Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 Spurt á Dalvík Sveitarstjórnarkosningar 1998 Hver veröa kosningaúrslitin í nýja sveitarfélaginu? Filippía Jónsdóttir bóndi: „Ég þori engu að spá. Ég held þó að S-listi og B-listi fái svipað og myndi meirihluta." Bragi Jónsson verslunarmaður: „Ég er í kjörstjórn og má ekkert segja, þú færð ekkert upp úr mér um þetta.“ Guðmundur Kristjánsson versl- unarmaður: „Framsókn fær 4 full- trúa, Sjálfstæðisflokkurinn 3 og S- listinn 2. Ég vildi þó sjá Framsókn með 5 og meirihluta." Sólveig Hallsdóttir starfsstúlka: „Ég hef ekki neina hugmynd um það og engan áhuga á kosningun- um.“ Júlíus Friðriksson ellilífeyris- þegi: „Hef engan áhuga á þessu, ég vildi frekar fá að vita hvað sveitar- félagið á að heita." Jón Kr. Amgrímsson verslunar- maður: „Framsókn fær 4 menn, S- listinn 3 og Sjálfstæðisflokkurinn 2. Ég vildi hins vegar að Framsókn fengi 5 en íhaldið bara 1 mann.“ Kosningar í nýju sveitarfélagi viö utanveröan Eyjafjörð: Frekar tekist á um nafnið en pólitíkina DV, Akureyri: íbúar á Dalvík, í Svarfaðardal og á Árskógsströnd samþykktu í kosn- ingunum í vetur að sameina sveit- arfélögin þrjú og það kann aö setja sitt mark á kosningabaráttuna þar að nafn á nýja sveitarfélagið hefur ekki verið ákveðið. Það virðist nefnilega svo að lítill málefnaá- greiningur sé uppi meðal þeirra sem skipa efstu sæti framboðslistanna þriggja sem bjóða fram. Hins vegar er vitað að ekki eru all- ir á eitt sáttir varð- andi það hvaða nafn nýja sveitarfélagið á að bera. Oddvitar fram- boðslistanna þriggja sem i boði eru í hinu nýja sveitarfélagi við utanverðan Eyjafjörð Kristján Hjartarson, oddviti S-lista: Sé engin átakamál hér DV, Akureyri: „Við erum að stofna hér nýtt sveitarfélag og ég tel það mjög mik- ilvægt að vel takist til, menn nái vel saman við að skapa þetta nýja sveit- arfélag og þá er aðalmálið að við náum samstöðu svo við gerum þetta vel,“ segir Kristján Hjartarson, Tjörn í Svarfaðardal, en hann skip- ar efsta sæti á S-lista Sameiningar. Kristján segist ekki sjá nein stór ágreiningsmál milli þeirra sem standa að framboðunum þremur i hinu nýja sveitarfélagi. „Ég held að svo sé ekki, menn hafa að vísu lagt mismikla áherslu á ýmis mál og t.d. eru menn ekki á eitt sáttir um hvernig vinna á úr skólamálun- um. Niðurstaða sameiningar- nefndarinnar varð sú að leyfa þessum málum að þróast nokkuð sjálfkrafa og það var ákveðið að ráða fræðslu- og menningarfull- trúa og það er orð- ið að veruleika sem á að tryggja að unnið verði að málinu á eins faglegan hátt og unnt er. Ég tel mjög brýnt að við vinnum vel að ferðamálum en að mínu mati er þetta svæði paradís ferðamanna, það þarf ekki að búa mikið til hér, heldur benda á það sem fyrir hendi er. Menn þurfa að leggja vinnu í að samræma krafta hagsmunaaðila og sveitarstjórnarmanna til þess að gera þetta svæði sýnilegt og fýsileg- an kost fyrir ferðamann. í sjálfu sér sé ég ekki nein átaka- mál hér. Það er búið að ráðstafa tekjum sveitarfélagsins næstu árin og það eru stórar framkvæmdir fram undan. Þar má nefna hitaveitu á Árskógsströnd, skólabyggingar á Dalvík og Árskógsströnd, í fráveitu- málum eru verkefni fram undan og það er frekar spurning um að raða málum upp í forgangsröð en aö tek- ist verði á um hvaða framkvæmdir á að ráðast í.“ í nýju bæjarstjóminni verða 9 fulltrúar. Kristján segist ekki vilja era sammála um að ekki sé uppi mik- ill ágreiningur milli þeirra um póli- tíska stefhu. Þeir benda á að stóram hluta af framkvæmdafé nýja sveitarfé- lagsins næstu árin hafi þegar verið ráðstafað og einn oddvitanna þriggja segir að kosningamar snúist allt eins um menn eins og málefni. Þeir era sammála um að skólamál- in verði í brennidepli á næstu miss- erum en fyrir dyrum stendur mikil uppbygging skóla- mannvirkja. Þegar þeir voru spuröir um átakamál í kosningabaráttunni var fátt um svör og því ekki útht fyrir átakamikla kosn- ingabaráttu. Nafnið á nýja sveitarfélaginu kann hins vegar að koma talsvert til umræðu. Sam- gefa neinar yflrlýsingar um vænt- ingar S-lista manna. „Ég gef engar yfirlýsingar um það hvað við getum fengið marga fulltrúa kjöma.“ -gk Katrín Sigurjónsdótt- ir, oddviti B-listans: Raunsætt að fá 4 fulltrúa DV, Akureyri: „Stærsta málið sem kosið verður um hér era sam- einingarmálin, að vel takist til um sameiningu sveit- arfélaganna þriggja. Þá er stór- mál hvemig staðið verður að fjár- málastjóm, við höfum staðið vel að þeim málum undanfarin ár og ætlum okkur að gera það áfram,“ segir Katrín Sigur- jónsdóttir á Dalvík, sem skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins. Katrín segir fræðslumálin einnig verða mikiö til umræðu. „Hér í nýju sveitarfélagi era þrír skólar og það verður til umræðu hvemig verður haldið á skólamálunum. Við leggjum ekki til neinar miklar breytingar í þeim málum til að byija með a.m.k. enda var gefið út fyrir sameiningar- kosningamar að svo yrði ekki og það kemur í hlut skóla- og menningarmála- fúlltrúa að samræma skólastarfið. Þetta era stærstu málin, en hér S-listinn 1. Kristján Hjartarson, Svarfað- ardal. 2. Ingileif Ástvaldsdóttir, Dal- vík. 3. Hjörtína Guðmundsdóttir, Dalvik. 4. Óskar Gunnarsson, Svarfað- ardal. 5. Kristján Sigurðsson, Hauga- nesi. 6. Óli Þór Jóhannsson, Dalvík. 7. Ásta Einarsdóttir, Dalvík. 8. Haukur Sigfússon, Ár- skógssandi. 9. Ester Ottósdóttir, Dalvík. starfsnefnd sveitarfélaganna hefúr lagt til að samhliða kosningunum verði greidd atkvæði um nafn nýja sveitarfélagsins og verður þar valið á milli 6 nafna. Þau eru: Víkurströnd, Tröllavík, Dalbær, Eyjafjarðarbær, Norðurslóð og Upsaströnd. Um þessi nöfn er talsverður ágreiningur og þeg- verða íþrótta- og æskulýðsmál einnig mikið til umræðu. Við gerðum á kjör- tímabilinu samninga við íþróttafélög- in sem starfa að æskulýðsmálum og það mál verður án efa rætt. Við eram stolt af þessum samnningum sem vora til mikillar hagræðingar, bæði fyrir bæjarfélagið og íþróttafélögin." - Hvar koma kjósendur í nýja sveit- arfélaginu helst til með að sjá ágrein- ing milli framboðanna þriggja? „Ég sé ekki nein stór ágreinings- mál, stefnuskrámar era mjög keim- líkar og kosningamar snúast öðra fremur um það fólk sem er í framboði. Við erum mjög ánægð með uppröðun á lista okkar og teljum að við séum með reynslumikið fólk úr öllum þremur sveitarfélögunum sem nú sameinast." Um útkomu B-listans í kosningun- um sagði Katrín: „Ef ég er raunsæ tel ég að við eigum að geta náð 4 bæjar- fulltrúum en auðvitað væri mjög gam- an að fá 5 og hreinan meirihluta.“-gk Svanhildur Árnadótt- ir, oddviti D-listans: Skólamál á oddinn DV, Akureyri: „Eitt af þeim málum sem við sjálfstæðismenn setjum á oddinn í þessum kosningum eru skólamálin. Af öðrum málum má nefna hafnar- mál og umhverfismál en það er af nógu að taka,“ segir Svanhildur Árnadóttir sem skipar efsta sæti á lista sjálfstæðismanna og óháðra kjósenda. „Það hefur þegar verið tekin B-listinn 1. Katrín Sigurjónsdóttir, Dal- vík. 2. Kristján Ólafsson, Dalvik. 3. Sveinn E. Jónsson, Árskógs- strönd. 4. Gunnhildur Gylfadóttir, Svarfaðardal. 5. Stefán S. Gunnarsson, Dalvík. 6. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Svarfaðardal. 7. Jónas Óskarsson, Árskógs- strönd. 8. Halla Steingrímsdóttir, Dal- vík. 9. Guðmundur Ingvason, Hauganesi. ar þetta er skrifað átti eftir að af- greiða tillögu sjálfstæðismanna í bæj- arstjóm Dalvíkur um að nöfnin Vík- urströnd og Tröllavik yrðu felld út og öðrum bætt við. Það kann því að verða meiri spenna á kjördag hjá mörgum varðandi nafnamálið en um úrslit kosninganna sjálfra. ákvörðun um miklar framkvæmdir á næsta kjörtímabili og það er búið að binda mikið fjármagn. Þar er m.a. um að ræða skólabyggingu á Dalvík sem kostar 140-160 milljónir, skólabyggingu á Árskógssandi sem mun kosta yflr 20 milljónir og hita- veitu á ströndinni sem mun senni- lega kosta 80-100 milljónir. Þá get- um við talað um fráveitumál sem sveitarfélaginu ber skylda til að koma í gott horf fyrir árið 2005. Á Dalvík hefur verið unnin skýrsla um kostnaðinn og bara hér á Dalvík kostar sú framkvæmd um 160 millj- ónir. Þessi kosningabarátta snýst því ekki um það hvernig verja á fjármunum á næstu árum. Ég held því að átaka- málið í kosning- unum nú sé það hverjum fólkið treystir best til að stýra nýja sveit- arfélaginu og sjá Svanhildur Árna- um rekstur þess. dóttir, oddviti lista Það hefur sann- sjálfstæöismanna að sig að við sjálf- 09 óháöra- DV_ stæöismenn þor- myn 9 um að taka á málum og þorum að taka pólitískar ákvarðanir um breyttar leiðir í framkvæmdum og rekstri sveitarfélaganna. Ég er viss um að allir, hvar í flokki sem þeir standa, hafa góð markmið fyrir sitt sveitarfélag en það er spuming um hvaða leiðir eru valdar að því mark- miði. Ég tel það góðan kost að fela sjálfstæöismönnum að sjá um stjóm nýja sveitarfélagsins." Um hugsanleg úrslit kosninganna segir Svanhildur: „Ég veit ekki hvað skal segja en vonandi fáum við sem flesta bæjarfúlltrúa kjörna." -gk D-listinn 1. Svanhildur Árnadóttir, Dal- vík. 2. Kristján Snorrason, Ái-skógs- strönd. 3. Jónas M. Pétursson, Dalvík. 4. Friðrik Gígja, Dalvík. 5. Sigfríð Ó. Valdimarsdóttir, Hauganesi. 6. Arngrímur Baldursson, Svarfaðardal. 7. Dóróthea Jóhannsdóttir, Dal- vík. 8. Þorsteinn Skaptason, Dalvík. 9. Eva Björg Guðmundsdóttir, Dalvík. Framboðslistar á Dalvík Katrln Sigurjóns- dóttir, oddviti B- lista framsóknar- manna. DV-mynd gk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.