Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 9 ► I I I I I I I i i I>V Færeyingum gengur illa með sjálf- skoðun Rannsókn, sem færeyska lög- þingið fyrirskipaði fyrir tæpum þremur árum á óráðsíu í ríkis- fjármálunum á níunda áratugn- um, er ekki enn lokið og hefur það sætt mikilli gagnrýni. Sá sem gengur hvað harðast fram í gagnrýninni er Björn á Heygum, formaður laganefndar lögþingsins. Hann segur það Fær- eyingum til skammar að þeir skuli ekki hafa lokið við að rann- saka sjálfir sín eigin mál. Á sama tíma krefjist þeir þess að önnur mál, þar á meðal hið umdeilda bankamál, verði rannsökuð ofan í kjölinn. „Það hefur tekið of langan tíma aö klára rannsóknina. í Færeyj- um vildum við gjarna hafa Qett ofan og tekið aQeiðingunum þeg- ar danskir stjómmálamenn, emb- ættismenn, bankamenn og Qeiri eru annars vegar. En við verðum líka að gera hreint fyrir eigin dyr- um. Við verðum að leggja fram greinargerð um það sem hugsan- lega fór úrskeiðis í Færeyjum á níunda áratugnum. Við getum ekki verið þekktir fyrir annað,“ segir Bjöm á Heygum í viðtali við dönsku fréttastofuna Ritzau. Rannsókn á vændishring: Robert de Niro í yfirheyrslu Franska lögreglan yfirheyrði bandaríska kvikmyndaleikarann Robert De Niro í yQr niu klukku- stundir í gær í sambandi við rann- sókn á vændishring. Lögmaður De Niros, Georges Kiejman, fyrrum dómsmálaráðherra Frakklands, sagði fréttamönnum að leikarinn hefði verið spurður um tengsl sín við vændiskonu sem var i hringn- um. Lögmaðurinn æQar að stefna frönskum yflrvöldum fyrir að rjúfa leynd í sambandi við rannsóknina og hindra ferðir De Niros. Sakaði lögmaðurinn yfirvöld um að efna tQ fjömiðlafárs með því að senda hálfa tylft lögreglumanna til að handtaka De Niro á hóteli hans í París þegar leikarinn hafði þegar tQkynnt að hann myndi sjálfur koma tQ yQrheyrslu yrði hann beð- inn um það. Lögreglan leitaði De Niros árangurslaust um helgina en hann var þá farinn af hóteli því sem hann hafði dvalið á. Leikarinn er De Niro á leið úr dómhúsi í París í gær. Símamynd Reuter. nú í París viö tökur á kvikmynd. De Niro mun seinna verða kallað- ur fyrir rannsóknardómarann Frederic Nguyen sem rannsakar starfsemi vændishrings er komið var upp um fyrir rúmu ári. Ástkona De Niros mun hafa starfað fyrir hringinn. Fyrrverandi sænsk fyrir- sæta og ljósmyndari voru höfuð- paurarnir í hringnum og sitja þau nú í faiígelsi. Hringurinn sá meðal annars oliufurstum frá Miðaustur- löndum fyrir þjónustu vændis- kvenna. Þekktur franskur kvikmyndafram- leiðandi hefur verið sakaður um nauðgun í sambandi viö starfsemi vændishringsins. Hann hefur verið látixm laus gegn tryggingu. Pólskur tennisleikari, sem keppt hefur á al- þjóðavettvangi, hefur verið sakað- ur um fjöldanauðgun í tengslum við hringinn. Vændishringurinn hefur aðaUega starfað á frönsku rívier- unni. Reuter ______________Útlönd Rostungur í ríki Dana DV, Ósló: Hann á tvö þúsund mQna sund fyrir hreifum heim og sérfræðing- ar segja að það veröi hans síðasta svaml. Dýravinir í Svíþjóð og Danmörku eru að vonum nokkuð áhyggjufullir vegna þessa, sér- staklega þegar haft er í huga að umræddur sundgarpur, stóreQis rostungur, er bæði feitur og latur að sjá. Enginn veit hvers vegna rost- ungurinn hefur lagt upp í „sólar- landaferð" þessa en hans varð fyrst vart við vesturströnd Dan- merkur í lok janúar. Þar lá hann um skeið á jóskum baðströndum og hafði það náðugt en Qutti sig síðan um leg og heimsótti Svía. í fyrradag svaf rostungurinn á skeri sunnan Gautaborgar en í gær var hann allur á bak og burt. Rostungar eru annars heimavanir í íshafinu og mjög fátítt að þeir leggi upp í slíkar langferðir. -GK BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Hindúi í Singapore sýnir guöinum Murugan velþóknun sína meö því aö festa teina í kinnar sínar og tungu á trúarhátíö. Símamynd Reuter. Rauði Danni veldur usla í Alsír: Skipað aö halda sig á mottunni Þingmannanefnd frá Evrópuþing- inu fyrirskipaði þýska græningjan- um Daniel Cohn-Bendit í gær að halda sig við opinbera stefnu þings- ins á meðan nefndin væri i Alsír. Þingmennirnir eru í Alsír tQ að reyna að finna leiðir tQ að binda enda á blóðbaðið sem hefur kostað tugi þúsunda mannslífa. Alsírskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Cohn-Bendit, sem þekktast- ur er sem leiðtogi stúdentauppreisn- arinnar í París árið 1968 og hlaut þá viðumefnið Rauði Danni, hefði lagt tQ að viðræður yrðu hafnar við rót- tækasta leiðtoga íslamstrúarmanna, Ali Benhadj. Það þótti öðrum nefnd- armönnum ekki góð latína. Cohn-Bendit, sem sleppti opinber- um fréttamannafundi og hélt sinn eigin, sagði ekkert hæft í fuUyrðing- um fjölmiölanna. Daniel Cohn-Bendit, Evrópuþing- maöur þýskra græningja, olli smá usla í eigin herbúöum í gær fyrir ein- leik sinn í Alsír. Símamynd Reuter Tyrkneskir þing- menn ákærðir Tveir tyrkneskir þingmenn voru ákærðir í gær fyrir spiU- ingu og aðUd að skipulagðri glæpastarfsemi. Hinir ákærðu eru fyrrverandi innanríkisráð- herra Tyrklands, Mehmet Agar, og kúrdíski stjórnmálamaðurinn Sedat Bucak. Þeir eru báðir í Qokki Tansu CUler, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands. Agar er ákærður fyrir að hafa hjálpað glæpamanninum Ab- dullah Catli við að útvega folsuð persónuskUríki og fyrir að hafa tekið þátt í hvarQ öryggislög- reglumanns. Bucak er ákærður fyrir að hafa vemdað Catli. Sá síðamefndi var dæmdur fyrir heróínsmygl og eftirlýstur fyrir morð á vinstrimönnum á átt- unda áratugnum. Upp komst um tengsl stjórnmálamannanna við Catli haustið 1996 þegar hann lenti í árekstri ásamt Bucak, háttsettum lögreglu- manni og fyrrverandi fegurðar- drottningu. Bucak var sá eini sem komst lífs af. Utsala 10% til 40% afsláttur Alnabúðin Miðbæ við Háaleitisbraut, sími 588 9440. ^ica otsein ^CIvVI Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélm sem völ er á f dag. kr. 51.900 Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti. 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar VERSLUN FYRIR ALLA I Viö Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 XBL RAOCREIÐSLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.