Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Húsbréf Neytendur Verðkönnun hjá tannlæknum: Talsverður munur á milli stofa Sólhlíf yfir matinn Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 26. útdráttur 3. flokki 1991 - 23. útdráttur 1. flokki 1992 - 22. útdráttur Verðskrár skortir Birtingu gjaldskrár á biðstofu og tannlæknastofu er stórlega ábótavant samkvæmt könnun Samkeppnisstofn- unar. Aöeins þrír tannlæknar sem tóku þátt í könnuninni hafa gjald- skrár á biðstofu þar sem greint er frá verði á helstu gjaldliðum. Hins vegar hefur um þriðjungur tannlæknanna gjaldskrá fyrir sjúklinga inni á tann- læknastofunni sjálfri þar sem greint er frá verði á öllum gjaldliðum. Sýnilegri gjaldskrár Að mati Samkeppnisstofnunar byggist samkeppni m.a. á því sem Regluleg tannburstun er góð leið til að lækka tannlækningakostnaðinn. endur að bera saman þjónustu og verð hjá tannlæknum. Samkeppnisstofnun hefur því sett fram þá kröfu að tannlæknar geri gjaldskrár sinar sýnilegri. -glm Stundum þarf að skýla smjöri og áleggi fyrir sólinni þegar borðað er úti í sólskini. Leysa má þennan vanda með því að stinga bamasólhlíf niður í blómapott og festa hana t.d. með gifsi. Mundu eftir rakanum Jörðin getur verið köld og rök þótt heitt sé í veðri. Hafðu plast við höndina til aö leggja undir teppið. Plastið hlífir ekki aðeins teppinu heldur bakinu líka. Heimilisfang úti og inni Flestir muna eftir að merkja farangur sinn að utanverðu áður en lagt er upp í ferð. Ef farangur- inn fer á flakk og spjaldið týnist kemur sér vel að hafa merkt töskur að innanverðu. Mundu eftir þvi. Samkeppnisstofnun kannaði nýlega verð á nokkrum algengum gjaldliðum hjá starfandi tannlæknum á íslandi. Eyðublöð voru send til 238 tannlækna og svör bárust frá rúmlega 80%. Árið 1994 hafnaði Samkeppnisráð beiðni Tannlæknafélags íslands um und- anþágu frá banni við notkun á leiðbein- andi gjaldskrá. Áfram hefur þó verið í giidi samningsbundin gjaldskrá Tann- læknafélags Islands og Tryggingastofn- unar rikisins fyrir sjúklinga sem fá tannlæknaþjónustu greidda að hluta samkvæmt almannatryggingalögum þ. á m. börn, öryrkjar og ellUífeyrisþegar. Ýmsu ábótavant Tvær ástæður eru fyrir því að Sam- keppnisstofnun gerði þá könnun sem hér er fjaUað um. Annars vegar þótti ástæða tU að kanna hvort breytingar hefðu orðið á verði tannlæknaþjón- ustu í kjölfar ofangreindrar ákvörðun- ar Samkeppnisráðs frá árinu 1994. Hins vegar var kannað hvort farið væri að reglum Samkeppnisstofnunar um verðmerkingu á þjónustu. Mikill verðmunur 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 21. útdráttur 17. útdráttur 15. útdráttur 14. útdráttur 11. útdráttur 8. útdráttur 8. útdráttur 8. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1998. Öll númerin veröa birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér aö ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ö83 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Ljj HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍR • SÍMI 569 6900 Pinnabrauð handa börn- um Ef bömin eru lystarlltil, t.d. vegna veikinda, er reynandi að gefa þeim pinnabrauð til til- breytingar. Þá eru brauðsneiðar smurðar og skomar í smábita sem settir eru á tannstöngul. Þetta er dálítil fyrirhöfn en oft- ast borða bömin matinn með góðri lyst. Fast lok Ef lokið á kmkkunni er óhagg- anlegt stingur þú krukkunni sem snöggvast undir heitt renn- andi vatn. Við það þenst málm- urinn út og lokið losnar. Óboðnir gestir Geitungar em illa séðir gestir í híbýlum manna. Stundum slæðast þeir þó inn og þá er gott ráð að láta djúpan disk með ögn af sterku salmíaki í gluggakist- una til að halda þeim úti. Ruslakarfa í garðinum Böm og fullorðnir fleygja ýmsu frá sér, ekki síst pappírs- msli, ávaxtahýði o.fl. Settu upp netkörfu úti í garði og tylltu henni á tvo króka svo auðvelt sé að tæma hana. Góðir pípuhreinsar- ar Gott er að nota pípu- hreinsara til að binda upp vafningsjurtir. Þeir halda vel við en era þó mjúkir og fara vel með gróður- inn. Almennt má segja að meðalverð á þjónustu tannlækna í þessari könnun sé mjög svipað og gjaldskrá byggð á samningi Tannlæknafélags íslands og Tryggingastofnunar, þótt mikill verð- munur geti verið á þjónustu einstakra tannlækna. Sem dæmi um lægsta og hæsta verð má nefna að glerjónafyllingu sem kostar frá 2500 krónum upp í 6000 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta veröi þar er því 140%. Mörgum hrýs hugur viö aö setjast í stól tannlæknisins en aðrir taka þvf meö bros á vör. Hvít fylling í framtönn kostar frá 3000 krónum upp i 6500 krónur. Mun- urinn þar er 117%. Einfóld röntgenmynd kostar frá 800 krónum upp í 2500 krónur og er verð- munurinn 213%. Deyfing er í sumum tilfellum ókeypis en kostar mest 1000 krónur. Meðalverð á deyfingu er hins vegar 522 krónur. Postulínsgullkróna á jaxl með tann- smíðakostnaði kostar frá 25.000 krón- um upp í 47.000 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 88%. Fyrir þá sem þurfa gervitennur kostar heilgómasett með tannsmíða- kostnaði frá 70.000 krónum upp í 100.530 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er því 44%. kallað er gagnsæi markaðarins, þ.e. að neytendur geti metið verð þeirrar vöm og þjónustu sem boðið er upp á. Eins og staðan er í dag virðist það hins vegar vera ómögulegt fyrir neyt- Frönsk eplakaka Þessi girnilega franska eplaterta er ættuð frá íslenska listakokkinum Sigga Hall. í hana þarf: Botn: 4 bollar hveiti l'/2 bolli púðursykur 150 g smjör Vi tsk. lyftiduft 1 egg (má sleppa) Eplamauk: 3 græn epli iy2 tsk. engiferduft 1Z2 tsk. kanill 2 msk. sykur 1 dl vatn Ofan á þarf: 3 græn epli, skorin í skífur, svolítið smjör og púðursykur. Aðferð Hnoðið saman hveitið, púðursyk- urinn, smjörið og lyftiduftið. Smyrjið tertuform að innan og klæðið með deiginu. Deigið á ekki að vera þykkra en 1 sentímetri. Eplamaukið er gert svona: Eplin em flysjuð og skorin í bita. Setjið þau í pott ásamt engiferinu, kanilnum og sykrinum. Látið vatnið yfir og sjóðið þar til eplin era orðin meyr. Maukið í matvinnsluvél eða með gafili. Látið maukið kólna og smyrjið því síðan í deigbotninn. Raðið eplaskifunum jafnt ofan á eplamaukið, penslið þær með smjöri og stráið smávegis af púðursykri yfir. Bakið í ofni við 175° C í u.þ.b. 45 mínútur. Berið fram heitt. Gott er að búa til eplakökuna fyrirfram og kæla hana en hita síðan upp í heilu lagi eða eina og eina sneið. Hana má bera fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.