Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 49 Ekki skyndiákvörðun: Tekur þrjá mánuði að velja rétta bílinn Menn eru lengi að ákveða sig þegar þeir kaupa bíl eða svo segir nýleg könnun bandaríska tímarits- ins „Mens Health“. Svör fengust frá 2.145 bílakaup- endum og þar kemur fram að „meðaimaðurinn" er þrjá mánuði að velja rétta bílinn áður en harrn ákveður að kaupa. Ritstjórinn, Mike Lafavore, seg- ir: „menn skoða bíla á svipaðan hátt og reyndur veiðimaður eltir bráð sína. Þeir eyða miklum tima í að skipuleggja „veiðina", skoða „bráðina" vel og leggja síðan til at- lögu með réttu vopnin við hönd- ina.“ Þeir sem svöruðu könnuninni sögðu áreiðanlegustu heimildina varðandi kaup á nýjum bílum vera dagblöðin. Fyrri reynsla og reynsla vina og vandamanna er líka mikil- væg en umsagnir í blöðunum eru mikilvægari. Nissan: Gerðum fækkað úr 25 í fimm Nissan í Japan ætlar að fækka þeim gerðum sem fyrirtækið framleiðm og stytta þróunartíma nýira bíla venilega. Að sögn Yoshikazu Hanawa, aðalstjómanda Nissan, er ætlun- in að fækka megingerðum bíla, eða „grunnplötum", úr 25 í fimm árið 2005 og stytta þróunartíma úr 19 mánuðum í 12 árið 2000. Þá hefur Nissan í hyggju að auka notkun stiglausra sjálf- skiptinga sem meö bensínvélum með beinni innsprautun (GDI) geti aukið sparneytni um 50% miðað við bila dagsins í dag. Þróunartíminn verður styttur í 12 mánuði með notkun nýrrar tölvutækni sem gerir einnig kleift að draga verulega úr þró- unar- og framleiðslukostnaði. Af hálfu Nissan er stefnt að því að auka markaðshlutdeild á heimsvísu úr 4% í 6% á árinu 2000. bílar Toyota og Subaru sitja á toppnum til skiptis: Eiga landshlutarnir sínar uppáhaldstegundir? Dreifast hinar ýmsu bíltegundir jafnt um landið? Eða á hver landshluti fyrir hvemig þetta skiptist. Við skulum lita aðeins á skiptinguna á 15 sölu- sína uppáhaldstegund? Nýskráningum fólksbíla (þar undir flokkast líka hæstu tegundunum í hverjum landsparti. Rétt er að taka fram að þar sem jeppar) er skipt eftir landshlutum þannig að auðvelt er að gera sér grein tegundir em jafnar í tölu er stafrófsröð látin giida: Höfuðborg Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland Toyota 1164 Toyota 161 Toyota 67 Subaru 65 Subaru 57 Subaru 181 Toyota 57 Toyota 73 Volkswagen 887 Mitsubishi 105 Mitsubishi 61 Toyota 40 Toyota 42 Toyota 150 Subaru 55 Mitsubishi 67 Hyundai 548 Volkswagen 71 Subaru 61 Mitsubishi 23 Mitsubishi 28 Mitsubishi 97 Mitsubishi 40 Nissan 47 Subaru 543 Nissan 58 Nissan 32 Nissan 16 Volkswagen 18 Suzuki 58 Suzuki 40 Subaru 46 Mitsubishi 531 Opel 46 Hyundai 31 Hyundai 14 Nissan 17 Hyundai 56 Hyundai 23 Hyundai 37 Nissan 519 Hyundai 29 Opel 30 Volkswagen 13 Hyundai 16 Volkswagen 34 Nissan 23 Volkswagen 37 Opel 515 Subaru 29 Renault 29 Suzuki 12 Suzuki 11 Nissan 30 Volkswagen 13 Opel 32 Ford 367 Suzuki 21 Volkswagen 26 Opel 8 SsangYong 9 Opel 30 Opel 11 Suzuki 21 Suzuki 366 Renault 20 Suzuki 22 LandRover 6 Honda 7 Honda 26 Peugeot 10 SsangYong 17 Renault 311 Mazda 16 Peugeot 18 SsangYong 6 LandRover 4 Ford 25 SsangYong 9 Peugeot 14 Honda 267 Volvo 14 Honda 16 Skoda 4 Opel 4 Peugeot 24 Honda 6 Renault 12 Daihatsu 139 Honda 13 Isuzu 6 Volvo 4 Daihatsu 3 Renault 19 LandRover 5 LandRover 7 Mazda 112 SsangYong 8 LandRover 6 Honda 3 Chrysler 2 Chrysler 16 Daihatsu 3 Isuzu 6 Peugeot 100 Ford 7 Skoda 6 Mazda 3 Ford 2 LandRover 10 Mazda 3 Mazda 6 Peugeot 7 SsangYong 6 Peugeot 3 Ný dísilvál frá Peugeot: Eyðir 40% minna en sambærileg bensínvél Franski bílaframleiðandinn PSA Peugeot Citroen, sem er leiðandi í framleiðslu dísilvéla í Evrópu, til- kynnti á dögunum um nýja dísilvél og undirstrikaði um leið þá vissu sína að dísilvélar ættu sér mikla framtíð þrátt fyrir efasemdir um mengunarvamir. Þessi nýja dísilvél, sem nýtir nýj- ustu tækni, er bæði spameytnari og mengar miklu minna en eldri gerð- ir dísilvéla. „Við erum fullvissir um kosti dísilvéla," segir Jean-Martin Folz, stjómarformaður PSA, en hann tók við af Jacues Calvet, sem stýrt hafði PSA um árabil, í október síðastliðn- um. „Báðar gerðimar menga um- hverfið. Dísilvélamar senda frá sér öragnir en bensínvélarnar loftteg- undir sem eiga sinn þátt í að auka gróðurhúsaáhrifln. “ Dísilvélar senda frá sér miklu meira af örögnum en bensínvélar en valda miklu minni áhrifum á and- rúmsloftið í heild. Öragnirnar setj- ast að í lungunum og eru taldar hættulegar heilsu manna af alþjóð- legum heilbrigðisyflrvöldum. „Gróðurhúsaáhrifin ein sér eru næg ástæða til þess að við viljum snúa okkur meira að dísilvélum," segir Folz. „Keppinautar okkar í Þýska- landi hafa snúið sér i auknum mæli að þróun betri dísilvéla og í Japan, þar sem menn eru frekar á varð- bergi gagnvart dísilvélum, er hafln framleiðsla á bílum með dísilvélum í auknum mæli. Jafnvel í Banda- rikjunum hefur varaforsetinn, A1 Gore, beðið bílaframleiðendur að skoða dísilvélamar betur. Að sögn Folz er nú unnið að þró- un hreinsibúnaðar, eða síu, fyrir öragnimar í útblæstri dísilvéla og er reikaö með því að hann verði til- búinn árið 2000. Eyðir og mengar minna Þessi nýja dísilvél, sem búin er nýjum háþrýstum innsprautunar- búnaði fyrir eldsneytið, er þróuð í samvinnu við Bosch í Þýskalandi. Hún er sögð eyða um 20% minna en eldri gerðir dísilvéla og um 40% minna en sambærileg bensínvél. Hönnuðir vélarinnar einbeittu sér að tveimur atriðum sem fara í taugarnar á þeim sem nota dísilvél- ar: hávaða þegar þær fara í gang og reyknum sem þær senda frá sér. Að sögn þeirra er hávaðinn miklu minni og nú á að hafa tekist að koma í veg fyrir reykskýið sem köld disilvél sendir frá sér þegar hún er sett í gang á köldum morgni. í reynd á hvorki hávaði né sýnileg mengun að vera meiri en frá hefð- bundinni bensínvél i dag. Framleiðsla hefst í október á þessari nýju dísilvél. í byrjun verða framleiddar um 400 vélar á dag en um 2000 þegar kemur fram á sumar 1999. í byrjun verða framleiddar 2,0 og 2,2 lítra vélar. Þær munu fyrst sjást í Peugeot 406 og Citroén Xantia. Peugeot er ekki fyrstur til að senda frá sér nýja hátæknidísilvél á markaðinn en þessi vél að taka hin- um mikið fram hvað varðar tækni- leg atriði, að sögn Jean-Martins Folz. í Frakklandi er mikil umræða í gangi um mengun frá bílvélum, og þá sérstaklega reykinn frá dísilvél- um, en samt eru 41 til 42% nýrra bíla sem seldust þar í landi á síðasta ári með dísilvél 20% bílanna valda 80% af menguninni „Við erum fullvissir um það að stór hluti umræðunnar um mengun frá dísilvélum kemur til vegna gömlu reykspúandi bUanna sem eru í umferðinni í dag og geta ekki mætt þeim mengunarvörnum sem bílar með hvarfakúta gera í dag,“ segir Folz. „Tölulegar staðreyndir sýna að það eru um 20% af bílaflot- anum í dag sem senda frá sér um 80% af menguninni." Að sögn Folz er mun hag: kvæmara að losna við þessa gömlu bUa úr umferðinni en að einblina um of á þá lausn að draga örlítið úr mengun frá nýjum bUum og þá með óheyrUegum kostnaði. Þá þarf einnig að endurbæta elds- neytið enn betur, að sögn Folz, og framleiða bensín með minna brennisteinsinnihaldi. „Því það þjónaði litlum tUgangi að endur- bæta sífeUt bilvélamar ef olíufélög- in kæmu ekki jafnframt fram með betra bensín." Reuter Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Baleno Wagon er aflmikill og hagkvæmur í rekstri, hefur einstaklega góða aksturseiginleika og býður upp á allt að 1.377 lítra farangursrýmii SUZUKI SUZUKI BILAR HF j Skeifunni 17. Sími 568 51 00 AFL OG ÖRYGGI BALENO WAGON GLX: 1.445.000 KR WAGON GLX 4x4: 1.595.000 KR $ 8UZUKI ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.