Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 Spurningin Hvaða frídagur er skemmtilegastur? Margeir Margeirsson sendill: Páskadagur. Guðmundur Johnsen fram- kvæmdastjóri: Frídagur verslunar- manna. Logi Gunnlaugsson hljóðmaður: Jóladagur. Erlingur Björnsson nemi: Laugar- dagur. Guðmundur Arason: Sumardagur- inn fyrsti. Lesendur Sigurður A. Magn- ússon í sálarháska Aldnir eiga leikinn Um þaö eru vnrla “■*■1 .......... mjóg skiptar tkoðanir Kiallarinn að aldruð fólk tó meðal 11111 þeirra hópa I íslcnsku satnfðlagí sem búa víð einna Iðkust kjör. Að söonu hefur oilstðr hópur aldra&ra komið Ur sæmllccn fyrir og lifir áhyggjuhtiu m áknQejp eínhæfu llfi. Vlsast voru það ein- Maklíngar Ur l»*lm hðpl sem fundu uppá þvi skopiega nýmæii að stofna með sér -Samlðk cldri sjátf- stæðismanua", vænt- anietKi { því skyni nð hnrata gegn samslöðu eldri borgara I barátt- unni firir batnandl íuiji kynslóóanna sem Iðgðu gruiujínn nð l»im llfskjörum sem obfci þjððar- innar býr við. Að öllu eðliiesu ættu rktri borg- arar nð tnka hðndum saman og mynda breiöfylkingu. þvert á öll flokksbðnd, tii að tryggja sér pðli- .4$ Hlu oölilegu mttu oldrl borg■ urar afl taka höndum saman og myada breiöfylklngu, þvert á ðll flokksbönd, til afl tryggja eór pðtítíek áhríf og berjast gegn mlsréttínu sem látlð er vlðgang aet.“ hafa &rið með völd i iandinu. Sjilfítœðls- flokksim og hYam- sóknarflokksLns. t>eir hafa purkunar- laust beltt sör fyrtr siauknum Jaðar- skóttura og hækkun skatta af eUflUeyrt 4 saina tíma og flár* magnsskattar há- tckjufólks haía verið lækkíiöir. Öldruöum stór* fjölgar Eldri borgarar verða hlutfaflslcga æ flölraennari sam- félagshfipur. í byrj- ----------- un þessa áratugar var uniþaðbil áít- undl hviT Islemiing- ur komlnn yflr sex- tugt, cn nð tuttugu áruin liðnum cr tallð að flðrðí hver landsmaður veröl 1 þelm aldurxhópi. Svipuð þróun i nálægura löndum hefur ícitt tfl þess, að á Norðurlömium, l Bandarikjunon, Þýskalandi og víöar íuifa aidnlr látið æ raeir tíi sin taka í póií- tískum cfitum. FTestlr sðrfræö- ingar eru sam- dóma um aö batuandi heilsu- far tneð vaxandi mcðalævi komi ckki afsjálfu sðr. Hclisuínr aldraðs fólks mun mjög nttatafstilyrfr Rcstlr sóftraoölr-oar eru samdóma um oö botnamdl hetlsular meö ví moöalmvi koml ekki af ajálfu aér, aeglr Slourður iruu i profnlnnl. • - AtdmWr f Ukamarœkt. (ástur eftirlaunaaldur, scm ekki tekur mið af lengri starísgetu sam- farn fleirí æviárum. Nýtt skolö í mannkynssög- unni t'ýskir ft-lags- or öldrunarfncð ifiisir Mii fvúr aiifi að unn,.^ , leg&ia af þann fomláicga og af dýrkeypta sið að ráöa menn (en ættl ævllangt, og vlsast umuu þ gcQj „nflúkum" gtldum samféla ins meirl gaum cn tiðkatt hefUr þcsaa. Ekki cr ðscnnilegt nð þ ondæfi mannflandsamlegtrai hu jnjírhwflmsrtrjfljlmMliir Bréfritari vitnar í kjallaragrein Sigurðar A. Magnússonar í DV 30. mars sl. Þorgeir Ibsen skrifar: Hreint er með ólíkindum hversu Sigurði A. Magnússyni rithöfundi tekst að klúðra, um sumt, annars ágætum greinum sínum um menn og málefni, með órum sínum sem reyn- ast vera gjörsamlega staðlausir staf- ir. - Þetta er m.a. mjög áberandi í pistli hans í DV „Aldnir eiga leik- inn“. Má þó taka undir margt sem vel er sagt og meint þar, þegar frá eru dregin ósannindi hans og áburð- ur í garð „Samtaka eldri sjálfstæðis- manna“. Þau eru ekki stofnuð gegn neinu því félagi eða samtökum sem vinna að hagsmunamálum eldri borgara í landinu, heldur til að styrkja það sem sá ágæti hópur og aðrir slíkir eru að gera vel í öldrun- armálum. Snemma í pistli sínum kemur SAM sjálfum sér i háska með því að gera sárasaklausu fólki upp sakir og bera því á brýn að það sé „að hamla gegn samstöðu eldri borgara í barátt- unni fyrir batnandi kjörum kynslóð- anna sem lögðu grunninn að þeim lífskjönun sem obbi þjóðarinnar býr við“ eins og hann orðar það. - Þessi illmæli SAM um hinn fjölmenna hóp sem skipar sér nú í raðir „Samtaka eldri sjálfstæðismanna" eru höfundi sínum til lítils sóma, en mikils vansa. Nokkru síðar í pistli sínum sendir hann áður nefndum samtökum tón- inn og kallar þau „samansafn ábúð- arlegra íhaldsmanna sem greinilega hyggjast slá skjaldborg um ranglætið sem þróast hefur um langan aldur fyrir tilverknað og í skjóli afturhalds- flokkanna...." - Allt á eina bókina lært. Heilaspuni SAM, eins kunnasta vindmylluriddara í íslenskri rithöf- undastétt. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að varla er það við hæfi að tileinka sér svipaðan vopnaburð í skrifum sínum og SAM gerir - beita stóryrð- um gegn honum, en geri það nú samt, vitandi vits, ef verða mætti til þess að maðurinn tæki sönsum. Lík- legast er þó að þetta beri lítinn ár- angur, hann kunni ekki að blygðast sín. „Samtök eldri sjálfstæðismanna" og sá fjölmenni hópur sem nú þegar skipar sér þar í raðir til þess að vinna að hagsmunamálum aldraðra biður hvorki SAM ná aðra hans fylgifiska afsökunar á tilvist sinni. Samtökin voru mynduð í þeim til- gangi m.a. að eldri borgarar þessa lands ættu í réttinda- og hagsmuna- baráttu sinni góðan málsvara þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Eðli- legt þótti að samtök eldri sjálfstæð- ismanna ættu heima í stærsta stjórnmálaflokki landsins, sem sýn- ir gleggstan þverskurð af þjóðfélags- gerðinni. - Þetta er sagt SAM til upplýsinga og öörum slíkum sem reyna hvað þeir geta til þess að ófrægja hið nýstofnaða fjórða afl innan Sjálfstæðisflokksins. Sverrir sótthreinsar kerfið Guðm. Ragnarsson hringdi: Lengi gekk sjónvarpsauglýsingin um þvottaefnið sem hreinsaði eins og „hvítur stormsveipur". Á líkan hátt fer nú Sverrir Hermannsson í greinum sínum og virðist sem hann muni senn sótthreinsa stjómsýslu- kerfið með stilfimi sinni og ádrep- um um hvern þann sem reynt hefur á umliðnum ámm að notfæra sér stöðu hans í Landsbankanum. Vei þeim manni sem slíkt hefur stund- að. Nú kunna þeir að falla af stalli. Og missi þeir ekki stöðu sína, þá al- menningsálitið, sem er býsna eftir- sótt í hinu íslenska þjóffélagi. í grein sinni í Mbl. 23. apríl sl. tekur hann á kné sér ekki færri en fimm alþingismenn og kaghýðir með penna sinum. Einnig prest í Reykjanesbæ og tvo æðstu stjórnun- armenn Eimskipafélags íslands. Ef marka má orð bankastjórans sóttu þeir fast að honum að koma Sam- skipum fyrir kattamef með gjald- þroti. Þetta minnir óneitanlega á hvarf Hafskipa af siglingamarkaðin- um og síðar Rikisskipa. Voru ein- hverjar slíkar aðfarir þar að baki? Maður verður hreinlega stjarfur við að lesa svona uppgjör úr penna Sverris. Hér er sannarlega á ferð sótthreinsandi stormsveipur. - „Nu maa fuglene fara að vare sig,“ sagði Storr heitinn, sá mæti maður, end- ur fyrir löngu. Linda McCartney - staðreyndir Kristín Jóhannsd. skrifar: Fréttirnar um dauða lafði Lindu McCartney hafa væntanlega komið misvel við menn. Því miður slæddust villur inn í fréttimar, ýmist teknar upp eftir frumheimildum eða byggð- ar á gömlum goðsögnum. Var t.d. sagt, að Paul og Linda hafi aðeins verið aðskilin eina nótt en það ástand varaði í nokkra daga - níu að mig minnir. Var það í kringum 1980 þegar þau voru handtekin af japönsku lögreglunni fyrir innflutn- ing á marijúana og Paul sat í fangelsi um hríð. Hann skrifaði bók um lífið í fang- elsinu en sú bók er einungis ætluð börnum hans en ekki til birtingar. Hvað um það, þau Paui og Linda hafa ávallt haldið því fram að þessar y 3®^ þjónusta allan sólarhringinn ’’ Aðeins 39,90 eða hringíð í síma »0 5000 ihíilli kl. 14 og 16 Linda McCartney. japönsku nætur hafi verið þær einu sem þau voru aðskilin. Önnur villa slæddist í fréttir, sem nú er þó búið að leiðrétta. Hún var um það Linda væri af Kodakveldinu svokallaða. Þessi saga hefur verið jafn lífseig og sagan um dauða Pauls, og ekkert náð að kveða hana endan- lega niður. Faðir Lindu hét (og heitir jafnvel enn) Lee Eastman og er/var lögfræðingur skemmtikrafta. Hann er þó í engum tengslum við Kodak Eastmanana, þótt um sama nafn sé að ræða. Upplýsingar þessar skipta svo sem ekki öliu máli. Linda er lát- in. - Samt finnst mér nauðsynlegt að staðreyndir séu réttar. Við vorum nýlega að kveðja konuna. DV Dagsbrún/Framsókn: Engin 1. maí-krafa? Gunnar Haildórsson skrifar: Nú er búið að semja til þriggja ára og ég veit ekki satt aö segja hvers við atvinnuleysingjar, eða „iðjuleysingjar" eins og sumir nefha það, getum krafist. Sé ég hreinskilinn finnst mér stjómar- forustan sem nú er við völd áhugalaus um hag okkar hinna atvinnulausu. Þegar Guðmundur J. heitinn var og hét hélt hann baráttufund i 13 stiga frosti á Austurvelli gegn atvinnuleysinu. Nú er öllum sama. Hver er kraf- an 1. maí? Er hugsanlegt að Dags- brún/Framsókn, næststærsta verkalýðsfélagið, sé búið að sætta sig við endanlegt atvinnuleysi? - Eða hver verður 1. maí-krafan? Betri áburð JMS skrifar: Nú eru garðeigendur sem óðast að snurfusa garða sina fyrir sumarið. Það er alltaf jafn vorlegt, þegar sagirnar fara af stað og fólk er önnum kafið með garðáhöldin. Hitt er svo annað, sem ekki er eins skemmtilegt. Sumir hafa þann ósið að aka húsdýraáburði í garða sína. Honum fylgir, vægast sagt, skelfileg lykt. Ég er handviss um að sama árangri má hæglega ná með innlendum áburði, sem lyktar alls ekki. Prófsteinn á siðbót Reykvíkingur skrifar: Fjármálaráðherra er nýhættur störfum. Fréttir herma að hann eigi að verða forstjóri Landsvirkj- unar. Við vitum líka að þing- menn og ráöherrar eru ekki vegna starfa sinna endilega best til þess fallnir aö reka ilókin fyr- irtæki, eins og Landsbankamálið sannar svo rækilega. Fyrsti próf- steinn á siðbót i íslenskri stjóm- sýslu og viðskiptalífi í næstu framtíð er hvort staða forstjóra Landsvirkjunar verður auglýst og hvort ráðið verður í hana eftir hæfileikamati. Verði úthlutun i stöðuna enn einu sinni pólitisk missir almenningur trúna á að bætt siðgæði nái fram að ganga á íslandi. Þá verður fylgi Sjálfstæð- isflokksins ekki tryggt. Það sýnir sig í borgarstjórnar- og forseta- kosningunum siðustu. Kerfið og unglingarnir Aðalheiður Jónsd. skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir lífsreynslu Unnar Millýjar og sonar hennar og hvernig tekið var á því máli. Hvað myndu æðstu karlar i heilbrigðiskerfinu segja væri um aö ræða þeirra börn? Maður hefur á tilfinning- unni að þeim sé sama um annað fólk. Ég bendi á að heimilinu við Kleifarveg ætti ekki að loka, fremur reisa fleiri slík. Það ætti líka að reisa unglingafangelsi fyr- ir unglinga á glapstigum. Þeir eru hættulegir umhverfinu og eiga ekki að ganga lausir. Ég skora á yfirvöld aö setja sig í spor hinna ógæfusömu aðstandenda. Gagnagrunns- frumvarpið Sigurbjartur hringdi: Ég lýsi vonbrigðum mínum með frestun gagnagrunnsfrumvarps- ins. Ég er enn fremur fullviss um að með frestuninni verður alit málið úr sögunni í haust. Það verður ekkert úr neinum umræð- um yfir sumarið, frekar en endranær, og það er von þeirra sem vilja leggja stein í götu þessa framfaraverkefnis, að máliö detti út af borðum Alþingis. Þeim verð- ur að ósk sinni sem og þjóðinni sem verður allt að vopni í barátt- unni gegn þróun og velfarnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.