Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 11 DV Fréttir Málverkafalsanirnar: Nautshausinn ókærður „Myndin er í annarra eigu. Þaö hefur enn ekki verið kært vegna hennar og Jónas Freydal verður að bíða þess og þá hver niðurstaðan verður á sama hátt og ég hef orðið að bíða eftir því að aðrir menn svari til um eigendasögu mynda sem ég hef óskað eftir og er jafn mikilvæg- ur þáttur i málinu,“ segir Ólafur Ingi Jónsson forvörður í samtali við DV. Þetta var svar Ólafs Inga þegar DV spurði hann hvort hann hygðist leggja fram rannsóknagögn sín varðandi umdeilda tússmynd með nautshaussmótívi sem seld var ný- lega í Danmörku og hann hefur talið vera fölsun. Ásta Eiríksdóttur, ekkja Svavars Guðnasonar, seldi slíka mynd í Danmörku fyrir nokkrum árum. Mynd með sama mótífi var seld á dögunum í Kaupmannahöfn ásamt fleiri myndum sem sagðar voru all- ar eftir Svavar Guðnason og Ólafur Ingi telur vera falsanir. Jónas Frey- dal telur sömu nautshausmyndina og Ásta seldi vera meðal þessara mynda. Hann hefur þvi kært hana fyrir að selja falsmynd þó að hann telji sig vita betur. Kæran er sett trarn í þeim tilgangi að þvinga Ólaf Inga til að láta af hendi rannsóknar- gögn sín. Ekki 80% allra mynda Ekstrabladet í Kaupmannahöfn segir í síðustu viku að um 80% allra íslenskra og færeyskra málverka sem seld eru á uppboðum í Dan- mörku séu hugsanlega falsanir og hefur þetta óbeint eftir Ólafi Inga. Hann segir hins vegar tilgátu blaðsins ekki frá sér komna: „Ég nefndi töluna 80% en það var í allt öðru samhengi." Blaðið hafi greini- lega mistúlkað orð sín, enda sé það augljóst að hann geti ekki haft ytlr- sýn yflr hvað selt hafi verið af ís- lenskri, hvað þá færeyskri myndlist í Danmörku. -SÁ Þetta er ein þeirra mynda sem lista- verkasafnari keypti í Kaupmanna- höfn á dögunum sem verk Svavars Guönasonar. Eins og sjá má er hún sláandi lík myndinni Fönsun. Ólafur Ingi Jonsson og fleiri sem séö hafa Ijósmyndina telja myndina vera augljósa fölsun og stælingu á Föns- un. Hún var seld undir nafninu Kom- position og er 88x115. Fönsun heitir þessi mynd Svavars Guðnasonar, máluö áriö 1941. Myndin er 58,5x79,3 sm. Mynd af henni er í minn- ingabók Thors Vilhjálmssonar um Svavar Guðnason. Bókin heitir Svavar og var gefin út hjá bókaútgáfunni Edition Blondal í ritröðinni Format, Röð um myndlist á Norðurlöndum. Rangárvallasýsla: Mikill meirihluti vill sameiningu í viðhorfskönnun sem Gallup gerði um hug íbúa Rangárvalla- sýslu til sameiningar sveitarfé- laga í sýslunni kemur fram að mikill meirihluti er fylgjandi sameiningu. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt sameiningu og af þeim sem svöruðu voru 77% hlynnt sameiningu, 13% andvíg og 10% hlutlaus. Þá var einnig spurt hvernig sameiningarmynst- ur fólk sem væri hlynnt samein- ingu kysi. Af þeim sem tóku af- stöðu til þeirrar spumingar vildu 44,4% sjá Rangárvallasýslu sem eitt sveitarfélag, 46,6% tvö sveit- arfélög og 9% eitthvert annað mynstur. Ekki var marktækur munur á þeim sem völdu eitt eða tvö sveitarfélög. Héraðsnefnd Rangæinga mun, eftir að hafa kynnt sér niðurstöð- urnar, að öllum likindum koma saman til fundar til að ákveða hvert framhaldið verður. -sm |/ Klossar i/ Festingasett |/ Boröi •/ Diskar i/ Handbr barkar $/ Skáls ✓ Slöngur mmmmmmmm ^ Dælu skálar og diska, allar stæröir. Allar álímingar. © ÁLÍMINGAR Smiöjuvegi 20 (græn gata) Sími 567 0505 o. Málningardeild 20% afsláttur af Nordsjö gæða- málningu Dæmi: 580 kr. Itr. Nordsjö innimáln- ing í 10 Itr. dós. AJvgSúc-t Parketdeild 18% afsláttur: Dæmi: Eik rustic 13,5 mm kr. 2.480 m2 Þú gerir ekki betri kaup Ó.M. Búðin Grer Flísadeild 10 - 30% afslátt- ur af gólf- og veggflísum." Dæmi: Vegaflísar á bað kr. 1.250 m2 Teppadeild Filtte CnPÍ 295 m2 Hreinlætistækjadeild 10 - 20% afsláttur Dæmi: wc/m/setu kr. 11.951 bæði í vegg og gólf. Dúkadeild 30 - 50% afsláttur af heimilisdúk- um. Dæmi: parketdúkur, breidd 3m. kr. 475 ma. við seljum ódýrt það er pottþétt, ásvegi 14 sími 56S 1 1SO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.