Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Síða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 JLj"V Fræðin eru ekki að deyja Dagana 17.-19. apríl var haldin ráðstefna í Kaupmannahöfn um miðl- un norrænnar miðaldamenningar, skipulögð af Bergljótu Kristjánsdótt- ur hjá Stofnun Árna Magnússonar i Kaupmannahöfn, Úlfari Bragasyni, forstöðumanni Stofnunar Sigurðar Nordals, og Karli Gunnari Johans- son í Háskólanum í Gautaborg. „Mönnum hefur þótt áhugi á norrænum fræð- um fara minnkandi og meiningin var að fá þá sem starfa að þeim til að ræða saman og athuga hvort ekki mætti bæta úr þvi. Þingið leiddi hins vegar i ljós að áhuginn er miklu meiri en menn hafa viljað vera láta,“ segir Úlfar Bragason. „Þarna komu miklu fleiri en við áttum von á; kennarar, fræðimenn, safnamenn og fjöldi stúdenta, alls um 200 manns, en við höfðum í bjartsýni okkar búist við um sjötíu. Fræðin eru alls ekki að deyja.“ Á þinginu voru haldnir 26 fyrirlestrar um það sem búið er að gera, það sem verið er að vinna að og það sem stendur til að gera. „Til dæmis er búið að skrá öll kalkmálverk 1 dönskum kirkjum og okk- ur var sýnt hvemig hægt er að gera slíka þjóðar- dýrgripi aðgengilega á Netinu,“ segir Úlfar. „Þar fær fólk upplýsingar um hvar málverkin er að finna og getur líka skoðað þau í nærmynd. í kirkjun- um er maður venjulega of langt frá þeim til að sjá þau í smáatriðum. Rithöf- undamir Svava Jakobs- dóttir og Ib Michael sögðu frá því hvernig þau flétta fornri arfleifð inn I skáld- skap sinn. Einnig var sagt frá útgáfmn og þýðingum á fomum bókmenntum. Fólk var hrifið af nýju heildarútgáfunni á íslendingasögum á ensku og mönnum fannst einboð- ið að endurtaka leikinn á Norðurlandamálum. Nýrri Heimskringluþýð- ingu hefur verið tekið geysilega vel í Svíþjóð. Þegar þýðandanum var sagt að það ætti að prenta hana í 5000 eintökum hristi hann höfuðið og fannst ótrúlegt að þau seldust nokkurn tíma, en aðeins nokkrum vikum seinna hringdi útgefandinn og spurði hvort hann vildi gera einhverjar breytingar fyrir nýja prentun!" Samtími eða saga „Margt af því sem þarna var kynnt á einkum erindi til annarra fræði- manna,“ segir Úlfar, „til dæmis fomnorræna orðabókin sem verið er að vinna að í Kaupmannahöfn og handrit sem verið er að setja á Net- ið. Annað kemur öllum almenningi við. Til dæmis var sagt frá nýjum aðferðum við að setja upp sýningar á söfnum og sagt var frá miðalda- safni á Fjóni þar sem gesturinn gengur inn i fornan heim. Matur er búinn til með gömlum aðferðum, fólk getur fengið að vinna með mið- aldaáhöldum, klæðst miðaldafótum og svo framvegis." Það besta við þingið að mati Úlf- ars var hversu margt ungt fólk sótti það og ræddi saman um að- ferðir við að koma menningararf- inum til fólks. Skylda háskóla- manna er að miðla fræðum sínum til almennings og það sem vantaði á þinginu var kannski helst að ræða um yngstu kynslóðirnar og hvernig væri hægt að miðla fróð- leik til þeirra. Verið er að þýða Lykil Heimis Pálssonar að íslend- ingasögum á norsku og von til að sú bók komi á fleiri tungumálum til notkunar í framhaldsskólum. Og Netið má nota með afar góðum ár- angri við kennslu á þessu efni - sýna og gefa upplýsingar um staði og lifnaðarhætti fólks. Úlfari þykir sjálfsagt að fylgja þinginu eftir með fundum hér heima. Þó að margir vinni ötullega að kynningu forarar menningar talast það fólk of sjaldan við. í ferðaþjónustunni er loksins vakn- aður áhugi á að nýta menningar- arfihn - eins og sést á Njálusetrinu á Hvolsvelli og Njáluferðum, kynn- ingum á sögustöðum víðar um land og fleira. - Hver er boðskapurinn sem þú kemur með heim af svona þingi? „Því er erfitt að svara í stuttu máli,“ segir Úlfar. „En það sem virðist hafa gerst annars staðar á Norðurlöndum upp úr 1970 er að farið var að leggja mun meiri áherslu á samtímann í skólastarfi. Hið sögulega viðhorf varð að víkja og þá hvarf úr skólanum kennsla í miðaldabókmenntum til dæmis. Hér gekk þessi þróun aldrei eins langt en við þurfum endilega að taka inn nýjar aðferðir við kennslu, kenna börn- unum til dæmis að ná sambandi við miðaldir gegnum Netið. Svo er sjálf- sagt að halda sagnaarfinum lifandi með öllum ráðum - gefa fólki kost á að fylgjast með fornleifauppgrefti, til dæmis í Reykholti þar sem nú á að fara að gera miklar rannsóknir - þannig að fólk komist að því ekki að- eins hvaða vitneskja liggur fyrir heldur líka hvaða vitneskju er verið að leiða í ljós með rannsóknum. Þær eru til alls fyrstar." Dönsum fugladansinn Útskriftarnemendur úr Leiklistarskóla íslands: Gjörvilegur hópur. Hún var kannski ekkert átakan- lega frumleg hugmyndin að kvik- myndinni Rót sem útskriftarnem- ar úr Leiklistarskóla íslands unnu sem sitt lokaverkefni og frumsýnd var í sjónvarpinu á sunnudags- kvöldið. En hún bar einkenni skapara síns, Óskars Jónassonar leikstjóra, var fersk, hressileg, fyndin og einlæg. Eflaust græddi hún á því líka að Einar Kárason kom að handritsgerð með honum. Tveir rótarar, annar gamall í hettunni og sjúskaður (Guðmund- ur Ingi Þorvaldsson), hinn ungur að læra fagið (Friðrik Friðriksson) fara upp í Borgarfjörö að halda ball. Þar veit enginn til þess að eigi að vera ball en af því að húsvörð- urinn (Ólafur Darri Ólafsson) er auli reikna allir með þvl að hann hafi týnt plakötunum og gleymt að bóka hljómsveitina og allt er sett á fullt að boða ball. Um það bil þeg- ar ungi rótarinn er búinn að strjúka öllum á staðnum öfugt með ótímabær- um hroka kemur i ljós að hljómsveitin er stödd á Borgarfirði eystri („Og hvar erum við?“ spyr sá ungi!) og góð ráð fokdýr. En í svona plássi er hver maður sinn skemmtikraftur og á stuttum tíma - meðan salurinn verður smám saman „dýrvitlaus" eins og Magnea húsvarðarfrú (Helga Vala Helgadóttir) orðar það - er sópað saman fólki til að spila og syngja. Stelpurnar sem þrífa fé- lagsheimilið (Edda Björg Eyjólfsdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir) eru búnar að æfa spæsgörlslag, húsvörðurinn kann eitt lag og rafvirkinn á staðnum (Agnar Jón Egils- son) kann að spila eitt lag á saxófón. Skemmti- legt leiðarminni er svo „fugladansinn" sem ungi rótarinn magnar á sig í upphafi myndar þegar hann stríðir stelpunni í sjoppunni á honum; myndin endar á því að allir dansa og syngja af miklum krafti þetta hræðilega lag - og svei mér ef það syngur ekki í hausnum á manni enn þá. Útskriftarhópurinn fór létt meö að leika hvers- dagsraunsæja jafnaldra sina eftir að hafa spreytt sig á persónum á öllum aldri og iðulega nokkuð gróteskum í verkefnum vetrarins. Og Óskar Jón- asson náði alveg sama af- slappaða og einlæga leiknum út úr þeim og Hilmar Jónsson í þeirri fínu sýningu Uppstopp- uðum hundi sem núna gengur í Lindarbæ. Hvert og eitt þeirra mót- aði ákveðinn persónu- leika sem kom í ljós smám saman og fékk jafnvel tíma til að þróast ofurlítið. Jafnvægi er milli einstaklinga í hópnum þó að þeir séu ólíkir innbyrðis, eng- inn áberandi sterkastur en öll álitleg. Og gjörvileg. Rót er rótskyld Með allt á hreinu, einni vin- sælustu kvikmynd sem hér hefur verið gerð. En hún bar skyldleikann með sóma. Iðnó opnað að nýju Nú er verið að leggja lokahönd á gagngerar end- urbætur á Iðnó, elstu leikhúsbyggingu íslendinga, sem varð hundrað ára í fyrra. 1 tilefni af afmælinu í desember var húsið endurvígt með hátíðasýningum á Dómínó eftir Jökul Jakobsson og gafst þá tækifæri til að sjá hvernig til hefði tekist með endurbæturnar. Er skemmst frá því að segja að mikil alúð hefur verið lögð í verk- ið, húsið er gullfallegt og yfir því virðulegur og afar aðlaðandi blær liðinnar tiðar. Litasamspil er í sem upprunalegastri mynd og lengi hægt að una sér við að skoða það. Senn kemur að því að hafnar verði almennar sýningar í húsinu. Leikfélag ís- lands sem hefur umráð yfir því tilkynnti á dögun- um að opnunarsýningin yrði helguð Halldóri Lax- ness og nefndist „Únglíngurinn í skóginum". Hún er byggð upp á verkum Halldórs með aðaláherslu á ljóð hans og verða þátttakendur margir, meðal þeirra Amar Jónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson. Leikstjóri er Viðar Eggertsson en Pétur Grétarsson semur tónlist og stýrir hljóm- sveit. Um leið verður opnuð sýning á verkum ýmissa myndlistarmanna sem gert hafa málverk og skúlp- túra við ljóð Halldórs. Einnig verður kaffihús staðarins opnað og veitingasalur á annarri hæð sem Rúnar Marvinsson og félagar sjá um. Frumsýning á Únglingnum í skóginum verður 13. maí en aðeins eru fyrirhugaðar þrjár sýningar á þessu verki því Listahátíð í Reykjavík hefst þann 16. og klúbbur Listahátíðar verður í Iðnó. Einnig verða nokkur atriði hátíðarinnar þar, til dæmis tónleikar Caput og indversk danssýning. Þá er bara að fara að hlakka til. ■ ■ ■ fc Bréf til mömmu Og talandi um Halldór Laxness þá er birt bréf frá honum sautján ára í nýjum árgangi Ritmennt- ar, ársrits Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Þar er sagt frá afhendingu handrita Halldórs Laxness á degi íslenskrar tungu 1996 og prentað bréf sem hann skrífaði mömmu sinni frá Kaupmannahöfn í sinni fyrstu ferð til útlanda: „Ég ætla að láta þig vita að mér líður ljómandi vel, er gadd- frískur og uni mér það allra bezta.“ Þetta er innilegt bréf j og einlægt og birtir kær- komna mynd af bréfritara við upphaf frægðarfer- ils hans. Margt fleira efni er í ritinu, meðal annars yfir- gripsmikil grein um handritadeild safnsins í til- efni af 150 ára afmæli deildarinnar eftir forstöðu- mann hennar, Ögmund Helgason. Erla Hulda Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns ís- lands, ritar um brautryðjandastarf Önnu Sigurð- ardóttur sem stofnaði safnið. Hildur G. Eyþórs- dóttir skrifar um íslenska bókaútgáfú 1967-1996. Jón Ólafur ísberg skrifar um heimildagildi nokk- urra annála þar sem sagt er frá Svarta dauða og Þorsteinn Þorsteinsson metur framlag Williams Morris til bókagerðar. Ritstjóri Ritmenntar er Einar Sigurðsson lands- bókavörður. Nafnagaldrar Ekki var fyrr búið að segja frá 26. hefti tíma- rits Bjarts og frú Emilíu en hið 27. berst í hús. Þar er brugðið á leik með áskrif- endur; skrá yfir þá var send nokkrum ritsnillingum þjóðarinn- ar og þeir beðnir að velja sér nöfn og skrifa um þau. Árangurinn er birtur í heftinu. Meðal fiölmargra ritsnillinga eru Linda Vilhjálmsdóttir, Gerður Kristný, Haraldur Jónsson, Bragi Ólafsson og Guöbergur Bergsson og til að gefa eitt sýnishorn veljum við nafnið Málfríði. Guðbergur Bergsson skrifar: „Málfríður var felunafn á karlmanni sem var færður í kvenmannslíki, vegna þess aö hann var vel máli farinn. Málfríður hét hann í raun og veru. Það þótti aldrei viðeigandi að karl- menn væru liprir í munninum eða töluðu mildilega, þó sumir hefðu vissa tilhneigingu til slíks. Ef þá langaði að „njóta sín í munninum“, eins og það var kallað, urðu þeir að breyta sér í konur. Þannig er nafniö Málfríður kornið." Ábyrgðarmaður tímaritsins er Snæbjörn Arngrímsson. Forsíðan er Benediktsbleik að lit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.