Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðiunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hrepparenningarnir Umhverfisráðherra hefur fengið snert af góðvild og lagt fram skyndifrumvarp um, að þéttbýlið og Vestfirðir fái einn sjötugasta hluta af áhrifarétti dreifbýlisins á skipulag hálendisins. Áður hafði verið gert ráð fyrir að dreifbýlið eitt réði öllu um þetta skipulag. Samkvæmt áður fram komnu frumvarpi félagsmála- ráðherra til sveitarstjórnarlaga á öll stjómsýsla og skipu- lag hálendisins að vera í höndum 40 aðliggjandi sveitar- félaga, sem hvert um sig á að stjóma einum hrepparenn- ingi án tillits til landfræðilegra aðstæðna. Samkvæmt nýju viðbótarfrumvarpi umhverfisráð- herra má fjalla um skipulag hálendisins í nefnd, þar sem sveitarfélögin 40 með 4% landsmanna hafi tólf fulltrúa, en hin sveitarfélögin, með samtals 96% landsmanna, hafi fjóra fulltrúa. Misvægi réttindanna er sjötugfalt. Þessar mður af borði umhverfisráðherra duga ekki til að bæta fyrir skelfilegt frumvarp félagsmálaráðherra, sem því miður verður samþykkt á Alþingi innan skanims. Málið er í heild sinni enn sem fyrr ein mesta atlagan að almannarétti frá upphafi íslandsbyggðar. Ekki er hægt að sætta sig við, að fulltrúar 96% lands- manna hafi aðeins einn sjötugasta af umsagnaráhrifum á skipulag hálendisins og engan aðgang að stjómsýslu þess. Skipulag og stjómsýsla hálendisins á skilyrðislaust að vera í höndum fulltrúa landsmanna allra. Svo virðist þó, sem þingmenn þéttbýlisins og Vest- fiarða ætli flestir að sætta sig við, að sparkað sé í mikinn meirihluta þjóðarinnar á þennan hátt. Enda er raunar löng reynsla fýrir því, að þingmenn þéttbýlisins em ófærir um að gæta hagsmuna þess, þegar á reynir. Engin frambærileg rök hafa komið fram gegn kröfunni um, að landsmenn standi allir jafnir að skipulagi og stjómsýslu hálendisins. Engin frambærileg rök eru fyrir því, að hálendinu sé skipt niður í fjörutíu hrepparenn- inga, þar sem sérhagsmunir ráða á hverjum stað. Þar að auki stingur frumvarpið í stúf við þjóðlendu- frumvarp forsætisráðherra, sem gerir ráð fyrir, að ríkið kasti eign sinni á allt það hálendi, sem aðrir geta ekki sannað, að þeir eigi. Með því frumvarpi verður ríkið landeigandi að mestum hluta hálendisins. Þjóðin öll hefur hagsmuna að gæta á hálendinu. Þar em flestir virkjanakostirnir, sem mestu máli skipta, bæði vatnsafl og jarðhiti. Orkuverin munu hvert fyrir sig þurfa að sæta fjárkúgun nokkurra hreppa, svo sem við þekkjum frá Blönduvirkjun í nágrenni Höllustaða. Þjóðin hefur öll beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta af ferðamennsku á hálendinu og margvíslegra óbeinna hagsmuna af lífsgæðum, sem tengjast hálend- inu, þótt þau verði ekki metin til íjár. Þess vegna á öll þjóðin að hafa sama áhrifarétt á hálendinu. Þjóðlendufrumvarpið tekur skynsamlega á skipan margvíslegra hagsmuna á hálendinu, annars vegar ým- issa mannvirkja á borð við orkuver og vegi, og hins veg- ar hagsmuna náttúruverndar og umhverfismála. Það byggist á rannsóknum og sátt milli sjónarmiða. Félagsmálaráðherra kastaði hins vegar sínu frum- varpi eins og olíu á eld umræðunnar um réttarstöðu fólks eftir búsetu og á eld umræðunnar um mannvirki og umhverfi á hálendinu. Um það er enginn friður úti í þjóðfélaginu, þótt þingmenn flestir lúti flokksaga. Þótt Alþingi vilji hrepparenninga, hafa í umræðu fólks úti í þjóðfélaginu orðið ofan á þau sjónarmið, að ekki skuli búa til slíka renninga á hálendinu. Jónas Kristjánsson Hér hæföi betur aö tala um laxalýöveldi. Eða jafnvel lagsmannalýöveldi. Lítil dæmisaga eöa hraðar breytir því ekki að þú varst á ólög- legum hraða. Ekkert breytir því að þú braust lög.“ Maðurinn fékk kæru og hafði ómæld óþæg- indi af öllu saman. Að skilja einföld siðalögmál Svipaða sögu mætti segja af manni sem lemdi vegfaranda til óbóta í Austurstræti um nótt vegna þess eins að slíkt væri al- siða í þeirri götu á þeim tíma sólarhrings, en látum söguna af „Þegar spillingarmál, misrétti og önnur samfélagsieg óáran er rædd líkjum við okkur stundum við bananalýðveldin við Karíba* haf. Ég legg til að við hættum því.u Kjallarinn Árni Ibsen rithöfundur Einu sinni var maður. Hann var með bílpróf. Hann átti bíl. Bíllinn var afar flnn. Bíllinn var afar hraðskreið- ur. Bíllinn kostaði afar mikla peninga. Einu sinni var maðurinn úti að aka. Hann ók hratt. Hann ók afar hratt. Hann ók allt of hratt. Allt í einu heyrði hann undar- legt væl fyrir aftan sig. Þar var lögregl- an komin á eftir honum. Maðurinn sem var úti að aka sveigði út í vegar- kant og stöðvaði ffina, hraðskreiða bílinn sinn. Lög- reglubíllinn stöðv- aðist fyrir aftan hann. Ungur lög- regluþjónn steig út úr lögreglubílnum og gekk til manns- ins. Lögregluþjónn- innn sagði: „Þú varst á ólöglegum hraða.“ Þaö þýðir að maðurinn með bíl- prófið hafi ekið hraðcir en hann mátti. Maðurinn sem átti bílinn fína, hraðskreiða svaraði: „Af hverju ertu að stöðva mig? Öfundarðu mig kannski af bílnum mínum? Ég var á nákvæmlega sama hraða og flestir aðrir. Og margir óku miklu hraðar en ég. Þetta er hróplegt óréttlæti. Þetta er einelti." Lögregluþjónninn sagði: „Veit ég vel að þú varst á sama hraða og aðrir, en sök þín er ekki minni fyrir það. Að aðrir aki jafn hratt hraðakstrinum nægja. Hún er saman sett handa einum fráfar- andi bankastjóra sem misbauð al- mennu velsæmi. Hún er höfð á einfoldu máli svo að hann skilji kjama hennar og boðskap, því ætla má af viðtölum við hann og greinum sem hann hefur sent frá sér undanfarið að hann skilji ekki einföldustu hluti. Að minnsta kosti virðist hann ekki skilja hinn einfalda siðaboðskap úr gömlu Biblíusögunum. Þekking hans í þeim efnum reiknast ekki upp á marga laxa. Ef hann heldur áfram að tjá sig blint um þann meinta órétt sem hann telur sig beittan endar hann sem persónuefni í harmleik. Nú veit alþjóð að siðleysi í opin- berri stjórnsýslu og sóun á al- mannafé eru landlægir lestir og hafa verið það lengi, þótt ekki séu þeir náttúrulögmál. Það er aðeins stigsmunur en enginn eðlismunur á slíkri hegðun og einföldum þjófn- aði. Það er ekki heldur náttúrulög- mál að fólk sé barið til óbóta í Austurstræti aðfaranætur sunnu- daga. Það er ekki heldur náttúru- lögmál að íslendingar þverbrjóti umferðarreglur og aki að jafnaði langt yfir löglegum hraða. Það er ekki heldur náttúrulögmál að fá- einir girugir einstaklingar borgi litla sem enga skatta. Það kann að vera hefð fyrir þessu öOu í samfé- lagi okkar en það er löngu orðið tímabært að rjúfa hana. Lagsmannalýöveldi? Þegar spiOingarmál, misrétti og önnur samfélagsleg óáran er rædd líkjum við okkur stundum við bananalýðveldin við Karíba- haf. Ég legg tO að við hættum því. Stjórnsýslan í þeim löndumi hafði annað birtingarform en við þekkjum. Þar létu háttsettir menn einfaldlega pynta og myrða þá sem voru með derring. Hér er ekkert slíkt á ferðinni. Hér hafa háttsettir menn rangt við af ein- skærri góðsemi að því er virðist. Hér brosa prókúruhafar almanna- fjár gleiöir framan í okkur svo að guOtennumar glitra. Og þeir eru svo einstaklega sjarmerandi og sjálfumglaðir að við lútmn þeim af eintómum heimóttarskap. Þeir eru auk þess meira og minna skyldir okkur og vei þeim sem stofnar til ófriðar i fjölskyldunni. Hér hæfði betur að tala um laxalýðveldi. Eða jafnvel lagsmannalýðveldi. Ámi Ibsen Skoðanir annarra Bandarískar vörur hverfa „ Hefð er fyrir verulegum innflutningi matvæla frá Bandarikjunum tO íslands í umbúðum sem upp- fyOa stranga þarlenda staðla, og hefur svo verið mestan hluta aldarinnar. Nú er sá innflutningur í uppnámi. Ráðuneyti umhverfismála hefur fyrirskip- að að frá 1. maí 1998 megi ekki dreifa í heOdsölu þannig pökkuðum vörum á íslandi, og frá 1. sept- ember 1998 megi aðeins „rétt merkt“ matvæli vera tO sölu I verslunum ... Neytendur munu ekki þakka stjómmálamönnunum ef þekktar gæðavörur sem skapað hafa sér sess meðal neytenda hverfa af mark- aði vegna reglna frá Mið-Evrópu sem ekki taka neitt tdlit tO sérstöðu okkar.“ Sigurður Jónsson, í Mbl. 2. apríl. Þarfasti þjónn bílsins „Þarfasti þjónn bOsins er maðurinn, sem er orð- inn svo háður húsbónda sínum, að hann er búinn að missa hæfileikann til að hreyfa sig um án hans. Á einum mannsaldri hefur bdaþjóðin týnt gönguget- unni niður ... Framtíðarspár eru ömurlegar því bda- eignin eykst jafiit og þétt og getan td að ganga minnkar að sama skapi.“ Oddur Ólafsson, í Degi 29. apríl. Þurrkaðar sjávarafurðir „Nýir stórkostlegir möguleikar felast í þurrkun sjávarafurða og markvissu markaðsstarfi fyrir þá vinnslugrein. Tímabært er að gera stórátak, í Aust- urlöndum fjær, í sölu og markaðsstarfi fyrir þurrk- aðar sjávarafúrðir, þar sem nú hefur opnast upp á gátt nýr ótrúlega stór markaður sem okkur ber skylda tO að virkja. Gamalgrónu markaðirnir fyrir hefðbundnar fiskafurðir, ferskar, saltaðar og frystar, eru að stórum hluta fuOnýttir. Nýrra landvinninga er þörf.“ Bjami Elíasson, í aukablaði Mbl., Úr verinu, 29. aprfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.