Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 20
48 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Spurt í Árborg x>v Sveitarstjórnctrkosmngar 1998 Hver verða úrslit kosning- anna í Árborg? Þröstur Árnason: Svipað og var ►^-síðast. Sjálfstæðisflokkur heldur sinum mönnum og bætir jafnvel við sig einum. Jónína Gunnarsdóttir: Ég veit það ~T>kki, ég hef lítið spáð í það. Ragnar Böðvarsson: Ég hef ekki hugmynd um nein bæjarmál, og hef þvi ekki græna glóru um það hvem- ig þetta fer. Iris Bachmann: Þetta fer vel. Ég ætla að vona að góðir menn komist að. Ég held að D-listinn verði með meirihluta. Sigurlaug Jóhannesdóttir: Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur. Verður maður ekki að segja það. Hjördís Ásgeirsdóttir: Ætli það verði ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem vinnur. Ég held að það sé á mreinu. Sveitarstjórnarkosningar í Árborg Sameiningarmálin mikilvægust Sameiningarmálin era mest áber- andi í sveitarstjómarkosningunum í hinu nýja sveitarfélagi, enda stutt síðan samþykkt var að sameina Sel- foss, Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhrepp í eitt sveitarfélag sem hlotið hefur nafnið Árborg. Þrír listar bjóða fram að þessu sinni, Á-listi bæjarmálafélags Ár- borgar, D-listi sjálfstæðismanna og B-listi Framsóknarflokks. Fram- bjóðendur koma að sjálfsögðu af öllu Árborgarsvæðinu og þvi nokk- ur breyting þar á frá síðustu kosn- ingum. Bæjarfulltrúar i núverandi sveit- arfélögum eru 28 talsins, en verða 9 eftir komandi kosningar. í stærsta sveitarfélaginu, Selfossi, var B-list- inn með 3 menn kjöma, og D-listi og K-listi (sem nú býður fram undir SELFOSS mm\ merkjum Á-lista) sömuleiðis með 3 hvor. Meirihluta í bæjarstjóm mynduðu D-listi og K-listi. Á Eyrar- bakka voru sjálfstæðismenn og óháðir í stjóm, og á Stokkseyri mynduðu Alþýðubandalagið og óháðir meirihluta. Nýrrar bæjarstjórnar í hinu nýja sveitarfélagi, Árborg, bíður það erf- iða verkefni að samræma öll mál- efni sveitarfélaganna og skila þeim þannig að allir íbúar svæðisins sitji jafnir við sveitarstjómarborðið. Fjölskyldan - menntun - at- vinna „Fjölskyldan, menntun og at- vinna er vígorð Árborgarlistans í þessum kosningum. Ég býst við að aflir flokkar séu nokkuð sammála um þau málefni sem skipta máli, þetta er meira spuming um leiðir og forgangsröðun," segir Sigríður Ólafsdóttir, oddviti Á-listans, sem er skipaður full- trúum Alþýðu- flokks, Alþýðu- bandalags, Kvennalista og óflokksbundinna. Sigríður segir að við samein- ingu Selfoss, Sandvíkur- hrepps, Eyrar- bakka og Stokks- eyrar í eitt sveit- axfélag hafi þess- ir flokkar stofnað nýtt félag, bæjar- málafélag Árborgar, og þeir bjóði nú allir fram undir einrnn hatti. Hún segir að sameiningarmálin séu að sjálfsögðu öllum hugleikin, og skiljanlega sé nokkur hræðsla við að minni einingarnar verði undir í þessu nýja sveitarfélagi. „Við viljum bættar almenn- ingssamgöngur og tengja svæðið þannig saman með þeim, því öðru- vísi er ekki hægt að gera þetta að einu atvinnusvæöi," segir Sigríður. Hún leggur áherslu á að ekki sé nóg að gera áætlanir fyrir eitt kjör- tímabil, heldur sé skynsamlegra að gera framkvæmdaáætlun til sjö ára í senn, svo að fólk geti beðið í sátt í þeirri fullvissu að það komi að því. Sigríður segir að bygging nýs grunnskóla sé brýnt verkefni og mjög stórt, þannig að ef ráðist verði í það verði ekki mikið um aðrar stórar framkvæmdir. Þá séu fjölskyldumálin og allt sem að þeim lúti mjög ofarlega á baugi á öllu Árborgarsvæðinu, til að mynda fengju nú öll böm leik- skólapláss á Selfossi, en það þyrfti að bæta úr því á Eyrarbakka. „Atvinnumálin eru einnig mikil- vægt mál. Það þarf að bæta skil- yrði fyrirtækja og gera svæðið aflt æskilegra til reksturs," segir Sig- ríður. Sameining er fyrsta mál á dagskrá „Fyrsta mál á stefnuskrá hjá okkur er sameiningin - að sjá til þess að það gangi vel að samræma afla þjónustu og að íbúar verði sáttir við hana,“ segir Ingunn Guð- mundsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks. Ingunn segir skólamálin vera áberandi á Árborgarsvæðinu líkt og annars staðar og að áhersla verði lögð á skipulag þeirra og stefnumörkun. Umhverfis- og frá- veitumál, hvort sem er á Selfossi eða á ströndinni, séu einnig mjög brýn. Ingunn segir að samgöngu- málin verði að bæta, og þá sérstak- lega í kringum ferðaþjónustuna, enda hafi svæðið ýmislegt upp á að bjóða, en að mörgu leyti sé þar óplægður akur. „Við lítum á ferðaþjónustu sem Á-listinn 1. Sigríður Ólafsdóttir, skrif- stofumaður. 2. Margrét Ingþórsdóttir, banka- maður. 3. Torfi Áskelsson, verkstjóri. 4. Guðjón Sigurjónsson lögfræð- ingur. 5. Jóhann Páll Helgason, fanga- vörður. 6. Guðrún Vignisdóttir, hjúkran- arfræðingur. 7. Guðmundur Lárusson, bóndi. 8. Ásmundur Sverrir Pásson, at- vinnuráðgjafi. 9. Hansína' Stefánsdóttir, for- maður VÁ alvöruatvinnu- grein sem eigi eftir að Vcixa á þessu svæði. Við höfum einnig þá skoðun að það sé hlutverk sveitar- félags að sjá um að laða atvinnu- fyrirtæki á svæð- ið. Það verður að bæta við mjög stórum lóðum hér í flórana fyrir atvinnustarf- semi,“ segir Ingunn. Ingunn segir sjálfstæðismenn hins vegar ekki telja að sveitarfé- lög eigi að beita sér í rekstri. Þeir vilji þó styrkja sveitarstjómarstig- ið með því að taka við auknum verkefnum frá ríkinu. „Og við erum opin fyrir frekari sameiningu sveitarfélaga á svæð- inu, og viljum gjarnan taka við þeirri auknu ábyrgð sem henni fylgir," segir Ingunn. Árborg verði ein heild „Efsta stefnumál á okkar lista er að vinna að því að þetta nýja sam- B-listi: 1. Kristján Einarsson, slökkvi- liðsstjóri. 2. María Ingibjörg Hauksdóttir, bóndi. 3. Þorvaldur Guömundsson, framhaldsskólakennari. 4. Nanna Bára Maríasdóttir, leiðbeinandi. 5. Bjöm Harðarson, bóndi. 6. Kristinn S. Ásmundsson, raf- virki. 7. Guðjóna Björk Sigurðardóttir, lögregluþjónn. 8. Víglundur Guðmundsson, raf- virki. 9. Björg Elísabet Ægisdóttir, fangavörður. félag, Eyrarbakki, Stokkseyri, Sandvíkurhreppur og Selfoss, verði að einu svæði, og að fólk finni að þetta er allt ein heild,“ seg- ir Kristján Einarsson, oddviti Framsóknarflokksins i Árborg. Kristján segir að stefnumálin séu hefðbundin að öðm leyti. Fyrst sé að nefna at- vinnumálin, það þurfi að auglýsa Árborg sem at- vinnusvæði, og laða þangað at- vinnufyrirtæki. Þá sé nauðsyn- legt að koma á jöfnuði í raforku- kostnaði. Kristján Einars- „Félagsmálin Son, oddviti eru lika stór B-iista. pakki, og þar er þáttur aldraðra mikill, enda um ungt samfélag að ræða þar sem þáttur aldraðra fer vaxandi," segir Kristján. Hann nefnir einnig fráveitumál- in, sem verði að koma í viðunandi horf samkvæmt Evrópusamþykkt- um, og enn fremur þurfi að efla skólamálin, þó svo að þar hafi ver- ið tekið stórt stökk á undanfömum áram. -Sól. D-listi: 1. Ingunn Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður. 2. Bjöm Ingi Gíslason, hárskera- meistari. 3. Samúel Smári Hreggviðsson, umdæmisstjóri. 4. Sigrún Anný Jónasdóttir, gæðastjóri. 5. Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri. 6. Jón Sigurðsson, deildarstjóri. 7. Guðrún Erla Gísladóttir, íþróttakennari. 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson, endurmenntunarstjóri. 9. Þorsteinn Garðar Þorsteins- son, kennari. Framboðslistar í Árborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.