Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 7 Fréttir Gæðakonur Á dögunum bárust konum í Garða- bæ hamingjuóskir með mæðradaginn frá konum sem skipa J-listann í Garðabæ. Óskunum fylgdi mynd af framboðskonunum og undir henni stóð: Við erum góðar - gefið okkur tækifæri. Aftan á myndinni af þessum góðu konum J-listans, þeirra á meðal Lovísu Einars- dóttur sem skipar annað sæti listans, voru svo talin upp nokkur góð áherslumál. Þau voru öll tengd leikskólum, íjölskyld- unni og íþrótta- og æskulýðsstarfi. Andstæðingarnir eru á því að jafnrétt- isumræðan hafi ekki náð inn í raðir J- listans og þar séu skörp skil milli þess sem konur skuli láta sig skipta og karlar. Plaggið beri með sér að kon- umar eigi að fjalla um mjúku málin. Hin karlmannlegu mál, eins og hús- næðismál, lóðaúthlutanir, atvinnu- mál, menningarmál, skipulagsmál, samgöngur og upplýsingatækni, skulu vera á könnu karlmennanna á listan- um og ekkert múöur með það. Marshall á Stöð 2 Kosningastjóri Margrétar Frí- mannsdóttur, þegar hún lagði Stein- grím J. Sigfússon i átökum um for- mannsstól Alþýðubandalagsins, var Róbert Marshall sem hefur verið einn af efnilegustu ungliðum flokksins. Hann hefur lengi ver- ið viðloðandi blaða- mennsku, bæði á Vikublaðinu sáluga, sem Alþýðubanda- lagið gaf út, og síðan á Degi. Nú hefur Ró- bert verið ráðinn sem fréttamaður á Stöð 2 í sumar. Samhliða hefur hann líka sagt sig úr Alþýðubandalaginu.... Ókyrrð í Landsvirkjun Ólga er meðal æðstu manna Lands- virkjunar vegna yfirvofandi ráðning- ar Friðriks Sophussonar í stól for- stjóra fyrirtækisins. Framkvæmda- sijórar Landsvirkjunar hafa lengi beð- ið eftir drengilegri keppni um hnossið og eiga mjög erfitt með að sætta sig við að Landsvirkjun verði gerð að vistheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Sagan segir að margir íhugi að feta í fótspor Ágústs Einars- sonar, sem skellti hurðum í bankaráði Seðlabankans þegar Steingrimur Her- mannsson var ráðinn þangað, og fara með hvínandi tálknum.... Sverrir og Díana! Mogginn er í stöðugri vöm þessa dagana vegna Sverris Hermannsson- ar og skrifa hans. Daglega birtast greinar í blaðinu ýmist eftir Sverri eða andskota hans. Þá flæða inn á fréttasíð- ur blaðsins hin ólíkleg- ustu efni til þess fallin að veija bankastjór- ann fallna með öllum ráðum. Víkverji Moggans, sem er eins konar þrýstiloki fyr- ir innibyrgðar tU- finningar ritstjóm- ar blaðsins, kjökraði meðferð DV á persónu bankastjórans. Þar var tU þess tekið að ekki væri ólíkt með Sverri og Díönu prinsessu sem fór á ofsahraða inn í eUífðina með Ijós- myndara á hælunum. Tenging Vík- veija liggur í því að ljósmyndari DV myndaði Sverri á tali við fjandvin sinn, Kjartan Gunnarsson, á Hótel Borg. Þarna þóttu nokkur tíðindi á ferð og ekki ólíklegt að sáttasopi hafi verið drukkinn. Það er skoðun sandkoma að þó að Sverrir kunni að ferðast um á ofsahraða þessa dagana þá sé hann á eftir papparössunum en ekki öfugt þannig að Mogginn ætti hugsanlega að vernda einhvem hinna hundeltu.... Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkom íajíí. is Ölvaöur hestamaður ógnaöi tveimur konum við Korpúlfsstaði: Vorum mjög hrædd- ar um líf okkar - segja konurnar sem eru um fimmtugt - maðurinn var handtekinn „Þetta var skelfileg lífsreynsla. Maðurinn elti okkur á hestinum og ógnaði okkur ítrekað. Við teljum okk- ur heppnar að hafa komist undan honum. Að okkar áliti var þetta ekk- ert annað en banatilræði. Við vorum mjög hræddar um líf okkar,“ segja tvær konur um fimmtugt sem lentu í hræðilegri lífsreynslu við Korpúlfs- staði sl. sunnudag. Konurnar tvær vilja ekki koma fram undir nafni. Þær voru á gangi eftir stíg við Korpúlfs- staði. „Hestamaðurinn kom ríðandi á eft- ir okkur. Við ákváðum að víkja af stígnum þannig að hann kæmist leið- ar sinnar. Þá byijaði hann að elta okkur á hestinum. Okkur leist ekki á blikuna. Síðan nálgaðist hann okkur og varð æstari. Hann ógnaði okkur ískyggilega. Þá ákváðum við að reyna að hlaupa undan honum. Við skiptum liði en þá elti hann okkur til skiptis. Við vorum orðnar mjög þreyttar og skelfdar enda var maðurinn á hestin- um orðinn mjög æstur. Hann stjórn- aði hestinum og margsló í skepnuna. Við hrópuðum á hjálp og veifuðum út höndum. Það virtist enginn vera ná- lægt en þá kom hjálpin skyndilega. BíU stöðvaði við veginn og maður sem ók honum kallaði til okkar. Við komumst að veginum. Bílstjórinn kom út úr bílnum en þá ógnaði hesta- maðurinn honum. Við komumst upp í bílinn og í burtu,“ segja konurnar. Handtekinn á staðnum Lögreglan kom skömmu síðar á vettvang og handtók manninn á hest- inum. Hann var mjög ölvaður. Maður- inn, sem er rúmlega fertugur, hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Konurnar íhuga að kæra hann. „Við erum ekki búnar að jafna okk- ur eftir þetta hræðilega atvik. Það fer skjálfti um okkur þegar við hugsum um þetta. Það er með ólíkindum að við, konur um fimmtugt, skyldum ekki hreinlega springa við hlaupin og allan æsinginn,“ segja konurnar. -RR Aiikin þiónusta 1 ' Opið: Mán.-fös. 8~21 Lau. 8-19 Sun. 10-19 Húsasmiðjan Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 ES HÚSASMIÐJAN Strákarnir á Gretti frá Stykkishólmi þrífa skipið fyrir helgarfrí. DV-mynd Hilmar Þór Fiskveiðistjórnun: Norö- mönnum þykir á sig hallað DV Ósló: Norðmönnum þykir á sig hallað. Bergljót Jónsdóttir var svo sem nógu slæm en nú bætist við að Norræna ráðherranefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að ís- lenskir sjóræningjar taki Norð- mönnum fram i fiskveiðistjórnun. Norður-norska blaðið Norður- ljós slær þessum ótíðindum upp og verður að kafa djúpt til að finna skýringar á niðurstöðunni. Þetta er þveröfugt við það sem Norð- menn hafa alltaf haldið fram. í skýrslunni er látin i ljós sú skoðun að stefna Norðmanna byggist á að gera sjávarútveginn að byggða- og félagsmálakerfi en íslendingar hafi valið viðskipta- leiðina. Fyrir vikið hafi norskur sjávarútvegur dregist aftur úr; flotinn er allt of stór og ekki er hægt að sameina kvóta. í Noregi hafa viðbrögðin við skýrslunni verið þau að segja að svona hugsi undir ráðgjafar með viðskiptamenntun. Ekkert tillit sé tekið til hefðanna í sjávarútvegi. Þar standi Norðmenn sig mun bet- ur en íslendingar, sem hafi gefið sig fjármagnsöflunum á vald. -GK 7k.íiifkjaoík 5 68 4848 18" mlþrem áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, 21. Coke og kvítlauksolía aðeins 1890 kr. 16" m/þrem áleggsteg. aðeins 1280 kr. ^ÆaJ/nazJ/iötdut 5é5 /5/5 16" m/tveim áleggsteg. aðeins 940 kr. Ef sóttar eru t v te r 1 6" pizzur fast 250 kr. auka afsláttur. 18" m/tveim áleggsteg. aðeins 1080 kr. Ef sóttar eru tvar 18” pizzur fast 300 kr. aukaafsláttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.