Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 10
10 Spurningin FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Lesendur Er garðrækt hafin heima hjá þér? Birgir Ottósson bifreiðastjóri: Já, já. Allt fór á fullt um síðustu helgi. Hulda Snæbjörnsdóttir: Já, ég er byrjuð að skríða um garðinn minn. Jón Þór Einarsson rekstrarfræð- ingur: Já, ég er nýbúinn að klippa trén. Iðunn Elíasdóttir saumakona: Ég á engan garð. Elvar Aðalsteinsson sjómaður: Nei, garðurinn er svo lítill. Stefnir Kristjánsson viðskiptafr. skrifar: Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arn- arsson, tveir af forystumönnum R- listans í Reykjavík, eiga að baki mið- ur glæsilegan feril í íslensku við- skiptalífi. Þeir hafa skilið eftir sig slóða gjaldþrotamála og bunka ógreiddra reikninga. Frá þessu hefur ítrekað verið greint í fjölmiðlum. Tví- menningamir hafa sjálfir það eitt að segja um viðskiptaferil sinn, að engin tilviljim sé að um málið sé fjallað rétt fyrir borgarstjómarkosningar og að umfjöllunina megi m.a. rekja til sjálf- stæðismanna í Reykjavík. - Líklega finnst kröfuhöfum þeirra lítið til slíkra yfirlýsinga koma. Árangurslaust fjárnám hefur ver- ið gert hjá þeim báðum en eins og öllum er kunnugt er slík íjárnáms- aðgerð undanfari gjaldþrots. Tíma- bundnir greiðsluerfiðleikar eiga ekki að standa í vegi fólks. Margir hafa lent í slíkum hremmingum. Þeirra ferill á hins vegar ekkert sameiginlegt með því sem almenn- ingur kallar „tímabundnir greiðslu- erfiðleikar". í sameiningu ráku þeir m.a. fyrir- tækið Amarsson og Hjörvar. Þrátt fyrir að líftími þess fyrirtækis hafi ekki verið langur var það lýst gjald- þrota og vom lýstar kröfur í þrota- búið um 70 milljónir króna. Þar af var lýst kröfum vegna vangreidds virðisaukaskatts upp á nokkrar milljónir. Margir hér á landi hafa verið dæmdir af dómstólum tO betr- unarhússvistar fyrir það að standa Jóhanna Sigurðardóttir alþm. Gegn sukki - öllu sukki? ekki skil á virðisaukaskatti. Virðis- aukaskattur er s.k. vörsluskattur og þeir sem ekki skila honum em að stela fjármunum skattgreiðenda. Annar þessara ungu manna er fyrrverandi kosningastjóri Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Hún hefur að undanfómu barist fyrir því að stööva misnotkun á almannafé og gegn því sem kallað hefur verið sukk með fjármuni skattgreiðenda. Því lá beinast við að ætla að þing- maðurinn Jóhanna Sigurðardóttir blandaði sér í mál tvímenninganna og styðja frambjóðendur sem hafa orðið vísir að því að skila ekki virð- isaukaskatti. Vonandi er hún reiðu- búin að taka á þessu máli af sömu festu og „Landsbankamálinu“. Og vonandi verður það ekki sagt um stjómmálabaráttu hennar, að hún sé því aðeins á móti sukki og mis- notkun á almannafé að það henti henni pólitískt. Hvað skyldi Jóhanna segja? Kasti ekki steinum úr glerhúsum Ólafur Guðmundsson skrifar: Þegar við heyrum í fréttum um meint gjaldþrot tveggja af efstu mönnum R-listans rekur mann í rogastans og hugsar sig tvisvar um hvort maður eigi að kjósa þá. - Ég held að svo margir hér á landi hafi lent í erfiðleikum og oröið gjald- þrota, að það fólk eigi að fá annað tækifæri og uppreisn æru. Ég ætlaði mér að kjósa D-listann, en er hættur við vegna lágkúru for- ystumanna hans í Reykjavík. Efsti maður D-listans í Kópavogi setur of- an i við félaga sína í Reykjavik. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hann lenti í erfiðleikum með sitt fyrirtæki. Um það þarf ekki að tala meira. I Hafnarfirði var oddviti sjálf- stæðismanna til margra ára maður sem rak verktakafyrirtæki. Hann fór á hausinn og margir í gjaldþrot út af því. Þá hrópuðu forystumenn sjálfstæðismanna ekki úlfur, úlfur. - Nei, þetta var óheppni! Fékk síðan syndafyrirgefningu hjá þeim. Þetta skil ég ekki. Geta mennirnir ekki barist heiðarlega? Eitt að lokum til forystumanna Sjálfstæðisflokks: Al- menningur tekur upp hanskann fyr- ir þann sem verður fyrir aðkasti. Ég er óflokksbundinn og hef aldrei orð- ið gjaldþrota. Reykjavíkurborg og sundhreyfingin Æfinga- og keppnislaug vantar. - Laugardalslaugin nægir ekki. Helgi Sigurðsson, form. SRR, skrifar: Fyrir kosningar 1994 lofaði Reykjavíkurlistinn að reist yrðu 4 íþróttamannvirki á kjörtímabilinu. Reiðhöll fyrir hestamenn, sem er risin, og golfhús og bætt golfaö- staða, einnig fullgert. Stúka við Laugardalsvöll er komin, svo og skautahöU. Engin ákvöröun liggur hins vegar fyrir um æfinga- og keppnislaug. Loforð um æfinga- og keppnis- laug var ítrekað af borgaryfirvöld- um fyrir smáþjóðaleikana. Ólymp- íunefnd íslands undir forsæti Júlí- usar Hafstein, bar sundhreyfing- unni loforð borgarstjóra þar um gegn því að Sundsamband Islands héldi sundkeppni smáþjóðaleikanna í Laugardal. Sundmenn voru bein- línis beðnir um að vinna með íþróttaforystunni og yfirvöldum af heilindum. Það var gert í góðri trú. í nýju fréttabréfi íþróttabanda- lags Reykjavíkur er haft eftir Stein- unni V. Óskarsdóttur, form. ÍTR, að næstu stórverkefni séu að reisa íþróttahús sem rúmar knattspymu- völl, og síðan 50 metra yfirbyggða keppnis- og æfingasundlaug við Laugardalslaug. - Verði „íþróttahús sem rúmar knattspyrnuvöll" og kostar stórfé sett sem næsta verk- efni á sviði íþróttamannvirkja í borginni, verður fyrirsjáanlega lítið fjármagn til annarra framkvæmda í langan tíma. Ráðamenn segja ekki nei við sundhreyfinguna, þeir segja: „það eru ekki til peningar" og svo:, já, en fyrst þarf að gera eitthvað annað", þegar leita þarf efnda gefinna lof- orða. Hverju verður lofað fyrir kosningar árið 2002? Verður þá sagt: „Fyrst verður að Ijúka fót- boltahúsinu?" - Að óbreyttu er sundhreyfmgin i Reykjavík komin upp á náð vamarliösins á Keflavík- urflugvelli með afnot af frambæri- legri keppnisaðstöðu. DV Tilboð borgar> stjóra E.K.Þ. hringdi: Mér finnst sanngjamt af borg- arstjóranum í Reykjavík að bjóða sjálfstæðismönnum að skoðaður verði ferill 15 efstu manna á fram- boðslistunum báðum, R-lista og D- lista. Með því móti kynni jafn- ræði að fást varðandi siðferði frambjóðendanna. Líklegt er að allir hefðu einhvern tíma lent í ölduróti ijármála fyrir eigin hatt og kannski hins opinbera líka. Þetta með þá Hrannar og Helga er nú ekki stórvægilegur glæpur, hvað þá að mennirnir séu óalandi og óferjandi í stjórnmálum fram- vegis. Hreinir og óhreinir í pólitík Stefán hringdi: í öllum lýðræðisríkjum sem ég þekki til finnast hreinir og óhreinir stjórnmálamenn, þ.e. þeir sem flokkast undir bragðar- efi í íjármálum eða hrossakaup- um með menn og málefni. I öllum þessum lýðræðisríkjum tíökast það einnig að setja menn af, víkja þeim úr sætum eða refsa á annan hátt verði þeir uppvísir að mis- ferli á einn eða annan hátt. Ekki síst í fjármálum. Dæmin eru mörg frá nágrannalöndum okkar. Hér er oft tíðkað annað siðferðis- mat, einkum af stjómmálamönn- unum sjálfum. En almenningur á að taka í taumana og gerir það vonandi varðandi tvo frambjóð- enda R-listans sem ættu auðvitað að víkja af listanum að eigm framkvæði. Og til að skaða ekki listann enn frekar. Flottar veöur- fréttir TAL Amar hringdi: Nú hefur Stöð 2 tekið upp þá ný- breytni að senda út alvöru veður- fréttir í fréttatíma sínum. TAL sér um hönnunina og upplýsingaöflun fyrir veðurfræðingana. Þama er um alvöru veðurfréttir að ræða, líkt og sjá má á erlendum stöðvum þar sem kortið er skýrt og ýmis tákn, svo sem lægðir, skýjafar, regn og vindar eru sýndir raun- verulegir að svo miklu leyti sem slíkt er hægt. Bestu veðurfréttim- ar sér maður á amerísku stöðvim- um, en Stöð 2 kemst næst því. Sjónvarpiö situr eftir með lítið spennandi veðurlýsingar og gamla staðnaða formið. Jakkafötin eru Ijót Daníel hringdi: Ég vil taka undir lesendabréf í DV sl. miðvikudag, þar sem kona ein lýsir óánægju með hið nýja sniö á jakkafótum karla og hafa þó átt erfitt uppdráttar. Þetta nýja snið næstum upp í háls er óhent- ugt fyrir okkur karla, enda sést varla nokkkur í þessari múnder- ingu utan einhverjir stælgæjar sem af misskilinni aðdáun á þess- um fótúm vilja tolla í tískunni. Þetta lag á fötum verður þó seint tíska spái ég. Flestir láta duga þá tísku sem lengst hefúr veriö við- tekin líkt og kemur fram í bréfi konunnar sl. miðvikudag. Spaugstofumenn: Einn til tvo þætti í mánuði Hermann Þorsteinsson hringdi: í lesendabréfi mínu í DV um Spaugstofumenn mánudaginn 13. þ.m. kom fram villa. í stað þess að sagt var: „Komi þeir til leiks hjá RÚV á næsta vetri, þá væri einn til tveir mánuðir nóg, að mínu mati ...“, átti að standa: „Komi þeir til leiks hjá RÚV á næsta vetri, þá væri 1-2 þættir í mánuði nóg.“ Lesendasiða DV biðst velvirð- ingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.