Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 T>V Allir selji öllum allt „Nútíminn kemst fyrir í einfaldri for- , múlu: allir selji öllum allt. ís- lendingar skilja þetta vel ogheyravarla , hver í öðrum , fyrir því ein- beitta kappi sem allir leggja á að „þróa hugmyndir um eflingu markaðssetning- ar“.“ Árni Bergmann rithöfund- ur, í DV. Spillingin „Að því er ég best fæ séð er spilling bundin persón- um og smáhópum, sem kunna þá list aö mata krók- inn, gera slíkt að íþrótt sinni. Slíkir menn hreiðra gjarnan um sig í stjómmála- flokkum." Ingvar Gíslason, fyrrv. raöherra, í Morgunblað- inu. Ekki jarðsett í kyrrþey „Svo mikiö er vist að félags- lega húsnæðis- kerfið verður ekki jarösett í kyrrþey." Jóhanna Sig- urðardóttir, i Degi. Druslur á götunum „Við erum alls ekki að flytja inn of mikið af bílum. Þvert á móti er of mikið af gömlum dmslum á götun- um.“ Benedikt Eyjólfsson bíla- innflytjandi, i Viðskipta- blaðinu. Umhugsunarefni „Mér fmnst umhugsunar- vert hvort stefnan sé sú að menn í at- , vínnurekstri vogi sér ekki í stjórnmál- in.“ Gunnlaugur Sigmunds- son, alþingis- maður og forstjóri Kögun- ar, f Degi. Plötuútgáfa „Já, þetta var dýrt, en þó ódýrara en forstjórajeppi." Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son sem gaf út geisla- plötu, í DV. .jfí- n.i; it,—'inp, íff & y Ingi Bæringsson, forvarnafulltrúi SÁÁ: Aðstæður allt aðrar í dag en þegar foreldrarnir ólust upp „Hin árlega álfasala SAÁ er lykilat- riði fyrir okkur sem störfum í for- vamastarfinu. Við fáum nú til með- ferðar á hverju ári yflr 200 krakka undir tvítugu, þeir verða yngri og yngri og það er dýrt að reka meðferð- ina fyrir þá. Auk þess eram við með forvarnastárfið fyrir unglingana þannig að reksturinn er mjög þungur peningalega og því er álfasalan okkur mjög mikils virði. Þetta er níunda árið sem við seljum álfinn. Lands- menn hafa hingað til tekið okkur mjög vel og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að svo verði einnig um þessa helgi,“ segir Ingi Bæringsson, forvarnafulltrúi hjá SÁÁ, en á morg- un og sunnudag munu sjálfboðaliðar ganga í hús og selja álfinn eins og undanfarin ár. Ingi segir að forvarnastarfið hafi tekið nokkrum breytingum á síðasta ári: „Allt forvarnastarf miðaðist að því að sannfæra unglinga um skað- semi og að biða eftir því að þeir tækju þá skynsamlegu ákvörðun að nota ekki vímugjafa. Við ákváðum að snúa af þessari braut þar sem þrátt fyrir allar aðgerðir voru það yngri og yngri unglingar sem fóru að drekka og nota önnur vímuefni. Við höfum því farið þá leið að vinna í umhverfi barnanna, gera það óæskilegt fyrir þau að drekka þannig að það borgaði sig ekki og það yrði rökrétt fyrir þau að fara eftir áróðrinum, hafa reglu og aga utan um sig en ekki eins og var að segja þeim að þetta sé hættulegt og þetta megi ekki og gera síðan ekkert rneira." Ingi segir að þegar Ingi Bæringsson. þetta var ákveðið hafi komið í ljós að hugmyndafræði vantaði: „Það er nóg til af hugmyndafræði til að vinna eft- ir í Bandaríkjunum en hún passaði bara ekki fyrir okkur. í Bandaríkjun- um er til dæmis einn leiðtogi virkjað- ur í hverjum bekk og það er alltaf sá sem stendur sig best í náminu. Hér gengur það ekki þar sem leiðtoginn, ef hann er fyrir hendi, er ekki sá sem stendur sig best i náminu heldur kannski syndaselurinn sjálfur eða sá sem er vinsælastur og skemmtilegast- ur. Við bjuggum því til okkar eigið prógramm sem við töldum að passaði fyrir íslenskar aðstæður og fórum með það í fimm sveitarfélög sem til- raunaverkefni og gekk þetta ágætlega í fyrra, sérstak- lega á Akranesi. Nú erum við að bæta nokkrum leg, enda vinnst ekki árangur nema góð samvinna takist.“ Ingi segir að það sé engin spurning að fíkniefnin era komin til að vera: „Því miður eru fikniefnin komin í grunnskólann og okkar helsta mark- mið í dag er að grunnskólinn verði áfengis- og vimuefnalaus og við mun- um ekki slaka á i að ná þessu fram. Þetta er mjög erfítt. Samfélagið sem krakkarnir eru að alast upp í er allt öðruvísi en samfélagið sem foreldrar þeirra ólust upp í því er erfitt fyrir foreldrana að setja sig í spor barn- anna. Foreldrarnir geta ekki sagt: „Ég fékk að vera úti lengi á kvöldin og hafði bara gott af því.“ Aðstæður i dag eru allt aðrar. Ingi Bæringsson hefur Maður dagsins Tindum, frá því sveitarfélögum inn í þetta forvama- starf. Til að allt gangi upp þarf und- irbúningsvinnu sem alls staðar hef- ur gengið vel og er óhætt að segja að sveitarfé- lögin eru okkur mjög hjálp- Tindar hófu starfsemi sína, og k það má ■ segja að ég hafi i verið lagð- r ur niður því ég var síðasti starfs- maðurinn það- an út.“ -HK Eitt verka Elínar sem er á sýningu hennar í Gallerí Horninu. Olíumyndir og vatnslitaskissur Elín Magnúsdóttir sýnir um þessar mundir verk sín í Galleríi Horninu, Hafnar- stræti 15. Sýndar eru nýjar olíumyndir og vatnslitask- issur. Elín útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1981 og frá Rietveldt Academie í Amsterdam, Hollandi, 1986. Elín er búsett í Austurríki og var þar með einkasýn- ingu fyrir skömmu. Sýning- in verður opin kl. 11 til 23.30 alla daga og stendur Sýningar til sunnudagsins 24. maí. Sérinngangur er þó aðeins opinn milli kl. 14 og 18. Myndgátan Árinni kennir illur ræðari Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Hjörleifur Jónsson leikur í FÍH-saln- um í kvöld. Brottfarartónleikar trommuleikara Brottfarartónleikar Hjörleifs Jónssonar trommuleikara verða haldnir í kvöld kl. 20 í sal Tónlistar- skóla FÍH að Rauðagerði 27. Leikin verða lög eftir ýmsa höfunda, með- al annars John Zorn, Jacques Prevert, Pat Methini, Kenny Garret og Hjörleif sjálfan. Hjörleifur hóf nám hjá Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar níu ára gamall undir handleiðslu Reynis Sigurðs- sonar og Birgis D. Sveinssonar. Hann hefur stundað nám á tveimur deildum FÍH-skólans síðan 1994 og auk djassnámsins lokið 7. stigi á klassísk slagverk undir umsjón Steef van Oosturhout. Tónleikar Meðleikarar Hjörleifs á tónleik- unum eru Gunnar Hrafnsson á bassa, Karl Olgeirsson á píanó, Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Snorri Sig- urðarson á trompet og Amar Þór Gunnlaugsson á gítar auk þess sem stórsveit tónlistarskólans kemur fram undir Edwards Frederiksens. Skólakór Kársness Skólakór Kársness, yngri deild, heldur tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði í kvöld kl. 20.30 og í Stykkishólmi á morgun kl. 17. Bridge í gær sagði frá spili í dálknum sem spilað var í hinum fræga TGR- spilaklúbbi í London. Eigendur klúbbsins stefna að því að halda eitthvert stærsta peningamót sög-‘ unnar þar í komandi ágústmánuði með verðlaunum upp á um 30 millj- ónir króna. í TGR-klúbbnum er spil- að upp á peninga, nánast óguðlega háar fjárhæðir. Hér er eitt spil sem kom fyrir í klúbbnum á dögunum en 40 pund (rúmlega 4.600 krónur) voru lögð undir fyrir hver 100 stig. Ástralinn Michael Courtney fékk verðlaun ársins sem þolinmóðasti spilafélagi klúbbsins fyrir þau orð sem hann lét falla í lok spilsins. Courtney sat í suður og sagnir gengu þannig, austur gjafari og eng- inn á hættu: * 963 * ÁG762 ■t 652 * ÁK * KD1087542 * - ♦ ÁKD10 * 7 * - •r - ♦ G98643 * D1086542 N V A S # AG * KD1098543 ♦ - * G93 Austur Suður Vestur Norður 3 hjörtu 4 grönd 5 spaðar 7 grönd dobl pass pass redobl p/h í sæti norðurs var reynslulítill spilari og hann skildi ekki fjögurra granda sögn félaga sins sem eðlilega var meint sem úttekt í láglitina. Hann hélt að suð- ur væri að spyrja um ása og taldi sig af þeim sökum eiga fyrir stökki í 7 grönd. Átta spað- aslögum og þrem- ur tígulslögum síð- ar voru AV búnir að skrá 5800 stig í sinn dálk og gróða upp á tæpar 267.000 krónur. Courtney sagði aðeins „Ég var heppinn að vera ekki að spila upp á 100 pund fyrir hver 100 stig eins og ég er vanur." Þá hefði tapið verið tæplega 673.000 krónur. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.