Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 ( < < i i í „Við getum ekki annað en horft með bjartsýni fram á veginn," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima hf. og Ing- vars Helgasonar hf., „á þremur árum höfum við aukið hlutdeild okkar á islenska bílamarkaðnum og vorum á síðasta ári með 25% mark- aðshlutdeild samtals í fólksbílasölu. Mikil aukning var í sölu á Subaru, sem kom sterkur inn á markaðinn með nýjan bíl og mjög gott verð. Opel hefur einnig verið í stöðugri sókn og frá upphafi verið að bæta við sig. Við horfum því fram á markað- inn á þessu ári með bjartsýni, því hagvöxtur upp á 3,5% og 5,2% aukn- ing kaupmáttar ráðstöfunartekna samkvæmt Þjóðhagsstofnun eiga einnig að gera sitt til að þetta geti gengið eftir. Ég vona líka að yfirstandandi verkföll verði leyst á farsælan hátt því það ástand sem fylgir verkföll- um eða hættu á þeim hefur alltaf áhrif á bílasölu.“ Hátt markaðshlutfall ekki keppikefli „Það er ekki keppikefli okkar að hafa háa markaðshlutdeild, miklu frekar að veita góða þjónustu og halda okkar stöðu á markaðnum. 20 eða 25% skipta ekki höfuðmáli en það bendir hins vegar ekkert til þess að hlutdeild okkar verði ekki áfram góð þegar upp er staðið." • Bílheimar hf. og Ingvar Helgason hf. eru rekin samhliða í glæsilegri aðstöðu fyrirtækjanna við Sævar- höföann en auk sölu nýrra bíla eru „Viö leggjum á þaö meiri áherslu aö veita góöa þjónustu og þjóna viöskiptavinum okkar vel, frekar en að halda hárri markaöshlutdeild," segir Júlíus Vífill Ingvarsson, sem heldur um stjórnartaumana í Bílheimum hf. og Ingvari Helgasyni hf. meö bræörum sínum, Guömundi Ágústi og Helga, en samtals voru fyrirtækin tvö með um 25% af heildarsölu fólksbila á síöasta ári. þar til húsa þjónustudeildir auk bilasölu fyrir notaða bíla og véla- deildir Ingvars Helgasonar sem sel- ur m.a. Massey Ferguson-dráttarvél- ar. Ingvar Helgason hf. er með um- boð fyrir Nissan og Subaru en BO- heimar hf. með umboð fyrir Opel, Isuzu og Saab, auk þess sem þeir selja bila frá höfuðstöðvum General Motors í Bandaríkjunum. Fyrirtæk- in eru í eigu Ingvars Helgasonar og fjölskyldu hans en dagleg stjórn fyr- irtækjanna er i höndum þriggja sona hans, þeirra Helga, Guömund- ar Ágústs og Júlíusar Vífils, sem eru framkvæmdastjórar fyrirtækj- anna. Nýr Saab hjá Bílheimum „Ef við horfum til þess sem er fram undan hjá Bílheimum þá ber það hæst að eftir tvær til þrjár vik- ur frumsýnum við nýjan bíl frá Saab í Svíþjóð, Saab 9-5, sem er nýr bíll frá grunni en byggir á arfleifð frá Saab 9000. Þessi nýi bíll er svip- aðrar stærðar og Saab 9000 en tæknilega séð miklu fullkomnari. Skömmu síðar kynnum við enn annan nýjan Saab, 9-3, sem byggir að mestu á gamla 900-bílnum og er mjög svipaður honum í útliti. Hér er það sama uppi á teningnum, því þessi nýi 9-3 er tæknilega miklu full- komnari en fyrirrennarinn. Nýr Isuzu Trooper birtist einnig í apríl. Bíllinn er að mestu svipaður þeim sem er á markaði í dag en með nýju útliti á framenda og nýjum vél- um. Af Opel er það helst að segja að í marsmánuði munum við kynna nýja lúxusútgáfu af Opel Vectra 1600 CD. Þessi nýja Vectra er miklu betur búin en núverandi 1600 GL. Þá verður einnig kynnt ný útgáfa af Opel Corsa, bæði í 3ja og 5 hurða útgáfu, með nýrri 90 hestafla, 16 ventla ECOTEC-vél.“ Nýr Patrol frá Nissan „Ef við horfum til Nissan þá ber þar hæst að nýr Nissan Patrol verð- ur kynntur í byrjun mars. Þetta er nýr bíll frá grunni. Yflrbygging er mjög glæsileg, miklu rýmri og mun betur búin en fyrirrennarinn. Fjöðr- unin byggir þá áfram á sama grunni og meðal annars má gleðja alla jeppaáhugamenn með þvi að hann er áfram með heilli hásingu að framan, sem gerir allar breytingar mun auðveldari. Fjöðrunin hefur verið endurbætt mikið, sem gerir Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri Bílheima og Ingvars Helgasonar hf.: Keppikefli að veita góða þjónustu - samtals voru fyrirtækin tvö með fjórðung sölu fólksbíla á landinu á síðasta ári Svona vinnur stöðug- leikastýringin Stöðuleikastýring heitir á ensku „Electronic stability program", skammstafað ESP. Það vinnur með öðrum öryggiskerfum bifreiðarinn- ar, svo sem ABS (hemlalæsivöm), ASR (spólvörn) og EBR (hemlalæsi- vörn þegar slegið er af) og myndar þannig virkt öryggiskerfi sem eyk- ur stöðuleika bifreiðarinnar við öll akstursskilyrði. Hemlalæsivörnin, sem sagt er frá annars staðar i þessu blaði, varnar því að hjólin læsist við hemlun á hálum vegum og notar til þess sér- stakan skyn- og stjórnbúnað sem stjórnar hemluninni á hvert hjól fyrir sig. Spólvömin fylgist með veggripi hjólanna og kemur í veg fyrir að þau spóli (skriki) við akstur á hálum vegi eða við kröftuga hröðun (inngjöf). Stjórnunin fer fram með sérstökum skyn- og stjórnbúnaði (að stóram hluta þeim sama og ABS notar) sem stjómar átakinu til drifhjólanna þeg- ar þau hafa tilhneigingu til að spóla (skrika). Hemlalæsivöm við hreyfilhemlun kemur í veg fyrir að driíhjólin skriki (læsist) þegar slegið er af á hálum vegi. Stöðug- leikastýringin nýtir með samteng- ingu stjómstöðva virkni framantal- inna öryggiskerfa þegar hún vinnur en kemur í veg fyrir að bifreiðin FMB BILRUÐUR • ISETNINGAR • GLERFYLLINGAR { 21 ár. VzYfgpa am aót/n/J &etnúyru. Sími: 587 0022 Fax: 587 0021 verði undir- eða yfirstýrð í beygjum (sjá mynd). Þegar bifreið er ekið t.d. í vinstri . beygju og þær aðstæður v, skapast að framhjólin byrja að skrika (missa grip) stefnir framendi hennar út úr beygj- unni og kallast það að WiOSTÖÖ bifreiðin sé undirstýrð. Við þessar aðstæður dregur stöðugleikastýringin úr vélaraflinu (sé bifreiðin framdrifin) og hemlar vinstra afturhjól (eftir nákvæma út- reikninga) til þess að rétta af stefnu bifreiðarinnar svo að hún fari eðli- lega í gegnum beygjuna. Þegar afturhjól bifreiðarinnar missa veggrip, t.d. í vinstri beygju, skríður afturendi bifreiöarinnar út á við og kallast það að bifreiðin sé yfirstýrð. Við þessar aðstæður dreg- ur stöðugleikastýringin úr vélarafl- inu (sé bifreiðin afturdrifin) og hemlar hægra framhjól (eftir ná- kvæma útreikninga) til þess að rétta af stefnu bifreiðarinnar svo að hún fari eðlilega í gegnum beygj- una. Þetta eru aðeins einföld dæmi á virkni búnaðarins en segja má að stöðugleikastýringin fylgist með allri hegðun bifreiðarinnar í akstri og stjómi átaki og hemlun hjólanna til að ná fram sem öruggustum akstri við allar aðstæður. Frá Fræðslumiðstöð bílgreina. Dæmi A. Undirstýrö bifreiö í vinstri beygju. Bifreiöin leitast við aö fara beint og eykur við þaö skriö- horn framhjólanna. Hemlun á vinstra afturhjóli er beitt með hárréttu átaki til leið- réttingar. a) Fyrirhuguð akst- ursstefna. b) Hemlandi hjól. c) Snúningsátak tii stefnu- leiöréttingar. d) Stefna undir- stýrörar bifreiöar. A d Dæmi B. Yfirstýrö bifreiö í vinstri beygju. Afturendi bif- reiöarinnar leitar út á viö. Hemlun á hægra framhjóli er beitt meö hárréttu átaki til leiðréttingar. a) Fyrirhuguö akstursstefna. b) Hemlandi hjól. c) Snúningsátak til stefnuleiöréttingar. d) Stefna yfirstýrörar bifreiöar. í i í í i í i í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.