Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 9 i>v Stuttar fréttir Pakistanar undirbúa sig Pakistanar eru nú í óða önn að undirbúa tilraunir meö kjarn- orkuvopn. Að sögn bandarískra embættismanna verður hugsan- lega sprengt um helgina. Líklegar þykir þó að það verði í næstu viku. Stórleiðtogar funda Kjamorkutilraunir Indverja og óeirðirnar í Indónesíu verða helstu mál á leiðtogafundi svo- kallaðra G8-ríkja sem hefst í Birmingham á Englandi í dag. Blair gerir kröfur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í gær að Sinn Fein, póli- tískur armur írska lýðveldis- hersins (IRA) kynni að verða útilokaður frá valdastöðum á Norður-írlandi ef skæruliðar IRA neita að afhenda falin vopn sín. Óvinir hittast Ibrahim Rugova, leiðtogi al- banskra aðskilnaðarsinna í Kosovo, hittir Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta að máli í dag. Ráðgjafar Rugova segja þó að ekki verði um neinar samningavið- ræður að ræða þar sem erlendir sáttasemjarar verða ekki við- staddir. Hvaiir á Grænlandi Liklegt þykir að ekki verði hreyft við hvalakvóta Grænlend- inga á ársfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Oman sem hefst á morg- un. Kvóti Grænlendinga er rétt rúmlega 200 hvalir á ári. Popparinn sektaöur Breski popparinn George Mich- ael var sektaður um rúmar 50 þúsund krónur í gær og fyrirskip- að að sækja kynlífsráðgjöf fyrir ósæmilega hegðun á karlaklósetti í Los Angeles. Clinton í Beriín Bill Clinton minntist loftbrúar- innar til Berlínar á hálfrar aldar afmæli hennar í gær. Banda- menn komu loftbrúnni á fót eftir að Sovét- menn settu vesturhluta Berlínar í her- kví þannig að íbúunum þar voru allar bjargir bannaðar. Frekari flugvélaskoðun Bandarísk loftferðayfirvöld hafa fyrirskipað frekari skoðun á rafleiðslum í eldsneytisgeyma Boeing 737-þotna. Nú á að skoða yngri vélar. Raömoröingi játar ítalskur maður sem var hand- tekinn I síðustu viku hefur viður- kennt að vera eftirlýstur rað- morðingi. Hann sagði dómara í gær að hann væri sjúkur á geði og ekki sjálfráður gerða sinna. Utlönd Blóðbað á herteknu svæðunum: Israelar skutu níu til bana Palestínsk yfirvöld báðu i gær- kvöld um alþjóðlega hjálp til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar í Miðausturlöndum. Hjálparbeiðnin barst eftir aö ísraelskir hermenn skutu til bana níu Palestínumenn og særðu nokkur hundruð á Vestur- bakkanum og Gaza. Um hálf milljón Palestínumanna efndu til mótmælagöngu í gær til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá því að þeir voru hraktir frá landi sínu er Ísraelsríki var stofnað. Talsmaður ísraelshers sagði að hermenn hefðu aðeins skotið þegar þeir töldu sig vera í lífshættu. Yass- er Arafat, forseti Palestinu, sakaði ísraelsku hermennina um að hafa myrt saklausa borgara. „Þó svo að mótmælin hafi verið friðsamleg hófu ísraelskir hermenn skothríð," sagði Arafat. Palestínska lögreglan sagði að tveir átta ára drengir hefðu verið meðal þeirra sem létu lífið þegar hermenn skutu úr byssum sínum og beittu táragasi til að dreifa mótmælendum sem köstuðu bensínsprengjum og grjóti. Netanycihu, forsætisráðherra ísraels, sagði palestínska fjölmiðla ísraelar skutu sjónvarpsmann á vegum Reuters með gúmmíkúlu í höfuðið. Símamynd Reuter. hafa æst Palestínumenn til ofbeldis. Netanyahu vildi ekkert láta uppi um niðurstöður fundar síns með Al- bright, utanríkisráðherra Banda- rikjanna. írski leikarinn Richard Harris lék sér við tvo Ijónsunga á ströndinni í Cannes í gær. Harris var að auglýsa kvikmyndina To Walk With Lions á kvikmyndahátíðinni í Cannes. í myndinni fer hann með hlutverk Georges Adamsons, höfundar bókarinnar Bom Free. Símamynd Reuter. Geriö gazðci- og verðsamanburð BFGoodrich AH-TerrabiT/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- mmmmammm dekk Jeppadekk SUÐURSTROND 4 S: 5614110 Háþrýstidlðelur frá RhSno FrakMandi Þiýstingur stillanlegur IQDtil 14D bar Verð kr. 28.700 8,41/min P2=1,7 KW VERSLUN FYRIR ALLAI Aukafylgihlutir innifaldir í verði: Turbo stútur, lagnahreinsibúnaður, sandblásturssett, þvottakústur og áfastur sápukútur Viö Fellsmúla Sínti 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 (jjÍ)Melcibo ■ Málningarhefill allt að 70% tímaspamaður Umhverfisvæn og fljótleg aðferð til að fjarlægja málningu. Einnig notaður fyrir óheflaðan við. (f^naíisfý Sölustaðir um allt land Sími 535 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.