: Plastið ódýrara en leðrið Skautaíþróttin hefur alltaf verið vinsæl meðal almennings hér á landi enda íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Þá er tUtölu- lega ódýrt að koma sér upp nauð- synlegasta búnaði svo öllum líði vel á skautum. Eini tilkostnaðurinn felst í sjálfum skautunum og í þeim efnum má velja allt frá mjög ódýr- um plastskautum og upp í dýra leð- urskauta. DV athugaði úrvalið í nokkrum verslunum og kom í ljós að talsverður verðmunur ríkir á þessum markaði en hann markast ekki síst af miklum gæðamun. Fyr- ir nokkrum árum komu á markað- inn plastskautar sem hafa smellur í stað reima. Þessir skautar minna svolítið á skíðaskó en þrátt fyrir plastið þykja þeir hlýir vegna sokksins sem er innan i þeim. Plast- skautarnir eru almennt ódýrari en klassískir leðurskautar sem eru að mati margra hinum enn fremri þeg- ar kemur að þægindum. Hokkískautar oft dýrari í Erninum hefur til margra ára verið gott úrval skauta. Þar má fá leðurskauta á 4.900 krónur þessa dagana en einnig eru vinyl-skautar í boði. Hokkískautamir eru töluvert dýrari en listskautarnir og kosta um 7.000 krónur. Hjá Útilífí var einnig mikið úrval af bæði listskautum og hokkískaut- um. Ólafur Vigfússon verslunar- stjóri sagði að verðið væri frá tæp- um fjögur þúsundum og upp í tíu þúsund. Ódýrustu skautamir em á 3.980 en það eru ítalskir listskautar en á sama verði má einnig fá hokkískauta. Um er að ræða plast- skauta sem hafa smellur i stað reima en slíkt verður sífellt vin- sælla, ekki síst hjá yngri kynslóð- inni, að sögn Ólafs. Skautar fyrir fullorðna eru dýrari og sagði Ólafur hægt að fá mjög góða hokkískauta á verðbilinu 6-10 þúsund krónur. Gott úrval Hjá Markinu eru hokkí- og list- skautar seldir á mjög svipuðu verði. Um er að ræða ítalska skauta og er verðið frá 5.990 og upp i rúmar sjö þúsund krónur. Dýrustu hokkí- skautar kosta 7.900 krónur. Hins vegar hafa verið í boði skautar fyr- ir börn á 2.900 krónur en þeir hafa runnið út svo lítið er eftir á lager. Hjá Fálkanum fengust þær upp- lýsingar að verð á skautum væri lægst um 4.700 krónur en þá er um að ræða hokkískauta úr plasti sem eru í bamastærðum. Hægt er að velja á milli plasts og leðurs þegar kemur að listskautum. Plastskaut- amir eru á 6.350 og upp í 7.950 en leðurskautarnir eru talsvert dýrari en þeir kosta frá tæpum níu þús- undum og upp í 11.900. Yfirbyggt skautasvell senn tilbúiö: Aðgangseyrir mun hækka lítillega Skautasvellið í Laugardal hefur verið lokað frá þvi í desember á meðan byggingarframkvæmdir hafa staðið yfir en verið er að setja þak yflr svellið. Það mun vafalaust gera skautafólki lifið léttara því það get- ur verið æði napurt að stunda þessa ágætu iþrótt utandyra. Hilmar Björnsson, rekstrarstjóri Skautasvellsins, sagði í samtali við DV að fyrirhugað væri að opna svellið almenningi á ný um næstu mánaðamót þótt formleg opnun verði ekki fyrr en mánuði síðar. „Það gjörbreytist öll aðstaða með þakinu því það munar öllu að vera óháður veðrinu. Við ætlum að lengja þann tíma sem almenningur getur notið aðstöðunnar hér frá því sem var. Fólk mun geta komið hing- að á hverjum degi enda stefnan að gera svellið að samverustað allrar fjölskyldunnar," segir Hilmar. Aðgangseyrir fyrir breytingu var á bilinu eitt til tvö hundruð krónur. Hilmar segir fyrirhugað að hækka aðgangseyrinn lítillega þegar opnað verður á ný. „Við setjum okkur þak þannig að það kostar aldrei meira en 500 krónur fyrir fullorðinn að koma á svellið og er þá leiga á skauflun innifalin," segir Hilmar. Fjölskylduafsláttur verður i fyrsta skipti í boði og er þá miðað við að fjögurra manna fjölskylda geti notið aðstöðunnar fyrir í mesta lagi 1500 krónur og eins og áður er leiga á skautum innifalin. Hilmar sagði jafnframt að fleiri nýjungar væru á döflnni, svo sem unglingakvöld á fostudagskvöldum og svo vínarvalsar fyrir eldri kyn- slóðina. Aðgangseyri verður stUlt í hóf, að sögn Hilmars. Það má svo auðvitað alltaf fara á skauta á Reykjavíkurtjörn eða Rauðavatni og viða utan Reykjavík- ur er að fmna prýðilega skautastaði þar sem aðgangseyrir er enginn. -aþ 7 Skautasvellið f Laugardal hefur verið iokað um skeið vegna byggingafram- kvæmda. Formleg opnun svellsins verður í mars nk. DV-mynd Brynjar Gauti DV Uppskrift: Fljótleg og góð súpa Kraftmiklar súpur eiga vel við á þessum árstíma. Hér er uppskrift að grænmetissúpu sem hefur þann góða kost að vera bæði fljótleg og holl. Hér er um grænmetissúpu að ræða en það er einnig gott að setja skel- fisk út í hana og minnir hún þá verulega á hina frægu fiskisúpu sem kennd er við Nýja-England. 1 pakki frystar gular baunir eða tvær niðursuðudósir 1 stór kartafla 1 laukur 1 paprika kjúldingakraftur 1/2 bolli kaffirjómi 1/4 bolli eplasafi eða eplaedik 1/4 tsk. kúmen salt og pipar Grænmetið er skorið í hæfi- lega bita og síðan er allt sett í pott og hitað að suðu. Þá er lækkað undir og látið malla með loki í tíu minútur. Gott er að miða við kartöfluna til þess að sjá hvort súpan hefur soðið nægilega lengi. Þetta er síðan kælt lítillega og loks er blandan sett í matarvinnsluvél og búið til mauk. Að því loknu er mauk- ið sett aftur í pottinn og látið malla í um tvær minútur eða þangað til það er orðið heitt i gegn. Skautaskerpingar: Fólk noti hlífar „Það er afar misjafnt hversu oft fólk þarf að láta skerpa skautana sina. Sumir koma kannski fiórum til fimm sinnum yfir vetrartímann. Ef fólk er duglegt að nota hlífar og fer vel með skautana sína þarf ekki að skerpa þá svo oft. Krakk- ar geta verið kærulausir Agnar í Byssusmiðjunni við tækið sem hann notar til að skerpa skauta. DV-mynd Brynjar Gauti og þeir eiga það til að ganga á stein- steyptum hellum á skautunum. Það fer afar illa með skautana," segir Agnar Guðjónsson, sem líklega er þekktari sem byssusmiður, en hann hefur um árabil tekið að sér að skerpa skauta. Auk Agnars sjá Skautasvellið í Laugardal og Versl- unin Útilíf um þessa þjónustu. Hjá Agnari og á Skautasvellinu í Laugardal kostar skerpingin 400 krónur á par en 500 hjá Útilífi. Einnig er vert að minna á að nýja skauta þarf oft aö skerpa áður en þeir eru notaðir í fyrsta sinn. Því er nauðsynlegt að spyrjast fyrir þegar skautar eru keyptir hvort þeir séu tilbúnir til notkunar. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.