Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1998 Fréttir 17 DV Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugaboli, við hauginn sem hafði að geyma persónulega muni dóttur hennar. DV-myndir BG Fæð Frumherjar i fæðubotarernum Hreiðor Gíslason íþróttokennori Súðavíkurhreppur biðst opinberlega afsökunar vegna hreinsunarstarfs: raun tværflíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærlötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. Umboðsmenn um allt land Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383 Þvinguð til að skrifa undir sáttagjörð - segir Ragna Aðalsteinsdóttir TV/tR FLIKUR IEINNL HETÍUR OG ÞURR THERMO varmanærfötin eru í döttur sína og bamabarn í snjóflóð- inu árið 1995, segir að sendiboði hreppsnefndarinnar, séra Kristján Björnsson, hafi setið yfir sér fram á rauðanótt og hún hafi gefist upp á endanum og undirritað með fyrir- vara sem jafnframt leysi hana und- an sáttagjörðinni. „Ég var þvinguð til að undirrita þessa sáttagjörð. Ég skrifaði undir með þeim fyrirvara að ég ætla að hafa frjálsar hendur til að skrifa og tala um þetta mál eins og mér sýnist,“ segir Ragna. Ósáttari en áður Hún segir sína afstöðu ekki mót- ast af þörf fyrir skaðabætur. Hún vilji nú sem áður að málið verði rannsakað í botn. „Ég er enn þá ósáttari en ég var áður. Ég sóttist aldrei eftir pening- um heldur eftir réttlæti og að þetta mál yrði rannsakað til hlítar en það hefur ekki verið gert,“ segir Ragna. Hún segir að í sínum huga sé sáttagjörðin markleysa sem hún geti ekki virt. Aðspurð um hvort op- inber og afdráttarlaus afsökunar- beiðni hreppsnefndarinnar hafi -IV" AT-í ’ Sáttagjörð sú sem hef- ur verið undirrituð af aðstandendum þeirra sem fórust i Súðavíkur- snjóflóðinu í janúar 1995 og hreppsnefndar Súðavíkurhrepps felur í sér afdráttarlausa afsök- unarbeiðni hrepps- nefndarmanna vegna framgangs við hreins- unarstarf í Súðavík strax fyrstu dagana eftir snjóflóðið þar sem stór- virkar vinnuvélar mok- uðu upp rústum húsa og fluttu í haug fyrir utan bæinn. DV vakti athygli á þessu máli og birti viðtöl við aðstandendur sem lýstu atganginum við hreinsunina. Þá sagði blaðið einnig frá því að sérþjálfaðir slökkviliðsmenn úr Reykjavík töldu sig hafa verið hrakta í burtu af vinnuvélaeigendum á staðnum sem vildu ryðja í burtu rústunum með hraði. Það er séra Kristján Bjömsson, sóknarprestur á Hvammstanga, sem borið hefur hit- ann og þungann af sáttastarfinu. Orðrétt segir í sáttagjörðinni: „... Hreppsnefndin harmar þau mistök sem urðu við framkvæmdina. 1 fullri einlægni biður hún alla að- standendur hinna látnu opinberlega afsökunar á hverju því sem orðið hefur til að auka á skaða þeirra eða ýfa sár og missi á ýmsum stigum hreinsunarverksins ...“ Frá Súðavík eftir að hreinsunarstarfið hófst. í sáttagjörðinni er gert ráð fyrir að þolendur fái bætur vegna útlags lækniskostnaðar og lögfræðikostn- aðar sem leitt hefur af málum þessu tengdum. Sveitarsjóði er ætlað að leggja fram þá fjármuni. Einnig er reiknað með eftirfylgd við þolendur næsta árið og þannig verði unnið úr þeim málum. Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli, er ein þeirra sem gagn- rýnt hafa mjög framgang hrepps- nefndar Súðavikur við hreinsunar- starfið í Súðavík. Ragna, sem missti enga þýðingu segir Ragna svo ekki vera. „Ég fyrirgef þessum mönnum aldrei vegna þess að þetta var níðings- verk og smánarblettur sem aldrei verður afmáð- ur. Ef maður fyrirgefur ekki í hjarta sínu þá hefur enga þýðingu að skrifa undir eitthvert plagg. Það var lubbalega að þessu farið og hreppsnefndin hefur engan rétt til að senda til mín mann án þess að láta vita áður. Þeir hafa ekki haft fyrir því þau þrjú ár sem liðin eru frá snjóflóðinu að hafa við mig samband fyrr en með þessum hætti," segir Ragna. Enginn múlbundinn Séra Kristján Björns- son segir engan þeirra sem undirrituðu sátta- gjörðina vera sviptan tján- ingarfrelsi. Hann segist fyrst hafa komið að málinu í febrúar sl. og þarna sé um að ræða fyrsta skrefið til þess að aðstandendurnir nái að vinna úr sínum málum. „Sá fyrirvari sem Ragna notaði var vegna samþykkis lögmanns hennar. Hún hefur ekki frekar en aðrir verið múlbundin til að þegja um þetta mál eða verið svipt tján- ingarfrelsi. Það liggur fyrir að mál- ið hafði þróast lengi þegar ég kom að því og mörg orð höfðu fallið í umræðunni. Þessi sáttagjörð er upp- hafið að nýjum tima í samskiptum sem betur verður unnið að með eft- irfylgd í eitt ár. Það er von mín að Ragna og aðrir sem að þessu koma geti borið gæfu til að vinna áfram úr einstökum málum sem eðlilegt er að komi upp eftir mikið stórslys," segir Kristján. „Það hefur einkennt viðhorf allra sem ég hef rætt við að það fylgir því sársauki að fara yfir svo sára reynslu og það hefur ekki bætt úr skák hversu lengi hefur dregist að ná fram þessari sáttagjörð," segir Kristján. -rt o'jASá* Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fi. 01.05.98-01.11.98 kr. 79.529,10 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. apríl 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.