Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 17
16
1+
17
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1998
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1998
íþróttir
DV
rs
9 9 8
500 m skautahlaup karla:
1. Hirogasu Shimizu, Japan . . . 71,35
2. Jeremy Wotherspoon, Kanad. 71,84
3. Kevin Overland, Kanad. . . . 71,86
Snjóbretti, stórsvig kvenna:
1. Karine Ruby, Frakklandi
2. Heidi Renoth, Þýskalandi
3. Brigitte Köck, Austurríki
ískurl (Curling) kvenna:
Kanada-Japan.................7-4
Bretland-Noregur ...........64
Bandaríkin-Þýskaland.........8-5
Svíþjóð-Danmörk..............5-4
Japan-Svíþjóð . .. . 6-12
Kanada-Danmörk .... 9-5
Bretland-Bandarikin .... 8-5
ískurl (Curling) karla:
Kanada-Bretland . ... 10-3
Þýskaland-Svíþjóð .... 6-7
Bandaríkin-Noregur .... 7-6
Sviss-Japan .... 5-3
Íshokkí karla:
A-riðill:
Kazakhstan-Slóvakia .... 4-3
Italía-Austurríki .... 5-2
B-riðill:
Hvíta-Rússland-Japan . . . . .... 2-2
Þýskaland-Frakkland .... 2-0
Kazakhstan og Hvita-Rússland
unnu riðlana og fara í átta liða úrsiit-
in ásamt stórþjóðunum sex sem nú
mæta til keppni.
Íshokkí kvenna:
Kanada-Svíþjóð.............5-3
Skíðastökk af 90 m palli:
1. Jani Soininen, Finnlandi . .. 234,5
2. Kazuyoshi Funaki, Japan . . . 233,5
3. Andreas Widhoelzl, Austurr. 232,5
20 km skíðaskotfimi karla:
1. Halvard Hanevold....Noregur
2. Pier Alberto Carrara .Italíu
3. Aleksei Aidarov .... H-Rússlandi
Risasvig kvenna:
1. Picabo Street, Bandar .... 1:18,02
2. Michela Dorfmeister, Aust. 1:18,03
3. Alexand. Meissnitzer, Aust. 1:18,09
Hólasvig kvenna:
1. Tae Satoya............Japan
2. Tatjana Mittermayer . . Þýskaland
3. Kari Traa...........Noregur
Hólasvig karla:
1. Jonny Moseley . . Bandaríkjunum
Féll á lyfjaprófi
Kanadamaðurinn Ross
Rebagliati, sem vann gull í svigi
á snjóbrettum í Nagano sl.
sunnudag, var gert að skila þeim
í morgun þegar í ljós kom að
hann hafði neytt maríjúna á
leikunum. Lytjanefnd alþjóða
ólympíunefndarinnar var ekki
samstíga í ákvörðun sinni og
ætla Kanadamenn að áfrýja mál-
inu. -JKS
Ikvöld
1. dcild karla i handbolta:
KA-HK . 20.00
ÍR-Fram . 20.00
Haukar-Stjarnan . 20.00
ÍBV-Breiðablik . 20.00
Víkingur-FH . 20.00
Blak - bikar karla:
Þróttur R.-ÍS . 20.00
Ný vinnubrögð = réttlæti
Um fátt hefur verið meira talað und-
anfarna daga en bikarúrslitaleik Fram
og Váls og þann mikla gauragang sem
varð undir leikslok.
Kæra Framara, sem er að öllu leyti
skiljanleg, hefur verið dómtekin hjá
Dómstóli HSÍ og niöurstöðu er að vænta
á næstu dögum. Og nái réttlætið fram
að ganga munu liðin leika á ný um bik-
armeistaratitilinn.
Þaö liggur ljóst fyrir i þessu máli að
jöfnunarmark Valsmanna var ólöglegt
og því átti aldrei að koma til framleng-
ingar. Einnig er Ijóst að sjö rauðklædd-
ir Valsmenn voru á leikvellinum síð-
ustu sekúndur leiksins. Siðan voru
gerð gróf mistök við tímatöku undir lok
venjulegs leiktíma.
Það hefur löngum reynst erfitt að
kæra einstaka dóma í kappleikjum og
varla hægt að gera ráð fyrir því að dóm-
stólar taki tillit til slíkra hluta. Öðru
máli gegnir um framkvæmd leikja. At-
riði þar sem segja má að yfirumsjón
dómara leiksins sleppi.
Allir hljóta aö vera sammála um að
réttlætið hafi ekki verið haft í hávegum
í umræddum bikarúrslitaleik.
En hvað er til ráða? Hvað er hægt að
gera til að koma i veg fyrir að þetta end-
urtaki sig? Að brot gegn leilú-eglum á
afdrifaríkasta augnabliki leiks
skipti máli og sé leiörétt í 1
stað þess að leggja grunn-
inn að sigri þess er brot-
ið hefur af sér?
Að mínu mati er
ekki nema ein leið til
þess. Þegar atvik eins
og í umræddum bikar-
úrslitaleik koma upp
þurfa dómarar að hafa
aðstöðu til að skoða um-
rædd atvik í sjónvarpi, ein-
ir og sér baksviðs, og koma
síðan til baka með endanlega nið-
urstöðu. Þetta þekkist erlendis í öðrum
íþróttagreinum, ísknattleik og ruðningi,
alla vega til skamms tíma. Um þetta
þarf auðvitað að setja sérstakar reglur
og skýrar. Meö tilkomu þessara reglna
væri að lang mestu leyti hægt að út-
rýma óréttlæti.
f viðtölum við dómara leiksins hefur
komið fram að þeir sáu hluti í sjónvarpi
daginn eftir leikinn og leikkvöldið sem
þeir sáu alls ekki þegar þeir
voru að dæma umræddan
úrslitaleik. Þá var hins
vegar of seint að fara að
endurskoða ranga og
óréttláta hluti. Þessi
atriði hefðu dómaram-
ir séð á einni til tveim-
ur mínútum baksviðs.
Rétt niðurstaða hefði
litið dagsins ljós og rétt-
ir aðilar hefðu fagnað
sigri. Auðvitað þarf að
vanda sérstaklega vel til reglu-
gerðar varðandi þessa hluti og ekki
meiningin að dómarar leggist í sjón-
varpsgláp í tíma og ótíma. Með þessum
eina hætti er hins vegar hægt að koma
í veg fyrir að rangir aðilar hirði sigur af
þeim sem eiga hann skilið.
Fyrir liggur að dómarar og eftirlits-
dómari bikarúrslitaleiksins hafa viður-
kennt mistök og yfirsjónir. Þeir eru
meiri menn fyrir vikið. Þessir aðilar,
sem lengi hafa starfað viö íþróttina,
hafa sagt að þeir séu miöur sín vegna
þess sem fyrir kom. Öllum geta orðið á
mistök. Þessir þrír reyndu dómarar eru
ekki minni menn eftir bikarúrslitaleik-
inn. Þeir eru mannlegir sem betur fer
og eiga vonandi eftir að starfa lengi enn
við handknattleikinn.
Skapa þarf starfsmönnum betri
starfsaðstöðu. Allur óþarfa mannskapur
þarf að vera eins fjarri og hægt er. Und-
arlegur ágangur sjónvarpsvéla við rit-
araborðið þarf að heyra sögunni til.
Menn þurfa að hafa frið við sín störf. Ef
þessi skilyrði verða ekki til staðar er
hættunni boðið heim eins og dæmin
sanna. Breytum vinnubrögðum og
vinnuaðstöðu og tryggjum þar með
framgang réttlætisins í framtíðinni.
-SK
l INGIAHP
Varnarjaxlarnir Steve Bould og
Nigel Winterbum framlengdu i gær
samninga sina við Arsenal um eitt ár
en þeir áttu að renna út í vor. Bould
er 35 ára og Winterbum 34 en Arsene
Wenger, framkvæmdastjóri, segir að
báðir séu leikmenn í hæsta gæða-
flokki og sterkir karakterar fyrir fé-
lagið.
Callum Davidson, vamarmaður
með St. Johnstone og skoska 21-árs
landsliðinu, var í gær seldur til
Blackburn fyrir 200 milljónir króna.
Tony Adams verður fyrirliði Eng-
lands gegn Chile í kvöld og tekur við
bandinu af Paul Ince.
David Beckham hefur neitað öllum
sögusögnum þess efnis að hann sé á
forum til AC Mílan frá Man Utd. „Ég
á enn eftir 3 ár af samningi mínum og
mér líður vel hjá United," sagði Beck-
ham.
Chris Sutton, leikmaður Blackbum,
neitaði að leika með b-liði Englend-
inga gegn Chile i gærkvöld. Sutton
var mjög ósáttur við að vera ekki val-
inn í a-landslið Englendinga og hefur
nú endanlega fyrirgert möguleikum
sinum á sæti í HM-liði Englands í
sumar.
-VS/SK
Tómas Ingi
til Þróttara
- nýliðarnir komnir með sex nýja
Bandaríska stúlkan Picabo Street fær hér hamingjuóskir frá bronshafanum Alexöndru Meissnitzer eftir sigurinn í
risasviginu í Nagano í nótt. Silfurverðlaunin féllu f skaut austurrísku stúlkunni Michaelu Dorfmeister. Mynd-Reuter
Vetrarólympíuleikarnir i Nagano i nótt:
Jani Soininen flaug
upp á efsta þrepið
- bandariskur sigur i risasvigi kvenna
Nýliðum Þróttar í úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu hefur bæst góð-
ur liðsauki. Tómas Ingi Tómasson,
framlínumaður, hefur ákveðið að
ganga til liðs við félagið en hann
hefur undanfarin tvö ár leikið með
Raufoss í norsku 2. deildinni.
Tómas Ingi hefur lengst af sínum
ferli leikið með ÍBV en hefur einnig
leikið með KR og síðast með
Grindavík hér á landi.
Tómas er sjötti nýi leikmaðurinn
sem Þróttarar fá í lið sitt. Þeir hafa fengið Daða
Dervic frá Leiftri, Hrein Hringsson frá Þór, Ás-
mund Haraldsson frá FH, Kristján Jónsson frá
Elfsborg og Martein Hilmarsson frá Þrótti Nes-
kaupstað.
Tveir leikmenn sem léku með liðinu í 1. deild-
inni á síðustu leiktíð eru famir í önnur félög.
Heiðar Helguson (áður Sigurjónsson) er kominn
til norska 1. deildarliðsins Lilleström og Sigurð-
ur Ragnar Eyjólfsson gekk í raðir ÍA.
Leyndarmál rákanna
Hollenskir skautahlauparar vöktu mikla
athygli í skautakeppni Ólympíuleikanna á
dögunum þegar þeir notuðu „hraðskreiðarí
hettur“ með því markmiði að setja þrjú
heimsmet í sömu greininni.
Rákirnar, sem festar eru á hetturnar,
ryðja frá sér lofti og draga þannig úr
mótstööuaflinu sem annars myndi hægja
á ferð skautamannsins.
Sigurður „Ravanelli" Hall
varðsson lýsti þvi yfir
haust að hann myndi leggja
skóna á hilluna en hann hefur
æft vel að undanfórnu og
aldrei að vita nema að hann
verði með Þrótturum í sum-
ar.
„Ég held að það verði m
ekki meiri breyting á ’
hópnum nema að eitt-
hvað óvænt detti inn
er hóflega bjartsýnn
en við ætlum að
Meiningin er að
á borð. Eg
fyrir sumarið
standa okkur. Memmgm er
koma vel undirbúnir til leiks og
partur i því er æfmgaferð sem við
fórum um páskana til Hollands,"
sagði Willum Þór Þórsson, þjálf-
ari Þróttar, við DV í gær.
-GH
Iþróttir
Gustaf
á út-
eið?
fer líklega
til Willstátt
í Þýskalandi
Flest bendir til þess að
Gústaf Bjamason, lands-
liðsmaður úr Haukum,
verði næsti íslenski hand-
boltamaðurinn sem gerir
strandhögg í Þýskalandi. Sam-
kvæmt heimildum DV í Þýska-
landi gengur hann til liðs við 2.
deildarlið Willstátt fyrir næsta
tímabil en með því leikur Magnús
Sigurðsson, fyrrum Stjörnumaður.
Gústaf hefur átt marga góða leiki með
íslenska landsliðinu undanfarin ár og
var fyrirliði þess á alþjóðlega mótinu í
Svíþjóð i ársbyrjun. Hann er sennilega
„feitasti bitinn“ sem eftir er í 1. deildinni hér
heima og bætist væntanlega í fríðan hóp
íslenskra leikmanna í þýska handboltanum.
Willstatt er nú í 10. sæti af 18 liðum í suður-
riðli 2. deildar og hefur dalað nokkuð eftir
góða byrjun i vetur. Þar er hins vegar mikill
metnaður í gangi og félagið ætlar sér stóra
hluti og sæti í 1. deild innan tveggja ára.
Magnús öflugur með Willstátt
Magnús Sigurðsson hefur verið í aðalhlut-
verki hjá Willstátt í vetur. Um síðustu helgi
gerði hann 8 mörk í jafntefli gegn Solingen,
23-23. Honum hefur gengið mjög vel og skorar
að jafnaði 8-12 mörk í leik og er einn af
markahæstu leikmönnum i 2. deild.
Ein rák
hettunni.
Finninn Jani Soininen innbyrti
önnur gullverðlaun Finna á vetrar-
ólympíuleikunum i Nagano í nótt.
Soininen sigraði með glæsibrag í
skíðastökkskeppni af 90 metra palli
eftir hörkuskemmtilega og jafna
keppni viö heimamanninn Kazuyus-
hi Funaki. Finninn flaug til sigurs
og á efsta þrep en hann hlaut alls
234,5 stig fyrir stökkin tvö.
Soininen var í öðru sæti eftir
fyrri umferðina með stökk upp á 90
metra slétta en alls hófu 62
stökkvarar keppni en 30 efstu í
þeim komust áfram eftir fyrri um-
ferðina. Það var hins vegar Japan-
inn Masahiko sem var í efsta sæti
eftir fyrri umferðina en þegar upp
var staðið varð hann að gera sér
flmmta sætið aö góðu. I siðari um-
ferðinni náði hann sér ekki á strik.
Soininen stökk alls 89 metra í síð-
ara stökkinu og þaö nægði honum
til sigurs. Japaninn Funaki hlaut
alls 233,5 stig í öðru sæti og í þriðja
sætinu hafnaði Austurríksmaður-
inn Andreas Widhoelzl.
Norðmenn ná sér ekki enn á
strik
Besti árangur Norðmanna í nótt
var 8. sætið en í því hafnaði Kristi-
an Brenden. Ólympíumeistarinn frá
Lillehammer, Espen Bredesen, var
langt frá sínu besta og lenti í 36.
sætið eftir fyrri umferðina og komst
þar af leiðandi ekki áfram í síðari
umferðina.
Bandaríska sjnilkan Picabo Street
vann gullverðlaun í risastórsvigi í
nótt en fresta varð þessari keppni á
fyrstu dögum leikanna vegna snjó-
komu. Michela Dorfmeister frá
Austurríki varð önnur, en hún
haföi rásnúmerið 18 af 44 kepp-
endum, og landa hennar, Alexandra
Meissnitzer, krækti sér í bronsverð-
launin.
Kvennaknattspyrna:
Reynir
ekki með
Reynir úr Sandgerði hefur
dregið lið sitt út úr úrvalsdeild
kvenna í knattspymu. Reynis-
stúlkumar sigraðu í 1. deildinni
á síðasta timabili og áttu að
leika í fyrsta skipti í efstu deild
næsta sumar.
Þetta er vegna manneklu en
nokkrir af sterkustu leikmönn-
um liðsins hafa gengið til liðs
við önnur félög.
Fjögur félög koma til
greina í úrvalsdeildina
„Reynismenn hafa staðfest
þetta við KSÍ og málið er nú í
höndum mótanefndar, eins og
reglugerð segir til um. Við höf-
um skýrt þeim félögum sem
komust í úrslitakeppni 1. deildar
í fyrra, Sindra, Hvöt og Fjölni,
frá stöðu mála, og ennfremur
ÍBA, sem féll í fyrra. Mótanefnd
mun síðan ákveða hvaða félag
tekur sæti Reynis eftir að hafa
heyrt viðbrögð þessara félaga,"
sagði Birkir Sveinsson, starfs-
maður KSÍ, við DV í gærkvöld.
-VS
Þrjú keppa i
Eskilstuna
Þrír íslendingar taka þátt í
sænska meistaramótinu í frjáls-
um íþróttum innanhúss sem
fram fer í Eskilstuna um næstu
helgi.
Heimsmethafinn Vala Flosa-
dóttir keppir að sjálfsögðu í
stangarstökki og þar verður líka
Þórey Edda Elísdóttir úr FH en
hún á nú næstbesta árangur árs-
ins á Norðurlöndum, á eftir
Völu.
Þá fer Einar Karl Hjartarson
úr ÍR utan og keppir í hástökki.
Einar Karl, sem er aðeins 17 ára,
setti íslandsmet á meistaramót-
inu um síðustu helgi þegar hann
stökk 2,16 metra og reynir ef-
laust að bæta það. -VS
IR hársbreidd
frá sigri
ÍR var hársbreidd frá óvænt-
um sigri í Grindavík í 1. deild
kvenna í körfubolta í gærkvöld.
ÍR, sem ekki hefur fengið stig í
vetur, var 18-27 yfir í hálfleik og
leiddi í lokin. Á síðustu sekúnd-
unni skoraði hins vegar Rósa
Ragnarsdóttir og tryggði Grinda-
vík nauman sigur, 45-44.
Birna Valgarðsdóttir skoraði
13 stig fyrir Grindavík og Svan-
hildur Káradóttir 12 en Stella
Kristjánsdóttir gerði 14 stig fyrir
ÍRog Guðrún A. Sigurðardóttir
13.
-VS
Neira tryggði
Chile sigur
Fjórtán þúsund áhorfendur
sáu Manuel Neira tryggja b-
landsliði Chile öraggan sigur
gegn b-liði Englendinga á Villa
Park í Birmingham í gærkvöld.
Lokatölur urðu 1-2. Neira
skoraði bæði mörk Chile á 70. og
82. mínútu. Það var svo Emile
Heskey, leikmaður Leicester
City, sem skoraði mark Eng-
lands á síðustu mínútu leiksins.
Úrslitin verða eflaust til þess
að hleypa illu blóði í leikmenn a-
liðs enskra sem mætir Chile í
vináttuleik í kvöld.
-SK
Tranmere Rovers sigraði
Swindon Town í 1. deild
ensku knattspymunnar I
gærkvöld, 3-0.
Undarlegar yiirlýsingar
Jerry Krause, fram-
kvæmdastjóra Chicago
Bulls, hafa sett allt á annan
endann hjá félaginu.
Krause sagdi á dögunum
að Phil Jackson, þjálfari
liðsins, væri á fórum frá fé-
laginu. Hann sagðist jafn-
framt vonast til þess að
Michael Jordan yrði áfram
hjá félaginu.
Michael Jordan hefur lýst
því margoft yfir að hann
fari frá Chicago ef Jackson
hætti sem þjálfari. Jackson
hefur skilað Chicago 5
meistaratitlum á undan-
fömum árum.
Stjarnan komst í gærkvöld
í bikarúrslit karla í blaki
með ömggum 0-3 sigri
gegn KA á Akureyri. Hrin-
urnar enduðu 9-15,14-16 og
5-15.
Þróttur R. og ÍS eiga enn
eftir aö leika í 8-liöa úrslit-
um keppninnar og er sá
leikur í kvöld. Sigurliðið
mætir síðan Þrótti frá Nes-
kaupstað í undanúrslitum.
Aston Villa hefur klagað
Atletico Madrid til Alþjóða
knattspyrnusambandsins
fyrir að ræða á ólöglegan
hátt við Savo Milosevic.
Mallorca er komið í und-
anúrslit spænsku bikar-
keppninnar í knattspyrnu
eftir 1-0 sigur á Athletic
Bilbao. Liðin voru þar með
jöfn, 2-2, en Mallorca fer
áíram á marki á útivelli.
Marc Baumgartner, sviss-
neska stórskyttan í hand-
boltanum, fer frá Lemgo til
Winterthur í Sviss eftir
þetta tímabil.
Lemgo samdi í gær við
Hvít-Rússann Genadij Kha-
lepo hjá Nettelstedt og
hann á að leysa Baumgar-
tner af hólmi.
Bjarki Gunnlaugsson
sagði í viðtali í Morgun-
blaðinu í gær að hann
myndi ekki
leika framar
með landsliö-
inu á meðan
Guðjón Þórö-
arson væri þar
við stjórn.
-SK/VS
m
KEILA
1. deild kvenna:
Skutlurnar-Tryggðatröll ......2-6
Flakkarar-KR .................6-2
Afturgöngur-Keilusystur.......44
Keiluálfar-Ernir .............8-0
Staða efstu liða:
Afturgöngurnar................lio
Flakkarar ....................108
Tryggðatröll...................72
Veikir
Valsarar
- frestað vegna flensu
Mótanefnd HSÍ ákvað í gær að
fresta leik Aftureldingar og Vals
sem fram átti að fara í 1. deild karla
í handbolta í kvöld. Ástæðan er sú.
að sex leikmenn Valsliðsins eru
veikir og fékk nefndin í hendur
læknisvottorð þar að lútandi, með
beiðni um frestun frá handknatt-
leiksdeild Vals.
Sexmenningamir eru Jón Krist-
jánsson, Júlíus Gunnarsson, Val-
garð Thoroddsen, Theodór Valsson,
Sigfús Sigurðsson og Daníel Ragn-
arsson.
-VS
NBA í nótt:
Toronto stóð í Chicago
- Phoenix marði sigur á heimavelli gegn Sacramento
Leikmenn í NBA tóku upp þráð-
inn að nýju eftir körfuboltahátíð-
ina i New York um síðustu helgi.
í nótt voru háðir 12 leikir og urðu
úrslit sem hér segir.
Indiana-Orlando .............85-66
Miller 16, Smits 16 - Anderson 16, Grant
12.
New York-Charlotte ..........99-91
Starks 26, Houston 24 - Maxwell 22,
Wesley 13.
Cleveland-Miami..............81-91
Henderson 18, Kemp 14 - Mashburn 21,
Mourning 16.
New Jersey-Dallas............90-81
Cassel 26, Van Hom 17 - Finley 26,
Reeves 24.
Houston-Seattle.............97-83
Drexler 19, Johnson 14 - Payton 20,
Baker 15.
Milwaukee-Atlanta ........100-108
Allen 28, Robinson 24 - Smith 27, Bla-
ylock 20.
Chicago-Toronto.............93-86
Kukoc 21, Jordan 18 - Stoudamire 19,
Slater 16.
Denver-Boston..............112-99
Newman 34, Ellis 19 - Mercer 19, Billup
15.
Utah-LA Clippers...........106-98
Malone 29, Hornacek 21 - Robinson 22,
Piatkowski 18.
Phoenix-Sacramento.........88-86
Kidd 21, Chapman 16 - Williamson 26,
Stewart 14.
Portland-LA Lakers.......117-105
Rider 24, Trent 19 - O’Neal 31, Bryant
17.
Golden State-Washington . . . 87-99
Smith 36, Marshall 12 - Murry 50,
Strickland 21.
Chicago þurfti að hafa fyrir
sigrinum gegn Toronto en það var
þáttur Toni Kukoc á lokakaflanum
sem kom sigri Bulls í örugga höfn.
-JKS
t