Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 41 Fréttir Sígandi lukka í ræktun Dana Danir hafa lokið af vordómum á kynbótahrossum en síðsumarsýning verður í ágúst. Haldnar voru tvær sýningar, hin fyrri í Heming 17. til 19. apríl en hin síðari í Hedeland 24. til 26. apríl. Á Hedeland verður Norðurlanda- mótið í hestaíþróttum haldið í sumar. Hross fædd á íslandi fengu hæstu einkunnimar en danskfædd hross era sífellt að sækja á. Danskir hrossaræktendur hafa keypt góða stóðhesta frá íslandi og má búast við sígandi gæfu hjá þeim í rækt- uninni á næstu áram. Af fjórum hryssum með hærri aðal- einkunn en 8,00 eru tvær fæddar á ís- landi og tveir stóðhestar af fimm. Fulldæmdar voru 46 hryssur fimm vetra og eldri og fengu 4 þeirra hærri einkunn en 8,00, 25 hryssur einkunn milli 7,50 og 7,99 og 17 hryssur lægri einkunn en 7,50. Hryssunum var skipt í tvo flokka, 5 tO 6 vetra í öðrum flokknum, og sjö vetra og eldri í hinum. í yngri flokknum stóð efst Kolskör frá Guldbæk, undan Aspari frá Sauðár- króki og Són frá Hólum. Kolskör fékk 7,68 fyrir byggingu, 8,26 fyrir hæfileika og 8,02 i aðalein- kunn. 15 hryssur fengu milli 7,50 og 7,99 í aðaleinkunn og 6 hryssur undir 7,50. í flokki sjö vetra hryssna og eldri fengu þrjár hryssur hærri aðaleinkunn en 8,00. Svana frá Neðra-Ási fékk langhæstu aöaleinkunnina, 8,32, sem er frábær ár- angur. Svana er undan Flugari frá Dals- mynni og Jörp frá Neðra-Ási og fékk 8,28 fyrir byggingu, 8,34 fýrir hæfileika og 8,32 i aðaleinkunn. Kola frá Birkely, undan Neista frá Fuglsang og Perlu frá Truelshöjgárd, fékk 8,08 í aðaleinkunn og GaseÖa frá Hraunbæ, undan Gassa frá Vorsabæ og Perlu frá Hraunbæ, fékk 8,04. Fengur frá íbishóli fékk hæstu aöal- einkunn stóöhests á kynbótasýn- ingum í Danmörku. Knapi er Jóhann R. Skúlason. DV-mynd E.J. 10 hryssur fengu milli 7,50 og 8,00 í aðaleinkunn og 11 hryssur lægri ein- kunn en 7,50. Stóðhestunum var einnig skipt í tvo flokka. í öðrum flokknum voru 5 vetra hestamir en 6 vetra og eldri í hinum. í yngri flokknum voru fulldæmdir sex hestar. Þrír þeirra fengu hærri að- aleinkunn en 7,75. Gæfur frá Ebeltoft var einn þeirra og hann fékk 8,02 í að- aleinkunn. Gæfur er undan Fjölni og Hæru frá Kópavogi og fékk 8,25 fyrir byggingu og 7,87 fyrir hæfileika. í eldri flokknum voru fulldæmdir fjórtán hestar. Sex þeirra fengu hærri aðaleinkunn en 7,75 og fjórir þeirra yfir 8,00. íslensk fæddir hestar voru efstir Fengur frá íhishóli, undan Fáfni frá Fagranesi og Gnótt frá Ytra- Skörðu- gili, fékk 8,13 fyrir byggingu, 8,34 fyrir hæfileika og 8,26 í aðaleinkunn. Náttþrymur frá Amþórsholti, undan Otri frá Sauðárkróki og Nös frá Am- þórsholti, fékk 8,10 fyrir byggingu, 8,36 fyrir hæfileika og 8,25 í aðaleinkunn. Kjami frá Tyrevoldsdal, undan Orra frá Þúfu og Hunku frá Tóftum, fékk 8,12 í aðaleinkunn og Erknar frá Sor- tehaug, undan Folda frá Reynifelli og Kolfreyju frá Torfastöðum, fékk 8,01. Asser Olsen er ræktandi í Dan- mörku og hann kom með Prinsessu frá Stykkishólmi í dóm fyrir afkvæmi og hún fékk heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi. Töluvert er um það í útlöndum að stóðhestar séu sýndir og kynntir í kyn- bótadómum án þess að fá einkunnir. Eftirtaldir stóðhestar voru leiddir fram: Angi frá Laugarvatni, Asi frá Brimnesi, Gassi frá Vorsabæ, Helming- ur frá Djúpadal, Kyndill frá Ólafsvöll- um, Nói frá Nöddegárden, Stjarni frá Hasseris, Vigri frá Ragnheiðarstöðum, Þokki frá Bjamanesi og Þytur frá Hóli. Kristinn Hugason, Susie Mielby og Ebbe Udsen dæmdu hrossin og Helgi Eggertsson og Jón Finnur Hansson stigu á bak og dæmdu reiðhæfileika. Frá Yfirkjörstjóm í Mosfellsbœ Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosn- inga, sem fram skulu fara 23. maí 1998 er til kl. 12 laugardaginn 2. maí 1998. Yfirkjörstjórn verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar 4. hæð í Kjarna, Þverholti 2, frá kl. 11-12 þann dag. Mosfellsbæ 28. apríl 1998 Yfirkjörstjórn í Mosfellsbæ ✓ Björii Astmundsson. Leifur Jóhannesson. Magnús Lárusson y o o árgerð 199^ Volkswagen Lestu blaðiö ogtaktuþdtt íleiknum! ZZO oooo v,.. Þú ereiðir ekkert umfram veniulegt símtal Vissir þú að meðal aðalvinninga í fjölmiðlaleik Dags er splunkuný 3ja dyra Volkswagen Polo bifreið! Þessi fallega, framhjóladrifna gæðasmíð er höfðinglega búin þægindum og öryggisbúnaði. von á góöum Degi i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.