Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 5 Fréttir Jafnræðis gætir ekki hjá þeim sem fara í fangelsi fyrir sektarskuldir: „Tekjurnar" fara upp í 4,5 milljónir á mánuði Sá sem er dæmdur til að afplána fangelsisvist í stað sektar tekur sam- kvæmt reglunni út einn dag íyrir hverjar 3500 krónur. Með öðrum orð- um - 30 daga varðhald kemur í stað 105 þúsund króna sektarskuldar sem ekki er greidd á tilsettum tíma. Þegar sektargreiðandi skuldar milijónir gegnir öðru máli. Þá má viðkomandi aldrei taka út lengri refsingu en eitt ár. Þetta þýðir að jafnræðis gætir ekki meðal þeirra sem taka út refsingu í fangelsi í stað sektarskulda. Lítum á dæmi: DV fékk upplýsingar um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að „sektarfangelsisdagurinn" sé met- inn á 3500 krónur. Þannig útleggst mánuðurinn (30 dagar) á 105 þús- und krónur. Málið gerist flóknara þegar upp- hæðirnar hækka því fangelsi i stað sektar getur aldrei orðið meira en eins árs fangelsi. Veitingamaður, sem DV greindi frá í vikunni, á nú að afþlána 11 mánaða vararefsingu fyrir 5,5 millj- óna króna sekt sem honum tókst ekki að greiða á tOsettum tíma. Þetta þýðir í raun að viðkomandi mun hafa 500 þúsund krónur á mán- uði í stað 105 þúsund krónanna sem þeir sem minna skulda „greiða" á Krakkarnir heyröu undarleg hljóö berast neðan úr jöröinni þegar þeir voru að leik við Skothúsveginn í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang og bet- ur var að gáð kom í Ijós að köttur haföi skriðið ofan í rör sem liggur undir veginn frá sunnanverðri Tjörninni. Kisa hafði veinað og virtist föst í rörinu. Henni leist þó ekkert allt of vel á hjálparsveitina því ekki vildi hún koma út úr rörinu fyrr en nokkru seinna. DV-mynd S Akranes: Hitaveitan skuldar milljarð DV, Akranesi: Ársreikningur Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar fyrir árið 1997 hefur verið lagður fram. Rekstrartekjur urðu 170 milljónir króna.'Rekstrargjöld 39 mUljónir og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti 131 mUljón. Rekstarhagnaður án fjármagnsbreytinga voru 65 miUjónir og fjármagnsgjöld 59 millj- ónir. Hagnaður ársins er því 6 mUljón- ir króna. Fastafjármunir eru 877 mUljónir, veltufjármunir 107 miUj- ónir. Eignir eru þvi samtals 984 millj. Langtímaskuldir eru 920 miUjónir og skammtímaskuldir 64 mUljónir. -DVÓ Athugasemd: Óviðkomandi meintum falsara í frétt DV í gær var greint frá máli fyrrverandi bílasala sem fals- aði bankatryggingu og fleiri gögn og fékk löggildingu sýslumannsins í Reykjavík sem bUasali út á þessi gögn. Maðurinn er sakaður um stór- felld fjársvik gagnvart viðskiptavin- um sínum. Þeir aðilar sem nú reka bUasölu undir sama nafni og bílasalinn fyrr- verandi, Ragnar Lövdal gerði, óska eftir að koma því á framfæri að Ragnar Lövdal sé í engu viðriðinn núverandi rekstur bUasölunnar BUatorgs. Það félag sem nú rekur Bílatorg, yfirtók reksturinn þegar umræddur Ragnar hvarf á braut í marsmánuði. Að því félagi standa aUt aðrir aðUar sem hvergi tengjast Ragnari. Öll leyfi og löggildingar starfsmanna séu í lagi og reksturinn allur með eðlUeg- um hætti og í samræmi við góða við- skiptahætti, eins og bæði yfirvöldum og lögreglu, sem rannsakar mál Ragnars, sé fullkunnugt um. -SÁ Á mánuði 4.500.000 kr 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 4.500.000 “ í fangelsisúttekt Þeir sem afplána í staö sekta Laun í toppstööum til samanburöar ÞÞÞ Veitingamaður Meöalviðmlðun Forsætisráðherra Bankastjóri mánuði fyrir sínar sektir með fang- elsisúttekt. Þórður Þórðarson frá Akranesi, úr svoköUuðu ÞÞÞ-máli, fékk eins árs vararefsingu fyrir þær 50 mUlj- ónir króna sem honum var gert að greiða með dómi. Það þýðir að hann afplánar einn mánuð fyrir hverjar 4,5 miUjónir sem hann skuldar. Þórður hefur reyndar ekki tekið þessa refsingu út þar sem ágreiningur hefur orðið um þann tíma sem sektarskuldin átti að greiðast á. Engu að síður - 4,5 mUlj- ónir verða það á mánuði ef Þórður nær ekki að greiða á tUsettum tíma, hver sem hann verður. Með því að setja eins árs há- marksvararefsingu fyrir ógreiddar skuldir ætlaöist löggjafinn í raun tU þess að fangelsisrefsing tæki við ef sektir væru ekki greiddar. Þetta þýðir engu að síður miðað við fram- angreind dæmi að jafnræðis gætir ekki. Síðan má í rauninni ekki semja til lengri tíma en eins árs um lúkn- ingu sektarskulda - ella tekur fang- elsisrefsing gildi. í þessu ljósi hafa einnig verið skiptar skoðanir um að ekki megi fá lengri tíma en ár tU að greiða upp. DV hefur upplýsingar um dæmi manns í nokkuð venjulegu starfi sem vildi semja um að greiða þá upphæð sem hann gat mögulega greitt með verulegri vinnu - 75 þús- und krónur á mánuði. Þar sem það nægði ekki til að ljúka skuldinni áður en samningsfresturinn rann út varð maðurinn að fara í nokk- urra mánaða fangelsi. Hann situr nú inni, rikið fær ekki þá sektarpeninga sem það hefði að líkindum fengið eUa auk þess sem nota þarf almannafé tU að halda viðkomandi bak við lás og slá í langan tíma. Að auki verður ríkið af skattpeningum sem viðkomandi hefði greitt samhliða tekjum sínum. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.