Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 7 pv______________________________________________________________________________________Fréttir í Lögum enn hótað til lausnar sjómannadeilu: Komið við kviku kvótakerfisins ) ) ) ) ) I I ► i i I t i i i Sjómenn söfnuðust saman á Alþingi til að veita þingmönnum aöhald þegar til umræöu var aö taka til flýtiafgreiðslu lög til að stööva sjómannaverkfalliö. Kvótinn og kjörin - áhrif kvótakaupa á laun sjómanna - SÆGREIFINN SÆBJÖRG af þorsk 12 millj. ----- Helldarverð-------12 millj. 7 millj. Kvótaleiga 1,2 millj.-------Olíuhlutdeild-------2,9 millj. 3,8 mlllj.----- Sklptaverð-------9,1 millj. 102 þús.------Hásetahlutur------ 321 þús. Fyrirmyndarútgerðir Dæmi sem sjómenn hafa tekiö um fyrirmyndarútgerð er Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi. Fyrir- tækið hefur starfað í sátt við sjó- menn sína og friður hefur ríkt um fiskverð sem tengt hefur verið af- urðaverði erlendis. Þá má nefna Út- gerðarfélag Akureyringa hf. og Granda sem öll hafa verið að mestu laus við deilur. Deilumar undanfar- in ár hafa leitt til þess að allir hafa orðið fyrir hnjaski, jafnt réttlátir sem ranglátir. Þannig hafa svörtu sauðimir innan útgerðarinnar bein- línis orðið þess valdandi að deilurnar hafa yfirfærst á út- gerðir og sjó- menn sem starf- að hafa saman í friði. Sægreifinn Almenningur hefur illa botn- að í því um hvað deilumar hafa staðið. í deilunni er talað um verð- myndun á sjávarfangi, veiðiskyldu og kvótahrask, svo eitthvað sé nefnt. í einfóldu máli er vandinn sá að skip sem veiða sams konar fisk sem meðhöndlaður er með sama hætti fá mismunandi verð fyrir afl- ann þegar komið er að landi. Þar skipta gæði hráefnis litlu sem engu máli og aðalatriðið snýst um það hver eigi kvótann sem að baki hin- mn landaða afla er. Skipið sem kalla má Sæbjörgu og fiskar úr eigin kvóta og selur um fiskmarkað fær hugsanlega 120 krónur fyrir kílóið af þorski. Hásetahluturinn úr 100 tonnum af þorski verður í þvi til- viki 321 þúsund krónur. Hitt dæmið er skipið Sægreifinn sem fiskar fyr- ir aðkeyptan kvóta og selur á sama verði. Kvótakostnaður áhafnarinn- ar er 70 krónur á hvert kíló. Þannig standa eftir 5 milljónir króna sem hásetahluturinn reiknast út frá. Niðurstaðan verður sú að 100 tonn- in gefa hásetanum þar aðeins þriðj- ung þess sem áhöfn Sæbjargar fær eða 102 þúsund krónur á sama tíma og hásetinn sem skilaði sama vinnuframlagi fær þrefalt fleiri krónur í sinn hlut. Hásetinn á Sæ- greifa hefur því ástæðu til að harma hlutinn sinn. Þar sem þama er um tilbúin dæmi að ræða má nefna að i sinni verstu mynd er enn meiri munur. Þekkt eru dæmi um að áhöfh hafi fengið allt niður í 10 krónur fyrir þorskkíló sem ger- ir samanburð hæsta og lægsta verðs enn svæsnari. Sýnilegt kvótabrask Sá munur sem er á hlut áhafnar Sægreifans og Sæbjargarinnar er sá hluti kvótabrasksins sem er uppi á borðinu. Arður kvótaeigan- dans er þama sýnilegur almenn- ingi og jafnframt undirrót þeirrar gremju sem ríkir almennt í þjóðfé- laginu i garð sægreifa sem njóta arðs af sameign þjóðarinnar. Þá er önnur og verri hlið á kvótafærsl- um milli skipa og hún er sú að dæmi em um að útgerðir hafi fært frá sér kvóta og síðan til sín aftur til að geta dregið kvótakostnað af sjómönnum og náð þannig niður launakostnaði. í mismunandi kjörum áhafna Sæ- greifans og Sæhjargar kristallast sú óánægja sjómanna sem nú nær langt út fyrir raðir fómarlamba kvótabrasksins. Þannig á sá stóri hópur sjómanna sem er á frystitog- urum ekki við þetta vandamál að glíma en stendur eigi að síður að verkfalli með félögum sinum. Ekki er annað að sjá en sjómannasamtök- in hafi fimasterkt bakland í málinu og þó deilan verði stöðvuð með lög- um má búast við enn harðari átök- um síðar. Hin hörðu viðbrögð sjó- manna við enn einni lagasetning- unni gefa til kynna það sem koma skal. Skoðanakönnun DV, sem end- urspeglar að stærstur hluti þjóðar- innar er andvígur afnámi sjó- mannaverkfalls með lagaboði, sýnir Innlent fréttaljós Reynir Traustason Sjómenn og útgerðarmenn hafa á undanfórnum mánuðum háð enn einn hildarleikinn um skiptingu tekna sín í milli. Átök þessara sam- starfsstétta hafa verið nánast árviss viðburður undanfarin ár. Þau hafa kostað verkföll á verkföll ofan og þess í milli hafa einstakar útgeröir átt í hatrömmum átökum við laun- þega sína. Þetta hafa leiðtogar sjó- manna kallað návígi milli sam- starfsmanna sem verði að stöðva. Menn eru þó sammála um að vanda- málið sé ekki almennt og miklu stærri sá hópur útgerðarmanna sem rækir samskipti sín við sjómenn af alúð og heiðarleika. Sævar Gunn- arsson, forseti Sjómannasambands- ins, hefur opinberlega nefnt útgerð- ir sem flokkast undir þær verstu og bestu með tilliti til þátttöku í kvóta- braskinu. Þannig hefur útgerð Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði hlotið þann sess að vera duglegust við að draga launþega sína inn í kvóta- braskið. Útgerðin hefur ekki viljað una úrskurðum og skip hennar, Stálvík og Sigluvik, hafa legið bund- in að frumkvæði útgerðarmann- anna vikum saman þegar deilt hef- ur verið um fiskverð. Þá var áhöfn togarans Hvannabergs í eigu sömu útgerðar nýlega sagt upp störfum eftir að harðar deilur höfðu staðið um mánaðabil. Þormóður rammi þykir dæmi um fyrirtæki sem hefur spilað á kvótakerfið af snilld og þannig náð umtalsverðum árangri í rekstri sínum. að sjómenn hafa unnið málstað sín- mn samúð. Veiðiskyldan Sjómenn hafa lagt áherslu á tvennt í kröfugerð sinni; annars vegar að tryggt verði að fiskverð fari ekki niður fyrir ákveðið lág- mark og hins vegar að veiðiskylda verði aukin frá því að vera 50 pró- sent af útgefnum kvóta annað hvert ár í 90 prósent af kvótanum árlega. í dag eru viðurlögin þau að veiði út- gerðarmenn ekki þennan hluta kvóta síns fellur hann niður. Hin lága prósenta hefur ekki haft áhrif á svigrúm útgerða til að flytja kvóta frá skipum sínum. Verði veiðiskyld- an aukin í 90 prósent mun það leiða til þess að svigrúmið verður nánast ekkert til að flytja á milli kvóta í hagræðingarskyni. Hagræðingu ógnað Túlkun sjómanna er sú að þar með hverfi braskið sem alið hefur af sér láglaunahóp meðal sjó- manna. Hin harða afstaða útgerð- armanna gegn þessari kröfu kem- ur til vegna þess að með afnámi framsalsins er hagræðingarþáttur kvótakerfisins í uppnámi. Innan útgerðarinnar eru þau sjónarmið ráðandi að til þess að kerfið virki verði framsalið að vera óheft. Með þessari kröfu eru því sjómenn komnir inn að kviku kvótakerfis- ins og ógna því í raun. Það kærir sig enginn útgerðarmaður um kvótakerfi sem ekki inniheldur það frelsi til framsals sem gerir veiðiheimildir jafnverðmætar og auöseljanlegar og raun ber vitni. Niðurstaðan er því sú að sjó- mannaverkfallið snýst um kerfis- breytingar sem útgerðinni hugn- ast síst af öllu og því er allt fast. Það að ekki skuli búið að ganga til þess verks að leysa ágreinings- málin nú, þrettán mánuðum eftir að samningar sjómanna losnuðu, sýnir hversu deilan er snúin. Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði á síðasta ári til að koma skikk á verðlagsmálin og kvóta- framsalið var blásin af áður en hún náði að ljúka störfum sínum. Sú ætlan stjómvalda að skipa nýja þriggja manna nefnd sem ljúki störfum þann 10 mars nk. og hafi sama tilgang og gamla nefndin hef- ur mælst illa fyrir í röðum sjó- manna sem telja að ekki finnist lausn á einum mánuði. Krossklofnir Sú staðreynd að deilan er enn eina ferðina komin inn á Alþingi gefur tilefni til skoðunar á því hvemig hinir pólítisku þræðir liggi. Aðeins Alþýðuflokkurinn, sem krefst auðlindagjalds, virðist vera með samstæða stefnu í sjávar- útvegsmálum. Aðrir flokkar em krossklofnir og það gerir allar breytingar á lögum um stjóm fisk- veiða erfiðar. Hver nefndin af annarri hefur verið með málið til umfjöllunar en án þess að lausn á deilumálum sé i sjónmáli. Sjó- mannadeilan nú snýst um kvóta- kerfið og áhrif þess. Lausnir deil- unnar liggja fyrst og fremst hjá Al- þingi en ekki deiluaðilum. Á næstu mánuðum mun á það reyna hvort þingmönnum tekst að finna kvóta- lögunum þann farveg sem tryggir friö um útgerð og sjósókn. Þangað til vofa yfir enn frekari átök um þann arð auðæfanna sem felast í sameign þjóðarinnar, fiskistofnum á íslandsmiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.