Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Mikilvægi björgunarsveita Mikil mildi var og nánast kraftaverk að vísindamenn- irnir tveir sem hröpuðu í bíl sínum fram af Grímsfjalli á Vatnajökli í fyrradag lifðu slysið af. Á sama tíma og björgunarsveitarmenn brutust á slysstað barst neyð- arkall um gervihnött frá fimm manna skíðagönguhópi skammt frá slysstaðnum. Hópurinn fannst nokkru síðar. Mennirnir voru hraktir en ómeiddir. Þessi atburður, er sjö mönnum er bjargað af Vatna- jökli í slæmi veðri, vekur athygli á ómetanlegu starfi björgunar- og hjálparsveita- víða um land. Þá er fréttir berast af slysum, týndu fólki eða öðrum björgunarstörf- um, hvort heldur er á sjó eða landi, þykir sjálfsagt að hinar vösku sveitir björgunarmanna fari þegar á vett- vang. Menn leiða síður hugann að því sem að baki býr. Um er að ræða fjölþætt net björgunarsveita allt í kringum land, fjölda þrautþjálfaðra manna sem fátt víla fyrir sér. Þeir brjótast af stað hvemig sem aðstæður eru og leggja sjálfa sig jafnvel í hættu. Björgunarsveitarmennimir eru viðbúnir útkalli hve- nær sem er og verða þá að víkja til hliðar öllu daglegu amstri, fara úr vinnu eða námi. Þeir verða að treysta á undirbúning sinn, líkamlegt atgervi, æfrngar og tækja- búnað til þess að standast þá raun sem björgunarstarfið getur verið. Starf þetta er unnið í sjálfboðavinnu. Það er það sem stundum gleymist þótt ekkert sé dregið úr kröfum eða væntingum til sveitanna. Þjóðhagslega er starf björgun- arsveitanna því þýðingarmikið. Væri þetta kerfi ekki við lýði kæmi það í hlut hins opinbera að sinna starfinu með ærnum tilkostnaði. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að almenningur sem og stjórnvöld styðji vel við bakið á starfi björgunarsveit- anna. Afla þarf fjár til starfsins, húsnæðis fyrir björgun- arsveitirnar og nauðsynlegs tækjabúnaðar. Sveitirnar nýta sér hefðbundnar fjáröflunaraðferðir, flugeldasölu, happdrætti og annað sem til fellur. Þá njóta sveitirnar beins og óbeins stuðnings hins opinbera sem felst meðal annars í niðurfellingu gjalda af þeim tækjabúnaði sem keyptur er til björgunarstarfsins. Dæmin sýna árangurinn. Þjálfun, samhæfing og skipulagning er önnur og betri eftir að landssamtök sveitanna voru stofnuð. Oft gerist það, líkt og á slysstað á Vatnajökli í gær, að björgunarsveitir víða að koma að starfmu. Þá er samhæfing og stjórnun mikilvæg. Bætt samskipti við björgunarmenn á vettvangi geta skipt sköpum. Það sem einkum hefur þó auðveldað leit og gert öll vinnubrögð markvissari er til muna betri staðsetningartækni en áður þekktist. Neyðarkallið sem barst af jöklinum kom í gegnum gervihnött. Með þeim búnaði sem nú er nýttur er hægt að staðsetja menn og bíla mjög nákvæmlega. Þá geta björgunarsveitarmenn komist leiðar sinnar þótt ekki sjáist út úr augum vegna veðurs. Við aðstæður eins og hér voru nefndar var ekki hægt að beita fullkomnasta og fljótvirkasta björgunartækinu, þyrlu. Veður kom í veg fyrir það. Því reyndi á þjálfun og úthald þeirra manna sem héldu á jökulinn, björguðu slösuðu og hröktu fólki og komu því til byggða. Eftir að fyrstu fréttir bárust frá slysstað óttaðist fólk að vonum um afdrif vísindamannanna tveggja. Þar fór betur en á horfðist. Þekking, þjálfun og fórnfýsi björgun- arsveitarmanna kom þar við sögu svo sem í fjölda ann- arra slíkra tilvika. Jónas Haraldsson Á netinu má lesa ým- islegt skemmtilegt. Þar má til dæmis lesa um bandarískan dómara sem varð fyrir rógsher- ferð en slíkt kalla Bandaríkjamenn „sme- aring“. Aðferðin felst í því að tengiliðir í fjölmiðlum dreifa fréttum mn mis- ferli í fjármálum, ann- arleg vináttu- eða fjöl- skyldutengsl og siðferð- isbrest fómarlambsins. Fréttimar eða upplýs- ingarnar em flestar rangar í þeim skilningi að þar em sannleiks- kom tekin, þeim breytt með því að ýkja þau, tengja við aðrar, óvið- komandi upplýsingar, nota margræðni, flétta aðal- og hliðarsögur saman o.s.frv. Dómarinn ameríski var settur af en jafn- framt tekið fram að hann væri flekklaus með öllu. Dómurinn gat bara ekki unnið sitt starf í því rógsfárviðri sem þyrlað hafði verið upp. „Nei, kærar þakkir" Við horfum á þetta sama ferli hér í okkar ágætu borg þessa dag- Hrannar B. Arnarsson og Helgi Hjörvar, frambjóöendur á R-lista. - Hafa tekiö ábyrgö á klúðrinu og gengið frá sínum málum, segir greinarhöfundur m.a. A5 amerísk- um hætti Kjallarinn Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræöingur hyglisvert og svolitið óhugnanlegt að skoða ákærurnar og aðferð- irnar. Ákæramar snú- ast um taprekstur, klúð- ur og loks gjaldþrot með tilheyrandi nauð- ungarsamningum og loks skuldaskilum. Stór hluti af þessu virðast vera opinber gjöld og fjármagnskostnaður sem veltir hratt utan á sig ef menn komast í vanskU á annað borð. Eins og meiri hluti ís- lensku þjóðarinnar hef- ur upplifað í einhverj- um mæli, einhvern tíma. Það sem máli skiptir þó er að menn- „Refsigleöin ogskorturinn á öllu umburöarlyndi sem fylgir þessu viöhorfi sýnir ákveöinn „funda- mentalismau sem getur oröiö einstaklega ógeöfelldur.u ana. Sjálfstæðis- menn lýstu því yfir í upphafi kosningabaráttu að þeir myndu fara drengUega og málefnalega fram. Það gerðu þeir líka til að byrja með, lögðu fram málefni og stefnu- 'skrár og almenn- ingur í borginni sagði. „Nei, kærar þakkir“. Hjá Sjálf- stæðisflokknum er metnaðarfuUt fólk sem líkar ekki að tUboðum þeirra sé hafnað og einhvers staðar hefur verið tekin sú ákvörðun að nú væri dreng- skaparþættinum lokið og kominn tími til að snúa sér að róginum - nú væri kominn „time for smear- ing“. Ungu mennirn- ir á R-listanum, Helgi Hjörvar og Hrannar Amarsson, hafa verið teknir fyrir og það er bæði at- irnir sem um ræðir hafa tekið ábyrgð á klúðrinu og gengið frá sinum málum. Mismunandi réttlætingar Upplýsingum um þetta er kom- ið á framfæri á vegum D-listans eftir dæmigerðum farvegi slúðurs og rógs, þ.e. manna á mUli, í leka tU fjölmiðla, dreifibréfum og á hinu nýja og volduga Alneti. Fjár- mál tvímenninganna era lögð að jöfnu við efnahagsleg tugmiUjóna- og mUljarðahneyksli síðustu vikna. Réttlætingamar á þessu at- hæfi eru mismunandi. Sumir segjast vUja að „sann- leikurinn" komi í Ijós vegna þess að mennirnir verði að taka afleið- ingum gjörða sinna. Þá skiptir engu máli þó að þeir hafi þegar gert það. Refsigleðin og skorturinn á öUu umburðarlyndi sem fylgir þessu viðhorfi sýnir ákveðinn „funda- mentalisma" sem getur orðið ein- staklega ógeðfelldur. Hinn breyski maður eða kona skal gjalda fyrir brot sitt aUa sína lífs- tíð og næsti hugmyndabær við þetta er að gelda samkynhneigða, höggva hendur af þjófum og tunguskera guðlastara. Rógsherferðir eru tvíbent vopn og sjálfstæðismenn sem vandir eru að virðingu sinni ættu ekki að nota þau. Dagný Kristjánsdóttir Skoðanir annarra Innlend og umhverfisvæn „Þegar bjóða margir bUaframleiðendur upp á bíla sem brenna gasi og þar er því engin fyrirstaða. Bil- arnir henta vel í innanbæjarumferð... Ljóst er að hið opinbera verður að ríða á vaðið með notkun á slík- um farartækjum og greiða fyrir því að einkaaðilar sjái sér fært að taka upp notkun ökutækja sem brenna þessu eldsneyti... Með þessu yrði fjárfest í hreinna andrúmslofti í borginni og lofthjúpi jarðar þyrmt fyrir skaðlegum lofttegundum. Orkan er bæði innlend og umhverfisvæn." ÞB í Viðskipti/atvinnulíf í Mbl. 14. maí. Áróðurskennd umræða „Áróðurinn varðandi sveitarstjórnarmálin er þeim lítt til sóma sem halda honum uppi. Hefur þar hver upp eftir öðrum án þess að gæta að því að draga fram staðreyndir málsins... Með þessari lög- gjöf er verið að styrkja almannahagsmuni, en ekki veikja. Því miður hafa ýmis skrif og yfirlýsingar gengið í þveröfuga átt... Það verður að segja eins og er að ýmis ritstjómarskrif Dags, og skrif dálkahöf- unda þess ágæta blaðs hafa ekki gefið mikla heildar- mynd af þessu máli.“ Jón Kristjánsson i Degi 13. maí. í umboði almennings „Það nær engri átt að kalla það róg eða persónu- níð að draga fram upplýsingar um fjármálafortíð frambjóðenda í kosningum. Slíkt er talið sjáifsagt í öllum þróuðum lýðræðisríkjum. Það fylgir því mik- il ábyrgð að veljast til starfa í umboði almennings... Vonandi kemur aldrei til þess að íslenskir fjölmiðl- ar geri sér mat úr einkalífi stjórnmálamanna. En um fjármál þeirra gegnir allt öðra máli. Bankar krefjast upplýsinga um viðskiptafortíð manna sem sækja um lán... Eiga kjósendur ekki rétt á samskonar upplýs- ingum áður en þeir gera upp hug sinn hvort fram- bjóðendur verðskulda traust þeirra?" Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 14. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.