Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1998 Buskinn skiptir máli wnmng 11 í myndunum hans er ekkert fólk, engin dýr, engin blóm, engin tré, engin hús, engin sól, engir skærir litir - ekki einu sinni þekkt fjöll lengur. Aö þvi leyti samsvara þær illa „óskamyndum fólksins“ samkvæmt könnun Komars og Mela- mids sællar minningar. En málverk Georgs Guðna eru sérkennilega kunnugleg; maður hefur verið þarna og hverfur átakalaust inn í þau á ein- hvern óskilgreinanlegan hátt - er allt í einu kom- inn upp á heiði og horfir yfir endalausa auðnina - eða niður yfir mýrarflóa og fenjafláka út á haf- ið lengst í óræðum fjarska. Landslag í myrkri Eitt málverkið á sýningu Georgs Guðna á Kjar- valsstöðum sýnir þröngan, undirlendislausan dal í þoku. Þegar það vakti hvað eftir annað ein- kennilega hryggð í huga blaðamanns þóttist hann komast að því að í þessu þoku slungna landslagi væri barn týnt. Við sæjum það ekki en það ráfaði þarna í þokunni, villt. „Það er gaman að þú skulir segja þetta,“ sagði málarinn og lét sér ekki bregða, „vegna þess að oft er landslagið á myndunum mínum einmitt það sem maður fer að ímynda sér þegar maður er á ferð í myrkri eða þoku og sér ekki handa sinna skil. Við vitum ekki nákvæmlega hvar við erum stödd en samt erum við viss um hvað sé framund- an og hvað til hliðar við okkur.“ Georg Guðni segir að það taki alltaf talsverðan tíma að ná sambandi við mynd. „Maður fálmar sig áfram á striganum og reynir að ná tökunum og myndin getur átt sér langt ferli - byrjað sem gall sem verður að engu og dalur kemur I staðinn - bara eins og þegar land er að mótast. Á sama hátt þróast birtan, fyrst er kannski dimmt yfir, það kemur rigning og þoka og svo birtir. Það er eins og maður máli dag inn í verkiö og annan dag og annan dag ... Oft skilar þetta sér að lokum þannig að myndin verður eins konar samantekt af birtu og líka samantekt af landslagi. Myndin er ekki af nein- um einum stað heldur mörgum eða bara almennu landi, landslagi." - Og ég sem ætlaði að spyrja þig hvar þú hefðir málað ákveðnar myndir, segir blaðamaður. „Þá verð ég að svara þér: bara heima!' svarar hann hlæjandi. Eftirlætisbirtan mín er hin skuggalausa birta - næturbirta á sumrin, rigningardagar, alskýjað, þokuloft ... þá verða hlutirnir ekki skýrir og skarpmótaðir eins og í sólskini. Þeir verða óljós- ir. Sól truflar mig. Birtan verður of mikil. Ég var alltaf vanur að vinna bara á daginn en í fyrra flutti ég vinnustofuna heim til mín og síð- an er ég að með hléum allan daginn - byrja á morgnana áður en ég fer á fætur og það síöasta sem ég geri áður en ég fer að sofa er að mála - en fer frá á milli, jafnvel í nokkra klukkutíma. Með þessu móti verður hver dagur eiginlega margir dagar og ég næ jafnvel öllum sólarhringnum inn í myndimar. Ef þú horfir á þær á ólíkum tímum dags taka þær breytingum með birtunni. Hver um sig er langur tími.“ Myndirnar á sýningunni eru 49 og unnar frá 1995-’98. Georg Guðni málar ekki margar myndir á ári. Nýjar á þessari sýningu eru smámyndir, 25x30 sm og 40x50 sm, sem hann segist hafa haft afskaplega gaman af áð mála. Gat haldið á þeim og málað í þær áfram og áfram. Og undrið gerist: þegar horft er á þær lengi stækka þær og verða heimur út af fyrir sig þótt smáar séu. Að rifja upp með pensli og lit - Hvemig vinnurðu forvinnuna að málverkun- um þínum? „Ég ferðast mikið um landið, og ég sest að um kyrrt einhvers staðar og mála og geri skyssur af landslagi - ekki endilega því sem er í kringum mig heldur því sem ég man frá því í fyrra eða i vikunni sem leið. Svo er ég kannski á leiðinni heim og lit til hliðar eitt andartak og sé - dalskoru, gil, mýrarsund, eitthvað - situr ar ég kem heim reyni ég að rifja hana upp, prófa mig áfram með því að bera hana saman og blanda henni saman við minningar um aðra staði.“ - En hefurðu aldrei málað fólk? „Jú, eina sjálfsmynd. En ég vann hana á sama hátt - með upprifjun. Ég hljóp fram og gáði í spegilinn á baðinu, hljóp svo aftur inn og rifjaði upp hvernig ég liti út.“ - Hvaða hugsun viltu miðla meö myndunum þínum? „Kannski þeirri," svarar hann eftir langa umhugsun, „að þetta land, þetta venjulega land, sé ekki einskis virði. Landslag þarf ekki að vera stórkostlegt til að það skipti máli. Buskinn skiptir máli. Allt sem er á milli buskans og manns sjálfs skiptir máli.“ Förum varlega Georg Guðni segir að list sín hafi tekið mjög ákveðinni þró- un síðan hann hélt síðast stóra sýningu hér heima i Norræna húsinu 1995. Mynd- irnar voru loftkenndari þar, núna er hann orðinn jarðbundnari. Jörðin er orðin áþreifanlegri í verkum hans. En hann lofar ekki að halda sig við þá stefnu. Allt getur gerst. Eða eins og hann orð- ar það: „Maður verður bæði að anda að sér og anda frá sér.“ Georg Guðni hefur selt nokkuð vel á þessari sýningu - „en ekki gæti maður lifað af þessu ef ekki kæmi til launasjóður listamanna," segir hann. „Ég er að vísu ekki á launum núna - sótti ekki um í ár - en fram á þetta ár var ég á þriggja ára launum og var af- skaplega þakklátur fyrir þau ár.“ - Er eitthvað sem svona Sól truflar - Hvenær málarðu? Á hvaða árstíma, hvaða tíma dags? Hvenær gerast málverk- in þín? „Nú seturðu mig í vanda,“ svarar Georg Guðni. „Ég mála allan daginn, allt árið. Þó hef ég bara gert eina mynd með snjó mér flnnst snjór vera eins og föt á landinu. Ég á líka erfitt með að mála á sumrin. Haustið held ég að mér finnist —*«>» best - þegar Norræna er farin og ferðafólki fækk- ar. Þá þykir mér notalegt að ferðast um landið. þér brennur á að lokum? „Já, að það sé farið varlega með landið. Að ekki verði fórnað því sem við höfum fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað verður. Það eru ekki bara Snæ- j fellsjökull og Skafta- fell sem skipta máli. Myndefnið mitt er líka mikils virði - heiðar, sandar, mýr- ar, flóar ..." Sýning Georgs Guðna á Kjarvalsstöðum verð- ur opin um helgina en henni lýkur kl. 18 á sunnudag. Georg Guðni og dal- urinn þar sem barnið er að villast og græt- ur. DV-mynd ÞÖK Fyrir sunnan söl og þara ... Fyrir sunnan söl og þara sé ég hvíta örnu fara, ber viö dagsól blóögan ara. Þannig endar ljóðaflokkurinn Rhodymenia palmata efir Halldór Laxness, en ljóðlínurnar bera yfirskriftina: Upphaf á nýju kvæði. Þannig hverfist hvort um annað - upphaf og endir. Þegar Halldór Laxness á í hlut er það eitt víst að þó að kvæði, skáldsögu eða leikriti ljúki þá er það aðeins upphafið að því að við njótum orð- snilli hans og andagiftar. Bragðið liggur á tung- unni, sætt, súrt, Ijúft eða beiskt eftir atvikum, og orðin verða æ síðan inngróin í sálina, fiársjóður sem aldrei fölnar. Leiklist Auður Eydal Dagskráin, sem sett var saman til þess að fagna með viðeigandi hætti enduropnun Iðnós, er áferð- arfalleg og vel við hæfi á slíkum tímamótum. Sex Vcdinkunnir leikarar lesa upp úr verkum skálds- ins og opið leiksvið með smekklega völdum hús- munum undirstrikar skilin á milli hins sýnilega og skáldskaparins sem lyftir andanum í hæðir. Undir kliðar þægileg músík sem tranar sér lítt fram en fór sýningunni vel, svo langt sem hún náði. Skrautblómið í tónlistarflutningnum var söngkonan Tena Palmer. Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðsdóttir í Ijúfu atriði i Únglíngnum í skóginum. DV- mynd Hilmar Þór Kvæðum og orðræðum héðan og þaðan úr verkum Halldórs er raðað saman i dagskránni og leitast við að flokka saman eðlisskyld brot sem eiga sér sameiginlegt þema. Leikhúsgesturinn er tekinn við hönd og leiddur um hús skáldsins þar sem af nógu er að taka. Gallinn við þessa aðferð er sá að mörg brot- anna reyndust of smá og dreifðu kjarnanum fremur en að þau límdu efnið saman á köntun- um. Sem hungurvaka nær dagskráin þó áreiðan- lega tilgangi sínum og ekki ólíklegt að margir hafi flett upp og reynt að finna efninu stað í bók- um Halldórs þegar heim var komið. Það sem ég saknaði helst úr þessari sýningu var skerpan og stormurinn. Lognið var allsráð- andi og yfirborðið slétt og fellt. Það hefði ekki sakað að hafa meiri keim af „seltu, sætu og joði“ í þeim sýnishornum sem valin voru. Meira hjartablóð. Leikararnir Arnar Jónsson, Guðrún S. Gísla- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Herdís Þorvalds- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Róbert Arnfinns- son lásu textann af bók og það var gaman að fylgj- ast með ólíkum aðferðum þeirra. Allt eru þetta leikarar í fremstu röð og svo flinkir að um það þarf ekki að ræða. Engu að síður brá fyrir óör- yggi sem setti smáhnökra á framvinduna. Salurinn í Iðnó er orðinn undurfinn og dró að sér athygli gesta. Það verður spennandi að fylgj- ast með því hvað ungir og hugmyndaríkir menn gera til þess að hleypa lífi og listafiöri í þetta gamla og sögufræga hús skálda og leikara. Iðnó opnað á ný - opnunardagskrá: Únglíngurinn í skóginum úr verkum Halldórs Laxness Leikstjórn: Viðar Eggertsson Samsetning dagskrár: lllugi Jökulsson Tónlistarstjórn: Pétur Grétarsson Útlit: Elín Edda Árnadóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Annað fólk Næsta verkefni Kaffileikhúss- ins var sérstaklega samið fyrir það og inn í húsið sjálft - enda hlýtur það að freista leikskálda. Verkið heitir Annað fólk, gerist í Reykjavík nútímans og segir frá ungri og atorkusamri stúlku sem flyst í gamalt hús í mið- borginni og kynnist smám sam- an sérkennilegum grönnum sín- um, heldri konu á efri hæð og dulum manni í kjallaranum. Svo fer for- tíð hússins að hafa áhrif á líf hennar líka. Martha Nordal, Helga Bach- mann og Jón Hjartar- son fara með hlut- verkin þrjú en höfundur verksins er Hallgrímur H. Helgason. Frumsýning verður eftir tvær vikur, 29. maí. Fílharmónía í Stykkishólmi Söngsveitin Fílharmónía leggur land undir fót um helg- ina og ætlar að syngja fyrir Snæfellinga í kirkjunni í Stykk- ishólmi á sunnudaginn kl. 16. Á tónleikunum verða flutt bæöi íslensk og erlend verk frá ýms- um tímum með eða án píanó- undirleiks. Meðal annars verða sungin verk eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson, Vivaldi, Schubert og Vaughan Williams. í kómum eru nú um 60 félag- ar sem finnst mikið ánægjuefni að fá að halda þessa tónleika. Undirleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir og stjórnandi Bemharður S. Wilkinson. Míró í Stokkhólmi Á morgun laugardag verður opnuð stór sýning á málverkum eftir spænska listamanninn Joan Miró (1893-1983) i Moderna Museet í Stokkhólmi undir yfirskriftinni „Skapari nýrra heima“. Miró þró- aði sína litríku og fiörlegu myndlist undir áhrifúm frá súrrealisma, myndir hans eru glaðar og bemskar og auðþekkt- ar. Sýningin verður opin til ágústloka til gleöi fyrir þá sem leggja leið sína tfi Stokkhólms. Safnið er lokað á mánudögum. Ginsberg-hátíðin Fyrr á árinu var sagt frá því hér á síðunni að í júní í sumar verður haldin mikil bók- menntahátíð til minningar um bandaríska skáldið Allen Ginsberg. Þeir sem áhuga hafa á að fylgj- ast með þróun mála geta nú kynnt sér heimasíðu há- tíðarinnar: www.bookzen.com/books2/ag~ memorial.html Umsjón Silja Aðalsteinsdóttír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.