Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Fréttir Vestfirðingar fognuðu afmæli forsetans með Danadrottningu: Mikil fjallasinfónía - og skemmtilegur afmælisdagur, segir Ólafur Ragnar Grímsson „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg- ur dagur og ógleymanlegur. Það hefur snortið mig djúpt að koma hingað á þessar gömlu slóðir og geta sýnt þær Margréti drottningu og Hinriki prins og rætt um söguna sem hér er í hverj- um fírði og tengist sambandi íslands og Danmerkur," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í samtali við DV meðan á heimsókn hans og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur ásamt Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og Hinriki prins til Vestfjarða stóð í gær. Heimsóknin hófst þegar gestimir lentu í rigningu á Þingeyri klukkan 14.20. Þar tók Ólafur Helgi Kjartans- son sýslumaður á móti gestunum ásamt bæjarstjórum Ísaíjarðarbæjar. Frá flugvellinum var haldið í kirkju Þingeyringa þar sem sóknarprestur- inn, séra Guðrún Edda Gunnarsdótt- ir, lýsti kirkjunni fyrir hinum tignu gestum. Við kirkjudymar var hópur þingeyringa samankominn og bama- kór söng afmælislagið fyrir forsetann. Frá Þingeyri var haldið að Holti í Önundarfirði þar sem séra Gunnar Bjömsson lék á selló í kirkjunni og frú Ágústa Ágústsdóttir söng. Prests- hjónin buðu síðan gest- unum upp á kaffí og með því og Gunnar reykti vindil svo sem hann hafði lofað til að sýna drottningu að engir for- dómar ríktu í garð reyk- ingafólks. Drottningu var mjög skemmt þegar Gunnar dró upp vindil- inn góða og sagðist reykja henni til heiðurs þó ekki væri hann reyk- ingamaður hversdags. Hún var fljót til og reykti Gunnari til samlætis. Frá Holti héldu gestimir til Flateyrar þar sem for- setinn og drottningin lögðu hvort sinn blómsveiginn að minnis- merkinu um þá sem fór- ust í snjóflóðunum í október 1995. Frá Flateyri var haldið til ísafíarðar þar sem fíöldi manns beið gestanna á Silfur- torgi. Ólafur Helgi Kjart- ansson sýslumaður taldi pð yfír þúsund manns hefðu verið samankomn- ir á Silfúrtorgi sem hann sagði stórkostlegt miðað við veður. I? Asjj , ■ Yfir þúsund manns söfnuðust saman á Silfur- torgi til að fagna Danadrottningu og forseta sín- um. Þar var honum færð afmælisgjöf. Verbúöir heilluöu Þaðan héldu gestimir til Bolungarvíkur þar sem komið var í Ósvör. Hinrik prins og Margrét Þórhildur Danadrottning kveðja á Flateyri. DV-myndir GVA Drottningin sýndi verbúðinni i Ósvör mikinn áhuga. Hún spurði mikið um verkunaraðferðir og vildi skoða meira en dagskráin gerði ráð fyrir. Ólafur Kristjánsson bæjarsfíóri tók ásamt fleiri forsvarsmönnum Bolvík- inga á móti gestunum og kynntu þeim verbúðir eins og þær vom fyrr á öld- inni. Loks var haldið í handverkshús Drymblu þar sem drottningin fékk að sjá handverk bolvískra kvenna. Frá Bolungarvík var haldið til baka til ísafíarðar þar sem seinasti liður dag- skrárinnar, kvöldverður í boði for- setahjónanna, var haldinn i Tumhús- inu í Neðstakaupstað. Matseðillinn var að mestu byggður upp á sjávar- fangi. Ólafúr Ragnar segir drottning- ima vera mjög ánægða með heim- sóknina sem þrátt fyrir rigninguna hafi tekist eins og best verði á kosið. „Henni finnst mjög ánægjulegt að sjá hversu vel fólk hefur sinnt göml- um húsum og sameiginlegum arfí okkar og Dana hér um slóðir. Ég held líka að þessi tignarlegu háu vest- firsku fíöll hafi snortið þau djúpt. Ég skynja að fíöllin hafi veriö hrikalegri en þau hafi gert sér grein fyrir og í meiri nálægð við byggðina. Þetta hef- ur verið mikil fíallasinfónía sem hér hefur verið sýnd og leikin í dag. Þetta hefúr verið mjög skemmtilegur af- mælisdagur," sagði Ólafur Ragnar Grimsson. -rt I Turnhúsinu í Neðstakaupstað buöu forsetahjónin drottningu og fylgdarliöi til veislu í gærkvöld. Meö- al þess sem boöið var upp á var há- karl sem Jóna Pálmadóttir er hér aö bera fram. Gormarí flestar gerðir bíla. Gott verð !! 535 9000 Hamur efstur í Gunnarsholti Tólf hestar náðu lágmarksein- kunn fyrir landsmót á stóðhestasýn- ingu í Gunnarsholti í vikunni. Hamur frá Þóroddsstöðum fékk hæstu aðaleinkunn mótsins, 8,50, Eiður frá Oddhóli fékk 8,45, Skorri frá Gunnarsholti 8,36, Hilmir frá Sauðárkróki 8,22 og Álfur frá Akur- eyri 8,09. í fimm vetra flokki stóð efstur Númi frá Þóroddsstöðum með 8,31, Ögri frá Háholti fékk 8,01, Loki frá Hofi I fékk 7,96, Markús frá Lang- holtsparti I fékk 7,98 og Þyrill frá Hárlaugsstöðum fékk 7,95. Þór frá Prestbakka stóð efstur fíögurra vetra hestanna með 8,01, Hlynur frá Blesastöðum fékk 7,96, Huginn frá Haga I fékk 7,95, Væng- ur frá Auðsholtshjáleigu fékk 7,89 og Andvari frá Sléttabóli 7,78. Á laugardaginn verður sýning á efstu hestum í hverjum flokki og hefst sýningin klukkan 14.00. -E.J. aleinkunn. Knapi er Þóröur Þorgeirsson. DV-mynd E.J. Stuttar fréttir i>v Gjaldþrota Annar mannanna sem haldið hafa úti netsíðu með viðskipta- og gjaldþrotaferli tveggja frambjóð- enda á R-listanum var sjálfur lýst- ur gjaldþrota með úrskurði upp- kveðnum 20. april. Lögbirtinga- blaðið segir frá. Sterkir á Akureyri Sjálfstæðis- flokkurinn fengi um 50% atkvæða samkvæmt nýrri könnun um fylgi við framboðslista til bæjarstjómar- kosninga á Akur- eyri. Fylgi flokksins hefur vaxið frá síðustu könnun en minnkað að sama skapi hjá Framsóknarflokkn- um sem fengi aðeins 18% atkvæða og Akureyrarlistinn 23%. Leiðtogi sjálfstæðismanna er Sigurður J. Sigurðsson. Vísir sagði frá. Óánægja Aðaleigendur Hraðfrystihúss Eskifjarðar eru óánægðir með Verðbréfastofuna. Þeir telja að ffamkvæmdastjóri hennar hafi ver- ið beggja vegna borðsins í viðskipt- um með hlutabréf úr þeirra eigu. Viðskiptavefur Vísis sagði ffá. Hækkandi gengi Gengi hlutabréfa í Kögun hf. á Opna tilboðsmarkaðnum hefur þrefaldast frá því í janúar 1997. Lít- ið ffamboð hefur verið hins vegar af bréfum i Kögun og viðskiptin numið aðeins 71,5 milljónum á þessu tímabili. Síðustu viðskiptin áttu sér stað 30 apríl. Úrvalsvísitalan Úrvalsvísitala hlutabréfa hækk- aði um 1,44% í fyrradag. Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands námu þá 1.783 milljónum króna, mest með húsbréf, 697 milljónir, og með spariskírteini, 755 milljónir. Verð bréfa í Lyfjaverslun íslands hækk- uðu um 7,5%. Viðskiptavefur Vísis sagði ffá. Meira lánstraust Lánstraust íslands hefur aukist mikið undanfarna mánuði sam- kvæmt könnun viðskiptaritsins Institutional Investor. Islands er i 26. sæti rikja í þessu efni og hefúr hækk- að um fjögur sæti á aðeins hálfú ári, að sögn viðskiptavefs Vísis. Engin áhrif Hallgrimur Gunnarsson, ffamkvæmda- stjóri Ræsis, segir við viðskiptavef Vísis að samruni Daimler Benz og Chryslers muni engin áhrif hafa á stöðu umboðsaðila Mercedes Benz og Chrysler-bíla hérlendis. Jöfur hefur umboð fyrir Chrysler-bíla. 4% verðbólguhraði Verbólguhraðinn er 4% um þessar mundir. Visitala neyslu- verðs hækkaði um 0,3% í maí mið- að við verðlag. Það jafngildir 4% ársverðbólgu. Viðskiptavefúr Vísis sagði frá. Nýr formaður Á aðalfundi útgerðarfélagsins Ámess var nýr stjómarformaður kjörinn. Hann er Ámi Vilhjálms- son, stjómarformaður Granda hf., og tekur hann við formennskunni af Jóni Sigurðarsyni. Alliance Francaise Ámi Snævarr, fréttastjóri er- lendra frétta á Stöð 2, hefur verið kjör- inn forseti samtak- anna AUiance Francaise. Fráfar- andi formaður er Ámi Þorvaldur Jónsson arkitekt sem verið hefur forseti undanfarin sex ár. Viö- skiptavefúr Vísis sagði frá. Ferðafélagiö andæfir Stjóm Ferðafélags íslands mót- mælir harðlega framkomnum skipulags- og stjómsýslutillögum sem varða hálendi íslands sem miða að því að búta hálendið nið- ur í 42 ræmur. Miðhálendið sé í augum landsmanna ein heild og eigi að vera það líka sem sfíóm- sýslu- og skipulagseining. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.