Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1998 5 Fréttir Sveitarfélög í kreppu: Fjölmargir brjóta lögheimilislögin - segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík Sameiningarmál í Borgarfirði hafa hrundið af stað umræðu um hvernig lögheimilismálum er háttað hérlendis. Víða er misbrestur á að fariö sé að greinum sveitarstjórnar- laganna um lögheimili, eins og dæm- in sanna. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, segist þekkja þó nokkur dæmi þess að sveitarfélög og fyrir- tæki brjóti reglugerðir um lögheim- ili með því að krefjast þess að starfs- menn skrái sig til heimilis í sama sveitarfélag og þeir starfa í. Einar sagði þetta geta verið bagalegt fyrir sveitarfélög þar sem þau verða af ákveðnum tek- justofnum vegna þessa. Útsvar sé jú sett til að svara ákveðnum þörfum bæjar- búa sem njóta þjónustu bæjar- félags án þess að greiða fyrir hana með sama hætti og aðrir. Einar segir Húsavíkurkaupstað ekki hsifa farið þess á leit að þjóð- skrá úrskurði um lögheimili ein- stakra manna, þó svo að vitað sé að einstaklingar búi á Húsavík en séu skráðir annars staðar, af ótta við að þeir hinir sömu kynnu við það að missa vinnuna. Kristbjörn Árnason, aflaskipstjóri á Sigurði VE, er einn þeirra mörgu sem eiga lögheimili i Vestmannaeyj- um en búa annars staðar. Sigurður Einarsson, útgerðarstjóri ísfélags Vestmannaeyja, segir það reglu fyr- irtækisins að þeir gangi fyrir með vinnu sem þar eiga heima. Skip þeirra séu eftirsótt og því kunni vel að vera að menn séu skráðir til heimilis í Eyjum þó að þeir dvelji að öllu jöfnu annars staðar. -Sól. DV, Suðurnesjum: „Ég er mjög ánægður með bílinn og tækin. Hann er með tölvu og út- búnaði sem líkir eftir flugvél í lend- ingu. Jafnóðum og tölur birtast um bremsuskilyrði flugbrautar eru þær sendar frá okkur. Fiugmenn sem fara um N-Atlantshafið vita hvern- ig ástandið er á Keflavíkurflugvelli. 750 milljónir manna eiga möguleika á að fljúga yfir svæðið. Þetta er einn af aðalflugvöllum sem þjónar þessu fólki,“ sagði Haraldur Stef- ánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavik- urflugvelli, við DV. Slökkviliðið hefur fengið nýjan öflugan bU til þess að mæla bremsu- skilyrði á flugbrautunum. Gamli bíllinn hafði verið í notkun frá 1978 og hafði þjónað sínu hlutverki mjög vel. Nýi bíllinn, flugbrautarvið- námstæki fyrir bremsuskUyrði, er vel búinn tækjum og tólum. Flug- þjónustudeild slökkvUiðsins sér um mælingar á flugbrautum ásamt öðru tilheyrandi í kringum braut- imar. BUlinn kostar, án gjalda, tæp- ar 11,3 mUljónir króna. -ÆMK Ibuar vilja jarðgong - milli Sigluflaröar og ÓlafsQarðar DV, Ólafsfirði: Samkvæmt könnun sem gerð var á Ólafsfirði og Siglufírði, ann- ars vegar meðal ibúa og hins veg- ar hjá fyrirtækjum, vill yflrgnæf- andi meirihluti að gerð verði jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Kannað var hversu oft fólk á þessum stöðum ferðast og spurt um mikilvægi sam- gangna. Þetta er hluti af verkefni sem Byggðastofnun vinnur að um áhrif jarðganga á staðina. 95% telja jarðgöng á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar gagnleg, en 5% telja að svo sé ekki. Helstu rökin fyrir jarðgöngum er efling at- vinnulífs, sameining fyrirtækja, sem þegar er byrjuð með samein- ingu Þormóðs ramma og Sæbergs, efling og sameining sveitarfélaga og einangrun Siglufjaröar yrði rofin. Helstu rök gegn jarögöng- um eru mikill kostnaður og hugs- anlegur vegur yfir Lágheiði. -HJ Haraldur Stefánsson slökkviliösstjori og Hjörtur Hannesson, deildarstjóri í flugþjónustudeild slökkviliðsins, við nýja bílinn. DV-mynd Ægir Már Tölvubíll á flugvallarbrautum: Mælir bremsu- skilyrði flugvéla Einar Njálsson, bæjarstjóri. - til i slaginn - Öflugur baráttumaður - Reynsla af rekstri og stjórnun - Fulltrúi nýrra tíma Miklu skiptir fyrir Reykvíkinga aðtil setu í borgarstjórn veljistábyrgt og kraftmikið fólk. Guðjón Ólafur Jónsson uppfyllir þau skilyrði. Hann hefur mikla reynslu af félags- og stjórnunarstörfum. Hann hefur gegnt fjölda ábyrgðarstarfa, m.a. sem lögfræðingur hjá embætti ríkissaksóknara og stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta frá 1993 á miklum uppbyggingartímum. Hann er nú aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Guðjón Ólafur hefur sýnt að hann er traustsins verður. Tryggjum honum öruggt sæti í borgarstjórn. Stuðningsmenn K «UMk ■****»■’*»*-'**»>. .......................- ' » " Guðjón Ólafur Jónsson, 29 ára lögfræðingur. Störf: Framkvæmdastjóri þingflokksframsóknarmanna 1992-93. Lögfræðingur hjá embætti ríkissaksóknara 1993-95. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra frá 1995. Félagsmál: I Stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu 1989-91. Stjórnarformaður Félgsstofnunar stúdenta frá 1993. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna 1994-96. Fjölskylda: I sambúð með Helgu Björk Eikríksdóttur. Á einn son, Hrafnkel Odda 4 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.