Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Page 6
6 MIÐVTKUÐAGUR 29. APRÍL 1998 Neytendnr Endingagóöar buxur Ef klofsaumar í bamabuxum er saumaðir með siksakspori endast buxurnar drjúgum lengur en ella þótt mikið gangi á. Gólflistar málaöir Málaöu gólflista áður en allt annað er málað. Haltu stinnum pappír í kverkinni á milli listans og gólfsins til þess að ekkert sullist á gólfið. Innstunguhengi Ef fleiri en ein innstunga er að staðaldri notuð í einfaldan tengil er þægilegt að hafa krók í veggn- um og hengja lausa innstungu á hann. Þá liggur leiðslan ekki á gólfinu fyrir fótum manna. Skipt um perur Ef hátt þarf að seilast til að skipta um heitar perur er ekki úr vegi að vinda þétt og fast kramar- hús úr dagblöðum utan um per- una til að skrúfa hana úr. Stigi á hjólum Ef til vill þarf að geyma stiga á hliðinni. Þá er hægðarauki að setja húsgagnahjól undir hann og draga hann fram án þess að skemma málningu á honum eða öðru. Áberandi verkfæri Verkfæri týnast oft í grasinu. Þau sjást betur og finnast fyrr ef þau eru máluð í áberandi lit, t.d. skærrauðum. Ðlöörur blásnar upp Blöðrur hressa upp á umhverf- ið þegar fólk gerir sér glaðan dag en það getur tekið langan tíma að blása þær upp. Notiö fótpumpuna frá vindsænginni til að blása blöðrumar upp. Nytsamlegar kryddhíllur Hillusamstæða af því tagi sem notuð er í eldhúsinu undir krydd og annað slíkt getur einnig nýst vel i svefnherberginu undir snyrtivörur, saumadót, skartgripi og þess háttar. Ryklaus borun Rykið breiðist um allt þegar borað er í vegg. Rektu borinn í gegnum tóman eldspýtustokk og þrýstu stokknum að veggnum áöur en borað er. Ryk og mylsna safnast þá saman í stokknum í staö þess að þyrlast um herbergið. Lágar dyragættir Sums staðar eru dyragættir lægri en fólk á að venjast. Festu borðtenniskúlu upp í dyrabitann, þá muna allir eftir að beygja sig áður en árekstur verður. -glm Nýjungar í GSM-kerfinu: Gífurleg fjölgun farsíma Notendur farsíma á íslandi eru nú orönir yfir 70000 talsins. Gífurleg fiölgun notenda GSM- síma og annarra farsíma verður hérlendis í hverjum mánuði. Sú ólga sem ríkt hefur á raftækjamark- aðnum hérlendis hlýtur að ýta und- ir farsímaeign landsmanna því þar hafa verið boðnir ails kyns gerðir af farsímum á lægra verði en áður hef- ur þekkst hér. íslendingar hafa tek- ið vel við sér og jafnvel hefur legið við handalögmálum sums staðar þar sem farsimar hafa verið boðnir á spottpris. Samkvæmt upplýsingum Lands- símans fiölgar notendum um meira en þúsund manns í hverjum mán- uði og er ísland í sjötta sæti hvað varðar útbreiðslu farsíma í heimin- um. SMS-smáskilaboö GSM-kerfið hefur verið starfrækt hérlendis frá 1994 en allur hugbún- aður er uppfærður á hverju ári. Landsíminni kynnir þessa dagana ýmsar nýjungar í þjónustunni sinni við farsímanotendur Þar má nefna svokölluð smáskilaboð sem láta vita þegar skilaboð liggja í talhólfi, lægra gjald fyrir SMS-sendingar og ný vefsíða með upplýsingum um GSM-þjónustu. Þessa dagana er ver- ið að kynna fyrir ákveðnum hópi farsímanotenda sem jafnframt hafa talhólf hvernig SMS-smáskilaboð geta látið vita ef skilaboð liggja í tal- hólfinu. Þjónustan virkar þannig að ef farsímanotandinn fær ný skila- boð í talhólfið sitt eru sjálfkrafa send SMS-smáskilaboð í farsíma viðkomandi um að eitthvað liggi í talhólfinu. Farsímanotandinn fær því vitneskju um skilaboðin um leið og kveikt er á símanum. Þjónusta þessi er ókeypis. Kostnaöur viö skilaboðin Allar nýrri gerðir af GSM- símum geta sent og tekið á móti SMS-skila- boðum. Nú hefur verið ákveðið að gjald fyrir þessa þjónusta, þ.e. að senda frá sér skilaboð, lækki um helming hjá Landsímanum þann 1. maí. Þá mun kosta 10 krónur að senda skilaboð í farsíma og 14 krón- ur að senda skilaboð í faxtæki. Frá tölvu til GSM-síma Á næstunni verður einnig sett upp ný vefsíða um GSM-þjónustuna þar sem hægt verður að fá ýmsar upplýsingar um símana, útbreiðslu kerfsins og möguleika þess. Slóðin er www.gsm.is. Vefsíðan verður tengd heimasíðu Landssímans. Þar verður boðið upp á þann möguleika að senda smáskilaboð, að hámarki 160 stafi, frá tölvu í GSM- síma. Síðar á árinu verður einnig boðið upp á svokallaða SMS-upplýsinga- þjónustu í samvinnu við ýmsa aðila. Þar verður t.d. hægt að fá stuttar fréttir á skjá GSM-símans, upplýs- ingar um veður og færð, úrslit úr íþróttaleikjum eða nýjustu lottótöl- ur. Noröurlöndin efst Notendum farsíma hefur fiölgað mjög hratt hérlendis eða um 74% á árinu sem leið. Eins og áður sagði eru íslenskir farsímanotendur nú orðnir yfir 70000 talsins. Þó eru GSM-notendur einungis um 45000 af þeirri tölu. GSM-kerfið býðst nú í um fimm- tíu ríkjum víðs vegar um heiminn. Farsímaeign er hvergi almennari en á Norðurlöndum og erum við ís- lendingar í sjötta sæti hvað varðar útbreiðslu farsíma í heiminum. GSM-kerfið hefur þó ekki verið stcirtrækt hér nema í tæp fiögur ár og því má búast við því að íslensk- um farsímanotendum eigi enn eftir að fiölga. -glm Fljótlegt og gott ítalskt brauð Næstkomandi laugardag hefi- ast ítalskir dagar í bakaríum um allt land á vegum Landssam- bands bakarameistara og Sam- taka iönaðarins. Af því tilefni birtmn við hér uppskrift, ættaða frá Ítalíu, af hinum vinsælu Ci- abatta-bollum sem mörgum finn- ast ómissandi með morgunkaff- inu. í uppskriftina þarf: 700 g af hveiti 75 g sigtimjöl 40 g ólífuolíu 15 g salt 15 g ger 500 g vatn Öllu er blandað saman í hræri- vél (notið hnoðara) og hnoðað hægt í tvær mínútur og síðan að- eins hraðar í fimm mínútur. At- hugið að deigið á að vera mjög blautt. Deighitastig u.þ.b. 24 C. Látið deigið hefast í minnst níutíu mínútur. Hellið deiginu á hveitistráð borð, stráið hveiti ofan á deigið og skiptið með spaða í hæfilega stór brauð og flytjið á plötu. Bakið við 230 C í u.þ.b. tuttugu minútur. Alls kyns ítölsk brauö og bakkelsi veröa sífellt vin- sælli hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.