Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 5
MIÐYIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 5 DV Fréttír Auknar vinsældir Skoöanakönnun DV á fylgi ríkisstjórnarinnar: 11/5 '95 Svör allra Óákv./sv. ekkl Fylgi ríkisstjórnarinnar •; 7/2 '98 DV Andvígir Andvígir Fylgjandi Funk-listinn fær hægt andlát Býður ekki fram í kosningunum í vor - boöa framhaldslíf aö námi loknu Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur síðan á hveitibrauðsdögunum vorið 1995 ekki verið jafh vinsæl og nú ef marka má niðurstöður skoðana- könnimar DV sem gerð var um síðustu helgi. Nærri sjö af hverj- inn tíu kjósendum sögðust vera fylgjandi ríkisstjóminni. Þetta er töluvert meiri stuðningur en í síð- ustu könnun DV í október sl. þeg- ar stjómin naut stuðnings um sex af hverjum tíu kjósenda. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjóm- inni?“ Markaðsdeild Frjálsrar fjöl- miðlunar framkvæmdi könnunina sem fram fór sl. fostudag og laug- ardag, áður en heit lagasetningar- umræða í tengslum við sjómanna- verkfallið fór af stað. Miðað við svör allra í könnun- inni sögðust 59,8 prósent vera fylgj- andi ríkisstjóminni, 27,3 prósent vom henni andvíg, 10,8 prósent vora óákveðin í afstöðu sinni og 2,2 prósent vildu ekki svara spuming- unni. Alls tók því 87,1 prósent að- spurðra afstöðu sem er svipað hlut- fall og í síðustu könnun. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku vora 68,7 prósent fylgjandi stjórninni og 31,3 prósent andvíg. Bondevik kosinn biskup DV, Hvammstanga: Odd Bondevik verður næsti biskup í Ósló. Hann er 56 ára að aldri og frændi Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra Nor- egs. Bondevik er biskup á Mæri en færir sig nú um set þegar Andreas Aarflot lætur af störfum sökum aldurs. Næstur Bondevik að atkvæðum var Gunnar Staalsett sem verið hef- ur einn af framkvæmdastjórum Lút- erska heimssambandsins. Óslóar- biskup er ekki biskup yfir Noregi en hann hefur það hlutverk gagnvart hinum biskupunum að kalla saman biskupafundi og stýra þeim. Ellefú sjálfstæð biskupsdæmi eru í land- inu. -GHB Funk-listinn á ísafirði, sem kom, sá og sigraöi í siðustu bæjarstjóm- arkosningum, mun ekki bjóða fram að þessu sinni. Sitjandi bæjarfull- trúum hans, þeim Kristni Her- mannssyni og Kristjáni Frey Hall- dórssyni, ber reyndar ekki saman um hvort listinn sé allur, þó þeir séu sammála um að af framboði verði ekki nú. „Við dóum út svona i rólegheitum upp úr jólum. Mínum ferli í bæjarstjóm er lokið í bili,“ sagði Kristinn í samtali við DV. Hann kvaðst reyndar ekki vita hvað hinn fulltrúi listans ætlaðist fyrir. „Þetta er svo fullkomlega anarkiskt fyrirbæri að ég veit hreinlega ekki hvað Kristján ætlast fyrir." Kristján Freyr vildi hins vegar ekki viðurkenna að það væri búið að blása listann af. „Við ætlum ekki að bjóða fram núna, en starfseminni verður haldið áfram með öðrum hætti. Við erum ungt fólk á uppleið og erum á leið í nám áður en við komum aftur og tökum við stjóm- inni.“ Hann taldi að fulltrúar list- ans hefðu staðið sig vel í bæjar- stjóminni og komið ýmsum málum áfram. „Við skiljum a.m.k. eftir okk- ur 18% gat, sem hinir flokkarnir verða að bítast um, svo það er ekki hægt að segja annað en við höfum skilið eitthvað eftir okkur,“ sagði Kristján. -phh Miðað við síðustu könnun hefur fylgið aukist mn 10,1 prósentustig. Líkt og í síðustu könnun virðist búseta ekki skipta nokkra um af- stöðu kjósenda. Innan raða fylgj- enda og andstæðinga er nokkuð jööi skipting á milli höfúðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Sömu sögu er að segja um skipt- ingu á milli kynja. Það er breyting frá síðustu könnim þegar karlar vora fleiri en konur í hópi fylgj- enda og öfugt var farið í hópi and- stæðinga. -bjb Keflavíkurflugvöllur: Slökkviliðið heiðrað DV, Suðumesjum: Slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli fékk verðlaun nýlega fýrir að hafa ekki misst mannslíf í eldi síð- an 1970. Haraldur Stefánsson slökkvihðsstjóri veitti verðlaunun- um viðtöku. Athöfriin fór fram í Bandaríkj- unum og var á vegum Alþjóðasam- taka slökkviliðsstjóra. Slökkviliðið hefúr fengið marg- ar viðurkenningar á undanfómum árum. Haraldur segir ástæðuna fyrir að ekki hafi verið fleiri slys vera að þeir séu með gríðarlega öfl- ugar forvamir og eftirht. -ÆMK Björgvini EA breytt DY Dalvík: Gagngerar breytingar á frysti- togaranum Björgvini EA 311 frá Dalvík hófúst í vikunni sem leið og munu þær taka um tvo mánuði. Kostnaður við þær verða um 70 mihjónir króna og era unnar á Dalvík og í Shppstöðinni á Akur- eyri. Meðal annars verður allur vinnslubúnaður endumýjaður. Að sögn Gunnars Gunnarssonar yfirvélstjóra verður rækjulína sem verið hefur í skipinu tekin burt og í staðinn sett upp flakalína af fúh- komnustu gerð. Eftir breytingar munu bolfiskveiðar og vinnsla því verða aðalviðfangsefhi skipveija á Björgvini auk þess sem unnt verð- ur að heilfrysta grálúðu og karfa svo sem verið hefur. -hiá SUZUKI BALENO WAGON GLX: 1.445.000 KR. • WAGON GLX 4x4: 1.595.000 KR. Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Baleno Wagon er aflmikill og hagkvæmur í rekstri, hefur einstaklega góða aksturseiginleika og býður upp á allt að 1.377 lítra farangursrými] ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. flTlð SUZUKI BfLAR HF ArL OG skeifunni 17. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.