Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 Spurningin Ætlar þú að fylgjast með vetrarólympíuleikunum? Lísa Hlín Óskarsdóttir nemi: Já, sennilega. Guðmundur R. Einarsson hljóð- nemi: Já, eins og ég get. Rannveig Guðmundsdóttir, heimavinnandi: Já, ætli það ekki. Egill Öm Pálsson, vinnur hjá Hagkaupi: Nei, ég hef engan áhuga á þessu. Kristmann Rúnar Guðmundsson, vinnur við tölvur: Nei, ekki neitt. Kolbrún Tobíasdóttir verslunar- stjóri: Já, ég geri það örugglega. Lesendur Eiga sjómenn aö vinna á tímakaupi? Tafla 137.800 + 4% hækkun + 1% námskeiöarálag Mánaðarlaun með 10,17% orlofi Eigreiöslur 127.169/12 Samtals laun fyrir unninn mánuö Brúttó tímakaup miðaö viö landvinnu 171.687/146 1.164 Sjóálag 10% pr. klst. Fjarvistarálag m/10,17% orlofi pr. klst. Brúttó tímakaup miöaö viö sjóvinnu Laun á mánuöi 315 klst. Fæöi á sjó 748x30 daga Brúttó tekjur fyrir mánaöarvinnu á sjó Samkvæmt þessu ættu brúttótekjur háseta fyrir mánaöarvinnu aö vera 530 þús. kr. og yfirmanna hlutfallslega meira, segir bréfritari m.a. Hörður Steingrímss. sjóm. skrifar: Konan mín hefur oft haft á orði að ég þurfi að fá mér vinnu í landi. Ekkert heimilislíf sé að hafa mig úti á sjó. Mótrök mín hafa þá gjam- an verið þau að ég fái ekki næg laun i landi til að framfleyta fjöl- skyldunni. Er þó farinn að lita al- varlega í kringum mig eftir vinnu. Þrátt fyrir þá skoðun margra að stóriðjustefna stjómvalda sé lág- launastefna spurðist ég fyrir í einu stóriðjuverinu hvort þeir hefðu not fyrir mig og hvað ég bæri úr být- um. Að sjálfsöðgu komst ég að þeirri niðurstöðu að þau laun ent- ust ekki fyrir þeim útgjöldum sem ég er með. - Grunnlaun á þessum vinnustað vom um 137.800 þús. kr. á mánuði en hækkuðu um 4% um áramótin eins og hjá flestum öðr- um. Námskeið gefur 1% hækkun. Eingreiðslur eru tvisvar á ári, sam- tals um 127.169 þús. kr. Sumarfrí er 30 dagar og vetrarfrí upp í 10 daga eftir starfsaldri, en í samanburðin- um reikna ég það sem 10,1% orlof. Útvarpið greindi frá því fyrir nokkrum mánuðum að smiðir uppi á hálendinu hefðu samið um 300 kr. á klst. í staðarappbót (fjarvistará- lag). Ég ætla að nýta það fordæmi og ætla sjómönnum að fá það sama. - Niðurstöður þessara athugana koma svo fram í töflu sem ég sendi hér með. Það mun vera rétt að á bestu skipum flotans komist menn í hærri tekjur. Hin skipin eru samt miklu fleiri þar sem menn veröa að láta sér nægja miklu lægri kjör. Það virðist ótrúlega lífseig venja að taka mettekjur sjómanna úr einstökum sjóferðum og bera þær athugasemd- arlaust saman við grunnlaun stétta í landi. Þeir kunna að vera til sem segja að ég hafi ofreiknað hlut sjó- mannsins, aðrir benda á atriði þar sem ég hafi vanreiknað hlut hans. Niðurstaðan ætti því ekki að breyt- ast mikið. - Þetta var nú einu sinni reiknað eftir byrjunartaxta verka- manna. Prófkjörsklípa Bergþóra skrifar: Ég hef kosið Alþýðuflokkinn í síðustu kosningum þótt ég hafi enn ekki gengið svo langt að skrá mig í flokkinn. Ég játa að mér þyk- ir hlutur flokksins í prófkjöri R- listans helst til rýr. - Alþýðuflokk- urinn fékk aðeins einn mann í borgarstjórn í samningum milli R- listaflokkanna fyrir þetta kjörtíma- bil og sýndi með því mikla fómar- lund. Til stóð að flokkurinn fengi tvo menn á framboðslistann fyrir næsta kjörtímabil en nú hefur hann í raun engan mann en á þó að styðja það samstarf. Helgi Péturs- son hefur stuðning úr Framsóknar- flokki og Hrannar B. Arnarsson úr Alþýðubandalagi enda tilheyra þessir menn réttilega þeim flokk- um. Þeir eru síðan kosnir inn á framboðslistann af félögum sínum í þessum flokkum á kostnað Al- þýðuflokksmanna. - Slíkt gengur ekki. Sigrún Magnúsdóttir sagði í við- tali að prófkjörið væri ekkert ann- að en lotterí. Það er rétt hjá henni. Þátttaka Alþýðuflokksins í borgar- stjórn má hins vegar ekki vera lott- eríi háð. Hugmyndafræði jafnaðar- manna er mikilvægari en svo. í borgarmálum hefur Alþýðu- flokkurinn á stundum farið aðrar leiöir en kjósendur hans æsktu og hafa þeir því stundum leitað annað í borgarmálum þótt þeir væru flokknum tryggir í landsmálum. Þar eru líka áherslur skarpari. Mér sýnist hins vegar nú að Alþýðu- flokkurinn hafi fjarlægst vilja kjós- enda sinna meira en nokkru sinni fyrr og skilið okkur eftir í mikilli óvissu fyrir komandi kosningar. Varðveisla gamalla þungavinnuvéla Ný verkmenning hefst meö komu amerísku tækjanna hingað, segir m.a. í bréfinu. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Það var aðallega árið 1941 þegar Bandaríkin tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni að þau tóku að flytja gífurlegt magn þungavinnu- véla af öllum gerðum til Bretlands og íslands. Þar á meðal voru auðvit- að jepparnir. Ég sá í síðasta mánuði fréttamynd í BBS, TV 2 í Bretlandi um þessa hluti. Bretar eiga nú safn uppgerðra vinnuvéla frá þessum tíma málaðar í upprunalegum litum og merktir „U.S. Army“. Þar kennir margra grasa, svo sem mikinn fjölda „Galion“-veghefla, tugir CAT-jarðýta, „Barber-Grean“- malbikunarvéla, sem þóttu undra- tæki, og fleiri þekkta hluti. í stríðs- lok vora 214 bandarískar herstöðv- ar á Bretlandseyjum og lentu þessi tæki því hjá Bretum og voru notaö- ar við vegagerð og jarðvinnslu, t.d. vegna járnbrauta. En Bandaríkja- menn notuðu tækin aðallega við flugvallagerð á Bretlandi. Sama gerðist á íslandi. Fyrsta jarðýtan sem kom til landsins kom á vegum Bandaríkjahers ásamt geysilegu magni af öðram hlutum til verklegra framkvæmda. En hér lentu hlutir þessir á raslahaugun- um eða í brotajámi. - Þessa hluti hefði átt að varðveita hér og hafa þá til sýnis þeim sem unnu á þessum tækjum og auðvitað nýrri kynslóð til fróöleiks. Þetta olli straumhvörf- um í íslenskri verkmenntasögu. DV Æviágrip þús- unda Islendinga Guðrún Jacobsen skrifar: Til íhugunar fyrir íslenska ætt- fræðinga og íslenska fræðimenn sem „kunna" ættartölur allra landsmanna: Þegar móðir mín, sem fæddist 1893 og lést 1957, spurði móöurömmu mína hvort faðir hennar, sem hún var og er kennd við, væri hennar rétti faðir svaraði amma: „Guð á allar eigur og mennina með. Við töliun ekki meira um það, telpa mín.“ - Skyldi ekki vera langt í land að allir ís- lendingar verði rétt feðraðir? Hvað um ættleiðingar - sem dæmi? Áskorun til fisk- vinnslu- fyrirtækja Aðalsteinn Á. Baldursson, form. DFV innan Verkamanna- sambands íslands, skrifar: Þar sem félagsmálaráðherra hefur gefið fyrirheit um að hann beiti sér fyrir breytingum á há- marksfjölda greiðsludaga At- vinnuleysistryggingasjóðs til fisk- vinnslufyrirtækja í vinnslustoppi, samkv. lögum um greiðslur sjóðs- ins vegna fiskvinnslufólks, skorar stjórn deildar fiskvinnslufólks innan Verkamannasambands ís- lands á fyrirtæki í fiskvinnslu að halda starfsmönnum á launaskrá þá daga sem vinna fellur niður vegna verkfalls sjómanna, í stað þess að fella starfsmenn út af launaskrá. Slíkt hefði í fór með sér óvissu og tekjuskerðingu fyrir fiskvinnslufólk. Frítt spil í Þjóðarsál Hanna Guðmundsd. hringdi: Hvers vegna þarf sífellt að mata þjóðina? í þættinum Þjóðarsál sl. fóstudag benti þáttarstjómandi fólki á í upphafi hvað gæti veriö áhugavert að ræða. Ég geri ekki athugasemd við þaö í sjálfu sér, ööravísi en að mér finnst alveg óþarfi að vera með slíkar ábend- ingar. Þarna á að vera frítt spil fyrir fólkið. En þegar þáttar- stjómandi benti á mál sem hefur áreiðanlega verið ofarlega í huga stjómandans; eitthvað um konur, verkaskiptingu heima, og ofur- konuna sem gerir allt, vinnur allt, veit allt og er allt - þá blöskraði mér. Þetta kven eitthvað og konur eitthvað er útjaskað efni og eitt það leiðinlegasta sem um getur í útvarpi. Ætla konur sjáifar að halda uppi kynjaskiptingunni sem þær era svo mikið á móti? Nefndafargan í landbúnaðar- ráðuneyti Þorbjöm skrifar: Einhvers staðar hefúr komið fram að á vegum landbúnað- arráðimeytisins séu í gangi 38 nefndir! Þetta er að sjálfsögðu hneyksli og ekkert annað. Og all- ir nefndarmenn eru á launum ef að líkum lætur. Ég skora á fjöl- miðla að birta nöfn þessara nefnda, nefndarmanna og for- manna þeirra og laun þeirra í hverri nefnd fyrir sig. Loftræstikerfi flugvéla smitberi Lúðvík hringdi: Ég las í Morgunblaðinu nýlega fróðlega grein um lofræstikerfi flugvéla. Þar var staðhæft að kerf- ið væri oftar en ekki jafnvel spú- andi smitberi. Nefnt var dæmi um að fólk sem sat nokkrum sætarööum aftar en manneskja sem var með berkla hefði smitast vegna loftsins sem barst um kerf- ið. Þetta er hræðilegt ef rétt reyn- ist og finnst mér hér komið verk- efhi fyrir íslensk heilbrigðisyfir- völd að rannsaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.