Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 Höfum notið trausts viðskiptavinanna - segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu „Paö hefur veriö okkar gæfa aö vera með rétta vöru á réttum tíma og á réttu veröi,“ segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu. DV-mynd Hilmar Pór „Þetta var mjög gott ár, eitt af allra bestu árum Heklu. Bílamark- aðurinn óx um fjórðung á milli ára og við héldum okkar markaðshlut- deild, 22,57%, og það erum við í Heklu mjög ánægð með,“ segir Sig- fús Sigfússon forstjóri. „Takmark okkar var að ná 22% markaðshlutdeild . Við viljum vera á toppnum hvað þjónustuna varðar en þegar kemur að markaðshlut- deild sættum við okkur fyllilega við okkar hlut. Hjá Heklu snýst ekki allt um magn eða markaðshlut- deild." Sigfús segir þetta vera eitt af aðalmarkmiðum i stefnumörkun fyrirtækisins. „Aðaláherslan er á að þjóna við- skiptavinunum, óskir og þarfir við- skiptavinarins koma ávallt í fyrsta sæti. Starfsfólk Heklu er mjög með- vitað um þennan hugsunarhátt og á raunar mestan þátt í að skapa hann. Starfsfólkið veit að Hekla er þjón- ustufyrirtæki þar sem komið er fram við viðskiptavininn af sann- gimi. Heiðarleiki í viðskiptum er hin gullna regla. Auðvitað er þetta skylda hvers fyrirtækis en það er nú svo einfalt að okkar velgengni byggir á þessum grundvallarþátt- um; heiðarleika, þjónustu, sann- gimi og jákvæðni. Viðskiptavinir Heklu vita að starfsfólk fyrirtækis- ins er áhugasamt og metnaðargjamt og þetta kann fólk að meta. Þess vegna höfum við notið trausts hjá viðskiptavinum okkar. Bílamarkað- urinn í heild hefur verið í lægð í mörg ár. Það hefur verið okkar gæfa að vera með rétta vöra á rétt- um tíma og á réttu verði,“ segir Sig- fús. „Við tökum ekki þátt í að blekkja viðskiptavini okkar með því að bjóða vildarkjör eða punktakerfi eða þá „gefa“ sérpakka sem umboð- in verðleggja sjálf á kannski tvöfalt hærra verði en pakkarnir kosta um- boðin. Samkvæmt öllum markaðs- rannsóknum er það tilgangur gylli- boða að fela hátt vöraverð. Við í Heklu tökum ekki þátt í slíku. Við lítum einnig þannig á málin að eðli- legast sé að viðskiptavinurinn sjálf- ur ákveði hvaða aukahluti hann kýs að kaupa. Við höfum enga þörf fyr- ir að ákveða slíkt fyrir fólk og þeg- ar kemur að utanlandsferðunum flnnst okkur einnig eðlilegast að fólk ákveði sjálft hvenær það kaup- ir sér ferðir til útlanda. Því að allt kostar þetta náttúrulega peninga og á endanum er það viðskiptavinur- inn sem ber kostnaðinn, þaö segir sig náttúrulega sjálft." - En hvemig lítur Sigfús fram á þetta ár? „Við í Heklu reynum að vera frekar raunsæ, en ég held að árið veröi gott. Þó vil ég vera varkár. Heildarsalan verður væntanlega svipuð og i fyrra, en ef hún verður meiri þá lítum við á það sem auka- bónus fyrir fólkið í landinu því að bílafloti landsmanna er orðinn of gamall og dýr í rekstri. Með nýrri tækni era bílar orðnir spameytnari og mun hágkvæmari bæði fyrir um- hverflð og eigendur sina.“ Tveir nýir bílar „Við komum til með að kynna tvo bíla á næstu vikum, Skoda og Gall- oper, sem er framleiddur í Suður- Kóreu. Þessi jeppi er byggður á eldri gerð Pajero, veralega endur- bættum. Þar á meðal má nefna nýtt útlit og íburðarmikla innréttingu. Billinn í heildina er mjög vel búinn og hefúr komið okkur skemmtilega á óvart. Bíllinn er framleiddur eftir gæðastöðlum Mitsubishi í Japan undir eftirliti japanskra tækni- og gæðaeftirlitsmanna. Þessu má likja við þegar Japanar senda hingað eft- irlitsmenn tU að fylgjast með loðnu- frystingunni hér hjá okkur," bætir Sigfús við til gamans. „Fyrstu tveir Galloper-bílarnir vora kynntir fyrir starfsfólki Heklu á mánudaginn og era nú til sýnis fyrir almenning. Skoda er einnig að koma og þar kynnum við Octavia, Felicia með endurbættu útliti en skúffubíllinn verður óbreyttur. Með Octavia erum við að bjóða góðan bíl sem er byggður á sama grunni og nýi Golfmn og á mjög hagstæðu verði. Skoda er í dag smíðaður eftir gæðastöðlum Volkswagen og mikið af hlutum frá VW er notað til smíði þeirra. Við hlökkum til að takast á við þetta verkefni og það er ljóst að Skoda á hér á landi stóran og trygg- an kaupendahóp. Bæði Skoda og Galloper munu koma á markað í apríl og söludeild þessara bíla verð- ur í upphaflega Hekluhúsinu hér við hliðina. Þegar véladeild flytur í annað og rúmbetra húsnæði mun rýmkast um þessa nýju biladeild, en þröngt mega sáttir sitja þangað til þær breytingar eiga sér stað.“ Nýr Golf „Nýr Golf er líka á næstu grösum, en fyrstu bílamir koma í mars. Þetta er bíll sem hefur farið sigurför um heiminn og þessa dagana anna verksmiðjumar engan veginn eftir- spum. Auk þess er margt spennandi á leiðinni frá Volkswagen, þar á meðal er ný „bjalla" sem verður komin hingað til okkar á næsta ári.“ Velaengni á öðrum sviöum líka „En Hekla selur fleira en fólks- bíla,“ segir Sigfús. „Það er um of einblínt á fólksbíla, en hvað varðar sendibíla er Hekla í fararbroddi með VW, sem náði 27,7% markaðs- hlutdeild á síðasta ári, einnig í vinnubilum með Mitsubishi L200 með 37,6% og eins í litlum hópferða- bifreiðum en þar var VW með 48,7% markaðshlutdeild. Ekki má heldur gleyma vörubíl- unum. Við emm til þess að gera ný- komnir inn á þennan markað og er- um komnir í annað sætið með Scania í nýjum vörubílum með 26,9% markaðshlutdeild og ef við horfum til innflutnings á notuðum vörabílum, sem aðrir standa að en Hekla, þá er Scania í fyrsta sæti. Við eram líka hreyknir af því að hafa selt SVR strætisvagna frá Scania fram yfir aldamót.“ Neyslustýring er úrelt hugtak Breytingar á vöragjöldum í inn- flutningi bifreiða hafa nokkuð verið til umræðu að undanfomu. Hvað segir Sigfús um þau mál? „.Neyslustýring í formi gjalda hafa verið við lýði cilllt frá haftatím- anum og verið að taka breytingum í áranna rás. Stjómvaldsaðgerðir á hverjum tíma hafa haft mikil áhrif á neytendur hvaða stærðir af bílum vora keyptar í það og það sinn. Neyslustýring þessi er óviðun- andi, hvort sem litið er til innflytj- enda og ekki síst almennings. Reyndar fara hagsmunir neyíenda og okkar saman i baráttu okkar til að lækka gjöld ekki síst á stæmi bíl- um, sem era traustari og öraggari í umferðinni. Ég lít meira á þetta sem kjarkleysi stjómvalda og áhugaleys- is stjómmálamanna á þessum mála- flokki að ekki skuli vera búið að taka þessa neyslustýringu af. Fjár- málaráðherrann okkar hefur reynd- ar lýst því yfir að neytendur eigi að taka sínar eigin ákvarðanir en ekki að hafa einhvem „stóra bróður“ til að taka ákvarðanir fyrir sig þegar hann er að lýsa skoðun sinni á nú- verandi fyrirkomulagi. Við höfum jafnframt bent honum á að öryggis- búnaður bifreiðanna, sem nú er fluttur inn hefur verið að aukast og má þar nefna ABS hemlakerfi, líkn- arbeli o.s.fv., sem hafa verið tollaðir með bílunum. Umhverfisvænar vélar hafa kom- iö á markaðinn, t.d. GDI-vélin frá Mitsubishi, sem er byltingarkend hönnun á vél og framlag Mitsubishi til móður náttúru. Bíll með þessari vél er tollaður eins og hver annar. Því miður hafa litil viðbrögð ver- ið frá ráðherra og víðsýni skortir þegar til lengri tíma er litið. Al- menningur, FÍB, Neytendasamtök- in, innflytjendur og tryggingafélög verða að ganga í lið saman og opna augu ráðherra og alþingismanna að breytinga sé þörf, við þurfum ekki forræðishyggju frá ríkisvaldinu. Við viljum fá að velja og hafna án aðstoðar ríkisvaldsins. Ríkið sem á í basli með heil- brigðiskerfið og þau fjölmörgu al- varlegu umferðarslys sem verða hér á landi á ári hveiju kosta samfélag- ið mikla fjármuni og er okkur dýrt. Þessar upphæðir yrðu lægri ef þess- ari neyslustýringu yrði hætt. Ég hef jafnframt trú á að iðgjöld trygginga- félaga myndu lækka þars em slys á fólki yrðu minnL Það er bæði skyn- semi og réttlætismál að lækka gjöld, hætta þessari neyslustýringu og draga þannig beint og óbeint úr kostnaði samfélagsins. Fjármálaráð- herra.s em hefur reyndar setið lengst allra fjármálaráðherra, verð- ur að taka á þessu máli, því breyt- inga er þörf. þjóð sem er að ganga til móts við nýtt árþúsund verður að losna frá þessari forræðishyggju og líta til framtíðar." Dísilskatturinn Nokkuð hefur verið fjallað um þungaskatt á dísilbílum og afnám hans að undcuiförnu. Sér Sigfús fram á að það gangi eftir? „Það er búið að tala um þetta í mörg ár og gera ótal ráðstafanir í þá vera en ekkert orðiö úr fram- kvæmdum. Einhverra hluta vegna hefur fjármálaráðherra ekki tekið af skarið og hrint þessu í fram- kvæmd þótt þjóðhagslega sé þetta verulega hagkvæmt. Ég get nú ekki séð þetta gerast á næstunni," segir Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu að lokum. -JR Smátt GM er að endurhanna Sierra- skúffubílinn sem er söluhæsti bíll þeirra en von er á þessum bíl í sölu í árslok. Meðal nýjunga eru 30% bjartari ökuljós. Hjá Pontiac er byrjað að smíða fyrstu Grand Am-bílana af 1999-ár- gerð. Helstu keppinautar á Banda- rikjamarkaði verða Honda Accord og Toyota Camry. Meira en ein milljón eldri Grand Am-bíla eru enn í umferð að mati GM. Hjá sportbílaframleiðandanum Aston Martin, sem í dag er í eigu Ford, er byrjað að smíða sportbíl sem kallast Project Vantage og kemst frá 0 upp í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það kemur kannski ekki á óvart þegar það er haft í huga að bíllinn er búinn 550 hestafla vél. 1999-árgerðin af Porsche 911 Carr- era er komin með nýtt útlit og nýja V6-vél með tveimur yfirliggjandi kambásum. Hóstasaftin getur I verió hættuleg IEins og flestir vita getur verið hættulegt að taka inn sumar tegundir lyfja og aka bU á eftir því virkni lyfja getur orsakaö skerta hæfni tU aksturs ökutækja. Lyf eiga þátt í fjórða hverju umferðaróhappi í Þýskalandi samkvæmt upplýsingum umferðaryfirvalda þar í landi. í orðsendingu frá þeim kemur fram að það era ekki aðeins þau lyf | sem læknar skrifa upp á sem geta orsakað skerta hæfni tU aksturs því : tU þess að gera „skaðlaus" lyf, eins og hóstasaft, nefdropar og höfuð- f verkjartöflur, geta haft áhrif á aksturshæfnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.