Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1998, Blaðsíða 24
32
(jfpikmyndir
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1998 1 >V
Fáum hefur famast jafn vel í sam-
skiptum sinum við kölska og Sæ-
mundi fróða. Og ég er ekki frá því
að sögumar af honum hafi fyllt okk-
ur ákveðnu virðingarleysi sem geri
það að verkum
að myndir lík-
ar Devil’s
Advocate eigi
ekki upp á pall-
borðið hjá ís-
lendingum.
Myndin býr þó
að sterkri bók-
mennta- og
kvikmynda-
hefð sem ekki
má líta fram
hjá. Eins og
fram kemur í
myndinni ber
djöfullinn nafh
skáldsins
Johns Miltons
(1608-1674) sem
í Paradísar-
missi dró upp ógleymanlega mynd
af hinum glæsta en fallna erkiengli.
í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bæg-
isá má finna þessa lýsingu á
myrkrahöfðingjanuin: Svo var
dimmur,/þó af dýrð skini,/Höfuð-
engill/af hæð fallinn,/og bar inn-
grafin/í andliti /þramudjúp ör/af
þungu slagi. í huga margra varð lýs-
ing Miltons að sögulegri heimild um
stríðið á himnum og varð sá Satan
sem þar var lýst að sannri ímynd
óvinarins.
Mörg rómantísku skáldanna sáu
hann sem sanna hetju ljóösins en að
þeirra mati reis hann upp móti boð-
um og bönnum himnafoöur í nafni
einstaklingsfrelsis. Þó ber að hafa í
huga að í lýsingu Miltons er Satan
bragðarefur sem fær sínu framgengt
með því að villa í sífellu á sér heim-
ildir. I túlkun A1 Pacinos í Devil’s
Advocate er lítið sem minnir á hina
folsku en tignarlegu hetjulund Sat-
ans. Hann er likari Belíal, djöfli
virðingarleysis, gimda og lausung-
ar, og sem slíkur er hann verðugt
falsgoð hinnar
nýju Babylon
(New York).
Hinn táldregni
Kevin Lomax
(Keanu
Nýjasti skrattinn.
Al Pacino i
hlutverki sínu í
Devil's Advocate
Reeves) fellur fyrir fagurgala
Kölska og lætur blindast um stund.
Sáttmálar í bláði
Sem dæmisaga um dramb sem
leiðir til falls á Devil’s Advocate
sér margar fyrirmyndir. Enska
endurreisnarskáldið Christopher
Marlowe (1564-593) samdi frægt
leikrit um fræðimanninn dr.
Faustus sem selur djöfl-
inum sál sína fyrir
þekkingu. Faustus
kemst að raun
um að djöfulleg
viska er lítils
virði því hann
nær aldrei að
höndla þá
guðlegu heild
sem býr undir
yfirborði allra
hluta. Að
samningstím-
anum liðmun
bíður hann
endalokanna og
á titilsíðu ann-
arrar útgáfu
verksins (1616)
má sjá Satan
rísa upp úr gólf-
inu til þess
að
færa Faustus niður tO Vítis.
Þýski rithöfundurinn Johann
Wolfgang Goethe endurgerði sögu
Faustusar í frægum harmleik sem
reyndar endar farsællega. Það var
til Marlowes og Goethes sem þýski
kvikmyndagerðarmaðurinn F.W.
Mumau leitaði þegar hann gerði
kvikmyndina Faust (1926) en hún
hefur löngum verið talin eitt af
meistaraverkum þýska expression-
ismans. Með aðalhlutverk í mynd-
inni fara stórleikaramir Emil Jann-
ings og Gösta Ekman. Aðrar þekkt-
ar myndir, sem era byggðar á
Faust- minninu, era franska mynd-
in La Beatué du Diable (1949), sem
René Clair leikstýrði, og bandarísku
myndimar Alias Nick Beal (1949) og
The Devil and Daniel Webster (1941)
í leikstjóm Johns Farrow og Will-
iams Dieterle. Margar gamanmynd-
ir tengjast sama minni. Nægir að
nefna The Witches of Eastwick
(1987), þar sem þrjár konur vefja
djöflinum um fingur sér, og Bed-
azzled (1967). í henni selur kokkur-
inn Stanley (Dudley Moore) and-
skotanum sál sína í von um að kom-
ast yfir gengilbeinuna Margaret (El-
eanor Bron) sem vinnur með hon-
um á steikhúsinu Aulaborgara.
Myndinni er leikstýrt af Stanley
Donen og Satan er leikinn af Peter
Cook sem jafnframt skrifaði handri-
tið. Djöfúll myndarinnar er bragða-
refur sem nær að snúa út úr öllum
óskum Stanleys og ein helsta
skemmtun áhorfandans er að sjá
hvemig óskir kokksins snúast í sí-
fellu upp í andhverfu sína. Endur-
gerð Bedazzled kemur út á þessu ári
í leikstjóm Harolds Ramis.
Baráttan við djöfulinn
Fjölmargar myndir snúast um
baráttuna við djöfulinn. Myndir
Romans Polanski, Rosemary’s Baby
(1968), Williams Friedkins, The Ex-
orcist (1973), og Richards Donners,
The Omen (1976), nutu gríðarlegra
vinsælda um heim allan og era flest-
um hrollvekjuaðdáendum kunnar.
Rosemary’s Baby og The Exorcist
voru gerðar eftir þekktum skáldsög-
um Iras Levins og Williams Peters
Blattys og áttu eflaust sinn þátt í að
festa hrollvekjuna í sessi og undir-
búa jarðveginn fyrir yngri meistara
á borð viö Stephen King og Peter
Straub.
Færri kannast þó við hroll-
vekjumar Night of the Demon (1957)
og The Devil Rides Out (1968) sem
báðar fjalla um átök við illskeytta
hópa djöflatrúarmanna. Mynd
Jacques Toumeur, Night of the
Demon, er gerð eftir frægri sögu
M.R. James, Casting the Runes. Dr.
John Holden (Dana Andrews) held-
ur til Englands á ráðstefhu um dul-
ræn efhi. Hann hyggst sanna að
leiðtogi djöflatrúarhóps (Niall
MacGinnis) sé loddari en málin
taka óvænta stefnu þegar hann
verður sjálfur fyrir bölvun hópsins.
Þrátt fyrir að myndin sé orðin 40
ára er áhrifamátturinn enn mikill
og í henni má finna senur sem era
orðnar klassískar í sögu hryllings-
mynda.
í mynd Terence Fisher, The Devil
Rides Out, leikur Christopher Lee
aðalsmanninn Duc de Richleau sem
kemst að raun um að ungur skjól-
stæðingur hans (Patrick Mower)
hefur gengið til liðs við hóp
satanista. Richleau kostar öllu tU
þess að bjarga drengnum úr klóm
leiðtogans, hins illa Mocata, sem er
leikinn af Charles Gray. Handritið
er skrifað af rithöfundinum Richard
Matheson og byggt á samnefndri
skáldsögu Dennis Wheatleys. -GE
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni.
oW milfi hirni^
Smáauglýsingar
550 5000
Sambíóin -The Devils Advocate
Laun syndarinnar
eru peningar
★★i
Hvert, sem ég hef mig,/þar er
helvíti;/sjálfur helvíti/ er ég sjálf-
um mér;/finn ég í neðsta/nifl-
heims djúpi/annað enn dýpra/í
mér sjálfúm, segir Satan i Para-
dísarmissi enska stórskáldsins
Johns Miltons. í mynd Taylors
Hackford, Málsvara myrkrahöf-
ingjans, kennir Satan sjálfur (A1
Pacino) sig við sinn nafntogaðasta
ævisöguritara. Hann kallar sig
John Milton og er eigandi lög-
fræðistofu á Manhattan. í mynd-
inni leikur Keanu Reeves ungan
og metnaðarfúllan lögffæðing frá
Flórída (Kevin Lomax) sem ekki
hefur tapað dómsmáli. Þrátt fyrir
varnaðarorð móður sinnar tekur
hann tilboði Miltons um að koma
til starfa í fyrirtækinu og flytur
ásamt ungri konu sinni, Mary
Ann (Charlize Theron), til New
York þar sem hann fær glæsiíbúð
í fjölbýlishúsi fyrirtækisins. Lom-
ax kemst fljótt að raun um að
flestir viðskiptavinir hans hafa
margt óhreint í pokahorninu, en
peningamir og velgengnin blinda
hann. Hann vanrækir konu sina
sem virðist smám saman vera að
missa tökin á veruleikanum. Lom-
ax kemst þó að raun um að völd
og metorð má
kaupa of dýru
verði.
Málsvari
myrkrahöfð-
ingjans er
mórölsk mynd
og vart hægt
að telja hana
hrollvekju
nema að takmörkuðu leyti. Ekki
fer á milli mála að laun syndar-
innar eru dauði. Handritið er
byggt á skáldsögu Andrews
Neiderman sem seint myndi telj-
ast burðugur höfundur, en þó er
furða hversu vel aölögunin hefur
tekist. Mér þótti þó þær einræður
sem Satan flutti i myndinni full-
andlausar og hann stendur nafna
sínum langt að baki í málsnilld.
BreOurnar eru margar góðar og
sérstaklega þótti mér niðurlagið
bitasætt.
Leikur þeirra Keanu Reeves og
A1 Pacino er ágætur þótt segja
megi að Pacino hafi ekki þurft að
hafa mikið fyrir hlutverki sinu
sem myrkrahöfðinginn. LeikstUl
Keanus einkennist venjulega af
hiki sem minnir á óöryggi og
hentar því vel hinum ráðviOta
lögfræðingi Lomax. Fléttan er að
sama skapi skemmtOeg og þótt
hún komi ekki endUega á óvart
gengur hún upp. Þetta er langt í
frá besta myndin um samskipti
manna og djöfla en þó er hún
ágætis skemmtun.
Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðal-
hlutverk: Al Pacino, Keanu Ree-
ves, Charlize Theron, Jeffrey
Jones og Craig T. Nelson.
Guðni Elísson