Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Fréttir Skoðanakönnun DV gerð í gærkvöld á fylgi framboðanna í Reykjavík: R-listi fengi níu menn en D-listi sex - Launalistinn kemst ekki á blað 60% Svör allra í könnun DV 'SktlaukioMt [3 11. mars '98 ® 5.-6. mal '98 □ 14. maí '98 Sjálfstæ&isflokkurinn ___________ síSLJML Éá u'u Reykjavikur- Húmanlsta- Launa- listinn flokkurlnn listinn óákv./sv. ekkl Fylgi borgarstjórnarflokkanna r 1 I 53,0% 47,0% L i A REYIOAVIKUR- USTINN Niðurstöður kosninga 28. maí '94 REYKJAVÍKUR- -.iMMP1”' 0nnur USTINN Niðurstoður framboö skoðanakönnunar DV - þeir sem afstööu tóku 14. maí '98 - Forskot Reykjavíkurlist- ans, R-lista, á Sjálfstæðis- flokkinn, D-lista, hefur minnkað um 7,3 prósentu- stig á einni viku sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem fram fór í gærkvöld. Fylgi R-listans mælist tæp- lega 57 prósent á móti 42 prósentum hjá D-lista. Húmanistar fengju 1 pró- sents fylgi en Launalistinn kemst ekki á blað í könn- uninni. Úrtakið í Reykjavík var að þessu sinni stærra en venjulega í könnunum DV, eða 600 manns, jafnt skipt á milli kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjómar- kosningar færu fram núna?“ Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 33,5 prósent ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, 45,2 pró- sent Reykjavíkurlistann, 0,8 prósent Húmanista- flokkinn og enginn nefndi Launalistann eins og áður sagði. Óákveðnir í afstöðu sinni voru 17 prósent að- spurðra og 3,5 prósent vildu ekki svara spuming- unni. Alls tóku því um 80 prósent úrtaksins afstöðu sem er svipað hlutfall og í síðustu könnunum blaðsins. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku til spurningarinnar þá ætla 42,1 prósent að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, 56,8 prósent Reykjavíkur- listann og 1 prósent flokk húmanista. Munurinn á fylgi borgarstjómar- flokkanna er 14,7 prósentustig og hef- ur minnkað um 14,9 prósentustig frá síðustu könmrn DV sem fram fór 5. til 6. maí síðasfliðinn. Frá þeirri könnun hefur forskot R-listans minnkað um 7,3 prósentustig eins og sagði í upphafl fréttarinnar. Fylgi hinna framboðanna, H- og L-lista, hefur ekki breyst á rúmri viku öðra- vísi en að síðamefndi listinn kemst ekki á blað. Húmanistar vom einnig þá í kringum prósentið. Níundi af R-lista öruggur inni Sé borgarfulltrúum skipt á milli flokkanna í samræmi við niðurstöð- ur könnunarinnar þá fengi R- listinn 9 menn kjöma, einum manni meira en hann hefur í dag, en D-listinn 6. í könnun DV í síðustu viku var staðan 10-5. Núna er níundi maður R-lista nokkuð öraggur inni en sjöundi mað- ur af D-lista er næstur inn. Hvað afstöðu kynjanna varðar hef- ur hún breyst meira hjá R-lista und- anfama viku en hjá D-lista. Mun fleiri konur en karlar em á meðal kjósenda R-listans á meðan hlutfallið er áfram á hinn veginn hjá sjálfstæð- ismönnum. Borgarstjóraefnin em því farin að höfða meira til kynsystkina sinna en áður. -bjb Skipting borgarfulltrúa Eftir kosningar 28. maí '94 Samkvæmt skoöana- könnun DV14. maí '98 Meirihlutinn andvígur aö Helgi og Hrannar víki sæti - mun fleiri því fylgjandi að Hrannar fari af R-lista frekar en Helgi Meirihluti kjósenda í Reykjavík er andvígur því að Helgi Hjörvar og Hrannar B. Amarsson víki af efstu sæt- um Reykjavíkurlistans í kjöl- far þeirrar miklu umræöu sem átt hefur sér stað um fjár- mál þeirra að undanförnu. Heldur fleiri em þó á því að Hrannar víki sæti en Helgi. Þetta era helstu niðurstööur skoðanakönnunar DV á af- stöðu fólks í þeirra garð. Könnunin var gerð í gær- kvöld. Úrtakið var 600 manns í Reykjavík, jafnt skipt á milli kynja. Spurt var um sinn hvorn frambjóðandann, ann- ars vegar „Ertu fylgjandi eöa andvígur því að Helgi Hjörvar víki sæti af Reykjavíkurlist- anum i kjölfar mikillar um- ræðu að undanfömu um fjár- mál hans?“ og hins vegar „Ertu fylgjandi eða andvígur því að Hrannar B. Arnarsson víki sæti af Reykjavíkurlist- anum í kjölfar mikillar um- ræðu að undanfömu um fjár- mál hans?“ Ef við byrjum á niðurstöð- unum hvað varðar Helga - 29 f 7% 43,5% Ætti Helgi að víkja sæti af R-lista Svör allra Fylgjandl Þeir sem tóku afstöðu Óákv./sv. ekkl 32r6% 30,0% Ætti Hrannar að víkja sæti af R-lista? ( 14/5 '98 DV Svör allra Pylf^ianrll Þeir sem tóku afstöðu Óákv./sv. ekkl Anu*i6.. Andvíglr miðað við svör allra - þá sögðust 26,7 prósent vera því fylgjandi að Helgi víki sæti, 43,5 prósent voru því andvíg, 25,2 prósent vom óákveðin í afstöðu sinni og 4,7 prósent vildu ekki svara spuming- unni. Miðað við þá sem af- stöðu tóku vora 38 prósent þvi fylgjandi að hann færi af listanum en 62 prósent vom á móti slíkri ákvörðun. Miðað við svör allra í könnuninni um Hrannar þá voru 30 prósent því fylgjandi að hann standi upp úr þriðja sæti Reykjavíkurlistans, 37,3 prósent vom því andvíg, 27,3 prósent voru óákveðin í af- stöðu sinni og 5,3 prósent svömðu ekki spurningunni. Sé aðeins miðað við svör þeirra sem tóku afstöðu þá reyndust 44,6 prósent vera fylgjandi en 55,4 prósent and- víg. Nokkur munur er á af- stöðu kynjanna til þeirra fé- laga. Konur virðast mun um- burðarlyndari í garð þeirra en karlar. Álika margir reyndust óákveðnir. -bjb Stuttar fréttir i>v Dýr samningur Framsóknarmenn á Homafirði gagnrýna samning um heilbrigðis- mál sem sveitarfélagið gerði við rík- ið sem reynslusveitarfélag. Hann sé of dýr og vanhugsaður. Meirihlut- inn segir hann góðan en ríkið skuldi Hornafirði milljónir vegna hans. Ná inn manni Samkvæmt Gallupkönnun nær Mosfellslistinn manni inn, Sjálf- stæðisflokkur fær þrjá, G-listi Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista tvo og Framsókn einn. Gagnrýni Forystumenn hrossarækt- arsambanda á áður töldum ósýktum svæð- um af smitandi hrossahitasótt gagnrýna yfir- dýralækni fyrir að fella niður vamarlínur og vilja að þær verði virtar fram í júlí. Þeir saka hann einnig um þjónkun við fjárhags- lega sérhagsmuni. Smáralind Aðstandendur verslunarsvæð- isins Smáralindar undirrituðu í gær samning við bresku stór- verslanakeðjuna Debenhams um að reisa fjögur þúsund fermetra verslun, hina stærstu í eigu Deb- enhams i Evrópu. Embættishalli Uppsafhaöur rekstrarhalli sýslu- mannsembættisins á Akranesi er rúmar 26 milljónir króna og jafn- framt um helmingur rekstrarhalla allra sýslumannsembætta í landinu. RÚV sagði frá. Sverrir í mái Sverrir Her- mannsson, fyrr- verandi hanka- stjóri, hótar að kæra Sigurð Þórð- arson ríkisendur- skoðanda fyrir lögbrot við rann- sókn á Landsbankamálinu og Láras Ögmundsson, lögmann Rikisendur- skoðunar, fyrir afskipti af málinu þrátt fyrir mægöir við Jóhönnu Sig- urðardóttur. 4% hagvöxtur Árlegur hagvöxtur á íslandi hefur verið 4% að meðaltali M árinu 1945. Landsframleiðslan hefúr 7,7-faldast á tímabilinu og íbúafjöldi tvöfaldast aö því er kemur Mm í riti Þjóðhags- stofnunar um þetta efiii. Sameining stendur Sanieining 10 hreppa í Skagaflrði stendur. Samkvæmt Hæstaréttar- dómi í gær var kosning um málið lögleg. Sveitarstjómarkosningar geta því farið fram í Skagafirði. Ólafur Örn vill mat Ólafur Öm Har- aldsson, þingmað- ur Framsóknar- flokks, viil að um- hverfismat fari fram áður en virkj- unarframkvæmdir hefjast á Austur- landi, jafnvel þótt Landsvirkjun megi framkvæma án þess að mat sé gert. Álverið stækkað Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir í Degi að álver Colum- bia á Grundartanga verði stækkað þrátt fyrir áform um að byggja nýtt álver í Bandaríkjunum eða Kanada. Minna dóp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri dregur í efa að dópsala á skólalóðum borgarinnar sé jafn um- fangsmikil og fram kom hjá eitur- sala i viðtali við Stöð 2. RÚV sagði frá. „Rumpulýður" „Helftin af íjölmiðlamönnum er menningarsnauður rumpulýður, til háborinnar skammar fyrir þjóð sem þó vill kalla sig siðmenntaða," segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í grein í Morgunblaðinu I dag. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.